Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ QQQ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 B 5 Fyrstu gullverð Reuters EISTINN Erki Nool tryggði sér ólympíumeistaratitilinn í tugþraut með góðu 1.500 metra hlaupi. Hann var þó heppinn því í annarri grein gærdagsins, kringiukastinu, voru öll þrjú köst hans í fyrstu dæmd ógild en það síðan leiðrétt. Nool fékk 8.641 stig, Tékkinn Roman Sebrle 8.606 í annað sætið og Chris Huffins frá Banda- ríkjunum, sem hafði forystu þartil í 1.500 metra hlaupinu, varð þriðji með 8.595 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem Nool kemst á pail á Ólympíuleikum og hann hefur ekki heldur farið á pall á heims- meistaramóti. Erki Nool segist lengi hafa dreymt um að hlaupa sigurhring með eistneska fánann. Draumur hans rættist í gær. Nool meistari Öll köst hans í kringlu dæmd ógild en dómurinn síðan leiðréttur GULLVERÐLAUNIN í einliða- leik karla í tennis fóru til Rúss- lands en Jevgeny Kafelnikov (mynd fyrir ofanjtryggði sér ólympfumeistaratitilinn með því að sigra Þjóðverjan Thom- as Haas í hörkuspennandi úr- slitaleik, 7:6, 3:6, 6:2, 4:6 og 6:3. Sigurinn kom Kafelnikov sjálfum á óvart en fyrir þrem- ur vikum síðan var hann ekki viss hvort hann mundi yfir höf keppa á Ólympíuleikunum. Eg hugsaði að sennilega hefði ég ekkert erindi á Ól- ympíuleikana eins og ég var að leika skömmu áður en leikarnir hófust. Ég var mjög langt niðri eftir ósigurinn í 3. umferð opna bandariska meistaramótsins í sumar og það hvarflaði að mér að sleppa Ólympíuleikunum,“ sagði Kafelnikov eftir sigurinn en þetta voru fyrstu gullverð- laun Rússa í tennis á Ólympíu- leikum frá upphafi. „Gullverðlaunin hafa mikila þýðingu fyrir mig og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef mér hefði ekki tekist að vinna úrslitaleikinn. Þegar ég hóf keppni hér á leikunum hugsaði ég ekki einu sinni um verðlaun enda átti ég innst inni ekki von á því að ég myndi blanda mér í baráttuna um verðlaunasæti. Ég ætlaði fyrst og fremst að njóta þess að fá að vera með hér í Sydney og ég á hreiniega bágt með að trúa því að ég hafi unnið ólympíumeistaratitilinn. Ég get ekki verið annað en hreykinn af sjálfum mér og minni þjóð,“ sagði þessi 26 ára gamli Rússi, sigrihrósandi í Sydney. Reuters Eftir fyrri dag þrautarinnar var Huffins með átta stiga forystu á Dean Maeey frá Bretlandi en hann kom virkilega á óvart með góðri og jafnri þraut, og Nool var 49 stigum á eftir Bandaríkja- manninum. Huffins byrjaði síðari daginn vel, varð ann- ar í 110 grind og var 122 stigum á undan Nool Qg á milli þeirra var Sebrle og spennan í hámarki því vitað er að síðustu þrjár grein- arnar eru ekki góðar hjá Huffins. Kringlukastið varð sögulegt því fyrsta kast Nools var í búrið í kringum kasthringinn, annað út fyrir kast- geirann og þriðja kastið mældist 43,66 metrar, en dómarinn lyfti rauðu flaggi. Ógilt. Eistinn mótmælti harkalega og sagðist ekki hafa stigið ofan á plankann sem er við hrigninn. Ekkert var hlustað á hann og Nool klæddi sig og bjóst til þess að fara af velli en dómararnir tóku málið fyrir eftir enn frekari kvartanir og sögðu að kastið hefði verið í lagi. Huffins náði besta kastinu og jók forystu sína. í stönginni náði Nool sér ekki á strik en þar er hann jafnan mjög öflugur. Hann stökk þó yfir 5 metra á meðan Huffins fór 4,70. I spjótkastinu fékk Nool 139 stigum meira en Huffins og fyrir síðustu greinina, 1.500 metra hlaupið mun- aði aðeins 14 stigum á þeim. Huffins vissi að gullið væri gengið honum úr greipum því hann er slakur í síðustu greininni, en hann hljóp óvenju vel að þessu sinni og náði þriðja sætinu. Nool varð að vera 2,5 sekúndum á undan Huffins og Sebrle þurti að koma níu sekúndum á undan Banda- ríkjamanninum í mark. Það tókst og hann náði öðru sæti. Þar með lauk einni jöfnustu tugþrautarkeppni í sögu Olympíuleikanna. Ólympíumeti Dan O’Brien, 8.824 stig, frá því í Atl anta 1996 var ekki í hættu hvað þá heimsmet Tomasar Dworaks frá Tékklandi, 8.994 stig. Heimsmethaf- inn endaði í sjötta sæti þrátt fyrir að vera meiddur og veikur í þokkabót. „Dómararnir komust loks að þeirri niðurstöðu að kastið hefði ver- ið löglegt og ég er feginn því,“ sagði Nool skömmu eftir að hann hafði rætt við forseta og forsætisráðherra Eistlands í síma. „Mig hefur dreymt það lengi að hlaupa sigurhringinn með eistneska fánann og nú er ég búinn að því. Við erum lítil þjóð og öll verðlaun skipta okkur miklu máli,“ sagði hinn mikli baráttujaxl. Því má svo bæta við að 38 kepp- endur hófu leik í þrautinni en 25 luku henni þar á meðal Þjóðveijinn Mike Maczey sem hlaut 7.228 stig en hann fékk ekkert stig fyrir fyrstu grein síðari dagsins en ákvað engu að síður að halda áfram. íslandsmet Jóns Amars Magnús- sonar, 8.573 stig síðan 1998 hefði dugað í fjórða sætið að þessu sinni. Erki Nool Eistlandi Ólympíumeistari í tugþraut karla. Fæddur: 25. júní 1970 í Voru i Eistlandi. Helstu afrek: Varð Evrópumeistari árið 1998 og varð þar með fyrsti Evrópumeistari Eista í 60 ár. ■ Varð í sjöunda sæti í sjöþraut á heimsmeistaramótinu inn- anhúss árið 1999. ■ Hafnaði í fjórða sæti á heimsmeistaramótinu árið 1995. ■ Á bestan árangur allra i Iangstökki í tugþraut, 8,10 metar sem hann náði á heimsmeistamótinu árið 1995. ■ Á eistneska metið i langstökki og 200 metra hlaupi. TUGÞRAUT „Mig hefur lengi dreymt um að hlaupa sigurhringinn með eistneska fánann“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.