Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNB LAÐIÐ 099 Talið er að gullið hafi kostað norska þjóðarbúið um 300 milljónir króna Dagny Mellgren sendir hér knöttinn í netið hjá Bandaríkjamönnum í síðustu spymu leiksins. Reuters Varamaðurínn tryggði gullið með gullmarki NORÐMENN unnu óvæntan en sanngjarnan sigur á fyrrverandi Ól- ympíu- og heímsmeisturum Bandaríkjanna í knattspyrnu kvenna í gærkvöld í framlengdum leik. Fyrir leikinn höfðu flestir talið að bandarísku stúlkurnar ættu auðveldan leik fyrir höndum, en þessi lið höfðu mæst í riðlakeppninni og þá unnu heimsmeistararnir auð- veldan sigur, 2:0. Talið er að norska þjóðarbúið hafi tapað um 300 milljónum króna vegna vinnutaps, - en rúm miiljón Norðmanna fylgdist með leiknum í sjónvarpi. 1 Reuters Dagny fagnar marki sínu. Hún er nú þjóðhetja í Noregi. Hafsteinn enná siglingu HAFSTEINN Ægir Geirsson, siglingamaður, er eini íslend- ingurinn sem enn er i eldín- unni á Ólympíkuleikunum. í gær voru tvær umferðir farn- ar í flokki Lazer-kæna, en það er einmitt flokkurinn sem Hafsteinn tekur þátt, en upphaflega stóð til að farnar yrðu þijár umferðir. Fallið var frá því og þess í stað eru áformaðar tvær ferðir í dag, en það er siðasti keppnisdag- ur. Hafsteinn náði sér ekki á strik í gær og í fyrri umferð dagsins varð hann í 40. sæti af 42 keppendum. Það hefur fækkað um einn keppanda í flokki Hafsteins frá því sem áður var eftir að keppandi smáeyjunnar Guam var rek- inn úr keppni á dögunum og bátur hans og aðgöngupassi gerður upptækur um leið. Hafsteini gekk enn verr í síð- ari umferð dagsins þar sem hann rak lestina. Hafsteinn er því sem fyrr neðstur í heildarstigakeppninni eftir átta umferðir og þarf hann að ná sé afar vel á strik í síð- ustu umferðunum tveimur til þess að lyfta sér upp af botn- inum áður en yfir Iýkur. Yanina Korolchik. Persónu- legt met í síðasta kasti dugði YANINA Korolchik frá Hvíta- Rússlandi sigraði í kúluvarpi kvenna með því að kasta 20,56 metra í síðasta kasti sínu og bæta sinn besta árangur um 25 sentím- etra. Sigur Korolchiku kemur nokk- uð á óvart því flestir höfðu veðjað á Larisa Peleshenko frá Rússlandi og hún hafði forytu f keppninni allt þar til Hvft-Rússinn náði risa- kastinu. Peleshenko varð í öðru sæti með 19,92 metra og þýski ól- ympíu- og þrefaldur heimsmeist- ari, Astrid Kumbemuss varð þriðja með kast upp á 19,62 metra. Janina Korolchik Hvíta-Rússland Ólympíumeistari í kúluvarpi kvenna. Fædd: 26. desember 1976. Helstu afrek: Varð í þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu árið 1998 og í fjórða sæti á heims- meistaramótinu í Sevilla á síð- asta ári. Bætti sinn besta ár- angur þegar hún tryggði sér gullið í Sydney með kasti upp á 20,31 metra. Það var fátt sem benti til þess að norsku stúlkumar myndu eiga eitthvað í þær bandarísku í upphafi leiks þvi strax á 5. Ingibiörg mínútu leiksins Hinriksdóttir skoraði Tiffany Mil- skrifarfráSydn- brett fyrir Banda- ey ríkin eftir frábæran undirbúning frá Miu Hamm. Einni mínútu fyrir leikhlé jafnaði Gro Espeseth fyrir Norðmenn og hleypti verulegu lífi í leikinn. Síðari hálfleikur var sannkölluð veisla fyr- ir augað þar sem bæði lið sýndu sín- ar bestu hliðar og settu sóknarleik- inn á oddinn. Norðmenn náðu forystunni á 78. mínútu með laglegu marki frá Ragnhild Gullbrandsen, eftir að bandarísku stúlkumar höfðu sótt nær látlaust að marki Norðmanna en flestar sóknir þeirra stöðvuðust á hinum frábæra leik- manni og fyrirliða Norðmanna, Goeril Kringen. Leiktíminn var nærri útmnninn þegar Tiffany Mil- brett skoraði annað mark sinn og Bandaríkjamanna í uppbótartíma, en aðeins 10 sekúndur liðu frá því að markið var skorað þar til leik- tíminn var úti. Það þurfti því að grípa til fram- lengingar, þar sem gullmark réði úrslitum, og í henni skoraði vara- maðurinn Dagny Mellgren sigur- mark Norðmanna, þegar 11 mínút- ur og 11 sekúndur voru liðnar af framlengingunni. Ástralar vom fljótir að sjá það á klukkunni að þarna var Cathy Freeman enn einu sinni að verki, sigurmarkið kom á 11.11 en 11 er númer Freeman hér á leikunum. Leikurinn var frábærlega leikinn af báðum liðum sem sýndu það og sönnuðu að þar fara tvö bestu kvennalið heims um þessar mundir. Bandaríkjamenn léku að vanda léttan leik þar sem áhersla var lögð á að láta boltann ganga hratt milli manna á meðan norsku stúlkumar reyndu stöðugt að senda langar sendingar fram völlinn á tiltölulega undirmannaða sóknarlínu, sem treysti á það að fá aðstoð frá miðj- unni skömmu síðar. Besti leikmað- ur vallarins var án efa fyrirliði Norðmanna, Goeril Kringen, sem bjargaði sínu liði einu sinni sem oft- ar á ævintýralegan hátt með skalla af marklínu. „Ég er mjög stoltur af stelpunum og stundin þegar sigurmarkið var skorað var rafmögnuð," sagði Per Hagmo, þjálfari norsku stúlknanna. „Stelpumar börðust allan tímann og þótt þær hafi lent undir komu þær alltaf sterkari til baka. Við er- um með leikmenn í liðinu sem geta breytt gangi leiksins hvenær sem er en í dag var það liðsheildin sem skapaði þennan sigur, stelpurnar eiga allar hrós skilið," sagði Hag- mo, sem hefur stýrt norska liðinu í 57 leikjum þar sem liðið hefur sigr- að í 41 leik. Hann stýrði norska lið- inu nú í síðasta sinn en við starfi hans tekur Age Steen. April Heinrich, þjálfari banda- rísku stúlknanna, bar höfðið hátt í leikslok, enda ekki ástæða til ann- ars. „Við gáfum allt í leikinn sem við gátum og ég er gífurlega stolt af stúlkunum. Leiðin í úrslitin hefur verið löng og ströng en við fundum ekki fyrir neinni pressu á okkur. Leikurinn var opinn og gaf mikla möguleika, bæði lið léku frábæran fótbolta, og við tókum stoltar á móti silfurverðlaununum," sagði Hein- rich. Þjóðverjar tryggðu sér bronsið Þýsku stúlkurnar áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Brasilíumenn að velli í leiknum um bronsið og sigruðu 2:0. Eftir að hafa átt í nokkrum erfiðleikum með brasilíska liðið í markalausum fyrri hálfleik bættu Þjóðverjar enn í leik sinn og Renate Lingor skoraði fyrra mark Þjóðverja á 64. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu og Birgit Prinz skoraði það seinna á 79. mínútu eftir hraðaupphlaup. Þjóðverjar náðu að sýna sitt rétta andlit í þessum leik eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að ná ekki í úrslitin þegar þeir töpuðu fyrir Norðmönnum í undan- úrslitum. Tina Theune Meyer, þjálf- ari Þjóðveija, var ánægð með sínar stúlkur í leikslok. „Ég er mjög án- ægð með sigurinn, sérstaklega þeg- ar tekið er tillit til þess hvað okkur gekk illa í byrjun leiks. En við náð- um að bæta leik okkar mikið í síðari hálfleiknum og ég er sátt í leiks- lok,“ sagði Tina Theune Meyer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.