Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
Q9P
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 B 7
; myndi fagna sigri í 200 m hlaupi, eins og hann gerir hér. Til hægri við
tans er John Capel.
Miklir yfirburðir
hjá Marian Jones
Marion Jones kom langfyrst í mark í 200 m hlaupi kvenna.
AP
Fyrsta gull
Grikkja í
spretthlaupi
KONSTANTINOS Kenteris braut blað í ólympíusögu Grikkja í gær
þegar hann varð fyrsti Grikkinn til að vinna til gullverðlauna i
spretthlaupi á Ólympíuleikum. Kenteris átti frábæran endasprett
og kom í mark á 20,09 sekúndum. Bretinn Darren Campbell,
Evrópumeistari í greininni, varð annar á 20,14 sekúndum og Ato
Boldon frá Trinidad og Tobaco, sem vann til silfurverðlauna í 100
metra hlaupinu, þriðji á 20,20 sekúndum.
Eftir að í ljós kom að Banda-
ríkjamennimir Michael
Johnson og Maurice Green voru
ekki á meðal keppenda í 200 metra
hlaupinu í Sydney áttu menn erfitt
með að spá fyrir um úrslitahlaupið
en þeir Johnson og Green voru
meiddir þegar bandaríska úrtöku-
mótið fór fram. Boldon þótti sig-
urstranglegastur fyrir leikana.
Hann varð heimsmeistari í 200
metra hlaupi fyrir þremur árum
en frammistaða hans í undanúr-
slitunum gaf til kynna að hann var
ekki líklegur.
Kenteris, sem var á fjórðu
brautinni, setti í fimmta gír síð-
ustu 50 metrana og skaust fram úr
Boldon og Campbell á lokametr-
unum.
Vissi að ég myndi vinna
„Um leið og ég steig fæti hér í
Sydney var ég þess fullviss að ég
myndi vinna sigur. Ég vissi að kepp-
inautar mínir voru ekkert betri en ég
og þar með hræddist ég engan. Ég
hef þurft að leggja hart að mér enda
undirbjó ég mig sérstaklega vel fyrir
leikana," sagði Kantaris eftir hlaupið
en hann var fulltrúi hvíta mannsins í
úrslitahlaupinu en hinir sjö kepp-
endurnir voru allir dökkir á hörund.
Kenteris ákvað að tileinka gullið
þeim sem fórust með grísku ferjunni
í vikunni en 65 manns fórust í slys-
inu.
Grikkinn er fyrsti hvíti maðurinn
sem vinnur til gullverðlauna í sprett-
hlaupi á Ólympíuleikum í 20 ár eða
síðan ítalinn Pietro Mennea kom
fyrstur í mark á leikunum í Moskvu
árið 1980.
Stöðvaði langa sigurgöngu
Bandaríkjamanna
Kenteris batt þar með enda á sig-
urgöngu Bandaríkjamanna í þessari
grein en á fjórum síðustu leikum
hafa Bandaríkjamenn borið sigur úr
býtum í þessari grein. Tveir Banda-
ríkjamenn voru í úrslitunum en þeir
höfnuðu í tveimur síðustu sætunum.
Coby Miller var sjöundi og John
Capel rak lestina.
Ato Boldon sagði eftir hlaupið að
100 metra hlaupið hafi greinilega
setið í sér.
„Þegar 150 metrar voru eftir af
hlaupinu var úthaldið gersamlega á
þrotum og ég átti í erfiðleikum að
komast alla leið.
ÚRSLITIN í 200 metra hlaupi
kvenna voru eftir bókinni. Mar-
ion Jones frá Bandaríkjunum
vann yfirburðasigur og tryggði
sér önnur gullverðlaun sín á Ól-
ympíuleikunum en hún bar
einnig sigur úr býtum í 100
metra hlaupinu. Jones kom í
mark á 21,84 sekúndum, sem er
besti tími ársins, Pauiine Davis-
Thompson varð önnur á 22,27
sekúndum og í þriðja sæti hafn-
aði Susanthika Jayasinge frá
Sri Lanka á 22,28 sekúndum.
Eftir að úrslitin lágu ljós fyrir
hljóp Jones beint í fangið á eig-
inmanni sínum, C. J. Hunter og faðm-
aði hann en Hunter komst heldur bet-
ur í sviðsljósið í vikunni þegar í ljós
kom að hann hafði fallið á lyfjaprófi.
Fréttimar um meint lyfjahneyksli
Hunters virtust ekki koma Jones úr
neinu jafnvægi og þessi glæsilega
íþróttakona sýndi og sannaði að hún
er besta spretthlaupakona heims.
Jones, sem er 24 ára gömul, var ótrú-
lega afslöppuð í úrslitahlaupinu, og
áttu keppinautar hennar ekkert svar.
„Ég er mjög ánægð með að hafa
unnið þetta og nú tekur við næsta
verkefni sem er langstökkið. Þar ætla
ég mér mikið. Ég hef ekki látið þetta
mál með Hunter hafa áhrif á mig. Ég
ætla að halda mínu striki og draumur
minn er að vinna til fimm gullverð-
launa,“ sagði Jones eftir hlaupið. Þeg-
ar hún var spurð út í lyfjamálin sagði
hún: „Allir sem þekkja mig og æfa
með mér vita að ég hef ekki tekið inn
nein efni.“
Jones grét af gleði eftir sigurinn í
100 metra hlaupinu og fagnaði nyög
mildð en sigrinum í 200 metra hlaup-
inu tók hún með ró og lét sér nægja
að brosa til áhorfenda.
Jones á möguleika á þremur
Konstantinos Kenteris
Grikklandi
Ólympíumeistari í 200 metra hlaupi karla.
Fæddur: 11. júlí 1973 í Mytilene, Grikklandi
Helstu afrek: Sigraði í 400 metra hlaupi á Evrópubikar-
móti árið 1993 og varð þriðji á sama móti í fyrra. Varð í
sjötta sæti á heimsmeistaramóti unglinga árið 1992.
■ Bætti gríska metið í úrslitahlaupinu og er fyrsti Grikk-
inn til að vinna til verðlauna í spretthlaupi á Ólympíuleik-
um.
AP
Það fyrsta sem Marion Jones gerði eftir sigurinn var að fara tii
eiginmanns sins, C.J. Hunter, og smella á hann kossi.
gullpeningum til viðbótar. Hún er
komin í úrslit í langstökki og er í sveit
Bandaríkjanna bæði í 4x100 og 4x400
metra boðhlaupi.
Tólf ár eru Úðin síðan sama konan
vann bæði gull í 100 og 200 metra
hlaupi en Florence Griffith-Joyner
lék sama leikinn á Ólympíuleikunum í
Seoul árið 1988.
Ástralska stúlkan Cathy Freeman ,*
þjóðhetja Ástrala, sem vann sigur í
400 metra hlaupinu og varð þar með
fyrsti frumbyggi Ástrala til að vinna
til verðlauna á Ólympíuleikum, náði
sér ekki á strik og kom sjöunda í
mark á 22,53 sekúndum.
Jones
Bandaríkjunum
Ólympíumeistari í 200
metra hlaupi kvenna.
Fædd: 12. október 1975
í Los Angeles í Banda-
ríkjunum.
Helstu afrek: Ólympíu-
meistari í 100 metra
hlaupi í Sydney. Heims-
meistari í 100 m hlaupi
1997. Árið 1998 vann hún
34 mót í hlaupum og lang- |
stökki. Varði HM-titilinn í |
100 m hlaupi 1999 en féll í
og hætti keppni í 200 m
hlaupi.
■ Unglingameistari
Bandaríkjanna í 100 og
200 m hlaupum 1991 og
1992.
■ Var valin sem vara-
maður fyrir boðshlaups-
sveit Bandaríkjanna á Ól-
ympfuleikunum í
Barcelona 1992 en hafn-
aðiþví.
■ Sneri sér að körfukn-
attleik og varð banda-
rískur háskólameistari
sem skotbakvörður með
Noth Carolina 1994.
■ Fótbrotnaði árið
1995 en hóf keppni í
fijálsum íþróttum á ný
tveimur árum síðar.
■ Árið 1998 lýsti því
hún því fyrir að hún
stefndi að því að vinna jL
fimm ólympíugull í Sydn- ||
ey. Er gift kúluvarparan-
um
■ C.J. Hunter en hann
komst í fréttirnar í vik-
unni þar sem upplýst var
að hann hefði fallið á
lyíjaprófi.
...... »
l
i
j