Morgunblaðið - 29.09.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 B II
KNATTSPYRNA
Rúnar Kristinsson hjá Lilleström hristir af sér Alexander Tochilin, leikmann Dynamo Moskva, í leik liðanna I rússnesku höfuðborg-
inni i gær. Lilleström tapaði 2:1 en komst í 2. umferðina þar sem liðið vann heimaleikinn 3:1.
Chelsea varð fyrir
miklu áfalli í Sviss
VANDRÆÐAGANGURINN hjá Chelsea heldur enn áfram og enska
félagið varð fyrir miklu áfalli í gærkvöld þegar það var slegið út úr
UEFA-bikarnum strax í fyrstu umferð. Chelsea tapaði óvænt fyrir
St. Gallen í Sviss, 2:0, og því dugði sigurinn á Stamford Bridge í
fyrri leiknum, 1:0, skammt. Eiður Smári Guðjohnsen, Arnar
Gunnlaugsson og Teitur Þórðarson máttu allir þola að falla úr
keppni með liðum sínum en Rúnar Kristinsson og félagar í Lille-
ström frá Noregi eru hinsvegar komnir í 2. umferð því þeir slógu
út rússneska félagið Dynamo Moskva.
Fyrstu 35 mínútumar í Sviss voru
hrein martröð fyrir leikmenn
Chelsea. Heimamenn í St. Gallen
skoruðu tvívegis og til að bæta gráu
ofan á svart var Roberto Di Matteo
borinn fótbrotinn af leikvelli. Chelsea
náði sér aldrei á strik og samkvæmt
enskum netmiðlum lék liðið sinn slak-
asta leik í áraraðir. Eiður Smári Guð-
johnsen kom inn á sem varamaður hjá
Chelsea þegar 12 mínútur voru liðnar
af síðari hálfleik en náði ekki að skapa
sér teljandi marktækifæri frekar en
félagar hans.
Lilleström nýtti eina um-
talsverða færið í Moskvu
Útlitið hjá Lilleström var ekki gott
í hálfleik því Rússamir skoraðu tví-
vegis og leiddu 2:0. Það hefði komið
þeim áfram á markinu á útivelli, og
litlu munaði að þeir bættu við forskot-
ið í seinni hálfleiknum. En 19 mínút-
um fyrir leikslok skoraði Arild Sund-
got úr eina umtalsverða færi
Liileström í leiknum, fylgdi þá eftir
aukaspyrnu frá Magnus Kihlberg.
Rúnar Kristinsson lék allan leikinn
með Lilleström en Indriði Sigurðsson
var ekki með. Gylfi Einarsson var
með í för en hann samdi við Lillestr-
öm á mánudaginn sem kunnugt er en
er ekki orðinn löglegur með liðinu.
Þessi frammistaða Lilleström set-
ur strik í reikninginn hjá Rúnari
Kristinssyni og Lokeren. Nú er ljóst
að hann fer ekki þangað fyrr en eftir
síðari leik Lilleström í 2. umferð
UEFA-bikarsins, sem fram fer 9. nó-
vember.
Fyrsti leikur Arnars
en Leicester úr leik
Leicester beið lægri hlut fyrir
Rauðu stjömunni frá Júgóslavíu, 3:1,
og þar með 4:2 samanlagt. Leikið var
á hlutlausum velli í Vínarborg en mót-
lætið virtist þjappa Júgóslövunum
SIGURÐUR Grétarsson, þjálfari
21-árs landsliðs karla í knatt-
spymu, tilkynnti í gær 16 manna
hóp fyrir leiki gegn Tékkum og
Norður-ímm í Evrópukeppninni
sem fram fara 6. og 10. október.
Ein breyting er gerð á hópnum frá
leiknum við Dani um síðustu mán-
aðamót en liðin skildu þá jöfn, 0:0.
Jóhannes Karl Guðjónsson frá
RKC Waalwjjk í Hollandi kemur
inn í liðið í staðinn fyrir Bjama
Geir Viðarsson úr ÍBV. Jóhannes
Karl dró sig út úr hópnum á síð-
saman og sigur þeirra var sannfær-
andi. Muzzy Izzet jafnaði fyrir
Leicester, 1:1, undir lok fyrri hálfleiks
en það dugði skammt. Goran Dralic
skoraði tvö marka Rauðu stjömunn-
ar. Amar Gunnlaugsson kom inn á
sem varamaður hjá Leicester í fyrsta
sinn á tímabilinu, eftir að staðan var
orðin 3:1, og lék síðustu 15 mínútum-
ar.
Um 11 þúsund júgóslavneskir
áhorfendur mættu á leikinn og létu
ófriðlega. Þeir skutu meðal annars
upp flugeldum og Peter Taylor,
knattspymustjóri Leicester, sagði að
sínir menn hefðu hreinlega verið
hræddir. „Þessar flugeldasýningar
trufluðu okkur verulega," sagði Tayl-
or.
Lærisveinar Teits
misstu niður forskotið
Teitur Þórðarson horfði upp á lær-
ustu stundu fyrir Danaleikinn
vegna leiks með RKC í holiensku
úrvalsdeildinnj og þá var Páll
Almarsson úr ÍBV valinn í hópinn
í staðinn.
Eftirtaldir leikmenn skipa hóp-
inn:
Markverðir: Hjörvar Hafliða-
son, Val, ogÓmar Jóhannsson,
Bunkeflo.
Aðrir leikmenn: Bjami Guiljóns-
son, Stoke, Reynir Leósson, ÍA,
Jóhannes Karl Guðjónsson, RKC
Waalwijk, Indriði Sigurðsson, Lil-
isveina sína í Brann fara illa að ráði
sínu á heimavelli gegn Basel frá Sviss.
Brann, sem tapaði fyrri leiknum í
Sviss, 3:2, var 4:1 yfir í hálfleik og sæti
í 2. umferðinni blasti við. Svisslend-
ingamir skoraðu hinsvegar þrívegis,
jöfhuðu metin, 4:4, og fóra áfram.
Sutton bjargaði Celtic
Celtic lenti í óvæntum vandræðum
í Finnlandi því þar stóð 2:0 fyrir
heimamenn í HJK eftir venjulegan
leiktíma. Þar með vora liðin jöfn því
Celtic vann heimaleikinn með sömu
markatölu. Chris Sutton kom Celtie
til bjargar því hann skoraði þegar
þrjár mínútur vora eftir af framleng-
ingunni. HJK vann leikinn 2:1 en
Celtic 3:2 samanlagt.
Liverpool sýndi lítil tálþrlf á heima-
velli gegn Rapid Búkarest. Leikurinn
endaði 0:0 en það dugði Liverpool,
sem vann fyrri leikinn í Rúmeníu, 1:0.
leström, Stefán Gíslason, Ström-
godset., Marel Jóhann Baldvins-
son, Stabæk, Guðmundur Viðar
Mete, Malmö, Helgi Valur Daníels-
son, Peterborough, Guðmundur
Steinarsson, Keflavík, Þórarinn
Krisljánsson, Keflavík, Veigar
Páll Gunnarsson, Stjörnunni, Ámi
Kristinn Gunnarsson, Breiðabliki,
Hjalti Jónsson, ÍBV, og Páll Alm-
arsson, IBV.
Eins og sjá má kemur helming-
ur leikmannanna, átta talsins, frá
erlendum félögum.
Lárus þarf
að spila
meira
LÁRUS Orri Sigurðsson
sem leikur með enska
fyrstudeildarliðinu West
Bromwich Albion mun
ekki verða settur of
snemma inn í aðalliðið en
hann er óðum að jafna sig
eftir meiðsii sem hann
hlaut í fyrravetur, en svo
segir á heimasfðu félags-
ins. Láms sleit krossbönd í
leik með liðinu í mars og
lék öðm sinni með varaliði
WBA á miðvikudag. Eftir
sex mánaða fjarveru er
Láms ákafur að komast
aftur í liðið en Megson vill
ekki reka á eftir honum.
„Við þurfum að leggja
áherslu á að hann komist í
leikform í leikjum með
varaliðinu þannig að hann
noti ekki fyrstu leiki sína
með aðalliðinu til þess,“
sagði Megson. Lárus er
langt á undan áætlunum
um að ná bata og sagði
Megson það ekki koma sér
á óvart. „Ég vissi að við-
mót Lárasar væri fram-
úrskarandi. Ég þekki styrk
hans,“ bætti Megson við.
tmmM
FOLK
■ HOLLENSKI risinn, Rik Smits,
hefur ákveðið að leggja körfu-
knattleikinn á hilluna. Hinn 34 ára
gamli leikmaður Indiana Pacers
hefur átt í langvinnum meiðslum á
fæti og gat ekki lengur beitt sér af
fullum krafti. Smits sem er 2.24
metrar á hæð skoraði 14,8 stig og
tók 6,1 frákast að meðaltali.
■ AÐALSTJARNA Boston Celtics,
Paul Pierce, var stunginn mörgum
sinnum með hníf af tveimur
óþekktum mönnum á næturklúbbi.
Pierce sem er 22 ára gamall var
fluttur á sjúkrahús þar sem gert
var að sárum hans á baki, hálsi og“
hnakka. Leikmaðurinn er á bata-
vegi og að öllum líkindum verður
hann tilbúinn í átökin þegar NBA
deildin hefst í haust.
■ CHRIS Mullin, körfuknattleik-
smaðurinn reyndi, gekk í gær til
liðs við Golden State Warriors á
nýjan leik en hann lék með liðinu í
12 ár. Mullin, sem er 37 ára fram-
heiji, hefur leikið með Indiana að
undanförnu en fékk lítið að spila
seinni hluta síðasta tímabils og var
leystur undan samningi sínum þar
fyrir tveimur vikum.
■ ORRI Freyr Hjaltalín úr Þór og
Veigar Páll Gunnarsson úr Sljöm-
unni þóttu báðir standa sig vel með
varaliði Stoke í 3:0 sigri á-
Wrexham fyrr í vikunni. Eins og
áður hefur komið fram skoraði Orri
eitt markanna. Ian Cranson, þjálf-
ari varaliðsins, sagði að báðir pilt-
amir hefðu vakið athygli með
frammistöðu sinni.
■ HERMANN Hreiðarsson mætir
væntanlega tveimur félögum sínum
úr Ipswich í landsleik Islands og
Norður-írlands á Laugardalsvell-
inum 11. október. Miðjumaðurinn
Jim Magilton úr Ipswich er í norð-
ur-írska hópnum sem var tilkynnt-
ur í gær. Einnig var Matt Holland
valinn í hópinn að nýju en hann vaf
meiddur í síðasta landsleik.
■ MAGILTON og Hermann hafa
gert grín að hvor öðrum á æfingum
vegna leiksins og sagði Magilton að
Hermann hefði leikið með firmaliði
er hann lék hér heima og á þar við
ÍBV. Holland var mun alvarlegri í
bragði og sagði að ísland væri ekiy
svo slæmt lið og leikurinn ætti ao
verða jafn og spennandi.
Jóhannes fýrir Bjarna