Morgunblaðið - 30.09.2000, Side 2
2 E LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000
LEIKLIST/ DANS
4.10. Háaloft í Kaffileikhúsinu
Háaloft er eftir Völu Þórsdótt-
ur og sett upp af Icelandic Take
Away Theatre í samstarfí við
Kaffileikhúsið. Verkið er ein-
leikur og fjallar um geðhvarfa-
sýki á nýstárlegan hátt. Leik-
stjóri er Ágústa Skúladóttir.
7. 10. Tilvist eftir Dansleik-
hús með Ekka. Tilvist er sett
upp í Iðnó og er liður í Leiklist-
arhátíð sjálfstæðu leikhópanna.
Leikstjóri er Sylvía Von Kos-
poth.
13.10. Vitleysingarnir eftir
Ólaf Hauk Símonarson Hafnar-
fjarðarleikhúsið frumsýnir Vit-
leysingana í leikstjóm Hilmars
Jónssonar.
14.10. Trúðleikur eftir Hall-
grím H. Helgason. Leikfélag
Islands í Iðnó. Leikstjóri er
Öm Árnason.
26.10. Góðar hægðir eftir
Auði Haralds Draumasmiðjan.
Leikstjóri er Gunnar Gunn-
steinsson.
31.10. -2.11. TRANS DANS
EUROPE 2000
TDE2000 er danshátíð
menningarborga Evrópu árið
2000, sem haldin verður í Borg-
arleikhúsinu. www.id.is
11.11. Skáldanótt
Nýtt leikrit eftir Hallgrím
Helgason verður fmmsýnt á
Stóra sviði Borgarleikhússins í
leikstjóm Benedikts Erlings-
sonar.
www.reykj avik2000.is
18.11. Medea. Leikhópurinn
Fljúgandi fískar í Iðnó.. Leik-
stjóri er Hilmar Oddsson.
www.reykjavik2000.is
3.12. Leikhópurinn Perlan
Leikhópurinn Perlan, sýnir
þrjá leikþætti í Iðnó.
www.reykjavik2000.is
Morgunblaðið/Sverrir
í DAG ER ÉG GLAÐUR. LEIKHÓPURINN PERLAN.
Perlan í lönó
Leikhópurinn Perlan sýnirfrum-
samda leikþætti 3. desember kl.
15 í Iðnó undir stjórn Sigríðar Ey-
þórsdóttur.
LEIKHÓPURINN Perlan, sem skipaður er þroska-
heftum, hefur sett upp sýningar hérlendis og er-
lendis frá árinu 1982 og hvarvetna vakid athygli
fyrir einlæga og hrífandi leiktúlkun. Sigríður Ey-
þórsdóttir leikstýrir öllum verkunum og hefur
fengið til liðs við sig valinkunna tónlistarmenn og
búningahönnuði.
í verkinu „Mídas konungur" segirfrá konungi
sem er svo gírugur í gull að hann týnir gledinni. „í
dag“ er látbragdsleikur við samnefnt kvæði eftir
Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti og „Kærleikur-
inn er sterkasta aflið“ er samið upp upp úr ævin-
týri þar sem sólin og vindurinn karpa um hvort
þeirra sé sterkara.
Menningaráriö í Reykjavík
Sívaxandi
áhugi og
ánægja
„ÞAÐ hefur verið sérstaklega gam-
an að finna hvemig áhugi og
ánægja með þetta risastóra verk-
efni hefur vaxið jafnt og þétt úti í
samfélaginu," segir Þórann Sigurð-
ardóttir, stjórnandi Menningar-
borgarinnar Reykjavík 2000 nú
þegar hillir undir lok menningar-
ársins.
„Það var mikill vandi að raða við-
burðum niður og sú vinna hófst
strax fyrir 3 árum. Hér á skrifstofu
Menningarborgarinnar hefur verið
unnin gríðarlega mikil skipulags-,
mótunar og kynningarvinna með
öllum þessum fjölmörgu verkefn-
um, starfsfólk M2000 hefur verið í
sambandi beint eða óbeint við stór-
an hluta þjóðarinnar og allt þetta
samstarf hefur verið bæði heillandi
og gefandi."
Þórann segir að áhuginn á verk-
efnunum hafi síður en svo dvínað,
heldur vaxið jafnt og þétt, „...fólk
hefur sótt nánast alla viðburðina og
í raun er ótrúlegt að svo lítil þjóð
skuli geta haldið uppi svona mikilli
aðsókn. Sem dæmi má nefna að
samstarfsverkefnin með sveitarfé-
lögunum hafa fram að þessu dregið
til sín um 70 þúsund manns, nærri
50 þúsund manns tóku þátt í dag-
skránni á opnunardaginn okkar í
svartasta skammdeginu í janúar,
menningarnóttin, sem M-2000 lagði
mjög riflega til, sló öll þátttökumet
í sumar þegar um 60 þúsund manns
komu í miðborg Reykjavíkur.
Samstarfið við systurborgir okk-
ar í Evrópu og aðra aðila erlendis
hefur líka verið mjög umfangsmikið
og vaxandi, og nú á þessum síðustu
mánuðum getum við aðeins sinnt
hluta af þeim óskum sem okkur
berast um aðkomu og þátttöku í
ýmsum fundum og verkefnum bæði
austan hafs og vestan. Baldur og
Raddir Evrópu skiluðu margfaldri
auglýsingu fyrir íslenska menningu
og Reykjavík sem menningarlega
borg og við erum enn að fá blaða-
umsagnir og fréttir, sem allar era á
einn veg.“
Þórunn segir mörg stór og
spennandi verkefni framundan áður
en menningarárinu lýkur. „Þar vil
ég t.d. nefna sérstaklega fjölbreytta
og spennandi tónlistarviðburði í
október og framflutning á nýrri ís-
lenskri tónlist sem Menningarborg-
in hefur stutt. Trans Dans Europe
2000 er sameiginleg danshátíð
menningarborganna sem haldin
verður í Borgarleikhúsinu og Ljós-
in í norðri er mjög spennandi og
fjölbreytt hátíð sem haldin verður í
byrjun nóvember og mun lýsa upp
veturinn með framlegum og fjör-
legum viðburðum frá norrænu
menningarborgunum þremur.
Nú þegar tæpir þrír mánuðir era
eftir af menningarárinu eram við
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
ÞAU HAFA STÝRT MENNINGARBORGINNI. ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, MARÍA E. INGVADÓTTIR, SIGRÚN VALBERGSDÓTTIR,
HEIDRÚN HARÐARDÓTTIR, SVANHILDUR KONRÁÐSDÓTTIR OG SKÚLI HELGASON.
farin að huga að samantekt á upp-
lýsingum um öll hin fjölmörgu
verkefni menningarborgarinnar,
sem telja hvorki meira né minna en
rúmt þriðja hundrað. Það er gríðar-
lega mikilvægt að skoða ofan í kjöl-
inn hverju þetta ár hefur skilað á
sem flestum sviðum, hve margir
hafa komið að framkvæmd, sem
áhorfendur og njótendur, hvernig
tekist hefur að halda þau markmið
sem við settum okkur í upphafi,
hverju verkefnið hefur skiíað í
kynningu út á við og síðast en ekki
síst, hverju það hefur skilað fyrir
íslenska menningu til framtíðar,“
segir Þórann. Hvernig menningar-
árinu verður slitið vill Þórunn ekki
gefa upp á þessu stigi en lofar því
að árið verði kvatt með viðhöfn.
„Það er ennþá svolítið leyndarmál
hvað boðið verður upp á en við er-
um önnum kafin við að undirbúa
það.“