Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 5
I- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 E 5 REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 nýjasta í þremur sölum Listasafnsins verður opnuðl4. október yfirlitssýn- ing á verkum brautryðjanda ís- lenskrar nútímamyndlistar, Þórar- ins B. Þorlákssonar, í tilefni þess að á þessu ári er liðin ein öld frá því að hann hélt sýningu á verkum sínum hér á landi, fyrstur íslenskra lista- manna. Þórarinn B. Þorláksson stundaði listnám í Kaupmannahöfn um alda- mótin 1900 og kynntist þar hinum rómantíska natúralisma sem hann hélt tryggð við í listsköpun sinni. Með rómantískri túlkun á íslenskri náttúru lagði hann grunn að lands- lagshefð í íslenskri málaralist í byrj- un 20. aldar. Sýningin stendur til 26. nóvember. Aðgangur: Fullorðnir kr. 400. Eldri borgarar og öryrkjar kr. 250. Hópar (10 eða fleiri) kr. 250 (á mann.) 12 ára og yngri ókeypis. Ókeypis fyrir hópa námsmanna í fýlgd kennara. Miðvikudaga er að- gangur ókeypis að sýningum Lista- safns íslands. Eldlist í i8 Jyrki Parentainen frá Finnlandi sýnir listaverk í i8frá 26.10.-26.11. þar sem eldur brennur í táknrænni merkingu. „í ÞRETTÁN ár hefur eldurinn ver- ið mitt helsta viðfangsefni og hráefni í list minni,“ segir finnski listamað- urinn Jyrki Parantainen en sýning á verkum hans verður opnuð í Gallerí i8 26. október. Parantainen hefur unnið með eld á margvíslegan hátt, haldið næturbrennur þar sem eldur og brunnið grjót hefur leikið aðal- hlutverk; hann hefur kveikt elda í yf- irgefnum námagöngum og Ijós- myndað brunann og leikið sér að eldinum í orðsins fyllstu merkingu. Á seinustu árum hefur eldlist Par- entainens þróast í þá átt að skoða uppruna eldsins, sagnir honum tengdar, í list og goðsögnum. í nýj- ustu verkunum hefur eldurinn tekið á sig táknræna merkingu. og karl- kyns og kvenkyns tákn takast á þar sem eldur í alls kyns merkingum gegnir lykilhlutverki. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir ljósmyndir af brennandi byggingum en þeim ber hann sjálfur eld að. í hans huga er eldlistin ekkert minna en barátta upp á líf og dauða, barátta sem stundum vinnst og stundum ekki. í list sinni storkar Parantainen í senn sjálfum sér, áhorfendum, listinni jafnvel og h'finu sjálfu. Parentainen er í hópi þekktustu listamanna Finnlands og hefur vakið mikla athygli fyrir frumlega og óvenjulega listsköpun sína. UÓSMYND JYRKI PARANTAINEN AF ÍK- VEIKJU í STIGAGANGI. CLAUDETTE SCHREUDERS. MELANCHOLY 2000. A.r.e.a. 2000 Á Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstööum veröur sjónum beint aö sam- tímalist ungu kynslóðar- innar í lýöveldinu Suöur- Afríku meö sýningu sem þarveröuropnuö 17. nóvember og stendur til 7. janúar á næsta ári. í SUÐUR-AFRÍKU á sér nú stað einhver merkasta tilraun aldarinnar á sviði þjóðfélagsuppbyggingar sem endurspeglast m.a. glöggt í mynd- listinni. Þar sem áður ríkti skarpur aðskilnaður kynþátta um áratuga skeið og samhliða því stríðsástand um margra ára tímabil takast nú ný- ir straumar í myndlist á við samfélag sem leitast við að þróast á jafnréttis- grunni. List samtímans þar í landi þarf því að takast á við langvarandi afleiðingar nýlendustefnunnar, sögu landsins og leit að nýju þjóðemi, ef svo má segja. I samtímanum eru það listamenn af ensku og hollensku bergi brotnir sem þurfa að leitast við að skilgreina sig sem Afríkumenn, jafnvel þótt fjölskyldur þeirra hafi búið í Suður-Afríku í margar kyn- slóðir. Það sama gildir um mikilvægi hvítra listamanna, sem fæddir eru í Afríku, að fá Evrópubúa til að með- taka þá sem Afríkubúa en ekki Evrópubúa. Á sýningunni gefur að líta verk óhkra miðla; málverk, höggmyndir, innsetningar og myndbandaverk. Listamenn sem eiga verk á sýning- unni hafa verið valdir af Gavin Youn- ge, prófessor við listadeild háskólans í Cape Town í Suður-Afríku og Eiríki Þorlákssyni, forstöðumanni safns- ins. Gullskipið með 200 manns innanborðs upp að suðurströnd íslands og strand- aði á Skeiðarársandi. Drukknaði þar I- margt manna, aðrir dóu á sandinum, aðeins um sextíu manns komust af og voru fluttir til bæja í Öræfum. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að finna flak skipsins en án árangurs. Jón Hreggviðsson sté á land í Rott- erdam 1684, hann var fátækur bóndi úr Borgarfjarðarsýslu sem sakfelldur hafði verið fyrir morð á böðlinum Sig- urði Snorrasyni. Lýsing á Jóni var send um land allt: f lægra lagi... fótagildur, með litla hönd ... koldökkur á hárslit ... skeggstæði mikið... gráfölur í and- liti, snareygður og harðlegur í fasi. Jón komst frá Hollandi til Kaupmannahafn- ar og gekk í danska herinn. Hann fékk konungleg verndarbréf og sneri með þau til íslands þar sem þau voru lesin upp í lögréttu og var hann þaðan í frá frjáls ferða sinna. F Island öðrum augum litið Samsýning í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhús- inu á verkum íslenskra og erlendra listamanna þarsem ísland erí brennipunkti. Sýningin hefst 4. nóvember og Iýkur7.janúar. LÍTA erlendir lista- og fræðimenn Island sömu augum og íslenskir kollegar þeirra eða sjá þeir landið, náttúruna, umhverfið og mannlífið í öðru ljósi? Þessi spurning er kveikjan að samsýningunni ísland öðrum augum litið sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi 4. nóvember og stend- ur til 7. janúar á næsta ári. Ætlun- in er að setja saman sýningu þar sem fléttað er saman verkum nokkurra íslenskra listamanna og verkum erlendra listamanna sem hafa sótt mikið hingað til lands síðustu tvo áratugi og beina at- hyglinni að sýn þeirra á ísland, landfræðilega jafnt sem menning- arlega. ísland er sérstakt og sér- kennilegt fyrirbæri í augum hins erlenda ferða- og listamanns. Þetta viðurkenna íslendingar fús- lega en reynist sjálfum erfitt að koma auga á og skilgreina þessa sérstöðu. Erlendir fræði- og lista- menn hafa komið til landsins frá ómunatíð til að skoða það og skil- greina og það er fyrst í gegnum þeirra myndverk sem sérstaða landslags, náttúru landsins og menningar fara að liggja í augum uppi. Þannig má að mörgu leiti þakka ýmsum erlendum gestum er hingað hafa komið að við höfum lært að meta þau listrænu gildi sem liggja í landinu. Það sem stendur Islendingum sjálfum einna mest fyrir þrifum er sú nálægð sem þeir eiga við að glíma í þessu samhengi - glíman við að sjá og lýsa sjálfum sér og sínu nánasta umhverfi á raunsannan hátt án þess að úr verði klisja. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Roni Horn, Douwe Jan Bakker, Roman Signer og Birgir Andrésson. MYNDLIST /HÖNNUN 6.10.-26.10. Echo. Mynd- listarsýning Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur og Ingu Guð- rúnar Hlöðversdóttur www.reykjavik2000.is 14.10.-12.11. Þórarinn B. Þorláksson. Listasafn íslands www.listasafn.is 14.10. -12.11. Mót. íslensk hönnun á 20. öld www.reykj avik2000.is 14.10-19.11. Rauð. Rauð er lokasýningin í trílógíu Nýlista- safnsins: Hvít, blá og rauð. Rauð er tileinkuð lífshættu- legu lífi og pólitískri róttækni myndlistarkonunnar Rósku. Róska (1940-1996) tilheyrði hópi evrópskra listamanna, an- arkista og bóhema. Róska lagði stund á myndlist og kvik- myndagerð við listaháskóla í Prag, París og Róm. Sýningin í Nýlistasafninu mun draga upp upp fjölbreytta og sprell- lifandi mynd af kvikmynda- gerðarkonunni, Ijósmyndaran- um, málaranum, dagbókarhöfundinum, gjörn- inga- og lífslistakonunni Rósku. Sýningarstjóri er Hjálmar Sveinsson. Sýningarnar þrjár eru þær veglegustu sem Nýlistasafnið hefur ráðist í. Þeim verður fylgt eftir með sýningarskrám, umræðum og viðburðum af ýmsu tagi. www.nylo.is 19.10 - 26.11. Sigurður Guðmundsson. Listasafn íslands www.listasafn.is 26.10. - 26.11. Jyrki Par- antainen í Gallerí i8 www.i8.is 4.11. Island öðrum augum litið. Samsýning í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningunni lýkur 7.1. 2001. www.reykjavik.is/listasafn 5.11 „Hærra til þín.“ Kristin minni í norrænni myndlist eru viðfangsefni tveggja sýninga í Listasafni Sigurjóns og í Safni Ásmundar Sveinssonar, þar sem valin verk eftir norræna myndlistarmenn tuttugustu al- dar, bæði myndhöggvara og málara, verða sýnd. Sérstak- lega verður horft til þeirra listamanna sem ekki hafa fengist við hefðbundna kirkjul- ist, en sem engu að síður hafa fjallað um kristin og trúarleg 1 minni í verkum sínum. Á sýn- ingunni verða meðal annars verk eftir íslensku myndhögg- varana Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson, færeyska málarann Samuel Joensen- Mikines og dansk myndhöggv- arann Robert Jacobsen. Á sýn- ingunni er því miðlað af sam- eiginlegum menningararfi sem gæti auðgað og eflt skilning manna á norrænni sjálfsmynd. Sýningin er samvinnuverk- efni Listasafns Sigurjóns Ól- afssonar og Ásmundarsafns og er einnig liður í dagskrá kristnihátíðar. Henni lýkur 14.1.2001. www.reykjavik.is/listasafn 11.11. -1.12. Vignir Jó- hannsson í Gallerí Sævars Karls. Vignir Jóhannsson er málari, grafíklistamaður, myndhöggvai’i og leikmynda- teiknari. Segja má að allar þessar greinar sameinist í helstu verkum hans, sem eru yfirleitt litrík, uppfull af líf- legri teikningu og með ákveðn- um skírskotunum til hins þrí- víða. Auk þess eru þau dramatísk í besta skilningi; gjarnan „sviðsetningar á hug- leiðingum eða tilfinningum“. www.reykjavik2000.is 17.11. A.R.E.A. 2000. Sam- sýning í Listasafni Reykjavík- ur - Kjarvalsstöðum á sam- tímalist frá Suður-Afríku. Sýningunni lýkur 7.1. 2001. www.reykjavik.is/listasafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.