Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 8
J E LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍK- MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 Heimskautalöndin unaðslegu ALÞJÓÐLEGIR VIÐBURÐIR 1.10. Lífið við sjóinn Samsýning þriggja menn- ingarborga, Reykjavíkur, Bergen og Santiago de Com- postela. Sýningin fjallai' um sameiginlegan menningararf og líf og störf við Norð- ur-Atlantshafið. Sýningin var haldin í Hafnarhúsinu sl. vor en henni lýkur í Compostela 31.01.2001. 2.10. -6.10. íslandsdagar í E1 Ferrol á Spáni. Fjölbreytt dag- skrá í Galisíu til kynningar á ís- lenskri menningu. www,- reykjavik2000.is 10.10-25.10. Steinunn Sig- urðardóttir rithöfundur tekur þátt í International Writers Festival og kynnir verk sín í Calgary, Winnipeg, Gimli og víðar í Kanada www.ieel- and2000.org 13.10. -14.10. Einar Már Guðmundsson rithöfundur tek- ur þátt í International Writers Festival í Winnipeg, Gimli og víðar í Kanada. www.ieel- and2000.org 22.10. Og höfnin tekur þeim opnum örmum Ljósmynda- og skjalasýning í Gimli í Kanada þar sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur sýnir panorama- ljósmyndir eftir Magnús Ólafs- son og Ólaf Magnússon af höfn- inni fyrstu áratugi 20. aldar. 29.10. -12.11. Júhus Barna- leiksýning á vegum Islenska leikhússins og Hafnarfjarðar- leikhússins á ON leiklistarhá- tíðinni Vantaa, Finnlandi. Móður- ímyndin í íslenskum Ijósmyndum Hinn 11. nóvemberverð- ursýningin Móöurímynd- in opnuð í húsakynnum Ljósmyndasafns Reykja- víkurí Borgartúni 1. Á ÞESSARI áhugaverðu sýningu birtist sögulegt yfirlit yfir ímynd móðurinnar í íslenskri Ijósmynda- sögu. Ljósmyndirnar eru ýmist í upp- runalegri prentun eða sam- tímaprentun og af þeim má margt sjá um samfélagslegar forsendur móðurhlutverksins hér á landi, reynslu kvenna af móðurhlutverkinu og þá ímynd sem jafnt atvinnumenn og áhugaljósmyndarar hafa skapað þeim. í tengslum við sýninguna verður gefin út vegleg 192 bls. bók eftir dr. Önnudís Rúdolfsdóttur, auk þess sem bókin verður prýdd fjölda Ijósmynda. Það er Ljósmyndasafn Reykjavíkur sem stendur að verk- efninu. Samstarfsaðilar eru Hans '’-tsrsen hf., Phsrmaco hf. og KOPAR-ÍNÚÍTAR SPENNA VEIÐIBOGA. Sýningin Heimskauts- löndin unaðslegu verður opnuð 5. nóvemberí Listasafni Akureyrar. „ÞAÐ sem er skemmtilegt er að á sama tíma verður hérna stórt þing: Rannsóknarþing norðursins, þar sem verða margir frammámenn í vísindum og stjórnmálum sem snerta málefni norðurslóða," sagði Jónas Gunnar Allansson hjá Stofnun Kynslóðir mætast 2000 erverkefni sem byggist á samvinnu 14 félags- og þjónustumiðstöðva í Reykjavík og 14 grunn- skóla í Reykjavík. VERKEFNIÐ er spunaverkefni hverrar einingar fyrir sig og spun- inn er þegar hafinn! Þetta verður spennandi spuni æsku og elli lát- laust alla haustönnina fram að Uppskeruhátíðinni laugardaginn 25. nóvember. Markmiðið er að leiða saman yngstu og elstu kynslóðina, alla ijölskylduna, í takt við nýja tíma, nýjar aðstæður og nýja tækni. Spunanum lýkur með Uppskeru- hátíð fyrir alla fjölskylduna laug- ardaginn 25. nóvember. Þann dag milli kl. 14 og 17 munu áðurnefnd- ar 14 félags- og þjónustumiðstöðv- ar eldra fólks í mismunandi hverf- um borgarinnar iða af fjöri, fræðslu og fjölbreyttum menning- arviðburðum sem hinir eldri og yngri hafa skapað í sameiningu. Opnunarhátíð verður í Miðbæjar- barnaskólanum og hefst hún kl. 13. Allmargir hófu þegar samstarf sl. vor með gagnkvæmum heim- sóknum og kynningarferðum. Nú er hið raunverulega samstarf og samvera að hefjast í öllum 14 ein- ingunum. Hver og ein eining velur sér verkefni og aðferðir til sam- veru og samvinnu eftir efnum, ástæðum, sameiginlegum vilja og áhuga þátttakenda. I vikunni eftir Uppskeruhátíð- irnar er áætlað að félags- og þjónustumiðstöðvar eldra fólks hafi opið hús áfram fyrir alla svo fleiri gefist kostur á m.a. að sjá þær sýningar sem verða settar upp af þessu tilefni og jafnframt kynna starfsemi sína á breyttum tímum. Að sögn Asdísar Skúladóttur verkefnisstjóra má lauslega gera ráð fyrir að um sé að ræða allt að 2000 manns sem hafi þetta verk- Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. „Á sýningunni er mikil áhersla lögð á að setja fram á listrænan hátt arf- leifð Vilhjálms Stefánsson og jafn- framt kynna málefni samtímans, svo sem mannvist á norðurslóðum, nýt- ingu auðlinda, sjálfbæra þróun og líf- vænleika samfélaga. Rauði þráður- inn í sýningunni er þó áherslan á fólkið, ekki bara hina hrikalegu nátt- úru. Sumt af efni sýningarinnar hef- ur aldrei áður verið birt opinberlega, svo sem dagbækur Vilhjálms Ste- fánssonar og ýmsar ljósmyndir sem teknar voru í leiðöngrum hans. Þar á meðal eru mjög fallegar handmálað- ar litskyggnur sem eru hrein lista- verk. Við reynum að byggja sýning- una þannig upp að gestirnir séu þátttakendur í henni. Samhliða sýn- ingunni verður opnaður sérstakur Vilhjálmsvefur: www.svs.is/stefans- son.htm, þar sem hægt verður að fræðast um ævi og störf Vilhjálms Stefánssonar. Sýning þessi er sam- starfsverkefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Daartmouth Col- lege í samvinnu við Listasafn Akur- eyrar með stuðningi M-2000 og Ak- ureyrarbæjar." SAGA/ MENNINGARARFUR 11.11.-3.12. Móðirin í íslensk- um ljósmyndum www.reykja- vik.is/ljosmyndasafn 16.11. Frá huga til huga. Sýning í Þjóðarbókhlöðu. www.bok.hi.is 19.11. -27.11. Jólamerki Thorvaldsensfélagsins www.reykjavik2000.is 8.12,- 21.12. Afmælishátíð Ríkisútvarpsins www.ruv.is 23.10. Fræðasetur opnað í Gróttu Samstarfsverkefni Seltjarnarness og M-2000 er opnun fræðaseturs í Gróttu. Framtakinu er ætlað að efla rannsóknir og kennslu í nátt- úru- og umhverfisfræðum. Fyr- irhugað er að halda ýmsa fundi og námskeið í Fræðasetrinu, einkum í tengslum við Staðar- dagsskrá 21.www:seltjarnar- nes.is 5.11.-17.12. Heimsskauts- löndin unaðslegu Annað af tveimur samstarfs- verkefnum Akureyrarbæjar og M-2000 er farandsýning í Listasafni Akureyrar um arf- leifð Vilhjálms Stefánsonar og norðurslóðir samtímans. http:// www.svs.is/stefansson.htm. efni á sinni könnu á einhvern hátt þessa dagana, ungir sem aldnir, miðaldra sem unglingar! „Það er mikið um að vera víðsvegar um borgina! Samvera, samvinna og samtal," segir Ásdís. Sem dæmi um fjölbreytt verk- efni nefnir hún fjölskyldualbúmið mitt - núna þá - framtíð. Sama nýja Reykjavík - framtíð. Ferm- ingin mín - fermingin þín. Bestu skammarstrikin fyrr og nú þín/mín - segðu engum! Jólin koma - sam- vinna um jólakort/heillakveðjur ár- ið 2000 - kertin skreytt -jólin mín/ þín. Sýning á gömlum jólakortum. Hinn endalausi „kynslóðaormur" prjónaður eða krílaður - skreyttur pallíettum og ýmsu pírumpári úr skúffum og skotum. Tölvan tæknin og framtíðin. Við tökum lagið - samvinna um stofnun kór ungra og aldinna. Öskjuhlíðin - „perla“ Reykjavíkur. Kústarnir teknir fram - hrein torg - fögur borg - frumlegasti kústurinn! Öskudagur- inn minn - þátíð - nútíð - sauma og bródera öskupoka m.m. Dans- inn dunar - ungir og aldnir stofna dansflokk. Samspil söng/píanó. Stóð ég úti í tunglsljósi - Elliðaár- dalurinn - þjóðtrú - þjóðsögur. Þúsaldarblómið - bútasaumur. Sameiginlegir tímar - samvera- spjall áhugamál mín/þín áhyggjur mínar/ þínar. jólin koma og kertin skreytt jólin mín/þín. Ljóð - Þús- aidarljóðin. Skerum út skrautið - ýsubein og tré. Uppáhaldsbókin mín - Gi'ímsævintýri Lína Lang- sokkur og Bert. Samspil harmón- ikka/fiðla. Lagt á borð - þjóðhátta- sýning fyrr og nú. Bingó - spilað teflt-farið í leiki, sippað- húlahúla - hagyrðingakeppni - langavit- leysa - Ólsen Olsen (ekki Olsen bræður heldur spilið) - boccia - línudans - laufabrauðsbakstur - gluggað í Harry Potter og Hjalta litla o.fl. o.fl. Framkvæmdanefnd skipa Anna Þrúður Þorkelsdóttir frá Félags- þjónustu Reykjavíkur, Guðrún Þórsdóttir frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Ásdís Skúladóttir sem jafnframt er forsvarsmaður verkefnisins. Stefnumót kynslóðanna KYNSLÓÐIR MÆTAST - MYND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.