Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 E 3 REYKJAVIK - MENNINGARBORG EVRÓPU Þjóð- skáldin fara á kreik í leikriti Hallgríms Helga- sonar, Skáldanótt, birt- ast öll helstu þjóöskáld- in íslensku holdi klædd ogtaka þáttí Skálda- slag. Frumsýning verður í Borgarleikhúsinu 11. nóvember. Morgunblaðið/ Kristinn. BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON OG NANNA KRISTlN MAGNÚSDÓTTIR ÆFA SKÁLDANÓTT. EINU SINNI á ári er „Skáldanótt" haldin hátíðleg í Reykjavík. Þá lifna við öll helstu skáld þjóðarinnar, allt frá Agli Skallagrímssyni til Halldórs Laxness og taka þátt í fjörinu í mið- bæ Reykjavíkur. Ungskáld bæjarins fara á stjá og vill þá hver finna „sinn mann“, ná að hitta eftirlætisskáldið og sýna því kveðskap sinn. „Skálda- nótt“ lýkur hverju sinni með „Skáldaslag", þar sem ungskáldin keppa í orðfimi. Verkið er að miklu leyti skrifað í bundnu máli, því á „Skáldanótt" vakna ekki aðeins látin þjóðskáld, heldur einnig bragvitund í hverjum manni og allur almenningur talar í vísum. Hallgrímur Helgason er fæddur í Reykjavík 18. febrúar 1959. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og síðan í Miinchen í Þýskalandi. Hann hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis, í París, Boston, New York. Hann hefur skrifað fjölda pistla í dagblöð og tímarit og unnið við út- varp. Helstu ritverk: Hella (skáld- saga 1990), Þetta er allt að koma (skáldsaga 1995), 101 Reykjavík (skáldsaga 1996 og kvikmynd í leik- stjórn Baltasars Kormáks árið 2000), Ljóðmæli (ljóð 1998). Um þessar mundir er hann að leggja síð- ustu hönd á skáldsögu er kemur út á næsta ári. Leikarar: Arni Pétur Guðjónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Hansson, Katla Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinn Armann Magn- ússon, Theodór Júlíusson, Þór Tulin- ius. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Hjördís Sigurbjörnsdóttii-. Leik- stjórn: Benedikt Erlingsson. Oröiö tónlist Frá huga til hugar Málþingí Þjóöarbók- hlöóu 16. nóvemberá degi íslenskrartungu. Sýning um sögu prents og bókaútgáfu meö áherslu á biblíuþýðingar. Á DEGI íslenskrar tungu, 16. nó- vember, verður í Þjóðarbókhlöðu sýning og ráðstefna sem ber yfir- skriftina Frá huga til hugar. Með þessari yfirskrift er verið að vísa til lesturs almennt. Bækur miðla hugsun, boðun og trú til þess sem les þær frá þeim sem ritar. En á milli þess sem miðlar og þess sem tekur við á sér stað heilmikið ferli. Á sýningunni verður saga prents og bókaútgáfu á Islandi í sviðsljósinu með sérstakri áherslu á útgáfu Biblíunnar. Þetta er löng og fjölbreytileg saga sem snert hefur alla þætti íslensks sam- félags og mótað það. Þessi saga verður dreg- in fram með margvísleg- um hætti. Gamlar Bi- blíuútgáfur verða til sýnis og gerð grein fyrir þeim. Munir sem varð- veist hafa úr sögu prent- iðnaðarins í gegnum tíð- ina verða til sýnis og notkun þeirra skýrð. I máli og myndum verður tvinnuð saman útgáfusaga Biblíunnar og þróun prentiðnaðar- ins á Islandi og hún rakin frá fyrstu tíð og allt til dagsins í dag. Samhliða opnun sýningarinnar verður efnt til málþings þar sem fræðimenn fjalla um efni hennar og leggja áherslu á hvernig lestr- arkunnátta íslensku þjóðarinnar hefur þróast frá fyrstu tíð. Einnig hver áhrif þýðing Biblíunnar á ís- lensku hafði á varðveislu tungum- álsins. Sýningin stendur út janúar árið 2001. Hátíö talaðrar tónlistar er yfirskrift samkomu sem útgáfufyrirtækið Smekkleysa stendurfyr- irí íslensku óperunni hinn 7. októbernæst- komandi. EINS OG heitið Orðið tónlist bendir til er hátíðinni ætlað að fagna hvers kyns samslætti orða og tónlistar, þar sem mörkin milli skáldskapar og tóna verða fljótandi og stefna jafnvel til hafs. Því verður tónlist í stóru hlutverki þetta kvöld en megin- áherslan er þó lögð á sjálft orðið; sjálfan hljóm orðanna í skáldskap, skáldskap í félagsskap tónlistar, skáldskap sem tónlist eða skáldskap tengdan tónlist á einn eða annan máta. Fjölbreyttur hópur eriendra og ís- lenskra listamanna mun koma fram í Óperunni að kvöldi 7. október; bæði skáld og rithöfundar sem unnið hafa með tónlistamönnum og/eða tónlist, og tónlistarmenn sem byggja verk sín á beinan eða óbeinan hátt á bók- menntatextum eða tengja þau við orð og skáldskap á ýmsa vegu. Þeir sem koma fram eru hin virta sópr- ansöngkona og tónskáld Joan La Barbara sem starfað hefur meðal annars með tónskáldum á borð við John Cage og Morton Feldman, tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn David Toop, ljóðskáldið Elisabeth Belilesem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum fyrir djarfa og ögr- andi ijóðlist, jafnt í bókum sínum sem hljóðupptökum. íslenskir þátt- takendur eru múm, Ása Ketilsdóttir, Sjón vs. Curver, Andri Snær Magna- son, Michael Pollock, Ásgerður Jún- íusdóttir, Didda, Hallgrímur Helga- son, Sigur Rós og Steindór Andersen, Þorvaldur Þorsteinsson, Berglind Ágústsdóttir og Bibbi, Ein- ar Már með kvartett Tómasar R., Bragi Ólafsson, Erpur Eyvindsson, Jóhamar/Einar Melax, Linda Vil- hjálmsdóttir, Sverrir Guðjónsson, Birgir Örn Steinarsson og Einar Örn Benediktsson. Kynnir verður Magga Stína. Fyrr um daginn, milli kl. 14 og 17 í Iðnó, standa Smekkleysa og Reykja- víkurAkademían fyrir pallborðsum- ræðum um tónlist og textagerð og fara þær fram á ensku. Þar munu tala bandaríski tónlistargagnrýna- ndinn David Fricke, sem lengi hefur starfað fyrir tónlistartímaritið Roll- ing Stone og skrifað bækur um hljómsveitirnar Cars, Def Leppard og Rolling Stones; Bretinn David Toop sem er rithöfundur og blaða- maður hins virta tónlistartímarits Wire, meðal bóka hans eru Rap Att- ack og Ocean of Sound, Davíð Ólafs- son sagnfræðingur, Geir Svansson bókmenntafræðingur og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur, öll frá ReykjavíkurAkademíunni. Há- tíðinni er einnig ætlað að vera eins konar markaðstorg tónlistar og texta; þar sem þátttakendur gætu haft útgefin verk sín til sölu í anddyri hússins og/eða dreift textum sínum og tónlist á annan hátt. I tilefni orðsins tónlistar mun Smekkleysa gefa út veglega og smekklega myndskreytta sýningar- skrá með textadæmum eftir þátttak- endur hátíðarinnar, auk greina um texta og tónlist. Miðaverð verður kr. 2.000. For- sala aðgöngumiða er í Tólf tónum og Japis, Laugavegi. Danshátíð í október og nóvember DansflokkarTrans Dans Europe koma hingað og halda sýningar 31. októ- bertil 2. nóvember á stóra sviðinu í Borgar- leikhúsinu. „íslenski dansflokkurinn skipuleg- gur danshátíðina Trans Dans Eur- ope hér á landi,“ sagði Katrín Hall, listrænn stjórnandi íslenska dans- flokksins. „Við opnum þessa hátíð með sýningu 31. okt. á verki Ólafar Ingólfsdóttur, Maðurinn er alltaf einn. Það er einmitt það verk okkar sem íslenski dansflokkurinn hefur sýnt í erlendu menningarborgun- um, Avignon, Prag og Bologna. Sama kvöldið verður Soy sýnt, það er framlag Avignon, dansað af franska dansflokknum Kubilai Kahn Investigation. Næsta sýning verður kvöldið eft- ir á sama stað, þá sýna dansflokkar frá Prag og Bergen. Tvö verk verða sýnd frá Prag en frá Noregi kemur verk fyrir einn dansara. Þriðja sýningin samanstendur af verki Katrínar Hall, NPK, sem ís- lenski dansflokkurinn dansar, þá sýnir dansflokkur frá Bologna verk eftir Monicu Francia. Loks frumsýnir íslenski dansflokkurinn verkið Kippa eftir Cameron Cor- bett við nýja tónlist eftir hljóm- sveitina MÖM. Ástæða er til hvetja fólk til að sækja vel þessar sýningar, það er sjaldan sem fólki hér gefst kostur á að sjá erlendar danssýningar.“ Loks má geta þess að íslenski dansflokkurinn mun í október sýna barnadansverkið Auðunn og ís- björninn eftir Nönnu Ólafsdóttur, sem frumsýnt var á listahátíð í vor. „í nóvember munum við svo sýna verkið Diaghilev eftir Jochen Ul- rich, sem við sýndum sl. vetur við fádæma góðar viðtökur og urðum að hætta sýningum á fyrir fullu húsi. Fyrsta sýningin á Diaghilev núna verður 12. nóvember," sagði Katrín. Ljósin í norðri UÓSIN í noröri er Ijósa- hátíö sem hefst er dimma tekur föstudag- inn 3. nóvember og verö- ur næstu þrjú kvöld eða til og meö 6. nóvember. „Þetta er hugsað sem hátíð sem höfða á til sem flestra, efnið er miðað við alla aldurshópa, einnig fyrir börn,“ sagði Hanna Styrmisdóttir,verkefna- stjóri umræddrar ljósahátíðar. „Sumt af því sem er á dagskrá er ljósaverk sem standa eiga alla hátíð- ina, en annað er tímabundið, svo sem gjörningar og sýningar. Þar má t.d. nefna fjölþjóðlegan bamakór, skuggaleikhús á framhlið Háskóla ís- lands. Danskur fjölleikahópur sýnir listir sínar við Norræna húsið, m.a. vinnur hann með lifandi eld. Margt fleira verður á dagskrá. Listamenn og ljósahönnuðir frá Bergen og Hels- inki koma í heimsókn, en þetta er samstarfsverkefni Reykjavíkur og íyrrnefndra borga. Á laugardag- skvöldið verður samstarfsverkefni borganna þriggja á Kaffi Thomsen. Frá Finnlandi kemur sýning sem er í raun eins konar færanlegur stjörnu- himinn sem settur verður upp í kjall- ara Norræna hússins, þetta er ætlað fyrir böm. Ljósmyndari/Brynjar Listahátíð unga fólksins Unglisterárviss Listahátíö unga fólksins, haldin í samvinnu viö Hitt húsiö síöan 1992. HÁTÍÐIN nær yfir tíu haust- daga á menningarárinu og þar gefur að líta fjölbreyttan úr- drátt af þeirri listsköpun sem ungt fólk hefur fengist við á ár- inu. Opnunin verður í Ráðhús- inu kl. 20 en á menningarborg- arári ber svo við að Unglist teygir anga sína út um landið til Egilsstaða, Akureyrar og Vest- fjarða með metnaðarfullri dag- skrá á öllum stöðunum. Dagskráin samanstendur af djarfmannlegum og fmmlegum viðburðum sem tengjast m.a. tónlist, hönnun, tísku, Ijós- myndun, myndlist, leiklist, íþróttum svo að eitthvað sé nefnt. Listasmiðjur, hæfileika- keppnir og maraþon af ýmsu tagi verða hluti af Unglist og mun hátíðin endurspegla það helsta sem hefur verið í gangi í listsköpun ungs fólks. Megin- markmið Unglistar verður sem fyrr að allir menningarkimar fái tækifæri á að koma listsköp- un sinni á framfæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.