Morgunblaðið - 10.10.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 10.10.2000, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FOLK ■ ÞAÐ voru mun færrí áhorfendur á leiknum í Teplice, en reiknað ver með. Rætt var um að það yrði upp- selt, 19 þús. áhorfendur. Rigning kom í veg fyrir það, áhorfendurnir urðu ekki nema á sjöunda þúsund. ■ RÚNAR Kristinsson lék sinn 85 landsleik - gegn Tékkum í Teplice. ■ HELGI Kolviðsson lék sinn 25 landsleik og fær hann gullúr KSÍ fyrir þann tímamótaleik. ■ BIRKIR Kristinsson mun leika sinn 70 landsleik gegn Norður-ír- um. NORÐUR-ÍRAR, andstæðingar íslendinga í undankeppni HM annað kvöld, gerðu 1:1 jafntefli á heimavelli sínum í Belfast gegn Dönum. N-írar og Danir eru því komnir með 4 stig í riðl- inum en íslendingar og Möltu- menn sitja á botni þriðja riðils- ins án stiga. David Healy kom N-írum yfir á 38. mínútu en Peter Schmeichel, markvörður Dana, átti ekki möguleika á að verja glæsilegt skot Healys af um 25 metra færi. Healy er á mála hjá enska meistara- liðinu Manchester United og markið sem hann skoraði var hans fimmta í síðustu sex landsleikjum N-Ira. Heimamenn voru sterkir í föstu leikatriðum sínum og í tvígang í fyrri hálfleik munaði minnstu að Gerry Taggart bætti við öðru marki þegar hann fékk fría skalla að marki Dana. í síðari hálfleik komu Danir sterk- ari til leiks og á 59. mínútu jafnaði Dennis Rommendahl metin. N-írar mótmæltu markinu kröftuglega og vildu meina að Rommendahl hefði verið kolrangstæður en dómararnir gerðu enga athugasemd og dæmdu markið gott og gilt. N-írar áttu í fullu tré við dönsku leikmennina og áttu svo sannarlega skilið annað stig- ið í leiknum. Ólöglegt mark „Ég trúði varla mínum eigin aug- um þegar dómarinn flautaði markið á. Þetta var ólöglegt mark enda leik- maðurinn rúma tvo metra fyrir inn- an vöm okkar þegar hann fékk knöttinn. Ég get ekki annað en hrós- að mínum mönnum fyrir leikinn. Þeir stóðu sig vel og mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn íslend- ingum á miðvikudaginn," sagði Sam- my Mclllroy þjálfari N-Ira eftir leik- inn. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, sagði að sínir menn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr þessum leik. „Það er gott að skapa sér 6-7 marktækifæri en að skora aðeins eitt mark úr þeim er ekki gott. Við þurft- um nauðsynlega á þremur stigum að halda en ég get ekki sagt að við hefð- um átt þau skilið,“ sagði Olsen. Þrjú skailamörk Búlgara Búlgarir áttu ekki í teljandi vand- ræðum með að innbyrða þrjú stig gegn Möltubúum. Lokatölur urðu 3:0 og komu öll mörk heimamanna með skalla. Það tók Búlgara 39 mín- útur að brjóta á bak aftur varnarmúr Möltumanna. Morgunblaðið/Kristinn Heiðar Helguson á hér skot að marki, spyrnir knettinum fram hjá Karel Rada, en yfir markið. Kennslustund í Teplice ÞAÐ voru ekki upplitsdjarfir leikmenn íslenska landsliðsins, sem yfirgáfu leikvöllinn í Teplice fyrir framan hátt í sjö þúsund áhorfend- ur. Tékkneskir listamenn höfðu tekið þá í kennslustund og fagnað sigri, 4:0. Þetta var mesti ósigur íslands í þrjú ár, eða síðan leikur gegn Rúmeníu tapaðist með sama mun i Búkarest. íslendingar áttu aldrei möguleika gegn Tékkum, sem réðu lögum og lofum á vellin- um. Jozef Chovanec, þjálfari Tékka, var ánægður með sína menn að leik loknum - sagði að þeir hefðu _____________ leikið mjög vel í fyrri •■■■ hálfleik, en gefið síð- SigmundurÓ. an eftir í seinni hálf- Steinarsson ]ejk. Þeir hafi gert út um leikinn í iym hálfleiknum. Þjála-farinn getur svo sannarlega verið ánægður með sína leikmenn. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og þeir hefðu hæglega getað skorað tvö mörk á fyrstu tveimúr mín. leiksins. Birkir Krist- insson varði til dæmis meistaralega skot frá Libor Sionko á annarri mín- útu. Það var svo á 17. mín. að Birkir varð að sjá á eftir knettinum í netið - markið var ódýrt. Jan Köller skallaði knöttinn niður í hornið af 12 m færi. Islensku leikmennimir reyndu að komast inn í leikinn, en þeir áttu við ofurefli að etja. Þegar íslenskur leik- maður var með knöttinn, voru yfir- leitt komnir tveir til fjórir leikmenn Tékklands að honum. Tékkarnir voru fljótir, ákveðnir og leiknir. Þeir létu knöttinn ganga hratt og ráku þeir Islendinga aftur í varnarstöðu. Köller, sem hefur skorað fimmtán mörk í 20 landsleikjum, bætti öðru marki við með skalla á 40 mín., eftir honspyrnu Karel Poborský. Það mark var einnig ódýrt og einnig þriðja markið sem fyrirliðinn Pavel Nedvéd skoraði með skoti utan úr teig, eftir varnarmistök á 43 mín. Þá má segja að tjaldið hafi fallið - úrslit- in voru ráðin. Birkir varði vítaspyrnu Seinni hálfleikurinn einkenndist af spennufalli. Tékkar fóru sér að engu óðslega, enda þurfti þeir þess ekki - þeir voru búnir að brjóta ís- lenska liðið á bak aftur. Birkir Krist- insson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Jan Köller, en hann náði ekki að verja aukaspyrnu frá Nedvéd undir lok leiksins - knöttur- inn skall á stönginni neðarlega og þaðan í netið. Náðu ekki upp liðsheild Leikur íslenska liðsins olli miklum vonbrigðum. Vörnin var óörugg, mið- vallarspil sást varla og þar af leiðandi sköpuðust fá sóknarfæri. Það vantaði allan neista í leik íslenska liðsins - ekki náðist upp liðsheild, sem hefur verið sterkasta vopn íslands. Maður hafði það á tilfinningunni að nokkrir leikmenn vætu ekki tilbúnir í slaginn. Liðsuppstillingin í fyrri háfleik gekk ekki upp. Hermann Hreiðarsson fann sig ekki í stöðu á vinstri vænginum og Heiðar Helguson á þeim hægri. Rún- ar Kristinsson náði sér aldrei á strik, enda ráku Tékkar Rúnar og Helga Kolviðsson aftur í varnarhlutverk. Leikenn Islands voru oft sem áhorf- endur - stóðu og dáðust að leikni Tékka. Breytingar voru gerðar á leik- skipulagi íslenska liðsins í seinni hálf- leik og þá var íslenska liðið að leika 4- 4-2, sem leikmenn þekkja best. Her- mann fór inn á miðjuna í stað Péturs Hafliða Marteinssonar, sem meidd- ist. Tryggvi Guðmundsson kom inná fyrir Pétur og fór á vinstri vænginn. Þórður Guðjónsson tók stöðu Rík- harðs Daðasonar, sem meiddist. Hann fór á hægri vænginn og Heiðar inn á miðjuna í hlutverk Ríkharðs. Leikur liðsins skánaði, en það var þó engin tónn í leik liðsins. Gott dæmi um það hvað leikurinn var erfiður fyrir Island, var þegar Heiðar sótti einn að marki Tékka, að fimm leik- menn Tékklands voru í kringum hann. Vön íslenska liðsins hefur oft- ar verið betri _ leikmenn ákveðnari og yfirvegaðri. Það getur haft sitt að segja að Auðun Helgason, Pétur Hafliði Marteinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa lítið leikið á undan- förnu. Auðun og Pétur hafa verið meiddir. Sigurður Örn Jónsson, sem lék sem vinstri bakvörður, leikur stöðu hægri bakvarðar og fyrir framan hann var Hermann Hreiðarsson í nýju hlut- verki. Það var gerð tilraun til að stöðva Tékka, en eftir á að hyggja hugsar maður _ var rétt að vera með tilraunastarfsemi gegn geysilega sterku liði Tékka á þeirra heima- velli? Hefði verið réttar að láta Her- mann elta Jan Koller? Þá er einni spumingu ósvarað. Hvað með Guðna Bergsson, fyrrverandi fyrirliða landsliðsins. Hefður íslenskt landslið efni á að láta svo reyndan og yfir- vegaðan leikmann vera fyrir utan landsliðið. Guðni hefur verið að leika vel með Bolton í vetur, eins og hann gerði keppnistímabilið á undan. Höfum við virkilega efni á að nýta ekki krafta hans? Leikurinn í Teplice var engin skemmtun fyrh- Islendinga. Allir leikmenn íslenska liðsins geta gert miklu betur en þeir gerðu - þeir léku allir langt undir getu. O I Leikskipulag: 4-4-2 Pavel Srnicek Pavel Horváth (Tomás Rosický 79.) Undankeppni HM, 3. riðill annar leikur íslands. FK Teplice laugardginn 7. okt., 2000 Leikskipulag: 4-5-1 Birkir Kristinsson Auðun Helgason___________ Pétur Hafliði Marteinsson Milan Fukal Rigning, hægur andvari (Tryggvi Guðmundsson 46.) Karel Rada af norðri og blautur völlur Eyjólfur Sverrisson Tomás Repka Anorfendur: b.4oJ Sigurður Örn Jénsson Karel Poborský Dómari: Heiðar Heiguson (Radoslav Látal 68.) Kyros Vassaros, Helgi Kolviðsson Radek Bejbl Grikklandi. Rúnar Kristinsson Pavei Nedvéd Aðstoðardómarar: (Arnar Grétarsson 84.) Roman Týce Dimitions Groutsis Eiður Smári Guðjohnsen Jan Koller Skotámark: 19-7 RikharðurDaðason (Vratislav Lokvenc 75.) Hornspyrnur: 6 - 0 (Þórður Guðjénsson 46.) Libor Sionko Rangstöður: 1 - 2 1:0 (17.) Jan Koller skallaði I netið af 12 metra færi eftir sendingu Pavel Hornváth frá hægri. 2:0 (40.) Karel Poborský tók hornspyrnu frá hægri og enn náði Jan Koller að skalla í netið. 3:0 (43.) Eftir mistök í vörn íslands náði Pavel Nedvéd góðu skoti úr miðjum vítateignum hægra metin og i netið. 4:0 (90.) Tékkar fengu aukaspyrnu um 25 metra frá marki og Pavel Nedvéd skoraði beint úr spyrnunni, neðst í hægra hornið. Gul spjöld: Helgi Kolviðsson, íslandi (24.) fyrir brot Eyjólfur Sverrisson, íslandi (65.) fyrir brot Auðun Helgason, Islandi (68.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.