Morgunblaðið - 10.10.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.10.2000, Qupperneq 3
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 B 3 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristinn Dæmigerð mynd, sem sýnir yf irburði Tékka. Eiður Smári Guðjohnsen liggur á vellinum, með þrjá Tékka fyrir framan sig. Fyrirliðinn Pavel Nedvéd er að taka knöttinn. Rúnar Kristinsson segir að leikmenn íslands hafi orðið hræddir ÍTeplice Reiknaði ekki með Tékk- um svona rosalega góðum FYRIR leikinn gegn Tékkum í Teplice var iagt upp með það að það ætti að létta fyrir Rúnari Kristinssyni á miðjunni, þannig að hann fengi pláss til að athafna sig. Leikurinn þróaðist á annan hátt. ís- lensku leikmennirnir fundu ekki taktinn og Rúnar fékk aldrei tæki- færi til að sýna í hvað honum býr. „Það er rétt, við náðum okkur ekki á strik. Tékkar byrjuðu með látum og við urðum hræddir - vorum kannski ekki tiibúnir í þessi átök. Við vissum út í hvað við værum að fara, en ég reiknaði ekki með Tékkum svona rosalega góðum,“ sagði Rúnar. Tékkarnir voru einfaldlega miklu betri en við héldum. Við ætluð- um ekki að bera neina virðingu fyrir Tékkunum - reyna ■■■■■■■ okkar besta og SigmundurÓ. reyna að gera hluti Steinarsson sem ]agt var fyrir að við gerðum. Það var mjög erfitt. Tékkamir voru mjög hreyfanlegir og voru að stinga sér mjög mikið inn í vörnina hjá okkur. Við lentum í miklum vandræðum strax í byrjun. Það gerði það að verkum að leikmenn fóru að bakka aftur - lengra en þeir eiga að gera og verða hræddir. Það auðveldaði Tékkum leiðina upp að vítateig okk- ar. Þegar þeir voru komnir það ná- lægt þá áttu þeir auðvelt með að gefa knöttinn á Jan Köller. Það skapaðist alltaf stórhætta er boltinn var ná- lægt honum. Köller er ótrúlegur - bæði stór og sterkur, einnig leikinn. Það hefur ekki alltaf farið saman að vera stór og góður knattspyrnumað- ur. Köller hefur sýnt okkur að þetta á ekki við hann - hann er heimsgæða knattspymumaður, með tækni, styrk og hraða. Við réðum ekkert við hann. Köller var mesta ógnunin," sagði Rúnai-. Það er stutt í næsta leik - gegn Norður-írum. Verður það ekki erfið- ur leikur? „Hann verður það. Við verðum að rífa okkur upp og bæta leik okkar verulega. Við verðum að reyna að gleyma þessum leik gegn Tékkum sem fyrst. Fyrst verðum við þó að draga lærdóm af honum. Það er ekki hægt að ætlast til þess TÉKK AR veittu forráðamönnum Knattspymusambands Islands, sem vora í Tékklandi, mjög mikil- vægar upplýsingar um staðhætti í Sofiu í Búlgaríu. Tékkar fóru til Búlgarfu á dögunum og fögnuðu þar sigri á Búlgörum, 1:0. KSI- menn hafa fengið upplýsingar um hótel og hvar Tékkar gistu í Sofiu. að við vinnum Tékka - ekki á þeirra heimavelli. Jafntefli hefði verið framar öllum vonum, en að tapa leiknum á þann hátt sem við gerðum, er mjög svekkjandi. Við erum ósáttir við það. Að tapa fjögur núll er ein mesta niðurlæging sem maður verð- ur fyrir. Mann langar ekki til að láta sjá sig næstu dagana á eftir. En svona er einu sinni knattspyrnan - bestu lið geta tapað svo stórt. Við verðum að ýta þessum leik fá okkur sem fyrst. Sam betur fer eigum við leik gegn Norður-írum strax á eftir. Við get- um hæglega náð góðum leik og eig- um möguleika á að vinna. Til þess þurfum við að ná mjög góðum leik. íslenskir leikmenn hafa oft orðið fyrir því að tapa svona stórt. Einu sinni gerðist það einu sinni á ári eða jafnvel tvisvar. Nú gerist þetta ekki oft, enda erum við farnir að styrkjast „Eftir að hafa rætt við Tékkana, þá er ljóst að við munum panta gistingu á sama hóteli og þeir gistu á í Sofiu. Þeir sendu menn til að kanna aðstæður þar áður en tékkneska liðið hélt þangað," sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands Islands. sem lið. Síðast töpuðum við fjögur núll fyrir þremur ái-um gegn Rúm- enum í Rúmeníu. Þetta er hlutur sem við verðum að lifa með - við er- um ekki bestir í heimi, ekki heldur næstbestir. Vorum að leika við lið sem er númer tvö á heimslitstanum. Það segir okkur að það eru aðeins Brasilíumenn sem eru betri en Tékk- ar. Eg ætla ekki að reyna að verja fjögur núll tap. Við erum alls ekki sáttir - við gátum gert betur. Eins og ég sagði áðan, þá er sem betur fer stutt í næsta leik. Við erum strax byrjaðir að hugsa um hann, farnir að hlaða batteríin,“ sagði Rún- ar. Evrópuleikir ganga fyrir Rúnar er á forum til Lokeren - hefur gert samning við belgíska liðið. Hvenær yfirgefur hann Lilleström? ísiand leikur við Búlgaríu heima og heiman á næsta ári, einnig við Möltu. Leikið verður gegn Norður-írum á Laugar- dalsvellinum á morgun, siðan verður leikið við þá í Belfast á næsta ári, einnig gegn Dönum í Kaupmannahöfn og þá gegn Tékkum í Reykjavík. Upplýsingar um Búlgaríu „Það ræðst allt af árangri Lillestr- öm í Evrópukeppninni. Síðari leikur liðsins í Evrópukeppninni verður 9. nóvember. Ef við föllum úr keppni held ég fljótlega til Lokeren. Ef við komumst áfram þá mun ég vera í Lilleström fram í miðjan desember." S Upplý&íngar { skna 530 2525 TaxtavarpÍÚ 110-113 fíÚV 281,233og 284 (E J.0 .2000 , MilM I 04. 10. 20001 AÐAtTÖLUR 22) 26) Prefaldur f 1. vinningur BÓNUSTÖLUR inæStU VÍkU % o 'i vio\ Alltafá s x. } miðvikudögum Tvöfaldur 1. vinningur ku Jókertölur vikuruiar 0 2 4 5 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.