Morgunblaðið - 10.10.2000, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 B 5
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Kristinn
Hermann Hreiðarsson lék nýja stöðu gegn Tékkum en náði ekki góðum tökum á henni. Hermann lék síðan sem miðvörður í seinni hálfleik, er Pétur Hafliði meiddist.
Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði íslenska landsliðsins eftirtapið íTeplice
„Við upplifðum
mikil vonbrigði"
„VIÐ upplifðum mikil vonbrigði hér í Tékklandi. Við ætluðum okkur
meira - komum vel stemmdir til leiks, en vorum slegnir út af laginu
eftir að hafa fengið á okkur tvö mörk sem voru vægast sagt ódýr.
Við gerðum mistök og eftir að við höfðum fengið á okkur tvö klaufa-
leg mörk var róðurinn mjög erfiður," sagði Eyjólfur Sverrisson, fyr-
irliði íslenska landsliðsins.
að þeir gerðu. Við vissum hvernig
þeir myndu taka hornspyrnurnar,
við vissum hvað Koller var hættu-
legur í loftinu. Við vissum að Ned-
véd væri stórhættulegur á miðjunni.
Já, við vissum svo mikið og vonim
búnir að ræða oft um hvar Tékkar
væru hættulegastir. Samt gerist það
að Koller skorar tvö mörk með
skalla - þó svo að við tefldum fram
öllum okkar sterkustu skallamönn-
um - og Nedvéd skoraði beint úr
aukaspyrnu sem hann er frægur
fyrir. Eg er sár og svekktur og það
eru leikmenn mínir einnig.“
Þegar landsliðshópurinn yfirgaf
Teplice að kvöldlagi var myrkur.
Ovæntar fréttir bárust frá Englandi
- að Kevin Keegan, landsliðsþjálfari
Englendinga, hefði sagt starfi sínu
lausu eftir tap gegn Þýskalandi á
Wembley. Er Atli Eðvaldsson í
sömu hugleiðingum eftir stóran
skell í Tékklandi?
Atli brosir og segir: „Nei, ég verð
ekki fyrstur til að stökkva af skút-
unni. Eg er örugglega allt öðru vísi
persóna en Keegan. Við eigum
marga leiki fyrir höndum og erum
ákveðnir í að bæta okkur. Þó að leik-
urinn hafi þróast upp í ákveðna mar-
tröð hér er ekki öll nótt úti - þetta er
rétt að byrja. Eftir mjög gott gengi
hjá okkur í ár leikum við gegn
tveimur sterkum liðum og erum með
ekkert stig. Við hefðum getað verið
með fullt hús stiga ef við hefðum til
dæmis byrjað á leik gegn Norður-
írlandi heima og Möltu úti. Við ætl-
um okkur ekki að vera niðurdregnir
þegar við mætum Norður-írum,“
sagði Atli.
Eyjólfur sagði að leikmenn ís-
lenska liðsins hefðu verið óör-
uggir í leik sínum í fyrri hálfleik.
Við áttum ekkert svar við ákveðn-
um Tékkum, sem
■■■■■■■ léku mjög vel gegn
SigmundurÓ. okkur - eru gríðar-
Steinarsson iega sterkir. Þeir
skrríar sýndu okkur það
hvers vegna þeir eru með eitt af
fimm bestu liðum heims
Styrkur Tékka hentar landsliði
íslands einfaldlega ekki. Tékkar
leika vel og þá eru þeir líkamlega
sterkir. Það var mjög erfitt að
ráða við Jan Koller, hinn hávaxna
miðherja Tékka.
Við vorum ósáttir við leik okkar.
Okkur gekk betur í seinni hálfleik,
þegar við náðum að skapa okkur
tækifæri uppi við mark Tékka,“
sagði Eyjólfur.
Tékkar byrjuðu leikinn með
miklum látum. Reiknaði Eyjólfur
með að Tékkar myndu byrja þann-
ig?
„Já, ég átti von á því að Tékk-
arnir myndu setja pressu á okkur í
byrjun leiksins - já, við vissum
það. Þeir voru búnir að skora hjá
okkur eftir aðeins sautján mínút-
ur. Það hefur alltaf verið sagt að
við þurfum þetta tuttugu mínútur
til að átta okkur á hlutunum,
standast áhlaup og koma í veg fyr-
ir að knötturinn hafni í netinu. Það
tókst ekki - við fengum mark á
okkur á versta tíma og það afar
ódýrt. Við fáum síðan aftur klaufa-
mark á okkur og síðan það þriðja
rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Það
má segja að það hafi allt gengið á
afturfótunum hjá okkur.“
Nú haldið þið beint heim og
mætið Norður-írum á Laugardals-
vellinum. Telur þú að þessi skellur
muni liggja þungt á ykkur?
„Nei, það held ég ekki. Við vit-
um að við áttum slakan leik gegn
Tékkum, sem áttu mjög góðan
leik. Þegar þannig fer er á bratt-
ann að sækja fyrir okkur. Við vit-
um að við þurfum að eiga mjög
góðan dag ef við ætlum að stand-
ast bestu liðum heims snúninginn.
Við erum ákveðnir að sýna okkar
rétta andlit gegn írunum og þá
sérstaklega þar sem við leikum
fyrir framan okkar eigið fólk. Við
erum ákveðnir í að berjast sem
einn og reyna að knýja fram sigur.
Það er mikilvægt fyrir okkur og
vonum að við fáum stuðning frá
áhorfendum þó svo að illa hafi far-
ið hér í Tékklandi," sagði Eyjólfur.