Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK
■ TALIÐ er að óvænt andlát móður
Kevins Keegans, fyrrverandi
landsliðsþjálfara Englendinga, hafí
haft mikil áhrif á skyndilega afsögn
hans sem landsliðsþjálfara. Móðir
hans, Doris, sem var 76 ára gömul,
lést af hjartaslagi þremur dögum
fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á
Wembley.
■ ENGLENDINGAR eru í nokkr-
um vandræðum með lið sitt fyrir
leikinn gegn Finnum í undan-
keppni HM sem fram fer í Helsinki.
David Beckham, Tony Adams,
Graeme Le Saux og Steven Gerr-
ard eru allir meiddir og verða ekki
með.
■ HOWARD Wilkinson, starfandi
landsliðsþjálfari, hefur kallað á
Teddy Sheringham, framherja
Manchester United, í hópinn að
nýju en Sheringham hefur verið í
fínu formi með United á leiktíðinni.
■ ÞÁ er líklegt að Paul Ince komi
inn í hópinn að nýju en hann var
ekki með gegn Þjóðverjum.
■ WBA sigraði Sheffíeld Wednes-
day 2:1 á sunnudag. Lárus Orri
Sigurðsson lék ekki með WBA
vegna meiðsla.
■ SCUNTHORPE, lið Bjamólfs
Lámssonar, sigraði Halifax 1:0 á
laugardag og er liðið nú í sjötta
sæti 3. deildarinnar. Bjamólfur
stóð sig með prýði og fékk 8 í ein-
kunn í The Sun og Daily Express
fyrir frammistöðu sína.
■ GILLES de Bilde gerði um helg-
ina tveggja mánaða lánssamning
við Aston Villa. Hinn belgíski de
Bilde kemur frá Slieffield Wednes-
day sem vonast til að selja hann við
lok lánssamningsins.
■ DAVID Beckham segir að Alex
Ferguson noti njósnara til að fylgj-
ast með sér kemur fram í enska
blaðinu The Sun. Beckham segir
Ferguson hafa áhyggjur af því að
hann yfirgefi Manchester United
en Ferguson hringdi eitt sinn í
Beckham til að athuga hvar hann
væri því hann hafði fengið símtal
um að hann væri á flugvellinum í
Barcelona. Beckham var hinn ró-
legasti og á leið í gufubað. Hann
segir Ferguson nú hringja í kunn-
ingja til að fullvissa sig um að hann
sé ekki á leið frá Manchester.
■ PAOLO Maldini, fyrirliði ítalska
landsliðsins í knattspyrnu, bætti
landsleikjametið þegar ítalir sigr-
uðu Rúmena, 3:0, í undankeppni
HM um helgina.
■ ÞETTA varvar 113. landsleikur
Maldinis en Dino Zoff, fyrrverandi
landsliðsþjálfari, stóð 112 sinnum á
milli stanganna í ítalska landsliðinu
frá 168 til 1983.
■ MARCO Tardelli var um helgina
ráðinn þjálfari ítalska stórliðsins
Inter í stað Marcelo Lippi sem var
rekinn í síðustu viku. Tardelli, sem
er fyrrverandi leikmaður Juventus,
Inter og ítalska landsliðsins, er
þjálfari U-21 árs landsliðs ftala og
mun stýra því í síðasta sinn í kvöld
þegar það leikur gegn Georgíu.
UDAVID SEAMAN, markvörður
Arsenaþog enska landsliðsins í
knattspymu hefur látið að því
liggja að hann muni setja mark-
mannshanskana á hilluna eftir
tímabilið.
■ SEAMAN er 37 ára og í vor lýkur
hann samningi sínum við Arsenal.
Aldurinn er greinilega farinn að
hafa áhrif á frammistöðu Seamans
því hann hefur ekki staðið sig sem
skyldi og markið sem Þjóðverjar
skoruðu gegn Englendingum á
laugardaginn skrifast að miklu
leyti á hann.
■ THORSTEIN Helsted, hetja
Norðmanna í leiknum gegn Wales,
lenti illa á markstönginni í þann
mund sem hann skoraði jöfnunar-
mark Norðmanna. Ottast var í
fyrstu að Helsted hefði meiðst illa
en svo var ekki og er hann klár í
slaginn gegn tíkraínumönnum í
kvöld.
Jose Vídigal, leikmaður Portúgals, og írinn Kevin Kilbane í baráttu í Lissabon.
Reuters
íramir komu á
óvarl í Lissabon
ÍRAR hafa komið á óvart í öðrum riðli undankeppni HM en i tveimur
erfiðum útileikjum hafa þeir náð í stig. í fyrsta leik sínum í keppn-
inni gerðu írar 2:2 jafntefli gegn Hollendingum í Amsterdam eftir að
hafa komist í 2:0 og um helgina sóttu írar eitt stig til Lissabon þegar
þeirgerðu 1:1 jafntefli gegn Portúgölum.
|att Holland, félagi Hermanns
Hreiðarssonar hjá Ipswich,
tryggði Irum annað stigið en Hol-
land jafnaði stundarfjórðungi fyrir
leikslok með fallegu langskoti. Irar
áttu undir högg að sækja mestan
hluta leiksins en með baráttu og vel
skipulögðum varnarleik gerðu þeir
hinum léttleikandi leikmönnum
Portúgals erfítt fyrir. Þegar
Concecaio kom heimamönnum yfir á
57. mínútu héldu flestir að eftirleik-
urinn yrði auðveldur en leikmenn
íra voru á öðru máli og tókst að
jafna stundarfjórðungi síðar.
„Við höfum náð í tvö stig í tveimur
mjög erfiðum útileikjum en þau úr-
slit hafa litla þýðingu ef okkur tekst
ekki að vinna Eista,“ sagði Mick Mc-
Carthy, landsliðsþjálfari íra, eftir
leikinn.
Skotar í basli með San Marínó
Skotar lentu í hinu mesta basli
með San Marinó. Skotar höfðu tögl
og hagldir allan tímann en það var
ekki fyrr en á 71. mínútu sem Skot-
um tókst að skora og var þar að
verki hin marksækni vamarmaður
Matt Elliott. Tveimur mínútum síð-
ar bætti Don Hutchinson við öðru
marki og þar við sat.
„Ég var viss um að mörkin kæmu
en ég neita því ekki að ég var farinn
að naga neglurnar," sagði Craig
Brown, landsliðsþjálfari Skota, en
Skotar eru á toppi 6. riðilsins með
sex stig í tveimur leikjum.
Seedorf braut ísinn
Hollendingar unnu öruggan 4:0
sigur á Kýpurbúum en eins og Skot-
arnir voru Hollendingar lengi að
finna netmöskvana. Clarence
Seedorf tókst að brjóta ísinn á 69.
mínútu en hafði þá skömmu áður
komið inná sem varamaður. Seedorf
bætti við öðru marki á 78. mínútu og
Mark Overmars skoraði það þriðja
þremur mínútum síðar. Patrick
Kluviert setti svo punktinn yfir i-ið
með fjórða markinu á lokamínút-
unni.
Spánverjar góðir
80.000 áhorfendur á Bernabeu-
leikvanginum í Madrid sáu sína
menn leggja ísraelsmenn að velli á
sanngjarnan hátt, 2:0. Þetta var
fyrsti leikur spænska landsliðsins á
heimavelli Real Madrid í 12 ár og
það fór vel á því að Fernando
Hierro, liðsmaður Real Madrid,
innsiglaði sigurinn með öðru marki
Spánverja á 53. mínútu. Þetta var
24. mark Hierro fyrir Spánverja.
Gerard skoraði fyrra mark Spán-
verja á 22. mínútu eftir góðan undir-
búning Mendieta, en þessi snjalli
miðjumaður var maðurinn á bak við
flestar sóknir spænska liðsins. Spán-
verjar, sem léku mjög vel, áttu góð
færi til að bæta við fleiri mörkum og
í tvígang átti Raul skot í tréverkið.
Færeyingarfengu á
sig þrjár vítaspyrnur
Færeyingar sóttu ekki gull í
greipar Svisslendinga og urðu að
sætta sig við stórt tap, 5:1. John Pet-
ersen, leikmaður Leifturs, kom
Færeyingum yfir strax á 4. mínútu
og stóð sú forysta í 20 mínútur.
Svisslendingar skoruðu fjögur mörk
fyrir hlé og skoruðu svo eitt til við-
bótar í seinni hálfleik. Þrú mörk
Svisslendinga komu af vítalínunni og
var Kubilaz Turkilmaz að verki í öll
skiptin. Leiftursmennirnir John
Petersen og Sámal Joensen léku
með Færeyingum svo og Skagamað-
urinn Uni Arge.
Maldini bætti landsleikjametið
Leikur Itala og Rúmena var
merkilegur fyrir þær sakir að Paolo
Maldini, fyrirliði Itala, lék sinn 113.
landsleik og er þar með orðinn
leikjahæsti leikmaður ítalska lands-
liðsins frá upphafi. ítalir gerðu út
um leikinn á fyrstu 20 mínútum
leiksins en þá skoruðu þeir tvö
mörk. Fyrra markið skoraði Fillipo
Inzaghi og Delvecchio það síðara. Á
41. mínútu gerðu Italir endanlega út
um leikinn þegar Franseco Totti
skoraði þriðja markið. í seinni hálf-
leik settu heimamenn í fyrsta gír og
hugsuðu fyrst og fremst um að halda
fengnum hlut sem þeir og gerðu.
Helsted bjargaði Norðmönnum
Varamaðurinn Thorstein Helsted
bjargaði stigi fyrir Norðmenn þegar
hann jafnaði metin tíu mínútum fyr-
ir leikslok gegn Wales í Cardiff en
þetta var um leið fyrsta mark Hel-
sted fyrir norska landsliðið. 20 mín-
útum áður hafði Nathan Blake kom-
ið Walesverjum yfir með góðu
skallamarki eftir laglega sendingu
frá Ryan Giggs.
„Þetta er það besta sem ég hef séð
til liðsins frá því ég tók við því og ég
vona að þeir hafi náð að svara gagn-
rýninni sem hefur verið á þá. Ég
sagði við leikmenn fyrir leikinn að
það væri kominn tími til fyrir þá að
sýna hversu góðir leikmenn þeir eru
í stórleikjum," sagði Mark Hughes,
landsliðsþjálfari Wales, eftir leikinn.
„Við áttum að vinna þennan leik
enda vorum við að skapa okkur
mörg góð færi og þá einkum í fyrri
hálfleik. Við byrjuðum seinni hálf-
leikinn vel en urðum fyrir áfalli þeg-
ar Wales skoraði. Mínir menn lögðu
ekki árar í bát. Þeir börðust vel og
náðu í stig sem ég er sáttur með,“
sagði Nils Johan Semb, landsliðs-
þjálfari Noregs.
IVrkir jöfnuðu á lokamínútunni
Tyrkir jöfnuðu á lokamínútunni
gegn Svíum í Gautaborg og tryggðu
sér annað stigið. Varamaðurinn
Tayfur Huvutcu jafnaði úr umdeildri
vítaspyrnu á 90. mínútu en Henrik
Larsson skoraði mark Svía á 68. með
fallegri kollspyrnu.
„Eg held að þetta hafi eftir allt
saman verið sanngjöm úrslit. Við
vorum betri í fyrri hálfleik en í þeim
síðari voru Svíarnir hreint frábær-
ir,“ sagði Senol Gunes, þjálfari
Tyrkja, eftir leikinn.