Morgunblaðið - 10.10.2000, Page 8

Morgunblaðið - 10.10.2000, Page 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 B 9 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR n Heimilislegt í Smáranum LEIKUR Breiðablíks og KA á laugardaginn var jafnari en búast hefði mátt við miðað við úrslit í ieikjum liðanna í fyrstu umferðum deildarinnar. Munurinn varð þó tíu mörk er yfir lauk, 20:30 fyrir KA. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það var mjög heimilislegt í Smáranum enda leikurinn á sama tíma og landsleikur íslands og Tékklands í knattspyrnu og því sjálfsagt margir sem horfðu frekar á hann. Ahorfendur voru aðeins 25 er leikurinn hófst en 36 er honum lauk og var stór hluti þeirra á bandi gestanna. Liðin hófu leikinn einstaklega illa, bæði mis- notuðu fyrstu þrjár sóknir sínar en svo lagaðist nýtingin og var sérlega góð hjá KA á tíma en þá skoraði lið- ið 11 mörk í 12 sóknum og breytti stöðunni úr 2:2 í 8:13 en staðan í leikhléi var 10:14 fyrir KA. Blikar hófu síðari hálfleikinn með marki en síðan komu sex mörk gestanna gegn einu marki heima- manna og munurinn orðinn átta mörk og eftir það varð ekki aftur snúið. Raunar var sigur KA-manna aldrei í hættu, en Blikar stóðu þó vel í þeim fram eftir fyrri hálfeik og síðari hluta síðari hálfleiks en kafl- inn þar á milli skóp þann mun sem var á liðunum. Norðanmenn hófu leikinn á 3-2-1 vörn og áttu Blikar í miklum vand- ræðum með hana framan af og stundum þurfti Zoltan Beláný leik- stjórnandi að vera alveg aftur undir miðju. Heimamenn léku hins vegar flata vörn alveg þar til undir lok leiksins og gerðu það vel framan af leik en er á leið náðu gestirnir að brjóta sér leið í gegnum hana, sér- staklega í hægra horninu. Hjá Blikum var Beláný ágætur en mátti sín þó ekki mikils enda ekki margir snjallir handknattleiks- menn með honum í liðinu. Björn Hólmþórsson, örvhent skytta, stóð sig þó mjög vel og áttu norðanmenn í hinum mestu vand- ræðum með hann. Rósmundur Magnússon stóð sig þokkalega í markinu. Lið KA var jafnt að þessu sinni, sóknin gekk ágætlega á stundum og vörnin á eftir að verða nokkuð sterk því þar er Erlingur Kristjánsson enn á sínum stað og við hlið hans er kominn Andreas Stelmokas sem er stór og öílugur leikmaður sem á eft- ir að nýtast KA vel. Að þessu sinni var einbeiting norðanmanna ekki upp á marga fiska og er það eðlilegt því það getur varla verið þægilegt að byggja upp stemmningu í lið þar sem áhorfendur eru jafn fáir og hljóðlátir og í Smáranum á laugar- daginn. Leikmenn leggja mikið upp úr hraðaupphlaupum og gerðu fimm mörk eftir slík á laugardag- inn. Hans Hreinsson kom ágætlega inn í markið í síðari hálfleik en Hörður Flóki Ólafsson náði sér ekki á strik í þeim fyrri. ingar ir á blað FH-ingar eru komnir á blað í 1. deild karla í handknattleik eftir stórsigur á nýliðum Gróttu/KR, 29:21, í Kaplakrika í fyrrakvöld. Eftir jafnar upphafsmínúturtóku leikmenn FH völdin og unnu ör- uggan sigur og nældu Hafnfirðingarnir sér þar með í sin fyrstu stig á mótinu. Guðmundur Hilmarsson skrifar Morgunblaðið/Árni Sæberg FH-ingurinn Lárus Long sækir hér að vöm Gróttu/KR. Til varnar eru Einar Baldvin Árnason og Alexander Petterson og á línunni er Hálfdán Þórðarson við öllu búinn. Framan af leik benti þó ekkert til annars en að í vændum væri spennandi leikur. Jafnt var á flestum tölum fyrstu 13 mín- útumar en um hálf- leikinn miðjan urðu kaflaskipti. Með Bergsvein Berg- sveinsson í miklum ham í markinu náðu FH-ingar að byggja upp góða forystu þegar flautað var til hálfleiks. Sóknarleikur gestanna var mjög vandræðalegur og vörn þeirra götótt og það náðu FH-ingar að færa sér í nyt. FH-ingar brugðu á það ráð að klippa Hilmar Þórlindsson út í sókn- inni og átti Gróttu/KR menn lítil svör viðþví. Hilmar Þórlindsson skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik og minnkaði muninn í fjögur mörk en í kjölfarið fylgdu þrjú FH-mörk í röð og þar með má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Heimamenn hertu takið smátt og smátt, náðu mest tíu marka for- skoti og léku gesti sína á köflum afar grátt. FH-ingar léku lengst af mjög góða 6:0-vöm og fyrir aftan hana sýndi Bergsveinn gamalkunn tilþrif. Sókn- arleikurinn gekk vel á köflum en auð- vitað setur það strik í reikninginn hjá FH-ingum að hafa ekki örvhenta skyttu. Það kom í hlut Héðins Gils- sonar að leysa skyttustöðuna vinstra megin að mestu. Fyrir vikið nýttist hann ekki sem skyldi sem skotmaður en Héðinn var ógnandi og studdi samherja sína oft vel. Valur Arnarson og Sigurgeir Ægisson voru varnar- mönnum Gróttu/KR mjög erfiðir og ekki má gleyma jaxlinum á línunni, Hálfdáni Þórðarsyni, sem lék vel bæði í sókn og vörn. í heild má segja að sigurinn hafi verið liðsheildarinnar hjá FH-ingum og hann verður eflaust gott veganesti í leikinn gegn íslands- meisturum Hauka annað kvöld. Höfum orðið fyrir mótlæti „Það var svolítil pressa á okkur fyrir þennan leik eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum en við náðum okkur nokkuð vel á strik og ég er því mjög sáttur við sigurinn. Við höfum orðið fyrir töluverðu mótlæti fyrir og í byrjun mótsins, en við vorum ákveðn- ir í að rífa okkur upp úr því og erum vonandi vaknaðir til lífsins. Vömin og markvarslan var í fínu lagi og miklu betri stjómun í sóknarleiknum en í undanfömum leikjum. Þessi sigur ætti að verða ágætt veganesti fyrir leikinn gegn Haukum. Það verður gaman að mæta meisturunum. Þeir em á pappíranum með betra lið en við, en það breytir litlu þegar þessar viðureignir fara fram,“ sagði Guð- mundur Karlsson, þjálfari FH-inga, við Morgunblaðið eftir leikinn. Leikur Gróttu/KR liðsins var á af- ar lágu plani ef frá era taldar fyrstu 10 mínútur leiksins. Sóknarleikurinn' var einhæfur og vandræðalegur og öll vamarafbrigðin sem Ólafur Lár- usson, þjálfari liðsins, lét sína menn reyna gengu ekki upp. Aleksander Petterson og Hilmar Þórlindsson skoraðu bróðui’partinn af mörkum sinna manna og lengi vel í leiknum vora þeir einu mennimir sem komu skotum á mark FH-inga. Á pappíran- um er Grótta/KR með ágætan mann- skap sem á að geta gert miklu betur en gert var í þessum leik. Bergsveinn kláraði leikinn MEISTARAR Hauka áttu svör við flestu því sem Stjarnan úr Garðabæ dró út úr erminni þegar liðin áttust við í Ásgarði á laug- ardag í íslandsmótinu í handknattleik karla. í hálfleik voru heimamenn í Stjörnunni einu marki yfir, 13:12, og til alls líklegir en meistararnir tóku af skarið þegar á þurfti með Halldór Ingólfs- son fremstan í flokki og innbyrtu nokkuð öruggan fimm marka sigur, 26:31. Edvard Moskalenko, rússneskur línumaður Stjörn- unnar, var allt í öllu í sóknarleik liðsins og skoraði 6 mörk ásamt því að fiska 7 vítaköst. Arnar Pétursson skoraði fyrstu tvö mörk Stjörnunnar úr víta- köstum en Einar Örn Jónsson og Halldór Ingólfsson Siguröur Eivar svöruðu fyrir Hauka Þórólfsson og jofnuðu leikinn. skrifar Leikmenn beggja liða voru fastir fyrir í varnarleiknum og dómarar leiks- ins, Valgeir Egill Ómarsson og Bjarni Viggósson, vora í aðalhlut- verkum fyrsta stundarfjórðung leiksins enda höfðu þrír leikmenn Hauka þá þegar fengið tvær tveggja mínútna brottvísanir ásamt Arnari Péturssyni, Stjörnunni. Leikurinn róaðist aðeins það sem eftir lifði hálfleiks. Meistararnir fóru illa með tækifæri sín og sem dæmi má nefna að átta sóknir í röð fóra í súginn hjá liðinu en á sama tíma gekk lítið betur hjá Stjörnunni. í upphafi seinni hálfleiks náði Stjarnan tveggja marka forskoti, 16:14, en þá hrökk Haukaliðið í gang og eftir 38 mínútna leik var staðan 17:20 fyrir Hauka. Þess verður að geta að á þessum leikkafla voru leik- menn Stjörnunnar fjórir gegn full- skipuðu liði Hauka og enn syrti í ál- inn þegar enn einum leikmanni var vísað af velli og aðeins þrír leikmenn eftir gegn 6 Haukum. Arnari Pét- urssyni tókst að minnka muninn í 18:20 er Stjarnan var tveimur leik- mönnum færri en síðan fór að draga af Garðbæingum og 3 til 5 marka munur var á liðunum það sem eftir lifði leiks. Þáttur fyrirliða Hauka, Halldórs Ingólfssonar, í seinni hálfleik var stór þar sem hann skoraði 8 mörk og Óskar Ármannsson bætti við 4 mörkum í seinni hálfleik úr eitruð- um langskotum. Einar Örn Jónsson, Rúnar Sigmundsson og Peter Baumruk vora mest áberandi í fyrri hálfleiknum en höfðu frekar hljótt um sig í seinni hálfleik, enda Hall- dór og Óskar funheitir. Meistararn- ir búa yfir mikilli breidd og þar á bæ var alltaf einhver tilbúinn að taka af skarið ef á þurfti að halda og að þessu sinni komu 12 mörk af 19 mörkum Hauka í seinni hálfeik frá Halldóri og Óskari. Sóknarleikur Stjörnunnar snýst að mestu um að koma boltanum á frábæran línumann þeirra, Edvard Moskalenko, og lítil ógnun er af skyttum Stjörnunnar. Arnar Pét- ursson skoraði tíu mörk í leiknum en þar af voru átta úr vítum og að- eins eitt úr iangskoti. Rússinn David Kekelija lék í stöðu vinstri handar skyttu og var ógnandi en hann hefði að ósekju mátt taka meira af skarið í seinni hálfleik og Morgunblaðið/Bryiyar Gauti Haraldur Ingólfsson átti góðan leik þegar Haukar lögðu Stjörnuna, gerði tíu mörk. reyna meira sjálfur. Birkir ívar Guðmundsson, markvörður Stjörn- unnar, varði vel í leiknum og alls 18 skot en ágæt markvarsla hans skil- aði sér ekki í hraðaupphlaupum hjá Stjörnunni. í heild var leikurinn ágætlega leikinn og mörg skemmti- leg tilþrif sáust en það sem vantaði voru fleiri áhorfendur. Að þessu sinni þurfti hinn almenni áhorfandi að velja á milli sjónvarpsútsending- ar frá Tékklandi eða handknattleiks í Ásgarði og greinilegt að Hafnfirð- ingar vora í meirihluta áhorfenda sem náðu vart 80 að tölu. Góður útisigur hjá Skjem SKJERN, lið Arons Kristjánssonar og Daða Hafþórssonar, vann góðan úti- sigur á Viborg HK, 27:21, í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik um helg- ina. Aron skoraði 3 mörk fyrir Skjern en fékk að líta rauða spjaldið þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Daði lék ekki með en hann á við smávægileg meiðsl að stríða. Skjem er í sjötta sæti ásamt tveimur öðram liðum með 6 stig, tveimur stigum á eftir toppliðun- um, Virum, Kolding og FIF. Enn tapar Stavanger Það gengur illa hjá lærisveinum Sig- urðar Gunnarssonar í Stavanger í norsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik. Um helgina tapaði Stav- anger á heimavelli fyrir Fyllingen, 24:27, og er því án stiga eftir þrjár fyrstu umferðiraar. Islendingarnir tveir í liði Stavanger, Þröstur Helga- son og Björn Guðmundsson, voru ekki á meðal markaskorara hjá Stavanger. Liðið hefur talsvert verið gagnrýnt fyrir slaka frammistöðu í haust og Sig- urður fyrir að færa menn stöðugt til á vellinum. Sigurður sagði við Stavang- er Aftenblad eftir Ieikinn um helgina að hann væri ekki búinn að finna rétta blöndu í liðinu og því væri enn mikið um tilfærslur og breytingar í leik þess. Tíu Framarar komust á blað TÍU leikmönnum Fram tókst að koma boltanum í netið hjá HK- mönnum (Digranesi á laugardag. Þangað gerði liðið góða ferð, burstaði heimamenn með ellefu marka mun, 30:19. Vissulega er varla hægt að lita framhjá styrk Framara þegar iiðið vinnur svo stóran sigur, en þegar talað er tæpitungulaust virðist eðlilegra að leita orsaka þessa ójafna leiks innan raða heimamanna. Það var eins og leikmenn HK hefðu séð draug í búningsherberginu. Þeir voru sem lamaðir. Edwin Rögnvaldsson skrifar Iupphafi viðureignarinnar stefndi í jafnari leik, þótt hann hefði nú ekki verið beinlínis uppörvandi, en jafn var hann þó og báðum liðum gekk illa að skora. Fyrsta markið gerði Kúbu- maðurinn Garcia fyr- ir heimamenn þegar tæpar fjórar mínútur vora liðnar. Sundur dró með liðunum eftir að hvort lið hafði gert sex mörk, Framarar breyttu þá stöð- unni fljótíega í 10:7. Þeir léku lengst- um vörn af gerðinni 5-1, en HK not- aðist við flata vörn, eða 6-0. Staðan í leikhléi var 12:9, gestunum í vil. Ekkert benti til þess að þróunin í átt að sífellt ójafnari leik myndi breytast þegar síðari hálfleikurinn hófst og Framarar hófu hann eins og þeir luku hinum fyrri. Línumaðurinn Alexander Arnarson, sem hafði verið baráttuglaðasti leikmaður HK í leiknum, fékk þriðju brottvísun sína um miðbik síðari hálfleiks og varð því frá að hverfa. Það munaði um minna, því aðrir HK-menn vora ekki jafn- ákveðnir og þessi fallni félagi þeirra. En munurinn jókst sem sagt hægt og bítandi, leikurinn fjaraði því smám saman út og Kópavogsbúar játuðu sig sigraða löngu áður en leiktíminn rann út. Þeir fáu áhorfendur sem þarna vora sneru sér að því að benda dómurunum á það sem miður fór í ákvörðunum þeirra og margt af því átti við rök að styðjast. Það var engu líkara en tekin hefði verið ákvörðun um að taka harðar á sóknarbrotum á nýliðnum dómarafundi, eða eitthvað í þá vera. Slíkt hefur lengi vantað, en öllu má ofgera og undirrituðum þóttu sumir raðningsdóma þeirra Einars Sveinssonar og Þorláks Kjartansson- ar hreint stórfurðulegir, þótt þeir séu eflaust á öðra máli. Þótt leikur HK-manna hafi verið á hálfgerðum útfararhraða er ekki hægt að loka augunum fyrir því að Framarar era með betra lið, mun heilsteyptara. Athygli vakti að Hjálmar Vilhjálmsson, sem lék lengi með HK, skoraði fimm mörk gegn gömlu félögum sínum. Hann var markahæstur Framara ásamt línu- manninum Róberti Gunnarssyni. Þá kom Magnús Erlendsson, sem leysti fyrirliðann Sebastían Alexandersson af í markinu undir lokin, skemmti- lega á óvart með góðri markvörslu. Hann varði sex skot og er hér gengið svo langt að fullyrða að ef hann hefði ekki varið úr tveimur dauðafærum HK í stöðunni 21:15 hefði fjör getað færst í leikinn, en það er hæpið. Þetta er fyrsti leikurinn sem und- irritaður sér HK leika á þessu keppn- istímabili. Eflaust vora þeir eitthvað illa fyrirkallaðir, en af þessum leik að dæma hafa þeir verk að vinna ætli þeir að kveða þennan di’aug, eða hvað það er sem vefst fyrir þeim, í burtu. „Það var á brattan að sækja allan tímann fyrir okkur. Við misstum þá of langt frammúr okkur og þó að menn ætli sér að gera hlutina eru’ ■ áherslupunktamir á röngum stöðum. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki nógu góð og þunginn í sókn okk- ar lá nánast á tveimur mönnum. Við fóram illa með færin og Bergsveinn gerði okkur lífið leitt og ég met það svo að hann hafi klárað þennan leik fyrir FH. Þegar við eram ekki tilbún- ir í leik eins og þennan er ekki von á góðu,“ sagði Olafur Lárasson, þjálf- ari Gróttu/KR, við Morgunblaðið eft- ir leikinn. ■ DÓMARAR á leik Vals og ÍBV á laugardaginn sáu ástæðu til að biðja starfsmenn að tala við nokki’a full- orðna áhorfendur og biðja þá hætta óviðeigandi orðbragði. Að öðram kosti sögðust þeir verða að rýma húsið. mEYJAMENN léku með sorgar- bönd gegn Val á laugardaginn til að minnast Sigurðar Einarssonar oj*' Kristins Friðrikssonar, sem létust fyrir skömmu. ■ INGVARI Sverríssyni, leikmanni Vals, tókst illa upp í leiklistinni gegn ÍBV á laugardaginn þegar hann féll með tilþrifum á gólfið því dómarar leiksins gáfu honum afar slaka ein- kunn: Tveggja mínútna brottvísun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.