Morgunblaðið - 10.10.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 B 11
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
[ ■ V M':?' ^ 1 1 f
II Í i i
/ i 1 \
i / / | [ i
1
Romario skoraði fjögur
BRASILÍSKI knattspymumaður-
inn Romario er langt frá þ ví að
vera dauður úr ölium æðum. í síð-
asta mánuði var Romario kallaður
inn í landslið Brasilíu að nýju eftir
að hafa verið úti í kuldanum í tvö
ár og skoraði þá þrjú mörk og á
sunnudaginn gerði þessi 34 ára
gamli framherji enn betur. Rom-
ario skoraði íjögur mörk þegar
Brasilíumenn unnu stórsigur á
Venezúela, 6:0, á útivelli í Suður-
Ameríkuriðli undankeppni heims-
meistaramótsins.
Romario skoraði þrjú fyrstu
mörk sín á átta mínútna kafla í
fyrri hálfleik og fullkomnaði svo
femuna um miðjan síðari hálfleik.
„Svo lengi sem ég fæ tækifæri til
að spila með landsliðinu mun ég
skora,“ sagði Romario eftir leikinn.
Argentína stendur vel að vígi
í stórleik riðilsins höfðu Argent-
ínumenn betur gegn Úrúgvæ, 2:1, í
hreint frábæmm knattspymuleik.
Marcelo Gallardo og Gabriel Bat-
istuta skomðu mörk Argentínu-
manna í fyrri hálfleik en Federico
Magallans minnkaði muninn fyrir
Úrúgvæ í upphafi síðari hálfleiks.
Þetta var fyrsti sigur Argentínu á
heimavelli gegn Úmgvæ síðan í
heimsmeistarakeppninni árið 1978
en þá var Daniel Passaralla, lands-
liðsþjálfai-i Úrugvæ, fyrirliði Arg-
entínumanna sem unnu heims-
meistaratitilinn. Argentínumenn
standa vel að vi'gi í riðlinum og eiga
sæti í úrslitakeppninni næsta ör-
uggt. Argentína er með 22 stig,
Brasilía og Paragvæ hafa 17, Kól-
umbía 15, Úmgvæ 14 og Ekvador
13 en Chile sem tapaði fyrir Ekva-
dor er aðeins með 10 stig og á Iitla
möguleika á að komast í úrslita-
keppnina.
Reuters
Romario var á skotskónum. Hér er hann í baráttu við Jose
Gonzalez, leikmann Venezúela.
Keflavíkurstúlkur
meistarar
meistaranna
KEFLAVÍKURSTÚLKUR era
meistarar meistaranna en þær
lögðu lið IS 71:51 í leik um meist-
aratitilinn. Leikið var í Keflavík
og heiniastúlkur náðu strax góðri
forystu því munurinn var orðinn
16 stig í fyrsta leikhluta, 24:8. Á
mynd Bjöms Blöndal má sjá
meistaralið Keflavíkur með bik-
arinn eftirsótta. Neðri röð frá
vinstri: Lára Gunnarsdóttir, Mar-
in Karlsdóttir, Sigríður Guðjóns-
dóttir, Kristín Blöndal fyrirliði,
Theodóra Káradóttir, Svava Ósk
Stefánsdóttir, Maríanna Guð-
mundsdóttir og Kristinn Einars-
son þjálfari. Efri röð frá vinstri:
Bonnie Lúðvíksdóttir, Bima
Valgarðsdóttir, Guðrún Karls-
dóttir og Erla Þorsteinsdóttir.
Sóley lokaði
markinu
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
%#alur og Stjarnan skiptu á milli sín
W hvort sínum hálfleiknum þegar
liðin mættust í 1. deild kvenna í hand-
knattleik á laugai--
dag. Valsstúlkur,
sem höfðu undirtök-
in í fyrri hálfleik,
léku varnarleikinn
mjög framarlega og klipptu út skytt-
ur Stjömunnar, þær Nínu K. Björns-
dóttur og Höllu Maríu Helgadóttur.
Sóknarlega náðu þær að sleppa inn
úr homunum og höfðu fjögmra
marka forskot í leikhléi, 10:6.
Siggeir Magnússon, þjálfari
Stjömunnar, hefur lesið hressilega
yfir sínum stúlkum í hléinu og í seinni
hálfleik var allt annað að sjá til
Stjörnuliðsins. Leikur þeirra varð
þéttari og markvissari og skilaði það
fimm marka sigri, 12:17. Sóley Hall-
dórsdóttm, sem kom í markið í síðari
hálfleiknum í stað Lijönu Sadzon,
setti í lás og sluppu aðeins tvö skot í
gegn hjá henni, þar af annað úr víta-
kasti.
Valsstúlkur, sem léku prýðisvel í
fyrri hálfleiknum, hljóta að hafa
áhyggjur af því að hafa aðeins náð að
skora tvö mörk í þeim síðari. Elfa
Björk Hrafnkelsdóttir og Berglind í
Hansdóttir markvörður áttu góðan
leikíliðiVals.
Stjörnustúlkur þurfa einnig að
skoða hvað fór úrskeiðis í fyrri hálf-
leik hjá þeim en það verður að teljast
slakt hjá jafnsterku liði og þær búa
yfir að skora aðeins sex mörk á 30
mínútum. Halla María Helgadóttii-
og Sóley Halldórsdóttir léku best.