Morgunblaðið - 10.10.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.10.2000, Qupperneq 12
i2 B ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Evrópa fékk f lest verðlaun KEPPNISFÓLK frá Evrópuþjóð- um, að Rússlandi og öðrum fyrrver- andi ríkjum fyrrverandi Sovétríkj- anna meðtöldum, unnu flesta verðlaunapeninga á Ólympíuleikun- um. Alls unnu Evrópuþjóðir 352 verð- launapeninga, 125 gull, 118 silfur og 109 bronsverðlaun. Asía vann 136 verðlaun, Afríka 36, Kyrrahafsríki 62, Suður- og Mið-Ameríka 68 og Bandaríkin 111. Af þeim voru 42 gull, 38 silfur og 41 brons. Til saman- burðar má nefna að hefðu gömlu Sovétríkin verið til í dag hefðu ríki þess unnið 163 verðlaun, 48 gull, 48 silfur og 67 brons. Það er athyglisvert að skoða þess- ar tölur í samanburði við samkeppni Bandaríkjanna og Sovétríkjanna áð- ur fyrr. Samanburðurinn nú er hins vegar ekki alveg réttur sökum þess að nú koma fleiri keppendur í hverja grein en frá Sovétríkjunum á sinni tíð sökum þess að þá máttu samein- uð Sovétríkin senda þrjá keppendur í hverja grein. Nú geta t.d. Rússar sent þijá í hverja grein til viðbótar við sama fjölda frá Ukraínu og Hvíta-Rússlandi svo dæmi sé tekið. Það er alkunna að ef boltinn fer á annað borð út af vellinum hefur hann tilhneigingu til þess að hafna á óhagstæðum stað. Hér leitar Jóhann Benediktsson á stað sem gefur ekki tilefni til bjartsýni. Þeir elstu stóðu sig vel í Valencia ISLENSKA landsliðið í golfí, skip- að leikmönnuin sem fæddir eru 1930 og fyrr, verða sem sagt sjö- tugir á árinu, varð í þriðja sæti á Evrópumóti þess aldursflokks fyrr i haust. íslendingar hafa tekið þátt í ár- Iegri Evrópukeppni senjóra, kylf- inga 55 ára og eldri, sfðan 1984 og siðustu árin hafa konur bæst við. En fjöldi kylfinga er í góðu formi þótt komnir séu um sjötugt og í ár var bætt við nýrri Evrópukeppni landsliða þar sem yngstu þátttak- endur eru fæddir 1930 og verða sjötugir á árinu. í fimm golfmótum sfðastliðið sumar gátu menn áunn- ið sér rétt til þátttöku og að þeim loknum voru eftirtaldir sex kylf- ingar ■ þessu elsta landsliði okkar: Vilhjálmur Ólafsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, Sverrir Einarsson, Nesklúbbnum, Knútur Björnsson og Gísli Sigurðsson, Golfklúbbnum Keili, Þorbjöm Kjærbo og Friðjón Þorleifsson, Golfklúbbi Suður- nesja. Svo fór að Þorbjöm gat ekki gefið kost á sér og fyrsti varamað- ur, Jóhann Benediktsson, Golf- klúbbi Suðumesja, tók sæti hans. Forseti Landssambands eldri kylf- inga, Ríkarður Pálsson, var farar- stjóri. European Master Seniors, eins og keppnin er nefnd, fór fram á 01- iva Nova-golfvellinum, skammt frá Valencia. Það er nýlegur völlur og langur, eða 6.000 m af gulum teig- um, þaðan sem leikið var. Hann minnir á velli í Flórída og koma vötn við sögu á 14 brautum af 18. Formið var nokkuð frábmgðið því sem menn eiga að venjast en þótti skemmtilegt. Keppt var bæði með og án forgjafar en á þann hátt að liðið myndar þrjár sveitir; tveir leika saman alla þrjá dagana. Fyrsta daginn var leikinn betri bolti. Þá leika báðir eins og venju- lega, en betra skorið gildir á hverri holu. Annan daginn var leikið það sem Bretar kalla „greensome“. Þá slá báðir leikmenn af teig, en siðan velja þeir betra teighöggið og leika þeim bolta til skiptis uns hann er kominn í holuna. Á þriðja degi var siðan einstaklingsskeppni og gilti þá eins og hina dagana skor tveggja betri sveitanna. Bæði æf- ingadagana tvo á undan og keppn- isdagana fengu allir þátttakendur golfbíla, boðið var til kvöldverðar af mikilli rausn og mjög vel var að öllu mótshaldi staðið. Miðað við höggleik einvörðungu má segja að þetta blandaða keppn- isform hafi í för með sér að heppni verði ríkari þáttur. Það er að segja, sú heppni þegar tveir leika saman, að þeir vinni vel saman og öðrum takist að bjarga skorinu þegar eitthvað fer úrskeiðis hjá hinum. Þegar upp er staðið kemur í Ijós að heppni og óheppni dreifist, furðu jafnt. Urslitin urðu ánægju- leg fyrir íslenska liðið, það komst á verðlaunapall og varð í þriðja sæti án forgjafar. Spánveijar unnu, en Norðmenn urðu í öðru sæti. Með forgjöf vann þýska liðið, það franska varð í öðru sæti og Austur- ríkismenn íþvíþriðja. A leið til Póllands Guðni Kjartansson, lands- liðsþjálfari unglinga- landsliðsins í knattspyrnu, skipað leikmönnum undir 18 ára aldri, hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir hönd íslands í undanriðli Evrópu- mótsins sem fram fer í Pól- landi síðar í þessum mánuði. Leikmennirnir eru þessir: Ríkharð Bjarni Snorrason, Fram, Kjartan Páll Þórarins- son, Skallagrími, Viktor B. Arnarsson, Utrecht,. Albert Ásvaldsson, Fram, Andri Fannar Glttósson, Fram, Ólaf- ur Ingi Skúlason, Fylki, Sig- urður Logi Jóhannsson, Fylki, Grétar Rafn Steinsson, ÍÁ, Hjálmur Dór Hjálmsson, ÍA, Jóhannes Gíslason, ÍA, Atli Jóhannsson, ÍBV, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV, Brynjar Örn Guðmundsson, Keflavík, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík, Egill Atlason, KR, og Grétar Sig- finnur Sigurðsson, Sindra. Elsta landsliðið f golfi í keppninni á Spáni: Fremri röð frá vinstri: Jóhann Benediktsson, Ríkarður Pálsson fararstjóri, Vilhjálmur Ól- afsson. Aftari röð: Gísli Sigurðsson, Friðjón Þorleifsson, Sverrir Einarsson og Knútur Bjömsson. y

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.