Morgunblaðið - 10.10.2000, Page 13

Morgunblaðið - 10.10.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 B 13 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Kristinn Frá Reykjavíktil Reykjavíkur EFTIR að landsliðshópurinn hafði borðað á veitingastaðnum Reykjavík í miðborg Prag, hélt hópurinn til Reykjavíkur til að glíma við Norður-íra. Þórir Gunnarsson, ræðismaður íslands í Prag, á staðinn sem er afar glæsilegur. Leikmenn landsliðs- ins eru hér að hefja borðhald á efri hæð veitingastaðarins. Á myndinni tii hliðar er Þórir búinn að klæða sig í landsliðsbúning íslands sem Halldór B. Jónsson, for- maður Knattspyrnusambands íslands, færði honum að gjöf sem þakklætisvott fyr- ir góðar móttökur í Prag. L, # |Í Y íjL dP * r _ 1 ' á.-.. % ' |J if J§ |j|| BPlæJfóliHl ' - ¥ Felixson- fjölskyldan fatalaus - en vel tryggð Miðherji til ísfirðinga EINS og sagl, var frá á dögun- um var allur farangur íslenska landsliðsins merktur FEL- IXSON. Þegar Geir Þorsteins- son skráði íslenska iandsliðið til brottferðar frá Keflavík gaf hann upp nafnið Felixson. Landsliðsmenn hentu gaman að þessu og sögðu að þar væri ekki Simpson-fjölskyldan á ferð, heldur Felixson-fjölskyld- an. „Felixson var gott nafn, fár vel í munni og á prenti,“ sagði Geir, þegar hann var spurður um uppátækið. Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður Ríkisút- varpsins, er með í för og var allur farangurinn skráður á hans nafn. Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá glötuðust Iandsliðsbún- ingar landsliðsins í London, þar sem var millilent. Stór hvít kista, merkt Felixson, kom ekki í leitirnar. Felixson-kistan kom aldrei í leitirnar. í kistunni voru bæði hvítir og bláir lands- liðsbúningar og einnig utanyfir- gallar. „Við verðum að afskrifa þessa búninga - ég hef ekki trú á að við sjáum þá frarnar," sagði Geir í gær og bætti síðan við í gamansömun tón: „Bjarni Felixson er örugglega vel tryggður. Bróðir hans, Gunnar, vinnur hjá Tryggingamiðstöð- inni.“ Geir var ekki fyrr búinn að sleppa orðinu að Bjarni hló og sagði: „Ég verð að renna yf- ir smáa letrið á tryggingunni.“ Landsliðið lék við Tékka í búningum ungmennaliðsins, sem það lék í daginn áður. Bún- ingarnir voru þvegnir í Prag á föstudagskvöldið. Körfuknattleiksfélag ísafjarðar hefur miðherja frá Bosníu í sigtinu sem fylla á skarð Ástralans Steve Ryan sem hvarf af iandi brott fyrir skemmstu eftir aðeins þriggja daga dvöl á ísaflrði. Bosníumaður- inn er sagður vera 2,15 metrar á hæð og yrði þar með stærsti leik- maður úrvalsdeildarinnar og yrði kærkomin viðbót við frekar lágvaxið lið KFÍ. Forsvarsmenn KFÍ fengu á dögunum fréttir af Ryan í gegnum umboðsmann hans og er Ástralinn kominn til síns heima. Umboðsmað- urinn sagði að samkvæmt frásögn Ryan hefðu ísfirðingar ekki staðið við gerða samninga og farið illa með hann en Karl Jónsson þjálfari KFI segir þessi ummæli vera uppspuna frá rótum og í raun hlægileg. Fyrstatap- ið hjá leper HELGI Jónas Guðfinnsson og félagar í Ieper töpuðu sínum fyrsta leik í belgísku úrvalsdeildinni íkörfuknatt- Ieik um hclgina þegar þeir lágu fyrir Oostende, 88:70, í 3. umferð. Helgi lék í 20 minútur og náði sér ekki á strik, hitti úr einu skoti af sex og skoraði 3 stig. Friðrik Stefánsson og fé- lagar í Lappeenrannan töp- uðu í fjórða skipti í jafn- mörgum leikjum í finnsku úrvalsdeildinni, nú fyrir SiiyRi á hcimavclli, 70:80. * Friðrik lék í 28 mínútur, skoraði 2 stig og tók 9 frá- köst. Víkingar úr leik MEISTARAR Víkings í borðtennis töpuðu fyrir austurríska liðinu Linz, 3:1, í 1. umferð Evrópuk- eppni meistaraliða um helgina. Guðmundur E. Stephensen vann eina leik Víkings, lagði Julian Pietr- opaoli, 2:0(21:11 og 21:18). Guðmundur tapaði svo fyr- ir Ivan Vitesk, 0:2. Markús Árnason tapaði einnig fyrir Vitesk, 0:2. Adam Harðar- son tapaði sínum leik, 2:1. Síðbúin keppni stúlknaliðs á Spáni UNGLINGALANDSLIÐ stúlkna í knattspyrnu, 18 ára og yngri, komst í milliriðil í Evrópukeppninni með sigri í forriðli hér á landi í haust. Nú hefur verið ákveðið að milliriðillinn verði leikinn á Spáni á óvenjulegum tíma, 26. nóvember til 2. desember, en þar mætir Island liðum Spánar og Póllands. Þessari keppni átti að vera lokið fyrir 20. nóvember en eftir vandræði með að fá keppnisstað buðu Spánverjar upp á áður- nefnda leikdaga. Olafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska Iiðsins, mun því undirbúa hópinn á næstu vikum en 22 stúlkur voru fyrir skömmu valdar til æfinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.