Morgunblaðið - 10.10.2000, Blaðsíða 16
ítfómR
Ragnar
með9í
fýrsta leik
RAGNAR Óskarsson, lands-
liðsmaður í handknattleik,
skoraði 9 mörk í fyrsta deilda-
leik sínum með Dunkerque í
Frakklandi en deildakeppnin
þar í landi hófst á sunnudag-
inn. Mörk Ragnars dugðu þó
ekki því Dunkerque tapaði
fyrir Selestat á útivelli, 32:29.
„Það er að sjálfsögðu ekki
nógu gott að skora 29 mörk
og tapa samt. Selestat er
sterkt á heimavelli og Dunk-
erque hefur ekki unnið þar í
10 ár en við gátum vel gert
betur en þetta. Eg klúðraði
víti á slæmum tíma þótt það
hefði kannski ekki gert út-
slagið,“ sagði Ragnar við
Morgunblaðið en hann gerði 4
af mörkum sinum úr vítaköst-
um.
Ragnar segir að Dunk-
erque stefni á 3.-5. sætið í
deildinni. „Það er raunhæft
markmið, Montpellier er með
yfirburðalið og Chambery er
einnig fímasterkt. Önnur lið
eru áþekk og við eigum að
geta barist um efstu sætin.
Við undirbjuggum okkur vel
fyrir deildakeppnina og spil-
uðum eina 20 leiki. Við fórum
meðal annars til Þýskalands
þar sem við unnum Gummers-
bach og töpuðum naumlega
fyrir Essen og Dormagen,"
sagði Ragnar.
SAMMY Mcllroy, landsliðsþjálfari Norður-íra í knattspyrnu, var
nokkuð bjartsýnn á að leikmenn hans myndu ná góðum úrslitum
gegn íslendingum á morgun í undankeppni heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu. „Við komum hingað til Reykjavíkur
með fjögur stig eftir tvo leiki og það er ágætt - reyndar framar
vonum.“
Leikurinn gegn íslendingum
verður erfiður en ég er strax
farinn að gera mér vonir um að vera
með 7 stig eftir leikinn gegn íslend-
ingum og vera í þægilegri stöðu þeg-
ar við mætum Tékkum á Windsor
Park, heimavelli okkar á Norður-
írlandi, í mars á næsta ári, “ sagði
Mcllroy. Norður-írar unnu Möltu í
fyrsta leik sínum og gerðu jafntefli
við Dani á heimavelli á laugardag að
viðstöddum rúmlega 12.000 áhorf-
endum.
„Við verðum að vera varkárir
þegar íslendingar stilla upp í föst
leikatriði og þeir skoruðu markið
gegn Dönum hér í Reykjavík úr
slíku atriði og það er þeirra aðal-
styrkur sóknarlega séð. Eiður
Smári Guðjohnsen og Ríkharður
Daðason eru líkamlega sterkir leik-
menn en samt sem áður nokkuð
ólíkir framherjar, Ríkharður er
sterkur skallamaður og Eiður Smári
getur gert hluti upp á eigin spýtur.
Islendingar hafa átt góðu gengi að
fagna undanfarin ár og náð hag-
stæðum úrslitum en eftir tvö töp í
röð verður íslenska liðið án vafa erf-
itt viðureignar og við undirbúum
okkur fyrir erfiðan leik á Laugar-
dalsvelli," bætti Mcllroy við.
Það eru allir leikmenn Norður-ír-
lands heilir eftir viðureignina gegn
Dönum og væntanlegt byrjunarlið
verður þannig skipað:
Markvörður, Roy Carroll (Wig-
an). Varnarmenn, Aaron Hughes
(Newcastle), Gerry Taggart
(Leicester), Colin Murdock (Prest-
on), Stephen Lomas (West Ham).
Miðjumenn, Kevin Horlock (Man-
chester City), Jim Magilton
(Ipswich), Stuart Elliott (Mot-
herwell), Jeff Whitley (Manchester
City). Framherjar. Neil Lennon
(Leicester) og David Healy (Man-
chester United). Damien Johnson er
eina viðbótin við hóp Norður-íra frá
því í Danaleiknum og Blackburn-
leikmaðurinn er vongóður um að
verða orðinn góður af nárameiðslum
sem hafa hrjáð hann að undanförnu
og ef hann verður heill er nokkuð ör-
uggt að hann verði í byrjunarliðinu.
■ KOLBOTN, lið Katrínar Jóns-
dóttur, burstaði Setskog/Höland,
9:2, í norsku úrvalsdeildinni í
knattspymu um helgina. Katrín
lék vel en náði ekki að skora. Með
sigrinum er Kolbotn nær öruggt
með 3. sætið en Trondheims-0rn
og Asker eru í sérflokki og berjast
um norska meistaratitilinn í tveim-
ur síðustu umferðunum.
■ MARCELO Salas er á leið til Int-
er Milano frá Lazio. I staðinn fær
Lazio króatíska landsliðsmanninn
Dario Stimic. Salas var óánægður í
herbúðum meistaranna enda búinn
að missa sæti sitt í byrjunarliðinu
til Argentínumannsins Claudios
Lopez.
■ PETER Ebdon sigraði á opna
breska meistaramótinu í snóker
sem lauk í Plymouth um helgina.
Hann sigraði hinn vinsæla Jimmy
White í úrslitaleik, 9:6. Steve Dav-
is, sem vann Kristján Helgason í 1.
umferð, sigraði Fergal O’Brien,
5:2, í 2. umferð en tapaði fyrir Alan
McManus, 3:5, í 16 manna úrslitum.
Sammy Mcllroy, þjálfari Norður-íra, brá á leik með þeim Steve Lomas og Peter McCandless í Bel-
fast þegar liðið undirbjó sig fyrir átökin í undankeppni HM gegn íslendingum og Dönum. Mcllroy
mundar öxina en Lomas bregður sverðinu að McCandless.
Sammy Mcllroy
bjartsýnn á sigur
Njáll
þjálfar
ÍBV
Njáll Eiðsson var um helgina ráð-
inn þjálfari karlaliðs ÍBV í
knattspyrnu í stað Kristins R. Jóns-
sonar sem tekinn er við þjálfarastarf-
inu hjá Fram.
Njáll er einn af reyndustu þjálfur-
um hér á landi. Hann hefur þjálfað lið
ÍR-inga undanfarin fjögur ár og þá
hefur hann einnig þjálfað lið FH, KA
og Einherja.
Aðeins eitt lið í efstu deild karla á
eftir að ráða þjálfara fyrir næstu leik-
tíð en það eru Keflvíkingar.
„Við erum svona að fara yfir þær
umsóknir sem okkur hafa borist en
engin niðurstaða liggur fyrir ennþá.
Velimir Sargic, unglingaþjálfarinn
okkar, mun sjá um æfingar liðsins til
að byrja með og hann er auðvitað einn
möguleikinn sem við höfum í þjálfara-
stöðuna," sagði Rúnar Amarson, for-
maður knattspymudeildar Keflavík-
ur, í samtali við Morgunblaðið.
Þá gengu Eyjamenn einnig frá
ráðningu á þjálfara fyrir kvennalið fé-
lagsins. Heimir Hallgrímsson var
endurráðinn en rætt hafði verið um
að hann ætlaði að hætta eftir þetta
tímabil. Heimir hefur náð góðum
árangri með Eyjakonurnar og er mik-
il ánægja hjá þeim að halda Heimi.
Emafrá
í heilt ár?
Ema B. Sigurðardóttir, knatt-
spyrnukonan efnilega úr
Breiðabliki, er með slitið krossband í
hné og hætta er á að hún missi af
stóram hluta næsta keppnistímabils,
jafnvel því öllu.
Erna meiddist í leik með 2. flokki
Breiðabliks á dögunum og þurfti að
draga sig út úr A-landsliðshópnum af
þeim sökum fyrir seinni leikinn gegn
Rúmeníu. Fyrst var talið að meiðslin
væru minni háttar en nú er komið í
ljós að ytra krossband er slitið og
samkvæmt reynslu tekur allt að einu
ári að ná sér af slíkum meiðslum.
Erna er 18 ára og átti frábært
tímabil með Breiðabliki en hún var
valin í úrvalslið efstu deildar í haust.
Hún var í A-landsliðshópnum og lék
alla leiki 21 árs landsliðsins og 18 ára
landsliðsins. Það síðarnefnda býr sig
undir milliriðil í Evrópukeppninni og
fjarvera Emu verður skarð fyrir
skildiíþeim hópi.
Baldur líka
til Uerdingen
BALDUR Aðalsteinsson,
knattspyrnumaður úr IA, er á
förum til Þýskalands og spilar
sem lánsmaður með 3. deild-
arliðinu Uerdingen í vetur.
Þar verður einnig félagi hans
úr Skagaliðinu, Gunnlaugur
Jónsson, eins og áður hefur
komið fram. Félögin eiga eftir
að ganga frá samningi sín á
milli en að öllu óbreyttu fer
Baldur, sem í gær var kallað-
ur inn í 21-árs landsliðshóp-
inn, til Þýskalands um næstu
helgi.
Uerdingen er í 3. sæti í
norðurriðli 3. deildarinnar,
stigi á eftir efsta liðinu.
Hjalti fótbrotnaði
HJALTI Jónsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, fót-
brotnaði á æfingu með 21 -árs landsliði íslands (gær en liðið býr
sig undir að mæta Norður-írum í Evrópukeppninni í Kaplakrika
klukkan 16 í dag.
Baldur Aðalsteinsson úr ÍA var
kallaður inn í hópinn í staðinn
en áður hafði Indriða Sigurðssyni
frá Lilleström verið bætt við. Indr-
iði missti af leiknum í Tékklandi
síðasta föstudag af persónulegum
ástæðum.
„Þetta var mjög slysalegt atvik,
Hjalti og annar leikmaður rákust
saman með þessum afleiðingum.
Leggurinn fór í sundur og Hjalti
verður einar 6-8 vikur í gifsi,“ sagði
Sigurður Grétarsson, þjálfari 21-
árs landsliðsins, við Morgunblaðið í
gær.
Sigurður telur að Island eigi góða
sigurmöguleika gegn Norður-írum
í dag. „Eg hef skoðað myndband af
leik þeirra við Möltu sem endaði 1:1
og þótt þeir hafi verið mun sterkari
aðilinn í þeim leik er ljóst að þeir
standa bæði Dönum og Tékkum að
baki. Hér á heimavelli eigum við að
geta sigrað þetta lið,“ sagði Sigurð-
ur.
íslenska liðið tapaði, 2:1, fyrir
Tékkum ytra á föstudaginn en hafði
áður gert jafntefli, 0:0, gegn Dönum
í Kaplakrika í byrjun september.