Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 6
6 C FIMMTUDAGUR12. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
If
VIÐSKIPTI
Netspor ehf ■ sérhæfír sig í viðhaldi og markaðssetninffli vefsíðna
Algengt að fyrirtæki nýti
ekki möguleika Netsins
NETSPOR ehf. er ungt fyrirtæki sem sérhæfir
sig í markaðssetningu og viðhaldi á vefsíðum fyr-
irtækja og stofnana og er eitt fyrsta fyrirtækið
sem sérhæfir sig í slíkri þjónustu hér á landi.
Sævar Kristi’nsson, framkvæmdastjóri Netspors,
segir að þjónusta fyrirtækisins snúst um að láta
vefina virka og að lykilatriðið í þeirri viðleitni sé
að halda þeim við og nýta þá möguleika sem til
staðar séu. Að sögn Sævars er það algengt að fyr-
irtæki nýti sér ekki möguleika Netsins á réttan
hátt og að vefsíður þeirra lognist oft út af og verði
úreltar á stuttum tíma. Til þess að bæta úr því
þurfi stjórnendur fyrirtækja að átta sig á því í
upphafi hver tilgangurinn með vefsíðugerðinni sé
og fylgja síðan eftir settum markmiðum.
Sævar segir Netspor vera öðruvísi fyrirtæki í
vefþjónustu að því leyti að það búi ekki til vefi
heldur sé fyrst og fremst markaðsfyrirtæki. Til-
gangur fyrirtækisins sé að sinna markaðssetn-
ingu og viðhaldi vefja enda séu þeir þættir að
verða sífellt mikilvægari þegar erfiðara verður
með hverjum deginum að ná athygli viðskiptavina
á Netinu.
„Við förum yfir það hvemig halda eigi úti lif-
andi vef og hvert markmiðið sé með vefnum. Oft
höfum við lent í því að viðskiptavinir okkar hafa
verið með vef númer tvö í bígerð og hafa þá
ákveðið að leita okkar ráða. Þá höfum við stund-
um þurft að henda öllum pakkanum vegna þess
að vefurinn myndi augljóslega engu skila. Það er
lykilatriði að stjórnendur átti sig á því hverju þeir
vilja ná út úr vefnum. Það þarf að hugsa vefinn út
frá viðskiptavininum, af hverju ætti hann að vilja
koma inn á vefinn, og ekki aðeins einu sinni held-
ur aftur og aftur.“
Morgunblaðið/Kristinn
Ingvar Sverrisson, markaðsstjóri Netspors, og Sævar Kristinsson framkvæmdastjóri.
Tryggja að vefurinn sé alltaf ferskur
Hjá Netspor starfa tveir menn í fullu starfi en
hins vegar vinna margir á vegum fyrirtækisins að
ýmsum verkefnum þannig að starfsemin felst að
stórum hluta í verkstjórn. Fyrirtækið tekur að
sér þarfagreiningu og stefnumótun sem nýtist
sem leiðarvísir við vefgerðina og aðstoðar síðan
við markaðssetningu og sinnir mánaðarlegu
markaðsviðahaldi. Þá sér fyrirtækið um að rýna
vefi viðskiptavina sinna reglulega og tryggja með
þeim hætti að vefurinn sé alltaf ferskur. Sævar
segir of algengt að ekki sé hugsað til enda fyrir-
tækja hver eigi að halda vefnum við.
„Eg hef rekið mig á það, að fyrirtæki eru með
vefi en hafa síðan ekki mátt vera að því að sinna
þeim vegna þess að starfsmenn eru á fullu í sínum
reglubundnu störfum. Og af hverju á framleiðslu-
fyrirtæki að fara að búa til einhverja sérþekkingu
innan fyrirtækisins í viðhaldi á vefnurn?"
Að sögn Ingvars Sverrissonar markaðsstjóra
Netspors er vefur ekkert annað en þjónustu- og
markaðstæki, sem oft verður fyrsta ásýnd fyrir-
tækja með vaxandi notkun Netsins. Því megi ekki
fela hverjum sem er umsjón vefsins innan fyrir-
tækisins, ekkert frekar en gerð auglýsinga og
bæklinga. Hann segir að Netspor komi þar til að-
stoðar og veiti fyrhtækjum þá sérhæfðu þjónustu
að viðhalda og koma vefsíðum þeirra á framfæri
til viðskiptavina.
FUNDARFERÐIR
Fyrirtækjaþjónusta Flu$féla$sins
o^alltertilreiðuáfundarstað
Loksins er fundarfriður!
Nýjiin? í þjónustu við íslensk fyrirtæki hvar sem er á tandinu.
Floyið 05 fundað
Við bjóðum fyrirtækjum saman í pakka flugfar og
fundaraðstöðu í dagsferðum til fimm helstu
áfangastaða Flugfélags íslands sem eru:
ísafjörður
Akureyri
Egilsstaðir
Höfn í Hornafirði
Vestmannaeyjar
Fljúgið að morgni, vinnið á fundi yfir daginn og snúið aftur heim um kvöldið.
Fundaraðstaða er í samstarfshótelum okkar á framangreindum áfangastöðum.
Eitt símtal - oí[ við sjáum um allan undirbúniny
Við pöntum flugfar, akstur til og frá flugvelli á fundarstað, fundar-
aðstöðu og veitingar og sjáum til þess að allur búnaður verði til reiðu á
fundarstað. Pöntum gistingu, sé þess óskað, og tökum að okkur að
skipuleggja skoðunarferðir eða aðrar útivistarferðir á fundarstað.
Viltu ná umtalsverðum áranyri á næsta fundi?
Fínn kosturáferðalöfutn
Hafðu strax samband við okkur í síma 570 3606
eða í tölvupósti: flugkort@airiceland.is
FLUGFELAG ISLANDS
Air Iceland
Flugfélag íslands, ReykjavíkurfIugvelIi, sími 570 3030, fax 570 3001, www.flugfelag.is
Mistök
Morgan Stanl-
ey í Svíþjóð
Oslií, Morgunblaðið.
• ÞAÐ lítur út fyrir að skráning dótt-
urfyrirtækis Telia, Eniro, á hluta-
bréfamarkað verði álíka misheppn-
uð og skráning hlutabréfa Telia, og
sérstakt áfall fyrir bandaríska fjár-
festingarbankann Morgan Staniey,
að því er segir í Dagens industri.
Morgan Stanley sá einnig um út-
boðiö í Telia en eins og kunnugt er
hafa hlutabréf Telia lækkað veru-
lega frá skráningunni fyrr á árinu,
eða um 38% á 4 mánuðum. Morg-
an Stanley var einnig aðalráðgjafi
Bredbandsbolaget en í gær var
ákveðiö að fresta skráningu bréfa
þess félags á Nasdaq og Kauphöll-
ina í Stokkhólmi.
Morgan Stanley stóð fyrir 95% af
viðskiptum með Eniro fyrri hluta
fyrsta viöskiptadagsins, í gær, og
reyndi með öllum ráöum að hindra
að gengið færi undir 84 sænskar
krónur á hlut, en í útboðslýsingu
kom fram að útboðsgengið yrði á
bilinu 84-110 krónur.
Afkoma
OM undir
vænfingum
Ósló. Morgunblaðið.
• HAGNAÐUR sænska fyrirtækis-
ins OM Gruppen, sem lagt hefur
fram tilboö í Kauphöllina í London
(LSE), á fyrstu níu mánuðum ársins
var undir væntingum markaðs-
aðila, að því er m.a. kemur fram í
Dagens industri.
Hagnaður OM á tímabilinu nam
569 milljónum sænskra króna eða
um 4,8 milljörðum íslenskra króna.
Sérfræðingar höfðu búist við hagn-
aði sem samsvarar um 5,3 millj-
öröum. Afkoma fyrirtækisins er þó
betri en á sama tlma í fyrra þegar
hagnaðurinn var 3,3 milljarðar.
Hlutabréfamarkaöurinn brást við
afkomutölum frá OM t gær þannig
að hlutabréfin lækkuðu um 1,5% í
375 sænskar krónur á hlut. Þetta
greiöir ekki fyrir tilboði OM í LSE,
sem að meirihluta miöast við
greiðslu í hlutabréfum. Tilboðið er í
gildi til 23. október.
Skráningu
f restaó vegna
lækkunar
á Nasdaq
Ósló. Morgunblaðið.
• SÆNSKA fyrirtækiö Bredbands-
bolaget hefur frestað áformum um
skráningu bréfa félagsins á
Nasdaq og Kauphöliina í Stokk-
hólmi, aö því er Dagens industri
greinir frá.
Forsvarsmenn fyrirtækisins vtsa
til slæmra markaðsaöstæðna fyrir
hátæknifyrirtæki, þar sem Nasdaq-
vísitalan hafi lækkaö um 17,5%
síðan í byrjun september. Á sama
tíma hafi vísitala upplýsinga-
tæknifyrirtækja á sænska mark-
aðnum lækkað um 27%.
Forsvarsmenn félagsins leggja
áherslu á að langtímaáætlanir fyrir-
tækisins hafi ekki breyst og frest-
unin hafi ekki áhrif á umsókn þess
um UMTS-farsímaleyfi, ásamt Or-
ange, Skanska og Schibsted.
Bókhaldskerfi
P\ KERFISÞRÓUN HF.
FAKAFENI 11, s. 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/
-I