Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 8
8 C FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Strá ehf ■ í samstarf við stærstu ráðningarstofu heims
Fyrirtækjatalsmenn og sjónvarp
Sífellt erfíðara að ráða
hæfa stjórnendur
Morgunblaðiö/Ámi Sæberg
Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri Strá ehf., ásamt Gunnari Hanssen
og Trond Larsen, fulltrúum Norðurlandadcildar MRI Worldwide.
FYRIRTÆKJUM reynist sífellt
erfiðara að ná í hæft starfsfólk og
hæfileikaríka stjórnendur. Til þess
að bregðast við þessum vanda leita
fyrirtæki í ríkari mæli fyrir sér er-
lendis í von um að ná til sín starfs-
fólki. Strá - Starfsráðningar ehf. og
MRI Worldwide, ein stærsta ráðn-
ingarstofa heims, hafa nú gengið til
samstarfs, og segir Guðný Harðar-
dóttir, framkvæmdastjóri Strás, að
þessi tengsl auki verulega möguleika
Islendinga á að koma sér á framfæri
erlendis, auk þess sem að möguleik-
ar opnist fyrir ráðningu sérhæfðra
starfskrafta hingað til lands.
Fulltrúar Norðurlandsdeildar
MRI, Gunnar Hanssen og Trond
Larsen, voru hér á dögunum til að
þjálfa starfsfólk Strás ehf. Þeir hafa
verið í samstarfi í tvö ár og í samein-
ingu unnið við að byggja upp ráðn-
ingarstofur MRI á Norðurlöndum.
„Nú er Strá orðið hluti af MRI-
samsteypunni, þannig að nú getum
Forstjóri Tel-
ia hættur
FORSTJÓRI Telia, Jan Áke
Kark, hefur sagt starfi sínu
lausu sökum heilsubrests en
hann þjáist af magasári. Mar-
ianne Nivert, framkvæmda-
stjóri hjá Telia, tekur við for-
stjórastarfinu tímabundið, að
því er m.a. kemur fram í Dagens
næringsliv.
Búist er við að Kark komi aft-
ur til starfa hjá Telia þegar hann
hefur náð heilsu á ný, en þá sem
ráðgjafi. Hafin er leit að arftaka
Karks og sérfræðingar segja að
sá arftaki þurfi að hafa burði til
að lyfta fyrirtækmu upp úr öldu-
dalnum sem það er nú í. Til þess
þurfi miklar skipulagsbreyting-
ar. Markaðurinn lýsir eftir
manneskju sem hefur ekki
starfað hjá Telia, hugsanlega er-
lendri, að því er fram kemur á
sænska viðskiptavefnum E24.
við aðstoðað íslenska aðila sem vilja
leita sér að vinnu víða um heim og
einnig ráðið fólk hingað hvaðanæva
úr heiminum, Bandaríkjunum, Asíu
eða hvaðan sem er,“ segir Hanssen.
Sífelit færri umsækjendur
um hverja stöðu
Að sögn Trond Larsen er MRI
með net nærri 1.100 þúsund skrif-
stofa víða um heim, um 900 skrifstof-
ur í Bandaríkjunum, 85 í Bretlandi
og 45 í Þýskalandi. Einnig eru skrif-
stofur í Suður-Afríku, Kína, Hong
Kong, Singapúr og Astralíu, svo
dæmi séu tekin.
,Ástæðan fyrir velgengni fyrir-
tækisins er að við höfum getað náð
til hæfileikaríks fólks víða um heim.
Nú orðið er mjög erfitt að fá hæfa
stjómendur til starfa, og mörg fyrir-
tæki munu ekki lifa af vegna þess að
þau geta ekki ráðið til sína nægilega
gott starfsfólk. Þessi þróun er að
hefjast í Evrópu, en hefur verið í
gangi í Bandaríkjunum síðustu tvö
árin. Allir toppstjómendur í Banda-
ríkjunum fá tilboð fjóram til fimm
sinnum á ári um nýtt starf frá
„mannaveiðurum.“ Toppstjórnandi í
Bandaríkjunum er yfirleitt ekki
lengur í starfi en tvö ár, það er með-
altalið," segir Larsen.
Hann telur að sú þróun muni ör-
ugglega eiga sér stað hér á landi eins
og annars staðar, að það verði sífellt
færri umsækjendur um hveija
stöðu. „Það era að spretta upp ný
fyrirtæki og rafrænir viðskiptahætt-
ir era sífellt að aukast. Sá iðnaður er
að taka mikið af hæfu starfsfólki úr
hefðbundnum störfum, vegna þess
að nýju fyrirtækin bjóða betri kjör,
hærri laun og hluti í fyrirtækjum, en
þetta era kostir sem hefðbundin fyr-
irtæki era ekki að nota í dag. Þessi
þróun virðist ekki hafin ennþá hér á
landi, en þetta er byrjað í Noregi og
Svíþjóð."
Hanssen segir að í Ósló sé það
orðin viðtekin venja að borga mönn-
um undirskriftarþóknun, menn fá
greiddar tvær milljónir íslenskra
króna fyrir það eitt að skrifa undir
starfssamning, líkt og þegar knatt-
spyrnumenn undirrita nýjan samn-
ing. „Þannig að menn nota allt sem
þeir geta til að laða að nýtt starfs-
fólk.“
Hann segist telja að verði ísland
markaðssett sem framandi og
spennandi land, þá verði það freist-
andi fyrir t.d. Norðmenn eða Breta
að koma hingað til starfa. „Vegna
þess að þetta er mjög fallegt land og
frábragðið öðrum löndum.“
HAMPIÐJAN
Rafrœn skráning hlutabréfa
Stjórn Hampiðjunar hf., kt. 590169-3079,
gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27.
gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, hefur hún
tekið ákvörðun um að hlutabréf í félaginu
verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi
Verðbréfaskráningar íslands hf. Rafræn skrán-
ing tekur gildi 22. janúar árið 2001 kl. 9.00
árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifan-
legu hlutabréf í félaginu í samræmi við heim-
ild í ákvæði til bráðabirgða nr. H í lögum nr.
131/1997, um rafræna eignarskráningu
verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um
breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu
rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum og
reglugerð nr. 397/2000, um raffæna eignar-
skráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð.
Nánar tilgreint verða öll hlutabréf
Hampiðjunar hf. tekin til rafrænnar skrán-
ingar, en þau eru öll í einum flokki, auðkennd
raðnúmerum nr. 1-10000 og gefin út á nafn
hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur ofan-
greindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa
leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega
fært í hlutaskrá Hampiðjunar hf., að staðreyna
skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu
hlutaskrár Hampiðjunar hf. að Bíldshöfða 9,
Reykjavík.
Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti
hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa
sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja
mánaða frá síðari birtingu innköUunar þess-
arar.
Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga
takmörkuð réttindi tU ofangreindra hluta-
bréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á fram-
færi við fuUgUda reikningsstofnun, sbr. 10.
gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignar-
skráningu verðbréfa, innan þriggja mánaða
frá síðari birtingu innköUunar þessarar. Gæta
skal þess að reikningsstofnun hafi gert
aðildarsamning við Verðbréfaskráningu ís-
lands hf.
Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa
skiptist hlutaféð í hluti að fjárhæð ein króna
og margfeldi þar af.
Að lokinni raffænni skráningu geta hluthafar
falið reikningsstofnun sem gert hefur
aðildarsamning við Verðbréfaskráningu
íslands hf. umsjón með eignarhlut sínum í
félaginu. Hluthafar munu fá sendar
tUkynningar og reikningsyfirlit í samræmi
við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000.
Stjóm Hatnpiðjunnar hf.
MAGNET GLORIA1 DYNEX' £pÖLY-ICE
Framleiðandi flottrolla, hlera, kaðla og neta ^
Að sýna
bestu hliðina
Flest fyrirtæki eiga
gríðarlega mikið undir
því að talsmenn þeirra
séu hæfír, skrifar Sig-
urður G. Valgeirsson
og að framganga þeirra
í fjölmiðlum sé eins
fagmannleg og jákvæð
og aðstæður hverju
sinni leyfa.
FORVÍGISMENN fyrirtækja era
andlit þeirra út á við og framkoma
þeirra ræður miklu um álit mikil-
vægra hópa eins og við-
skiptavina, fjárfesta,
samstarfsaðila og al-
mennings.
Af öllum miðlum er
sjónvarpið sá sterkasti.
Fréttatímar stærstu
stöðvanna tveggja ná
augum og eyram stórs
hluta þjóðarinnar og
umræðuþáttur um
mikilvægt málefni get-
ur dregið allt að þrem-
ur fjórðu hlutum þjóð-
arinnar að skjánum.
SkUmerkilegt viðtal
sem endar jafnvel með
hnyttnu tilsvari verður
fólki minnisstætt.
Óskýr, illa hugsuð svör
og óöragg framkoma getur á hinn
bóginn hægt og rólega mótað fremur
neikvæða afstöðu almennings til
talsmanns og þess fyrirtækis eða
málstaðar sem hann stendur fyrir.
Þó að þess séu dæmi að talsmenn
virðist frá fyrsta degi eins og fiskar í
vatni í sjónvarpi er það algengara að
fyrstu viðtölin séu stirðleg. Feimni
og streita birtist til dæmis í stein-
rannu andliti, stami, ræskingum eða
því að viðkomandi gjóar augunum
útundan sér eins og hann sé með
eitthvað alvarlegt á samviskunni.
Þeir stjórnendur sem oftast er tal-
að við virðast í dag hafa sprottið al-
skapaðir fram á sjónarsviðið. Þeir
era sjálfsöraggari en fréttamennirn-
ir sem spyrja þá útúr og lenda oftast
ofaná í rökræðum og viðtölum. Yfir-
leitt á þetta fólk þó að baki erfið
augnablik fyrir framan fréttamann
og tökuvél.
Að þeim örfáu frátöldum sem frá
upphafi spjara sig vel í sjónvarpi
eiga þeir bestu það sameiginlegt að
hafa ekki látið hugfallast þrátt fyrir
brösótta byrjun. Þetta er fólk sem
hefur horfst í augu við vandann,
skoðað sjálft sig gagnrýnið og síðan
unnið út frá sínum bestu kostum og
jafnframt reynt að draga úr þeim
göllum sem blasa við á skjánum.
Til allrar hamingju eru flestir til-
búnir að gleyma - jafnvel fimm sek-
úndunum óendanlegu í umræðu-
þættinum þar sem hugsunin gufaði
skyndilega upp og
munnurinn opnaðist
bara og lokaðist nokkr-
um sinnum.
Að halda áfram í stað
þess að draga sig í hlé
er fyrsta skref að því
marki að ná árangri í
sjónvarpi. Skynsam-
legt er að æfa sig með
myndbandstökuvél
fjölskyldunnar að
vopni. Best og fljótvir-
kast er auðvitað að
leita sér kennslu og
ráðgjafar á þessu sviði.
Með fagmannlegri ráð-
gjöf, raunsæi, einbeit-
ingu og æfingu er hægt
að stórbæta frammi-
stöðuna á tiltölulega skömmum tíma.
Þeim sem óttast að þjálfun verði
til þess að allir verði sem steyptir í
sama mót má benda á gott knatt-
spyrnulið. Leikmennirnir ellefu
njóta allir leiðsagnar sama þjálf-
arans en framganga þeirra er inn-
byrðis ólík. Astæðan er augljós: Eðl-
iskostir og hæfileikar fólks eru mjög
mismunandi og leiðirnar að markinu
era margar.
Höfundur er einn eigenda upp-
lysingamiðlunar- og almanna-
tengslafyrirtækisins Inntaks.
Sigurður B.
Valgeirsson
Sverrir Björnsson og Stefán Einarsson, hönnunarstjörar Hvíta hússins,
með nýjasta verðlaunagripinn fyrir Mastercard-auglýsingar.
Gullverðlaun í Cresta og
New York Festival
HVÍTA húsið hlaut gullverðlaun
fyrir þrjár Mastercard-auglýsingar
í Cresta-auglýsingasamkeppninni
sem haldin er í samvinnu við Al-
þjóðlegu auglýsingasamtökin, IAA,
en úrslit í samkeppninni voru nýl-
ega kunngerð. Verðlaunin hlaut
Hvíta húsið fyrir auglýsingar úr
seríu sem Europay notar fyrir
Mastercard.
Keppt er í 50 flokkum í Cresta-
auglýsingasamkeppninni og var
heildarfjöldi innsendinga í keppn-
ina yfir 5.000 frá 55 löndum. I úr-
slit komst 241 auglýsing og her-
ferðir frá 34 löndum. 145 manna
dómnefnd sat þekkt auglýsingafólk
hvaðanæva úr heiminum. Verð-
launin verða afhent á hátíð í Mflanó
þann 31. október næstkomandi.
í byrjun september fékk Hvíta
húsið tilkynningu um að Ma-
stercard-auglýsingin með smokk-
um hefði hlotið gullverðlaun í
flokki fjármálaauglýsinga í New
York Festival, sem er stór al-
þjóðleg samkeppni um bestu
auglýsingar hvers árs.