Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 13
‘mörgunblaðið
VIÐSKIPTI
FIMIÍÍTUÖAGUR12. OKTÓBEÍt'2ÓöO C 13
þeir telji að muni standa uppi sem
sigurvegarar og hvort sú sýn sem
þessi fyrirtæki hafa samrýmist þeim
þörfum sem þeir hafa og koma til
með að hafa. Fyrir mér þýðir þetta
einfaldlega að menn skilja mikilvægi
þess sem Oracle er að gera. Allt E-
Business-lausnasafnið gengur út á
samhæfingu, þ.e.a.s. það er hannað
inn í kerfið frá grunni að ekki bara
tengjast öðrum kerfum heldur vera
hluti af stærri heild. Þess vegna eru
allar þessar mismunandi einingar
samtengjanlegar með aðferðum sem
eru hluti af grunn-tæknihögun for-
ritasafnsins.“
Oracle alltaf náð góðum
árangri á ERP-sviðinu
Gunnar segir að Oracle hafi alltaf
náð góðum árangri á ERP-sviðinu,
sviði stærri viðskiptakerfa. „Ólíkt
SAP hefur Oracle verið miklu
sneggri og gengið betur að komast
inn á markað meðalstórra íyrirtækja
með því að vera með lausnasafnið
samsett úr mörgum mismunandi ein-
ingum og einnig með innleiðingarað-
ferðum eins og t.d. „FastForward"
og „iSpeed", aðferðum þar sem stað-
allausn hefur verið skilgreind og
menn komast í loftið á mjög stuttum
tíma, en þurfa í staðinn að sætta sig
við að hafa ekki alla hluti sérsmíðaða.
Til aðgreiningar má segja að Oracle
bjóði eina heild, þar sem hægt er að
„aftengja" þá kerfisvii-kni sem menn
hyggjast ekki nota, í stað þess að í
öðrum lausnum er gefinn ákveðinn
grunnur (grunnlausn) og síðan for-
ritað eða sérsniðið ofan á þann grunn
það sem upp á vantar. Nálgunin er
því gjörólík, og miklu áhættuminni
þegar kemur að rafrænum viðskipta-
lausnum Oracle.
Að mati flestra sérfræðinga hafa
SAP-menn líka verið afskaplega
seinir til að átta sig á mikilvægi Nets-
ins og hvernig Netið hefur áhrif á
það hvernig við stundum okkar við-
skipti. SAP-arar hafa einnig seint
áttað sig á mikilvægi CRM-kerfa og
það er aðeins stutt síðan þeir hófu
samstarf við sérhæfða CRM-fram-
leiðendur. Það þýðir auðvitað að þeir
þurfa að taka á vandamálum sem
tengjast því að hengja þessi kerfi ut-
aná SAP þar sem þessi kerfi eru
hönnuð á mismunandi hátt í grunn-
inn. Á heildina litið virðist SAP vera
að lyppast niður án þess að hafa
skýra hugmynd hvað fyrirtækið ætl-
ar að gera í framtíðinni."
Oracle fljótt að átta sig
á möguleikum Netsins
Oracle var mjög fljótt að átta sig á
möguleikum Netsins og segja má að
velgengni fyrirtækisins undanfarin
misseri skýrist að einhverju leyti af
því. Gunnar segir að það sé ekki síst
vegna þess að Oracle ákvað sjálft að
nýta E-Business-lausnasafnið og þá
aðferðafræði sem fyrirtækið boðaði á
markaðnum gagnvart sér sjálfu.
„Fram til þessa dags er árangur fyr-
irtækisins ótrúlegur og hefur skilað
sér í lækkun rekstrarkostnaðar um
1,3 milljarða bandaríkjadala á 15
mánuðum. Takmarkið er að ná
tveggja milljarða markmiðinu fyrir
mitt næsta ár. Þetta þýðir að „bott-
om line“ sýnir hreina tvo milljarða til
viðbótar m.v. eldra viðskiptamódel-
ið.“
Gagnrýnendur Oracle hafa þó
haldið því fram að grunnurinn sé
gamaldags hönnun í grunnþáttum
samanborið við til að mynda DB/2
gagnagrunn IBM sem sé nýlega end-
urskrifaður gagnagrunnur og því nú-
tímalegri. Gunnar svarar því til að að
sínu mati hafi IBM-menn sjálfir
komið með bestu rökin fyrir því af
hverju Oracle-gagnagrunnar standa
framar en gagnagrunnar í DB/2 fjöl-
skyldunni í hvítbók sem tekur á því
hvemig flytja eigi gögn frá Oracle yf-
ir í DB/2. „DB/2 er eftir sem áður
sundurleit fjölskylda af gagnagrunn-
um, sem allir sem einn eru lakari en
Oracle. Reyndu að fá IBM til að gefa
skriflega tryggingu fyrir því að þú
getir hvenær sem er, án þess að
breyta forritunum þínum, flutt
gagnagrunnskerfin þín frá OS/2, yfir
á NT, yfir á AIX, yfir á HP-UX yfir á
Linux, yfir á AS/400 yfir á OS/390 -
vandræðalaust! Ég hef ekki mikla
trú á að þeir þyrðu að gefa slíka
tryggingu. Þetta hefur hinsvegar
verið einn af styrkleikum Oracle í
gegnum tíðina. Ef við horfum fram-
hjá þessu má einnig benda á að virkni
í Oracle 8i er miklu meiri en nokk-
umtíma í DB/2.“
Fullkominn hugbúnaður
með marga möguleika
Aðspurður hvaða fótur sé fyrir
þeirri gagnrýni sumra að netlausnir
Oracle séu fullflóknar segist Gunnar
ekki sammála þeirri staðhæfingu.
„Oracle er fullkominn hugbúnaður
með marga möguleika, og það þarf
því mikla þekkingu til að nýta þá alla
til fulls. Án þess að ég vilji vera
hrokafullur hljóma svona fullyrðing-
ar fyrir mér eins og þeir sem segja
slíkt skilji ekki muninn á flækjustigi
og sveigjanleika. Veflausnir Oracle
em gríðarlega öflugar, enda fyrir-
tækið búið að leggja mikla áherslu á
Netið í mörg ár. Það er afskaplega
einfalt að koma gögnum beint úr
Oracle á vefinn og til að mynda getur
Oracle 8i talað beint og milliliðalaust
út á vefinn. Hinsvegar er þessi hug-
búnaður einnig mjög sveigjanlegur
og til að nýta sér alla hugsanlega
möguleika þarf maður auðvitað
mikla þekkingu. Það er hinsvegar
ekkert sem segir að til að geta nýtt
möguleika 1-3 þurfi að kunna á
möguleika 4-200. Að auki stendur
enginn Oracle á sporðihvað snerth-
skalanleika, því auka má afköst nán-
ast línulega með því að fjölga vélum
án þess að minnka áreiðanleika eða
uppitíma. Varðandi þróun þessara
mála má nefna að Oracle hefur ný-
lega lagt sínum eigin vefmiðlara sem
byggðist á Spyglass og brúkar núna
Apache einfaldlega af því að Apache
er betri. Vestan hafs nota 96% af
Fortune e-50 fyrirtækjunum og 92%
af. USA Today Intemet 100 fyrir-
tækjunum Oracle."
Oracle var með fyrstu fyrirtækjum
sem hömpuðu kerfisveituhugmynd-
inni, en í kjölfarið deildu sumir sam-
starfsaðilar fyrirtækisins á það fyrir
að vera komið í samkeppni við þá.
Gunnar segir aftur á móti að hingað
til hafi Oracle ekki misst neinn sam-
starfsaðila vegna Business Online-
þjónustunnar. ,AHir hugbúnaðar-
framleiðendur, allt frá SAP til
Damgaard og Navision, hafa farið af
stað með mismunandi útgáfur af
kerfisveitum. SAP með MySAP,
Damgaard með danska samstarfínu
við Ax Business Intelligence og Nav-
ision með ófullburða tilraunum sín-
um vestan hafs. I þessu samhengi er
rétt að geta þess að menn útfæra
tvær lausnir, hefðbundna biðlara-
miðlara lausn og svo netlausn. Oracle
er bara með eina lausn, sem er net-
lausn. Það kostar helmingi meira í
þróun að vera með tvær lausnir held-
ur en eina. Þeir sem halda úti tveim-
ur lausnum munu eiga í miklum erf-
iðleikum þegar fram í sækir og allar
líkur á því að þeir verði undir í bar-
áttunni við Oracle því það verður
helmingi fljótara að koma nýjungar
og viðbætur, heldur en keppinautur-
inn sem þarf að halda úti tveimur út-
gáfum. Þar fyrir utan geta allir Or-
acle-samstarfsaðilar selt og innleitt
þjónustuna og haft tekjur af henni.
Við eigum hinsvegar eftir að sjá
hvemig fer ef samstarfsaðilar Oracle
byrja að vinna með samkeppnisað-
ilum Oracle vegna kerfisveita Oracle.
Það er þó ólíklegt að það verði þar
sem samstarfsaðilar Oracle geta haft
vel upp úr þvi að selja og innleiða
kerfisveitulausnir frá Öracle.“