Morgunblaðið - 13.10.2000, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.10.2000, Qupperneq 7
Síðustu þrjú ár hafa sex umferðaröryggisfulltrúar verið að störfum í öllum landshlutum fyrir þig. Fyrst á vegum Slysavarnafélags íslands, Landsbjarg- ar, og Umferðarráðs og nú í ár á vegum Slysavarna- félagsins Landsbjargar og Umferðarráðs. Umferðar- öryggisfulltrúarnir starfa á Suðurlandi, Austur- landi, Norðurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Suðurnesjum. Starfstími þeirra hefur verið sumar- mánuðimir júní, júlí og ágúst. Rætt er um að hafa þá lengur virka og þá í hlutastörfum. Meginhlutverk þeirra er að vera tengiliðir og miðla upplýsingum milli almennings og Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, Umferðarráðs, Lögreglu, Vegagerðarinnar og sveitastjórna. Aðgerðasmiðir em þeir líka með því að gera kannanir og fylgja eftir framkvæmdum til úrbóta sem opinberir aðilar hafa ákveðið, oft eftir ábendingum umferðaröryggisfulltrúa. Veigamikill þáttur í starfsemi þessara manna er að taka við ábendingum almennings og fylgja þeim eftir við viðkomandi yfirvöld. Þeir em nokkurs konar um- boðsmenn almennings í þeim málaflokkum sem snerta umferðaröryggi. Kannski er bestu upplýsing- ar um störf umferðaröryggisfulltrúa að hafa með því að telja upp nokkur þau atriði sem þeir fást við í þessu starfi. Eftir ábendingum almennings beittu þeir sér m.a. fýrir úrbótum: ■ á aðkomu að leikskólum, grannskólum og ýmsum opinberam stofnunum. ■ á yfirborðsmálun gatna og rangt staðsettum eða ónýtum umferðarmerkjum. * hraðakstri í húsagötum og við ýmsa staði sem böm og ungmenni sækja. ■ á hættulegum brúm og vegaköflum um landið, laus- um búfénaði og föllnum girðingum. « á gangbrautum, biðstöðvum almenningsvagna og öryggi almennings við gatnamót. Skv. óskum Umferðarráðs, Slysavarnafélagsins Landsbjargar, lögreglu og Vegagerðar: ■ gerðu umferðaröryggisfulltrúar kannanir á notkun ör- yggisbelta, öryggisbúnaðar bama, stefnuljósa, notkun akreina, ljósa og hraðakstri. ■ unnu þeir með lögreglu að árlegri umferðarkönnun um allt land. ■ fóra þeir með fræðslu í leikskóla og aðstoðuðu við Umferðarskóla barnanna. ■ könnuðu þeir ástand ýmissa vegakafla t.d. eftir jarð- skjálftana. » framkvæmdu þeir radarmælingar víðsvegar um landið. « dreifðu þeir þúsundum bæklinga til ökumanna og foreldra leikskólabarna. Að eigin frumkvæði: ■ skrifuðu þeir greinar í dagblöð og staðarblöð. ■ komu þeir málefnum sínum á framfæri í viðtölum í ljósvakamiðlum. ■ komu þeir ábendingum og aðvöranum á framfæri í Útvarpi Umferðarráðs. ■ undirbjuggu þeir útgáfu bæklinga. « störfuðu þeir með forvamarfulltrúum tryggingafélaganna. ■ vora þeir sýnilegir á vegum úti. ■ höfðu þeir tal af ökumönnum. í samráði við sveitarfélög: ■ Unnu þeir heildarútektir á umferðarmálum og um- ferðarmerkjum í einstökum bæjum. Ég vona að lesendur séu nokkra nær um hin fjöl- breyttu störf umferðaröryggisfulltrúa og þeirri vinnu sem þeir leggja fram í ykkar þágu þá mánuði sem þeir era virkir á vegum úti. Auðvitað era þeir allan ársins hring tilbúnir til að aðstoða almenning við að koma ábendingum sínum á framfæri og leggja þessum málum það lið sem þeir mega. Höfundur er umferðaröryggisfulltrúi Suðurnesja. Hækkun ökuleyfisaldurs - ekki lykillinn að Sveinn Ingi Lýðsson Sú hörmulega staðreynd að ungir ökumenn valda mörgum alvarlegum umferðarslysum hefur orðið til þess að skapa frekar ein- hliða umræðu í þjóðfélaginu þess efnis að eitt helsta forgangsmálið til bættrar um- ferðarmenningar sé hækkun ökuleyfisald- urs upp í 18 ár. Það er hins vegar auðvelt að færa rök fyrir því að einhliða hækkun ökuleyfisaldurs um eitt ár leysi fá þeirra vandamála sem ungir ökumenn standa frammi fyrir í umferðinni og komi tæplega til með að fækka umferðar- slysum svo nokkru nemur. Sjálfræðisaldur jafn og ökuleyfisaldur Þá umræðu hefur borið á góma að rétt sé að láta öku- leyfisaldurinn fylgja sjálfræðisaldri. Unglingar hafa úti- vistar- og ferðafrelsi frá 16 ára aldri, sakhæfi miðast við 15 ára aldur, réttindi til að stjórna stórvirkum vinnu- vélum fæst við 17 ára aldur og við 20 ára aldurinn fæst leyfi til þess að kaupa áfengi, svo eitthvað sé nú nefnt. Það er því síður en svo viðtekin venja að öll réttindi færri slysum fullorðinna komi á silfurfati við sjálfræðisald- urinn. Seinkun bílprófsaldurs fram til sjálf- ræðisaldurs getur jafnframt haft neikvæð áhrif á möguleika ungs fólks til vinnu og skólagöngu því almenningssamgöngur hér á landi era langt frá því að vera fullnægjandi í ýmsum landshlutum. Unglíngar d Vestjfjörðum minnast með táknrænum hætti þeirra er látist hafa í umferðaslysum. Handónýt töfralausn Ein aðalröksemd fylgenda „töfralausnarinnar" um einhliða hækkun ökuleyfisaldurs um eitt ár er á þá leið að miklu muni í þroska á þvi ári sem líður milli 17 og 18 ára afmælisins. Að vísu má leiða að því líkur að hluti unga fólksins hafi öðlast meiri siðferðisþroska og sé því hæfara til að takast á hendur þá miklu ábyrgð sem fylgir því að aka bíl. Það sem eftir stendur er hins vegar sú grundvallarstaðreynd að þessir unglingar verða alveg jafn reynslulausir þegar þeir koma út í umferðina 18 ára og þeir vora tólf mán- uðum áður. Hærri ökuleyfisaldur kemur því einn og sér ekki til með að fækka þeim umferðarslysum sem rekja má til reynslu- og æfingaleysis ungra ökumanna og er því ekki sú töfralausn sem ýmsir vilja halda. Er breytt ökunám lausnin? Breytt tilhögun ökunáms og stigskipting almennra öku- réttinda B er sú lausn sem rétt er að horfa til með bjart- sýni um árangur. Slíkt fyrirkomulag hefur víða gefið mjög góða raun til fækkunar á slysum og í sumuin rikj- um Bandaríkjanna er komin áratuga reynsla á kerfið. Sú grannhugmynd sem ég tel að leggja ætti upp með hér á landi er 1 grófum dráttum á þá leið að raunvera- legt ökunám yrði lengt og bætt þannig að ökunámið taki tvö ár. Ökunámið hefjist við 16 ára aldur, 17 ára fái nemendur æfingaskírteini og við 18 ára aldur ljúki þeir námi og fái fullnaðarskirteini. Námið verði þrepa- skipt þannig að aukin réttindi fáist með meiri reynslu og þroska ökurhanns. Kerfið véitir nýliðum í umferð- inni nauðsynlegt aðhald og eftirfylgni fyrstu eitt til tvö árin. Jafnframt verðlaunar það þá sem standa sig vel og sýna flekklausan ökuferil. Þeim sem ekki halda sig inn- an ramma reglnanna er hins vegar refsað með seinkun á útgáfu fullnaðarskírteinis auk refsipunkta og sekta. Ýmsar ástæður valda þvl að ungir ökumenn eru á ári hverju valdir að mörgum alvarlegum umferðarslysum, bætt ökunám er hins vegar vafalaust einn þeirra mikil- vægu lykla sem sem opnað getur ungu fólki dyrnar að betri umferðarmenningu og öraggari akstri. Höfundur hefur sinnt umferðarmálum síðastliðin 20 ár sem lögreglumaður, ökukennari og síðast sem umferðaröryggisfulltrúi Vesturlands. 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.