Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 3

Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 B 3 Viggó Sigurðsson ánægður þó svo að hann hafi fengið reisupassann í Braga Eg er óhræddur fyrir síðari átökin ÞAÐ var stoltur þjálfari sem gekk af leikvelli í Braga þrátt fyrir að hann hafi fengið reisu- passann - rauða spjaldið hjá dómurum leiksins. Gefum þjálfaranum, sem kallar ekki allt ömmu sína í spennuleikjum, orðið - Viggó Sigurðsson. W gg get ekki verið annað en ánægð- Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Braga ur með leik strákanna. Þeir spiluðu mjög vel og agað allan tím- ann. Við vorum ekki bara að fást við Braga heldur vorum við að keppa við dómara frá Sviss, sem voru okkur vægast sagt afar óhagstæðir. Við vorum að spila gegn gífurlega rútíneruðu liði sem hefur farið í undanúrslit í Evrópukeppni ár eftir ár og þess vegna þurftum við að halda haus allan tímann sem við gerðum," sagði Viggó. Hvemig metur þú stöðuna fyrir síðari ieikinn á Ásvöllum um næstu helgi? „Eg met hana jafna. Leikmenn Braga eru vanir því að vera í svona stöðu. Þeir slógu Magdeburg út úr keppninni í fyrra og duttu svo út í undanúrslitunum gegn Flensburg - þar sem markamunurinn var jafn, en Flensburg fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Á þessu sést að þetta eru ekkert venjulegir karlar.“ Hvað varst þú ánægðastur með í leikliðsins? „Ég er ánægðastur með hvað liðið sýndi mikinn karakter. Menn börð- ust eins og ljón og héldu jafnvægi all- an tímann. Mér finnst leikmenn mín- ir vel undirbúnir fyiirátök. Því ég er óhræddur fyrir síðari átökin. Við þurfum að vinna Braga með meira en þremur mörkum. Heimavöllur á að gefa okkur fimm til sex mörk. Já, með Hauka í horni,“ sagði Viggó. Ekki hægt annað en vera ánægður „Það er ekki hægt að vera annað en ánægður með þessi úrslit. Ég held að við eigum jafna möguleika á að komast áfram. Þrjú mörk í Evrópu- keppni er ekki mikið og við eigum heimavöllinn í seinni leiknum. Eg ætla að vona að fólk mæti í Ásvelli og styðji vel við bakið á okkur," sagði Halldór Ing- ólfsson, fyrirliði Hauka. „Við ætlum okkur auðvitað að komast áfram í þessari keppni og því munum við selja okkur dýrt í seinni viðureigninni. Við vorum búnir að ræða það fyrir leikinn að við mættum alls ekki falla í þá gryfju að fara að flýta okkur of mikið og missa leikinn út í einhverja vitleysu. Við gáfum okkur góðan Halldór Ingólfsson á hér í höggi við Júrí Kostetsky, sem skoraði fjórtán mörk fyrir Braga. tíma í sókninni og lékum mjög agað. Við vorum að spila töluvert öðruvísi en heima. Við reyndum að róa leikinn niður og nýttum tímann vel þegar við vorum í sókninni. Ég held að leikað- ferð okkar hafi gengið að mestu leyti upp en eftir á er maður svolítið svekktur að hafa ekki nýtt þessi tvö víti á lokamínútunum," sagði Halldór. Dómgæslan óhagstæð „Ég er gríðarlega ánægður með þennan leik og ég held að við höfum náð að gera að mestu það sem við- lögðum upp með fyrir leikinn," sagði Óskar Armannsson. „Við ætluðum að spila okkar bolta og ég held að það hafi tekist ágæt- lega. Dómgæslan var okkur óhag- stæð og auðvitað vorum við búnir að búa okkur undir það. Við misstum aldrei móðinn þrátt fyrir mótlætið og það sýnir styrkinn í liðinu. Við förum í seinni leikinn með það fyrir augum að slá þá út og með góð- um leik ætti það að vera hægt,“ sagði Óskar. Petr Baummk nálgast Gústaf PETR Baumruk, sem hefur Ieikið flesta Evrópuleiki Hauka, eða þrettán af sautján leikjum þeirra í Evrópu- keppni, nálgast óðfluga markamet Gústafs Bjarnason- ar. Baumruk hefur skoraði 55 mörk í Evrópukeppninni fyrir Hauka, en Gústaf er efstur á blaði með 71 mark í tíu leikj- um. Halldór Ingólfsson er í þriðja sæti með 36 mörk - í sjö leikjum og þá kemur Aron Kristjánsson með 33 mörk í tíu leikjum. Baumruk á sextán mörk í markamet Gústafs. Möguleik- ar Baumruks eru óneitanlega góðir að gefa Gústaf langt nef. Óskar Armannsson, sem skoraði tvö mörk fyrir Hauka gegn Braga og fjögur mörk í tveimur leikjum gegn Eynatt- en á dögunum, er sá Ieikmað- ur Hauka sem hefur skorað flest Evrópumörk. Hann skor- aði 52 mörk í Evrópuleikjum með FH og hefur því skorað 58 Evrópumörk. Leikmennirnir ná þó ekki að ógna þjálfaranum Viggó Sigurðssyni, sem skoraði 87 mörk fyrir Víking á árum áð- ur. Þávar öldin önnur... HAUKAR náðu mjög góð- um árangri gegn ABC Braga í Portúgal á sunnu- daginn. Þeir töpuðu ekki fyrir portúgalska liðinu nema með þremur mörk- um, en síðast er Haukar léku í Braga var munurinn tólf mörk. Það var er Haukar léku við Braga í Evrópukeppni borgarliða 1994-95. Þá komu Haukar heim með stóran skell, 28:16, en fögnuðu sigri í seinni leiknum - í Hafnar- firði, 28.25. Þess má geta til gamans að þegar Haukar léku síð- ast í Braga, héldu þeir frá íslandi með hópferð í þotu. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleik- sdeildar Hauka, var flug- maður í ferðinni, en flug- stjóri var pabbi Páls Ólafssonar, sem var þá leikmaður með Haukum, en er nú þjálfari HK. Aðeins tveir leikmenn sem léku með Haukum á laugardaginn, voru þá með í ferð - Bjarni Frosta- son markvörður sem er flugmaður og Petr Baum- ruk sem má segja að sé einnig „flugmaður" - það var einmitt hann sem lyfti Haukum á flug í einvíginu við Fram um Islandsmeist- aratitlinn sl. keppnis- tímabil. Já, Haukar brotlentu síðast í Braga, en nú er öldin önnur - þaðan er tekið létt flugtak. Mótheriar ÍBV óstöðvandi BUXTEHUDE, mótheijar ÍBV í 2. umferð EHF-keppninnar í hand- knattleik kvenna, hefur farið vel af stað í heimalandi sínu. Buxtehu- de vann um helgina sigur á Leipzig, tvöföldum meisturum síð- asta tímabils, 25:24, og er efst með fullt hús stiga, 12 stig eftir 6 um- ferðir. Á þeim 12 árum sem félag- ið hefur leikið í efstu deiid hefur það aldrei byijað jafn vel og met- aðsókn var á leikinn við Leipzig, 1.700 áhorfendur mættu. Al- eksandra Pavlska var í aðal- hlutverki hjá Buxtehude og skor- aði 8 mörk og ljóst er að Eyjakonur þurfa að hafa góðar gætur á henni. Besti leikmaður vallarins var þó markvörður Buxtehude, Silke Christiansen. Haukar í kjölfar KA-manna? HAUKAR eiga góða möguleika á að sigla í kjölfar KA-manna og vera með í meistaradeild Evrópu í handknattleik. KA-menn tóku þátt í meistaradeildinni 1997-1998. Haukar þurfa aðeins að leggja ABC Braga frá Portúgal að velli á Ásvöllum með fjórum mörkum um næstu helgi, til að endurtaka leik KA. Leikmenn KA léku í riðli með ít- alska liðinu General Trieste, Celje Pivovarna frá Slóveníu og hinu sterka liði Badel Zagreb frá Króatíu, en ef Haukar ná að leggja Braga að velli, verða mótherjar þeirra þýsku meistararnir frá Kiel, sem hafa á að skipa einu besta liði Evrópu, danska liðið GOG Gudme og Minsk frá Hvíta-Rússlandi eða General Trieste frá Ítalíu. Fyrstu leikirnir í meistaradeild Evrópu fara fram 11. eða 12. nóv- ember og ef Haukar komast áfram byrja þeir í Kiel. Leikið er í fjór- um fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram í 8-liða úrslit. Ef svo fer að Haukar ná ekki að komast áfram er þátttaka þeirra í Evrópukeppninni ekki búin. Þeir fara þá í 3. umferð EHF-keppn- innar og mæta þá Bodö frá Nor- egi, sem lagði Rauðu strákana frá frá Lúxemborg að velli í tveimur leikjum í Noregi um helgina. Það yrði óneitanlega mikil lyfti- stöng fyrir handknattleik á íslandi er Haukar næðu því að komast í meistaradeild Evrópu. Viggó Sigurðsson segir að ef allt fari að óskum komi Haukar til meða að leika gegn öðru sterkasta félagsliði heims - Kiel, sem kemur næst á blaði á eftir Barcelona. „Það er valinn maður í hverju rúmi hjá Kiel, eins og sænsku leik- mennirnir Magnus Wislander, Staffan Olsson og Stefan Lövgren. Danski leikmaðurinn Nikolaj Jacobsen, norski landsliðs- markvörðurinn Steinar Ege og Júgóslavneski risinn Nenad Per- unicic, svo einhverjir séu nefndir. Það yrði mikill skóli fyrir leik- menn Hauka að leika fyrir framan sjö þúsund áhorfendur í ljóna- gi-yfjunni í Kiel,“ sagði Viggó. Skjem á sigurbraut SKJERN vann stórsigur á Árhus HK, 32:20, í dönsku úrvalsdeildinni i' hand- knattleik um helgina. Aron Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Skjern og Daði Hafþórsson 2. Lið þeirra þótti sýna fjölbreyttan sókn- arleik og vörn og mark- varsla voru í góðu lagi. Skjern hefur 8 stig eftir 5 umferðir og er í fjórða sæti en fyrir ofan era FIF með 10 stig, Viram með 9 og Kold- ing með 8 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.