Morgunblaðið - 20.10.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.10.2000, Qupperneq 1
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 ÁFÖSTUDÖGUM Nafnlausi maðurinn sem varð nafn E Gamlar og nýjar Disneyrímur Ellism®Ilur Eastwoods CLINT Eastwood er fyrir löngu orðinn ein helsta lifandi goðsögnin í bandarískri kvikmyndagerð. Þessi svipbrigðalitli, hávaxni leikari, sem varð heimsfrægur fyrir að leika „nafnlausa manninn" í spag- hettivestrum Sergios Leone, er ekki aðeins sönn stjarna heldur fjöl- hæfur og vandvirkur leikstjóri, sem þó hefur átt misjafnan dag, bæði fyrir framan og aftan tökuvélina. I næstu viku hefjast sýningar hér- lendis á nýjustu mynd hans, Geimkúrekunutn, sem er sannkallaður ellismellur, og af því tilefni fjallar Árni Þórarinsson um líf og starf Clints Eastwood. Wait, Mikki Mús og MHdd Eisiwr WALT Disney-fyrirtækið er eitthvert voldugasta kvikmyndafyrir- tæki samtímans með fjölda dótturfyrirtækja og fjölbreytta starfsemi. Teiknimyndirnar eru þó sá gamli grunnur, sem fyrirtækið var byggt á, allt frá tímum frumkvöðulsins Walts Disney. Höfuðverk hans var metnaðarmikil blanda teiknimyndar og klassískrar tónlistar, Fantasia. Nú hefur sú perla verið pússuð uppá nýtt og Fantasia 2000 er sýnd hérlendis. Sæbjörn Valdimarsson rekur rætur Disney- veldisins, frá Mikka mús til núverandi stjómanda, Michaels Eisners. Nýtt í bíó Lopez í undirmeð- vitundinni • Laugarásbíó, Háskólabíó og Borg- arbíó Akureyri frumsýna í dag nýjan spennutrylli meö Jennifer Lopez sem heitir The Cell. Leikstjóri er Tarzem en myndin segirfrá geðlækni sem fundið hefur upp aöferð til þess að komast í undirmeðvitund fólks og lögreglan fær hana til þess að ferð- ast um hugsanirfjöldamorðingia í þeirri von að hægt sé að bjarga síö- asta fórnarlambi hans. Lúðar í háskóla • Stjörnubíó frumsýnir i dag banda- rísku gamanmyndina Lúöann eða Loser eftir Amy Hecklering. Með aöalhlutverkin fara Jason Biggs og Mena Suvari. Segir myndin frá tveimur háskólanemum og hvernig þeir hittast ogtaka að búa saman. Bæði eru hálfutangátta í skólanum en hafa styrk hvort af öðru. Vandinn við slúður •Sambíóin Álfabakka og Kringlubíó frumsýna bandarísku spennumynd- ina Slúöureöa Gossip. Leikstjóri er David Guggenheim en með aðal- hlutverkin fara James Marsden, Lena Headey, Norman Redus, Kate Hudson ogJoshua Jackson. Myndin gerist í háskóla og segir af því þegar nokkrir félagar setja slúðurfrétt í skólablaðið sem enginn fótur er fyrir og afleiðingunum sem þaö hefur. Leirkjúllar •í dagfrumsýna Sambíóin Álfa- bakka, Háskólabíó, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri bresk/banda- risku leirbrúðumyndina Kjúklinga- flótta eða Chicken Run. Hún verður sýnd með íslensku og ensku tali en hún segirfrá flóttatilraunum nokkurra kjúklinga af kjúklingabúgarði og mun að einhverju leyti vera byggð á stríðs- fangadramanu The Great Escape. Mel Gibson fer með aöalhlutverkið í ensku talsetningunni. Væntanlegt Englar Charlies •Sambíóin Álfabakka, Stjörnubíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri og Nýja bíó Keflavíkfrumsýna hinn 24. nóvember spennumyndina Engla CharHes eða Charlie’s Angels, sem gerö er eftir samnefndum sjónvarps- þáttum. Með aöalhlutverkinfara Cameron Diaz, Drew Barrymore, LucyLiu og BillMurray. Leikstjóri er McG, eins og hann kýs að kalla sig. Fraser og Hurley •Stjörnubíó, Sambíóin, Álfabakka, Borgarbíó, Akureyri, og Nýja bíó, Keflavík, frumsýna 27. október bandarísku gamanmyndina Bedazzl- ed meö Brendan Fraser og Elizabeth Hurley i aðalhiutverkum. Leikstjóri er HaroldRamis. Myndin segirfrá manni sem gengur ekki of vel í kvennamálum en fær sjö óskir í skiptumfyrirsál sína. Nornaverk- efnið 2 •Áætlað er að frumsýna fram- haldsmynd The Blair Witch Project þann 17. nóvember. Hún heitir Skuggabókin: Nornaverkefniö 2 eða Shadow Book: Blair Witch Proj- ect 2 og er leikstýrt af Joe Berling- er. Verður hún sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Kringlubíói, Nýja bíói Keflavík og Nýja bíói Akureyri og segir af enn frekari óhugnaði í skóglendinu við Burkettesville. Særinga- maðurinn snýr aftur •Sambíóin Álfabakka, Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri endursýna hinn 3. nóvember hryllingsmyndina marg- frægu Særingamanninn eða The Ex- orcisti leikstjórn Williams Friedkins. Hann hefurendurskoöaö fyrri útgáfu og bætt viö nokkrum mínútum en sem kunnugt er fjallar myndin um 12 ára stúlku sem verður andsetin af djöflinum. Með aöalhlutverkinfara Ellen Burstyn, Max Von Sydow, Jason Miller og Linda Blair. Edduverðlaunin afhent 19. nóvember í Þjóðleikhúsinu störfum aunafíokkar E EDDUHÁTÍÐIN, þar sem verðlaun Islensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar fyrir árið 2000 verða afhent, fer fram í Þjóðleikhúsinu að kvöldi sunnudagsins 19. nóvember og verður hátíðin sýnd í beinni út- sendingu í Sjónvarpinu. Sjö manna valnefnd, skipuð aðilum óháðum akademíunni, er að störfum við til- nelningar en í hverjum verðlauna- flokkanna tólf verða þrjár tilnefning- ar. Þær verða kynntar 2. nóvember. Þetta er í annað sinn, sem Eddu- verðlaunin eru afhent. Að sögn Ás- gríms Sverrissonar, framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, munu félagar akademíunnar, sem eru á sjötta hundrað talsins, síðan kjósa milli til- nefninganna frá 13. til og með 17. nóvember. Almenningur getur einn- ig tekið þátt í kjörinu á Netinu, nán- ar tiltekið mbl.is, og er vægið 30% á móti 70% vægi kosningar akad- emíunnar. Verðlaunaflokkarnir eru: Bíómynd ársins, leikið sjónvarps- verk ársins, heimildamynd ársins, leikari og leikkona ársins í aðalhlut- verkum, leikari og leikkona ársins í aukahlutverkum, en það eru nýir flokkar, leikstjóri ársins, sjónvarps- þáttur ársins, þrenn fagverðlaun verða veitt og sérstök heiðursverð- laun. Þá verður valinn sjónvarps- maður ársins en sú kosning fer ekki fram innan akademíunnar heldur einvörðungu meðal almennings á mbl.is, en eins og í fyrra er Morgun- blaðið aðalstyrktaraðili Eddu-verð- launanna. Þá er þess ógetið að á há- tíðinni verður einnig tilkynnt niðurstaða kosningar akademíunnar um framlag íslands til Óskarsverð- launanna. Ásgrímur Sverrisson segir að Edduhátíðin verði enn veglegri en í íyrra og verði boðið upp á ýmis glæsileg skemmtiatriði, auk verð- launaafhendingarinnar sjálfrar. Þá verði kosningin meira spennandi því fleiri íslenskar bíómyndir eru í pott- inum en 1999. Þær eru í þeirri röð sem þær voru frumsýndar: Myrkra- höfðinginn, Englar alheimsins, Fíaskó, 101 Reykjavík og íslenski draumurinn. Valnefndin tilnefnir síðan þrjár af þessum fimm, en þær eru hins vegar allar kjörgengar til Óskarsverðlaunanna. Höfundur Eddunnar, verðlauna- grips íslensku kvikmynda- og sjón- varpsakademíunnar, er Magnús Tómasson. Stjómarformaður akad- emíunnar er Björn Brynjúlfur Björns- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.