Morgunblaðið - 20.10.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.10.2000, Qupperneq 6
6 D FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Frumsýning Bíóhöllin og Kringlubíó frumsýna bandarísku spennumyndina Gossipeða Slúðurmeö James Marsden. Gossip: Áhrifslúðursins. fram trúverðugar persónur. Mikil- vægasta hlutverkið var Derrick Webb, leiðtogi unga fólksins. Hann er ríkur og sjálfsöruggur og fær félaga sína í lið með sér þegar hann tekur að leika sér að lífi fólks. James Marsden hreppti hlutverkið. „Það sem Jimmy Marsden gerði í prufutökunni var alveg stórfeng- legt,“ er haft eftir leikstjóranum. „Hann var ótrúlegur. Hann lifði sig inn í persónuna af fullkomnu öryggi. Ég vissi það strax að þarna höfðum við fundið okkar Derrick.“ Marsden var glaður að fá hlutverk- Slúður Leikarar:____________________ James Marsden, Lena Headey, Norman Reedus, Kate Hudson ogJoshuha Jackson. Leikstióri: ______________ Davis Guggenheim. ið. „Þetta er mynd sem snýst öll í kringum samtöl, tilfinningar, ástæð- ur fyrir gerðum persónanna og á end- anum, vona ég, um sjálfan leikinn." Þrír vinir skrifa í háskólablað og gera ekki skýran greinarmun á slúðri og fréttum. Þetta eru Derrick (James 'Marsden), Jones (Lena Headey) og Travis (Norman Reedus). Kvöld eitt í villtu samkvæmi utan háskólalóðar- innar sér Derrick einkar kræsilegt viðfangsefni í næstu slúðurfrétt þeg- ar hann rekst á Nomi (Kate Hudson), ríkan nýnema, drukkna í höndunum á Beau (Joshua Jackson). Þremenn- ingamir segja frá því að þau Nomi og Beau hafi sofið saman þótt ekki sé fótur fyrir því. Það á eftir að draga dilk á eftir sér og brátt hafa spilin snúist mjög í höndunum á „fréttamönnunum". Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku myndinni Gossip eða Slúðri sem frumsýnd er í Bíóhöllinni og Kringlu- bíói í dag. Með aðalhlutverkin fara i James Marsden, Lena Headey, Norm- an Reedus, Kate Hudson og Joshuha Jackson en leikstjóri er Davis Gugg- enheim og er þetta fyrsta myndin sem hann gerir í fullri lengd, hann hefur stýrt sjónvarpsþáttum á borð við E.R. og NYPD Blue. Hugmyndin að Slúðri varð til hjá hinum vinsæla leikstjóra Joei Schumacher (Batman & Robin, 8MM). Hann ætlaði að leikstýra myndinni sjálfur og á meðan hand- ritið var í þróun hjá Wamer Bros. kvikmyndaverinu fékk hann fram- * leiðenduma Jaffrey Silver og Bobby NewmyertH liðs við sig. Þegar til kom hafði Schumacher ekki tfma til þess að leikstýra myndinni og framleið- endurnir fengu Guggenheim f starfið. Honum leist strax vel á verkefnið. „Hugmyndin varð til hjá Schu- macher,“ segir hann, „sem vildi skoða hvað gerðist ef þú slepptir einhveiju frá þér og gætir ekki tekið það aftur. Hann hefur einnig náð miklum ár- angri í því að leikstýra stómm leik- hópum og það vakti líka áhuga minn.“ Það var nokkmm erfiðleikum bundið að setja saman leikarahópinn fyrir myndina. Leikaramir urðu að vera nógu ungir til þess að geta verið í háskólanámi en þeir urðu einnig að vera nógu leiknir til þess að setja Slúðurfrétt og eftirmál hennar: James Marsden íhlutverki sínu. Hættulegt sluður Frumsýning Laugarásbíó, Háskóla- bíó og Borgarbíó, Akureyri, frumsýna bandarísku spennumyndina The Cell meö Jennifer Lopez. fjofdamóroingja CATHERINE Deane (Jennifer Lopez) er geðlæknir sem hefur verið að gera tilraunir með byltingarkennda með- ferð. Með ákveðinni tækni getur hún hreinlega upplifað það sjálf sem er að gerast í undirmeðvitund sjúklinga sinna, þar á meðal drauma þeirra og leyndustu hugsanir. Hingað til hefur hún aðeins notað aðferð þessa í einu tálviki, á meðvitundarlausu bami, og reynt með henni að koma því til með- vitundar. Síðan gerist það að fjöldamorðing- inn Carl Stargher (Vincent D’Onofr- io) lendir í samskonar dái í höndum lögreglunnar. Síðasta fómarlamb hans berst fyrir lífi sínu á felustað sem aðeins Carl veit um og FBI-lög- reglumaðurinn Peter Novak (Vince Vaughn) fær Catherine til þess að nota aðferð sína við fjöldamorðingj- ann og reyna að komast að því hvar hann geymir fómarlamb sitt. Þannig er söguþráðurinn í banda- ríska spennutryllinum The Cell með fjöllistakonunni Jennifer Lopezí aðal- hlutverki. Myndin er frumsýnd í dag í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borg- arbíói á Akureyri. Með önnur hlut- verk fara Vincent D’ Onofrio, Vince Vaughn, Marianne Jean - Baptiste, Jake Weber og Dylan Baker. Hand- ritið gerir Mark Protosevich en leik- stjóri er Tarsem Singh. Handrit Protosevich varð til þegar hann fór að velta fyrir sér tvenns kon- ar vísindarannsóknum. Annar vegar rannsóknum á fjöldamorðingjum og hins vegar rannsóknum á draumum og undirmeðvitund. Hann fór að velta fyrir sér draumum og hugaróram morðingja og komst að því að það var óplægður akur í kvikmyndunum. „Ég vildi notfæra mér áhuga minn á martröðum, draumum og hugaróram til þess að búa til nýja gerð fjölda- The Cell: Jennifer Lopez í drauma- heimi morðingjans. Cell Lelkarar:_____________________ Jennifer Lopez, Vincent D’ On- ofrio, Vince Vaughn, Marianne Jean-Baptiste, Jake Weber og Dylan Baker. Lelkstióri:___________________ Tarsem Singh. morðingjatrylla," er haft eftir hand- ritshöfundinum. „Ég vildi stíga skrefi lengra en í myndinni Lömbin þagna. Ég vildi ekki aðeins velta fyrir mér því hvemig fjöldamorðingjar hugsa held- ur líka því hvemig ímyndun þeirra virkar. Ég vissi að þetta mundi vera skelfíng spennandi efni vegna þess að hugarórar eru svo miklum mun ílókn- ari og villtari en daglegt líf okkar vitn- arum.“ Leikstjórinn Tarsem hefur ekki áð- ur gert bíómynd en er kunnur leik- stjóri auglýsinga- og tónlistarmyndb- anda. „Möguleikamir sem fólust í hinni myndrænu útfærslu handritsins var fengu mig til þess að gera þessa mynd,“ er haft eftir honum. „Hug- myndin sem liggur að baki handritsins á sér í raun engin takmörk." Frumsýning Bíóhóllin, Háskólabíó, Nýja bíó, Akureyri, og Nýja bíó, Keflavík, frumsýna leirmyndina Kjúklingaflótta meö íslensku og ensku tali. ÞEIR eru fangar geymdir á bak við gaddavírsgirðingar og óttast um líf sitt en dreymir um lífið utan .fangelsisveggjanna. Hver einasta ílóttatilraun hefur misheppnast og þeir sem í hlut eiga settir í hræða- lega einangran. En þetta er heldur ekkert venjulegt fangelsi og þetta eru engir venjulegir fangar. Þeir eru fangar Tweedy-kjúkl- ingabúsins þar sem hver og einn kjúklingur gæti orðið að dýrindis máltíð. En hörkukjúllinn Ginger er ákveðin í því að leggja á flótta og leggur allt í sölurnar, sérstaklega eftir að fréttist af nýjustu maskínu kjúklingabúsins, kjúklingabökuvél- inni. Hún fær einfarann Rocky í lið ■með sér og nú á að gera síðustu og alvarlegustu tilraunina til fjölda- flótta. Þannig er söguþráðurinn í bresk/bandarísku gamanmyndinni Chicken Run eða Kjúklingaflótta sem frumsýnd er í fjórum kvik- myndahúsum þessa helgi. Hún er sýnd bæði með íslensku og ensku tali en í síðarnefndu útgáfunni fara Mel Gibson, Julia Sawalha og Mir- anda Richardson með aðalhlut- verkin. Helstu raddir í íslensku talsetninguna tilheyra Hilmi Snæ Guðnasyni, Helgu Jónsdóttur og Ingu Maríu Valdimarsdóttur. Framleiðandi myndarinnar vestan- hafs er DreamWorks, fyrirtæki Raddir:________________________ Mel Gibson, Julia Sawahla, Mir- anda Richardson og í ísl. tal- setningunni Hilmir Snær Guönason, Helga Jónsdóttir og Inga María Valdimarsdóttir. Leikstiórar:___________________ Peter Lord, Nick Park (Wallace & Gromit, Creature Comfort). Hænan frakka Ginger: Óttast kjúklingabökuvélina. Stevens Spieibergs og félaga, en höfundar era Bretarnir Peter Lord og Nick Park. Kjúklingaflótti er leirmynd, all- ar persónurnar eru mótaðar úr leir, en þeir Peter Lord og Nick Park eru einna fremstu leirmynda- smiðir í heiminum. Þeir hafa unnið til Óskars- verðlauna fyrir myndir sínar um Wallace & Gromit og myndina Creature Comforts. Fyrirtæki þeirra heitir Aardman og það var eiginlega aðeins tímapursmál hve- nær það réðist í gerð bíómyndar í fullri lengd sem byggðist á leir- myndatækninni. „Allt frá því að við fengum fyrstu Óskarsverðlaunin,“ segir Peter Lord, „hefur fólk verið að spyrja okkur að því hvort við ætl- uðum ekki að gera leirmynd í fullri lengd. Við skoðuðum marga mögu- leika og gáfum okkur góðan tíma en uppástungurnar um söguefni hafa verið óteljandi. Ekkert af því féll okkur í geð svo við biðum allt- af og létum tímann vinna með okk- ur.“ Framleiðandinn, Jake Eberts, sem þekkir nokkuð til brúðu- mynda sem framleiðandi James and the Giant Peach, heimtaði loks fund með tvímenningunum þar Kjullinn Rocky: Einfari sem kemur til hjálpar á Kjúklingaflótta. sem ræða skyldi kvikmyndaverk- efni. „Ég vissi ekki á hverju ég gat átt von,“ segir Eberts, en þeir komu mér skemmtilega á óvart.“ Hugmyndin um kjúklinga í að- alhlutverkum er fengin úr teikn- ingu sem Nick Park gerði af kjúklingi að grafa holu með skeið undir gaddavírsgirðingu. „Mér hafa alltaf þótt kjúklingar sérlega fyndin dýr,“ er haft eftir lista- manninum. „Þegar þú sérð þá fyrst í myndinni hugsarðu með þér, ojæja, þetta eru nú bara kjúklingar, en svo kemstu að því að kjúklingar eru líka fólk eins og allir aðrir.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.