Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ h IÞROTTIR Sigurvin ræðir við Eyjamenn SIGURVIN Ólafsson knatt- spymumaður, sem leikið hef- ur með liði Fram undanfarin tvö ár, er kominn í viðræður við sitt gamla félag, IBV. Hann átti fund með for- ráðamönnum IBV í gær og að sögn Eyjamanna gera þeir sér miklar vonir um að fá Sigurvin í sínar raðir. Sigurvin er samnings- bundinn Fram en að sögn Bjaraa Hákonarsonar, fram- kvæmdastjóra hlutafélags Fram, munu Framarar ekki standa í vegi fyrir því ef Sig- urvin vill fara frá félaginu. Hilmar einnig á förum? Hilmar Bjömsson er annar leikmaður Fram sem gæti verið á förum frá liðinu. Hilmar hefur verið orðaður við KR og FH en hann hefur leikið með báðum þessum fé- lögum. Hilmar er eins og Sigurvin með samnnig við Fram en verður fijálst að yf- irgefa liðið fari hann fram á það. Sebastian var kvið- slitinn SEBASTIAN Alexandersson markvörður og fyrirliði Fram í handknattleik verður frá keppni næstu 3-5 vikuraar. Sebastian hef- ur átt við meiðsl að stríða í maga í allt haust og við skoðun hjá lækni kom í Ijós að um kviðslit var að ræða og gekkst hann undir að- gerð í gær. „Þetta var ekki mikið en læknir- inn sagði að ef ég hefði haldið áfram að spila eins og ég er búinn að vera að gera það sem er af er mótinu þá hefði þetta ágerst og aðgerðin orðið stærri fyrir vikið. Ég er að stefna að því að verða orðinn leikfær um mánaðamótin nóvember-desember og með því ætti ég ekki að missa nema af íjór- um deildarleikjum,“ sagði Sebasti- an Alexandersson í samtali við Morgunblaðið í gær. Sebastian hefur verið í lands- liðshópi Þorbjörns Jenssonar en koma þessi meiðsl í veg fyrir að hann geti leikið á HM í janúar? „Ég er að vona að ég nái að spila 4-5 leiki sem verða leiknir á hálfum mánuði í desember til þess að reyna að sýna mig eitthvað áð- ur en landsliðið verður valið. Svo er það undir þjálfaranum komið hvort hann vill gefa mér tækifæri í æfingahópinn og þá verð ég að sanna migþar,“ sagði Sebastian. Morgunblaðið/Jim Smart Chris Dade, leikmaður Hamars, sækir hér að Arnari Kárasyni, KR, þegar liðin áttust við í 8-liða úrslitum Kjörísbikarkeppninnar í körfuknattleik á sunnudag. KR mætir Tindastól í undanúrslitum og Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindvík eigast við í hinum undan- úrslitaleik keppninnar. Meistaraliðin þvjú áfram DEILDARBIKARMEISTARAR Tindastóls, bikarmeistararnir frá Grindavík, íslandsmeistar KR og Njarðvík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Kjörísbikar- keppni Körfu knattleiks- sambands íslands, KKÍ. Tindastóll vann fyrri leik sinn gegn Haukum á heimavelli nokkuð örugglega með 24 stiga mun. Hauk- um tókst ekki að vinna upp muninn í seinni leik liðanna og Tindastóll vann einnig seinni leikinn með 88 stigum gegn 80. Islandsmeistarar KR töpuðu fyrri leik sínum gegn Hamri í Hveragerði með 11 stiga mun, 77:66 og áttu erfitt verkefni fyrir höndum. Meistararnir komu mjög ákveðnir til leiks og náðu niður forskoti gestanna í fyrsta leik- hluta. Ólafur Jón Ormsson átti stór- leik og skoraði 35 stig og geigaði að- eins á 4 skotum í 23 skottilraunum. Njarðvík sýndi styrk sinn Keflvíkingum tókst ekki að leggja Njarðvíkinga að velli á útivelli og 13 stiga forskot Njarðvíkinga frá fyrri leik liðanna reyndist of mikið. Logi Gunnarsson skoraði mest fyr- ir Njarðvíkinga, 24 stig, en þeir Teit- ur Örlygsson og Jes V. Hansen komu næstir með 17 stig. Guðjón Skúlason skoraði 18 stig en það var Gunnar Einarsson Keflavík sem stal senunni í lok leiksins þegar hann fékk brottrekstrarvillu fyrir að kasta knettinum í Friðrik Ragnarsson. Aganefnd KKÍ kemur saman í dag til að úrskurða í máli Gunnars og vænt- anlega fer hann í leikbann. Grindvíkingar mættu Þór Akur- eyri í Röstinni í Grindavík og sigruðu með 107 stigum gegn 101. Grindvík- ingar höfðu 9 stiga forskot eftir sigur í fyrri leik liðanna á föstudag og þrátt fyrir ágætan leik gestanna tókst þeim ekki að brúa bilið og lokatölur leiks- ins urðu 107:101. Guðlaugur Eyjólfs- son var stigahæstur í liði heima- manna með 17 stig en Clifton Bush skoraði 30 stig fyrir Þór Akureyri. EINN leikur var á dagskrá í 1. deild kvenna í körfuknattleik um helgina. Keflavík tók á móti ÍS og sigraði, 66:58, í leik þar sem Keflavíkurstúlk- ur höðu yfirhöndina allan leiktímann. Það munaði þó aðeins einu stigi eftir fyrsta leikhlutann, 20:19, en eftir það skildu leiðir. Keflavíkurstúlkur tóku leikinn í sínar hendur og höfðu 18 stiga forskot í leikhléi, 41:23. Þar með má segja að úrslitin hafi verið ráðin þó svo að stúdínur hafi náð að laga stöðuna fyrir leikslok. Liðsheildin var jöfn og sterk hjá Keflavíkurstúlkum en hjá ÍS var Hafdís Helgadóttir allt í öllu og skor- aði meira en helming stiga síns liðs. Annað kvöld er stórleikur í 1. deild kvenna en þá tekur KR á móti Kefla- vík. NÁMSKEIÐ UM ÍÞRÓTTALÆKNISFRÆÐI Heilbrigðisráð Iþrótta- og Ólympíusambands íslands heldur námskeið um íþróttaiæknisfræði dagana 26.-28. október næstkomandi. Námskeiðið er einkum ætlað læknum, sjúkraþjálfurum og íþróttaþjálfurum og er haldið með styrk frá Ólympíusamhjálpinni (Olympic Solidarity). Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um meiðsli, forvarnir, endurhæfingu, áreynsluastma, íþróttasálarfræði, „teipingar", átröskun, hreyfingu, heilsufar og lyfjamál. Gestafyrirlesari verður dr. Jón Karlsson, prófessor við Sahlgrenska háskólann í Gautaborg. Skráning fer fram á skrifstofu fSÍ, íþróttamiðstöðinni Laugardal, sími 581 3377. Þátttökugjald er kr. 1.000. Heilbrigðisráð ÍSÍ. Ragnar með 7 í tapleik RAGNAR Óskarsson hélt upp- teknum hætti og skoraði 7 mörk, 3 þeirra úr vítaköstum, fyrir lið sitt, Dunkerque, í franska handboltan- um á sunnudaginn. Það dugði þó ekki því Dunkerque tapaði fyrir Angers/Noyant, 26:25, á útivelli. Heimamenn skoruðu sigurmark sitt á síðustu sekúndu leiksins. Dunkerque hefur unnið einn heimaleik en tapað tveimur úti- leikjum í þremur fyrstu umferðun- um og Ragnar hefur skorað 21 mark, eða 7 að meðaltali í leik. Fjögur lið eru taplaus í deildinni, Paris SG og Toulouse eftir þrjá leiki og Chambery og Montpellier eftir tvo leiki. Dómara hótað með SMS-skilaboðum ÞAÐ er ekki tekið út með sældinni að vera dómari í 1. deild karla í handknattieik. Guðjón L. Sigurðsson milliríkjadómari fékk eftirfarandi SMS-skilaboð á GSM símann sinn í gær: „Farðu nú að leggja flautunni áður en þú hlítur skaða af. Við vorum á leiknum í gær. Þú er aumingi og hálfviti.“ Guðjón lítur eðlilega svona lagað mjög alvarlegum augum. Hann hafði þegar í stað samband við lögregluna sem rann- sakar hvaðan skilaboðin voru send. Fyrsta vísbending er sú að skilaboðin voru send úr tölvu. Ef að líkum lætur koma skilaboðin frá einhveijum stuðn- ingsmanni Aftureldingar en Guðjón dæmdi leik liðsins gegn Fram í fyrrakvöld ásamt Ólafi Haraldssyni. Mark Aftureld- ingar úr vítakasti á lokasekúndum leiksins var dæmt ógilt og sá dómur hefur greinilega hleypt illu blóði í einhvern stuðn- ingsmann Mosfellsbæjarliðsins. I b | !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.