Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 B 9 Barátta Man. Utd. og Arsenal ARSENAL gefur Manchester United ekkert eftir í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Stigataflan lítur kunnuglega út í augum flestra þar sem United er komið í efsta sætið með 21 stig og Arsenal það næsta með jafnmörg stig en verra markahlutfall. United vann auð- veldan sigur á Leeds á laugardag þar sem varamaðurinn David Beck- ham sneri leiknum heimamönnum í hag. Arsenal vann góðan útisigur á West Ham og Liverpool mikilvægan heimasigur á Leicester City. Iris Björk Eysteinsdóttir skrifarfrá Englandi Jimmy Floyd Hasselbaink setti svo sannarlega svip sinn á helg- ina með því að skora fjögur mörk fyrir Chelsea í 6:1- sigri á Coventry í leik þar sem Eiður Smári Guðjohnsen var skilinn útundan í leikmannahópi þeirra bláklæddu. Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Ipswich halda áfram að koma á óvart í deildinni og sitja nú í 6. sæti eftir sigur á andlausu liði Bradford. Arsenal hefur jafnan gengið vel á Upton Park, heimavelli West Ham, og þar við sat á laugardag. Liðið vann sinn áttunda sigur þar í síðustu ellefu heimsóknum sínum með því að skora tvö mörk á fyrstu 21 mínút- unni. Fyrst skoraði Robert Pires eft- ir að hann komst inn í misheppnaða sendingu Trevor Sinclear og varn- armistök West Ham héldu áfram. FOLX ■ GUÐNI Bergsson lék allan leik- inn með Bolton er liðið tapaði naumlega íyrir Stockport, 4:3, í ensku 1. deildinni á laugardag. Bol- ton lenti 3:0 undir en náði að jafna. Stockport skoraði síðan úrslita- markið á lokamínútunni. UBJARKI Gunnlaugsson lék síð- asta stundarfjórðunginn í leik Preston og Huddersfíeld sem end- aði 0:0. Bjarki átti laglega íyrirgjöf undir lokin á Erik Meijer sem hefði átt að skora örugglega og stela sigrinum en skallaði framhjá af ör- stuttu færi. ■ HEIÐAR Helguson lék allan leikinn með Watford sem sigraði Nottingham Forest 2:0 á laugar- dag. Micah Hyde skoraði bæði mörk Watford sem er í öðra sæti 1. deildar, aðeins tveimur stigum á eftir Fulham. Watford hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leik- mannahópi Watford. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson var ekki í leikmannahópi West Bromwich Albion sem gerði 2:2- jafntefli gegn Tranmere Rovers. ■ ÍVAR Ingimarsson og Ólafur Gottskálksson léku báðir allan leik- inn er Brentford tapaði 3:1 gegn Luton Town í ensku 2. deildinni. fvar var svo óheppinn að fá dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum sem Ólafur var nálægt því að verja. ■ HELGI Valur Daníelsson var ekki í leikmannahópi Peterbor- ough sem sigraði Notts County 1:0. ■ SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson var ekki í leikmannahópi Walsall sem tapaði 3:1 gegn Wycombe. Walsall heldur efsta sæti 2. deildar þrátt fyrir tapið. ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék all- an leikinn með Scunthorpe sem gerði l:l-jafntefli við Darlington í ensku 3. deildinni. Bjarnólfur var nálægt því að tryggja Scunthorpe sigurinn undir lok fyrri hálfleiks með skoti rétt framhjá markinu. Scunthorpe er nú í 12. sæti deildar- innar. Rio Ferdinand skoraði úrslitamarkið í leiknum er hann skallaði sendingu Silvinhos í eigið mark. West Ham lék betur í síðari hálf- leik og leit jafnvel út íyrir að stela stigi en eins og oft áður á þessu tíma- bili gekk það ekki þrátt fyrir að Stu- art Pearce hafi minnkað muninn. Ar- senal vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu og heldur því fast í við United á toppnum. Patrick Vieira lék vel fyi-ir Arsenal en í fyrra fékk hann rautt spjald í viðureign liðanna og var svo sektaður fyrir að hrækja í átt að dómaranum. „Mér fannst Patrick leika frábær- lega. Hann lék heiðarlega og var á fullu frá fyrstu mínútunni til þeirrar síðustu,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sem sagðist hafa verið smeykur fyrir leikinn. „Þegar ég frétti að í dag væri alþjóðlegur „Fair Play“-dagur hjá FIFA þá brá mér. Svoleiðis uppá- komur geta oft farið á þveröfugan máta,“ bætti Wenger við. Dómarinn hélt þó sínu striki og sýndi aðeins eitt gult spjald í leiknum. Ellefu á sjúkralista hjá Leeds Leeds mætti til leiks á Old Traf- ford með 11 leikmenn á sjúkralista. Alex Ferguson sýndi traust sitt á varaliðsmenn sína og hóf leikinn með Andy Cole, Ryan Giggs og David Beckham á varamannabekknum. Lee Bowyer fékk fyrsta marktæki- færið í leiknum og hefði getað náð forystunni fyrir Leeds en rétt missti af boltanum eftir ágæta fyrirgjöf. Beckham tók stjórnina um leið og hann kom inná eftir rúman hálftíma í stað fyrirliðans Roy Keane sem meiddist. Hann hóf sóknina sem skil- aði fyrsta marki United í leiknum. Þá gaf hann boltann á Ole Gunnar Solskjær sem sendi fyrir markið á Dwight Yorke sem skoraði sitt ann- að mark á tímabilinu. Snemma í síðari hálfleik hélt Beckham áfram að láta að sér kveða er hann skoraði úr aukaspyrnu með skoti í Bowyer og inn. Ólukka Leeds fullkomnaðist undir lok leiksins er Matthew Jones skoraði í eigið mark. „Það eina sem ég get sagt er að ef maður kemur á Old Trafford með ell- efu menn meidda þá eru mestar líkur á því að tapa,“ sagði David O’Leary, knattspyi-nustjóri Leeds. „Það er ekki auðvelt að velja í liðið en ég verð að reyna að halda í fersk- leikann í framlínunni," sagði Alex Ferguson. „Sendingarnar hjá Beck- ham vora ótrúlegar. Hann byrjaði á varamannabekknum þvi hann var með smá kvef. Hann tók við fyrirliðabandinu af Roy Keane og ef leikmaður vill þann- ig ábyrgð er það í fínu lagi mín vegna,“ sagði Ferguson. Ljóst er að Keane missir af Evi-ópuleiknum gegn Anderlecht á þriðjudag ásamt Teddy Sheringham sem lék ekki um helgina vegna meiðsla. Enn skorar Heskey Liverpool vann góðan heimasigur á Leicester City á laugardag þar sem fyrrum Leieester-maðurinn Emile Heskey skoraði eina mark leiksins og sitt fjórða á einni viku. Heskey var hreint frábær í leiknum og fékk fjölda færa en Tim Flowers, markvörður Leicester, sá við flest- AP Jimmy Floyd Hasselbaink var heldur betur á skotskónum. Hér fagnar hann einu af fjórum mörk- um sínum, sem hann skoraði gegn Coventry, ásamt Gianfranco Zola. um þeirra. Leicester fékk að upplifa hversu hörð baráttan er á toppnum og hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. Arnar Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Leicester. „Við sýnd- um karakterinn í liðinu með því að sigra. Emile er ekki fullmótaður ennþá. Hann þarf að bæta sig í að klára færin, en það kemur með reynslunni," sagði Gerard Houllier, knattspymustjóri Liverpool. Hasselbaink með fjögur mörk Chelsea mátti þakka dómaranum fyrir hans Joátt í 6:l-sigri þeirra á Coventry. A 24. mínútu dæmdi hann umdeilt víti er Hasselbaink komst einn í gegn og markvörður Cov- entry, Chris Kirkland, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á hon- um. Kirkland sem var að byrja inni á í aðeins öðram leik sínum í úrvals- deildinni gekk grátandi af velli enda var ekki annað að sjá en hann hafi lít- ið sem ekkert snert Frakkann. Hass- elbaink skoraði sjálfur úr vítinu og í kjölfarið virtist hver snerting vera töfrum búin því hann skoraði fjögur marka liðsins en Gianfranco Zola og Thore Andre Flo hin tvö. Áhorfendur fengu nóg fyrir pen- ingana í þessari viðureign því eftir að hafa skorað 6 mörk í leiknum gerðu Chelsea-menn sig seka um mistök. Markvörður þeirra, Ed de Goey, missti boltann klaufalega í eigin markteig og skoraði Cedric Roussel síðasta mark leiksins fyrir Coventry. „Við sýndum styrk okkar frá byrj- un, “ sagði Claudio Ranieri eftir leik- inn. „Jimmy er stórkostlegur marka- skorari." Hermann Hreiðarsson stóð sig með prýði er Ipswich sigraði Brad- ford öragglega 2:0 og var það þriðji útisigur liðsins í röð. Ipswich hafði mikla yfirburði allan tímann og virð- ist engin von til þess að Bradford haldi sér í deildinni. Eini gallinn á leik Ipswich var hversu illa leikmenn kláruðu marktækifæri sín. „Ef við höldum okkur uppi er markmiðinu náð en nú segjast strákarnir vilja setja markið hærra,“ sagði George Burley knattspyi'nustjóri Ipswich. „Ég lék eitt sinn fyrir Ipswich í Evrópukeppninni og dag einn vil ég fara þangað sem þjálfari en þetta verður langt og erfitt tímabil,“ bætti hann við. Leonhardsen skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í 3:l-sigri á fallvöltu liði Derby. Framkvæmdastjórar beggja liða eru valtir í sessi um þess- ar mundir eftir erfiða byrjun tíma- bilsins. Leikmenn Tottenham lýstu yfir stuðningi við George Graham knattspyi'nustjóra fyrir leikinn og stóðu fast á bak við orð sín með góðri frammistöðu. Það mun þó taka meira en sigur gegn liði í botnbaráttunni að þagga niður í óánægðum Spurs- áhorfendum. Þegar Derby jafnaði leikinn á 39. mínútu tóku áhorfendur strax að púa á liðið. „Hluti áhorfenda byrjaði að láta illa og ég var hræddur um að þeii' stæðu ekki á bak við liðið einmitt þegar leikmennirnir þurftu mest á því að halda,“ sagði Graham sem sagðist glaður taka allri gagn- rýni frá áhorfendum ef það sé til að létta pressunni af leikmönnunum. Óánægja áhorfenda virtist ekki hafa áhrif á Tottenham og Stephen Cai-r náði aftur forystunni fyrir liðið rétt áður en ílautað var til loka fyrri hálf- leiks. Derby hefur aldrei byrjað tímabil jafn illa og í ár og er hætt við að Jim Smith, sem hélt upp á sextugs afmæli sitt í vikunni, verði fljótlega látinn taka pokann sinn. Sunderiand og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli á Villa Park á sunnudag og er það í fyrsta sinn sem leikur þessara liða endar markalaus. Kevin Phillips og Dion Dublin skor- uðu samtals 45 mörk í fyrra en hvor- ugur var á skotskónum í gær þótt báðir fengju þeir ágæt marktæki- færi. Villa var betra liðið í leiknum en Phillips komst samt næst því að skora fyrir Sunderland en skot hans hafnaði í þverslánni. Bæði lið sigla lygnan sjó um miðja töflu. Everton vann Newcastle 1:0 þar sem Kevin Campbell skoraði úrslita- markið og ti-yggði Everton óvænt þrjú stig. Paul Gascoigne var skap- andi á miðjunni hjá Everton á meðan Newcastle fór hikandi í gegnum leik- inn. „í fyrsta sinn á tímabilinu lékum við vel allan leikinn," sagði Walter Smith, hæstánægður knattspyrnu- stjóri Everton. Charlton vann Middlesbrough 1:0 í Dalnum í London. Ugo Ehiogu sem nýlega gekk til liðs við Boro frá Ast- on Villa haltraði vonsvikinn af velli eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Flest gekk á afturfótunum hjá Boro eftir það. Andy Campbell var klárlega felld- ur í vítateig Charlton en dómarinn dæmdi ekkert. Charlton vann leik- inn síðan með því að skora úr eina* færinu sem liðið fékk í leiknum. Til að hlaða ennfremur á vonbrigði Boro fékk Paul Ince sitt fimmta gula spjald á tímabilinu og verður því í leikbanni í næsta leik. Boro var betra liðið í leiknum en Charlton er með óbilandi sjálfstraust á heima- velli enda hefur liðið ekki tapað í Dalnum síðan í apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.