Morgunblaðið - 27.10.2000, Side 4
4 C FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐIÐ
Þór Méísteö
Obrjótandi
Shyamalan
Fáir kvikmyndagerðarmenn
hafa vakiðjafn mikla athygli á
jafn skömmum tíma og M.
Night Shyamalan. sem skrifaði
og leikstýrði Sjötta skilningar-
vitinu á síðasta ári.
Þrátt fyrir ungan aldur
(30) hefur hann með
þessari einu mynd
komið sérí hóp þeirra
leikstjóra sem geta auglýst
myndir sfnar með nafninu einu.
Aö vísu þarf
hann enn að
minna fólk á
að hann
gerði Sjötta
skilningar-
vitið, því
ekki allir
koma nafn-
inu fyrir sig.
En það ætti
að breytast
á næstunni
Shyamalan:
Óhóflegar
væntingar?
ef fersem horfir.
Hér vestra eru farnar af stað
auglýsingarfyrir nýjustu mynd
hans, Unbreakable, eða Óbrjót-
andi. Sú mynd skartar sama
aðaileikara og Sjötta skilning-
arvitió, sjálfum Bruce Willis.
Sýnishornið úr Unbreakable
hefur vakið verðskuldaða at-
hygli, því það veldur nánast
undantekningalaust gæsahúö
hjá þeim sem á horfa. Þaö seg-
ir svo sem ekki mikið frá mynd-
inni, heldur sýnir nægilega mik-
ið til aö áhorfendur verða
áhugasamir og forvitnir og vilja
æstir sjá meira. Nákvæmlega
það sem kynningarmynd á aö
gera. Kliöur fer um bíósalinn
þegar í Ijós kemur um hvað er
að ræða og má glöggt heyra
ánægjumuml áhorfenda í góóa
stund á eftir. Það væri ókurt-
eisi að fara að uppljóstra inni-
haldi sýnishornsins hér og því
skai sem minnst um það sagt.
Shyamalan, sem er fæddur í
Indlandi, ólst upp í Banda-
ríkjunum. Kvikmyndir vöktu
snemma athygli hans, sérstak-
lega myndir Steven Spielberg
sem varð fljótt átrúnaöargoð
hans. Um 11 ára aldur eignað-
ist hann 8mm kvikmyndavél og
fór strax að gera kvikmyndir.
17 ára gamall hafði hann þeg-
ar lokið viö 45 „heimalagaðar"
kvikmyndir, sem verður að telj-
ast ótrúlegt afrek. Það er ekki
einu sinni víst að venjulegur 17
ára unglingspiltur hafi tekið 45
sinnum til í herberginu sínu um
ævina.
Undirtónn Unbreakable er
dulúðugur, líkt og í Skilningar-
vitinu, enda er dulúöin
Shyamalan hugleikið við-
fangsefni. Hann segist alltaf
leita eftir dýpri meiningu en
sést á tjaldinu, hann vill hreyfa
viö fólki þannig að það skilji
ekki alveg af hverju og hann vill
að sálartetrið fái eitthvað út úr
myndunum líka. Það kemur
kannski ekki á óvart að ein af
uppáhaldsmyndum hans er
The Exorcist, ein óhugnanleg-
asta mynd allra tíma.
Auövitaö er erfitt að fylgja
Skilningarvitinu eftir, þvílíkar
voru vinsældir hennar. Fram-
leiðendur og dreifingaraðilar
Unbreakable vilja að hún veröi
enn vinsælli, sem erfrekar
mikill og ósanngjarn þrýstingur
á Shyamalan, en tíminn einn
mun leiða í Ijós hvort svo verð-
ur. Miöaö við viöbrögöin viö
sýnishorninu erekki útilokað
að þeim verði að ósk sinni.
íslenskur klippari, Guörún Ágústa Einars-
dóttir, er nú í hópi eftirsóttustu klippara í
auglýsingaiönaðinum í Hollywood. Al-
varlegt umferðarslys varð til þess að hún
markaði lífi sínu nýja stefnu, eins ogfram
kemur í viðtali Sigurbjörns Aðalsteins-
sonar\j\ö hana.
í myrku herbergi, steinsnar frá
Kyi-rahafsströndinni í Los Angeles,
situr kvikmyndaklippari að störfum.
A skjánum fyrir framan hana veður
glæsilegur jeppabíll í gegnum eld og
eimyrju við undirleik þungarokk-
sveitar.
Klipparinn gefur aðstoðarmann-
eskju sinni ráð og svo er einhverju
breytt. Rammi út hér, rammi inn
þar. Að þvf loknu gefur hún sér tíma
til að spjalla við Bíóblaðið. Klippar-
inn heitir Guðrún Ágústa Einars-
dóttir. Sl. tíu ár hefur hún alið mann-
inn í þessu höfuðvígi kvikmyndanna.
Fyrst sem nemi, svo leikmynda-
hönnuður en síðustu fjögur ár hefur
hún starfað sem klippari.
í dag er Ágústa einn af eftirsótt-
ustu klippuram í auglýsingabrans-
anum í Hollywood. Agústa er hins
vegar alveg laus við ýkjur þær sem
tíðkast að landinn segi af strand-
höggum sínum í útlandinu (svokall-
aður Garðars Hólm sjúkdómur).
„Hún er svo tilbakasöm" segir
Sigríður Bjarnadóttir um næstelstu
dóttur sína. Tilbakasöm er gamalt og
gott orð, notað um fólk sem er ekki
að trana sér fram og státa af eigin
verkum í sífellu. Og Sigríður hittir
naglann á höfuðið þegar hún lýsir
þessum hógværa auglýsingaklipp-
ara. Ágústa er svo hógvær að hún á
öragglega eftir að gera athugasemd
við þau orð greinai-höfundar að kalla
hana „meðal eftirsóttustu auglýs-
ingaklippara í Hollywood" (Þessi spá
rættist er greinin var lesin fyrir
hana).
Hér kemur hins vegar staðreynd:
Þessa daga er verið að sýna 10-12
auglýsingar sem Ágústa hefur klippt
á stóra sjónvarpsstöðvunum í
Bandaríkjunum. Þetta er mjög há
tala miðað við hve stuttan líftíma
auglýsingar hafa yfirleitt vestra.
Hér kemur önnur staðreynd:
Ágústa var ekki búin að klippa nema
tylft auglýsinga þegar auglýsinga-
stofumar treystu henni til að vinna
án fulltingis leikstjóranna.
Og hér kemur þriðja staðreyndin:
Þegar Ágústa var enn á fyrsta ári
sem klippari tók Stuart Waks, fyrr-
verandi atvinnuveitandi Agústu, sér
sjö mánaða leyfi frá störfum og lét
öll sín verkefni í hendur hennar.
Ágústa lætur hins vegar svo lítið
uppi um sín mál að jafnvel vinir
hennar eiga erfitt með að átta sig á
uppganginum. Tilbakasemi. Ágústa
hlær þegar þegar þessi skemmtilega
lýsing móður hennar er borin undir
hana. „Þetta er alveg rétt,“ segir hún
brosandi.
„Ég sótti bara um“
í fyrrnefndu herbergi halda
Ágústa og'aðstoðarmanneskja henn-
ar áfram að horfa á auglýsingu fyrir
Nissan-bifreiðar (eða „Nýsan“ eins
og þeir segja fyrir westan). Ramma
fyrir ramma fara þær í gegnum skot-
in af jeppanum. „Við eram búin að
leggja myndina þrisvar sinnum yfir
sjálfa sig og þurfum því að passa að
hver einasti rammi sé réttur," segir
Ágústa. Hún útskýrir þetta betur.
„Skotin eru framkölluð á þrjá mis-
munandi vegu. Fyrst er það fram-
kallað með litinn á bílnum í huga, svo
framljósin á honum og loks umhverf-
ið. Síðan era skotin öll lögð saman og
úr verður mikið fallegri mynd en
annars," segir Ágústa og snýr sér
aftur að verkinu.
Þetta kann að virðast flókið, jafn-
vel óþai-ft, en slíkar ósýnilegar brell-
ur eru allsráðandi í Hollywood. Ef
skotið er aðeins framkallað fyrir bíl-
inn sjálfan, sést bakgrannurinn illa.
Ef það er framkallað fyrir ljósin,
verður bíllinn ekki eins fallegur og ef
áherslan er lögð á bakgranninn
skína ljósin of skært. Hann er vand-
rataður meðalvegurinn en ný tölvu-
tækni gerir Ágústu kleift að blanda
þessum þremur ólíku framköllunum
saman í eina.
Ágústa byrjaði að vinna sem að-
stoðarmanneskja hjá Stuarts Waks
& Co. fyrir fjóram árum. Waks hefur
verið í fremstu röð auglýsingaklipp-
ara heimsins sl. tuttugu ár og hefur
unnið til Clio-verðlauna fyrir verk
sín með leikstjóram á borð við Adri-
an Lyne og Scott-bræðrunum Ridley
og Tony sem allir eru heimsþekktir
kvikmyndaleikstjórar. Clio-verð-
launin eru eins konar Óskars-
verðlaun auglýsingagerðarmanna.
En hvernig fékk hún þessa vinnu
hjá Stuart Waks? „Ég sótti bara
um,“ segir Ágústa þegar hún lítur
næst upp frá vinnunni sinni. „Ég
hafði svo að segja enga reynslu í
klippingu. Hafði klippt einhverjar
senur á gamla moviolu í skólanum,“
(moviola er klippitæki sem nú til-
heyrir júragarði kvikmyndatækn-
innar, innsk. blm.). „Ég var búin að
vera að vinna við leikmyndahönnun á
„independent“-bíómyndum. Ég datt
eiginlega bara óvart inn í það starf
eftir að ég kláraði kvikmyndanámið í
Columbia College í Los Angeles fyr-
ir átta áram. Ég átti vini sem vora að
vinna að mynd og þá vantaði hjálp.
Leikmyndavinnan var góð reynsla
en þegar ég var í Columbia var bara
tvennt sem virkilega vakti áhuga
minn. Annars vegar að leikstýra og
hins vegar að klippa.“
Að láta draumana rætast
Fyrir fimm áram lenti Ágústa í
háskalegri lífsreynslu sem varð
óbéint til þess að hún tengdist aftur
draumnum sínum um að gerast
klippari.
„Ég var í farþegasæti á bíl sem
valt á hraðbrautinni hér í Los Angel-
es. Það datt eitthvert drasl af vörubíl
sem var fyrir framan okkur og bíl-
stjórinn okkar missti stjórn á bíln-
um.“ Hún hugsar sig um. „Ég hélt í
nokkrar sekúndur að ég væri að
deyja. Það var í raun ótrúlegt að við
skyldum lifa þetta af og sleppa svona
vel. Við gengum öll frá bílnum,
ómeidd. Eða þannig.“
Eða þannig, vegna þess að eins og
svo oft þegar um slík slys ræðir
komu meiðslin í ljós síðar meb.
Ágústa fór að finna fyrir bakverkj-
um og í Ijós komu talsvert alvarleg
meiðsli sem héldu henni frá vinnu í
heilt ár.
„Ég fór að hugsa allt mitt líf upp á
nýtt. Það var eins og ég gerði mér
allt í einu grein fyrir að einn daginn
mun lífið enda, að ég yrði ekki hér að
eilífu. Ég ákvað því að láta reyna á
það sem mig virkilega langaði til að
gera.“ Hún gerir hlé á máli sínu,
hugsar sig aðeins um. „Það skiptir
ekki máli hver draumur okkar er, við
eigum að gera það sem við getum til
þess að láta hann rætast. Það sem
mig langaði til að gera var að klippa
eða leikstýra en ég var að vinna við
leikmyndahönnun. Ég ákvað að gera
eitthvað róttækt í mínum málum, Á
þessum tíma, þegar ég var að ná mér
eftir meiðslin, kallaði klippingin
meira á mig. Ég varð mér því úti um
lista yfir klippifyritæki og sendi um-
sóknir út.“ Skömmu síðar hringdi
Waks í Ágústu.
„Ég þekkti Stuart ekki neitt en
var svo heppinn að hann var að leita
sér að manneskju þegar umsóknar-
bréfið mitt barst til hans. Aðstoðar-
maður hans hafði meitt sig á hendi
og var frá í þrjár vikur. Stuart var að
byrja á stóra auglýsingaverkefni og
bað mig um að byrja strax.“
Endalaust púsluspil
Þetta var fyrir fjóram árum. Kvik-
myndagerðin var komin af júra-
skeiðinu og tölvur tíðkuðust við
klippingar. Tölvur sem Ágústa kunni
ekkert á. „Stuart henti mér eiginlega
út í djúpu laugina." segir hún. Smám
saman, eftir því sem Waks og Ágústa
unnu meira saman, fór hann að fela
henni meiri og meiri ábyrgð við
störfin. Á endanum fékk hún tæki-
færi til að klippa sína eigin auglýs-
ingu. Núna, tæpum tveimur árum
síðar, era þær að nálgast hundraðið.
Auglýsingar í sjónvarpi í Banda-
ríkjunum skiptast í tvo flokka. Ann-
ars vegar staðbundnar auglýsingar
sem sýndar eru á takmörkuðum
svæðum í Bandaríkjunum (ákveðn-
um fylkjum, borgum eða sýslum) og
ekki annars staðar. Hinn flokkur
auglýsinganna eru þær sem era
sýndar á landsvísu á stóra sjón-
varpsstöðvunum. I síðari flokknum
era auglýsingar sem era mun dýrari
og vandaðrien þær sem era í fyrri
flokknum. Algengast er að klipparar
læri sína iðn með því að klippa fyrst
staðbundnu auglýsingarnar og, séu
þeir góðir.byrji þeir að klippa stóra
auglýsingamar.
Ágústa fór hins vegar ekki þessa
leið því yfir 90% af þeim auglýsing-
um sem hún hefur klippt hafa verið
dýrar auglýsingar sem sýndar hafa
verið um öll Bandaríkin. „Ég man
eftir tveimur staðbundnum auglýs-
ingum. Sú fyrsta var fyrir ESPN
(íþróttasjónvarpsstöð) og hin var
bílaauglýsing fyrir Lexus.“ Lexus-
auglýsingin vakti mikla lukku hjá
söluaðilum bílanna og það má segja
að síðan hafi Ágústa ekki litið um öxl.
Þegar Chiat/Day auglýsingastofan
sem sér um Nissan-auglýsingarnar
leitaði til Stuart Waks um klippingar
á stórri auglýsingaherferð á lands-
vísu lét hann verkefnið alfarið í
hendurnar á Ágústu.
Það er alls ekki algilt að aðstoðar-
fólk klippara verði klipparar sjálft.
Klippivinnan er nákvæmnisvinna
sem krefst mikillar þolinmæði. Þær
geta verið langar setumar við klippi-
tölvuna þar sem klipparinn reynir að
finna bestu leiðina til að koma skot-
unum saman. „Klipping er eins og að
raða saman púsluspili, nema ólíkt
púsluspilinu era möguleikamir á út-
komu endalausir," segir Ágústa um
starf sitt. „Sumir halda kannski að
það geti verið einmanalegt að sitja
tímum og dögum saman við klipping-
ar en mér finnst það æðislegt. Mér
líður best þegar ég er látin í friði og
fæ að vinna í ró og næði.“
Ber ábyrgð á milijónum
Bestu kostir klippara eru list-
hneigð og ráðvendni. Klipparar fá
gífurlega mikið af efni í hendurnar
og verða síðan að velja og hafna,
skilja kjaman frá hisminu. Oft kem-
ur fyrir að efnið sem tekið hefur ver-
ið upp er ekki í samræmi við hand-
ritið og „gengur ekki upp“ eins og
sagt er. Þá er undir klipparanum
komið að raða efninu saman svo vel
sé. Góðir klipparar geta líka tekið
MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 C 5
V
Morgunblaðið/ Sigurbjöm Aðalsteinsson.
:a: Fór að hugsa allt lífió upp á nýtt.
gott efni og gert úr því enn þá betri
mynd en efni standa til. Og Ágústa
er góður klippari. Það dylst engum
sem hafa séð verk hennar.
Á sl. ári sló Stuart Waks til og tók
tilboði Olivers Stone um að klippa
Any Given Sunday. Waks var frá í
sjö mánuði og á meðan klippti
Ágústa allar auglýsingarnar sem
komu til fyrirtækisins.
Kostnaður við slíkar auglýsingar
er frá 600 þúsund dolluram upp í
tvær milljónir ( 50-160 millj. IKR).
Fylgir þessari ábyrgð ekki mikil
streita?
Ágústa hugsar sig um. „Jú, þetta
var ákveðið álag. Ég var á mínu
fyrsta ári sem klippari og fyrirtækið
stóð og féll með mér. Ég þurfti því að
standa mig.“ Sem hún hlýtur að hafa
gert því viðskiptavinimir komu aftur
og svo aftur því Ágústa hefur á þess-
um stutta tíma áunnið sér umtals-
vert orðspor sem auglýsingaklippari
samkvæmt nettímaritinu Editors-
Net.
Hvað skyldi Ágústa fá stóran
hluta af kökunni sjálf þegar hún
klippir auglýsingu sem kostar 160
milljónir króna? „Ekki allt saman,“
segir Ágústa hlær á þann hátt sem
segir að henni sé skemmt en að hún
vilji ekki ræða þau mál frekar. Sem
er ekki gert.
En núna þegar Ágústa er nýhætt
hjá Stuart Waks & Co., hvað ber
nánasta framtíð í skauti sér? „Ég vai-
búin að vera þarna í fjögur ár og það
var kominn tími til að breyta til. Ég
hef fengið tilboð svo ég hef engar
áhyggjur af framtíðinni. Ég ætla
ekki að hugsa um þetta i bili heldur
ætla að taka mér frí. Ætli ég hafi
ekld átt tíu frídaga síðustu tvö árin.“
Samrýndur systkinahópur
En hvernig finnst Ágústu að
dvelja langdvölum frá íslandi?
„Mér finnst yndislegt að búa hér í
Kalifomíu en ég get samt ekki hugs-
að mér að rjúfa tengslin við Island.
Ég hef aðeins komið þangað fimm
sinnum á síðustu tíu áram sem er allt
of lítið,“ segir Ágústa sem hefur
mynd af alíslenskum snjóskafli á
skjá klippitölvunnar sinnar. „Þess-
vegna er ég m.a. að koma til landsins
núna. Til að taka mér frí frá klipp-
ingunni og rækta tengslin."
Ágústa er samt í þeirri óvenjulegu
aðstöðu að meirihluti fjölskyldu
hennar er búsett í Los Angeles. „Við
eram fjórar systurnar hér. Helena
er leikkona, Bima er í mastersnámi í
viðskiptafræði og Ólafía er í mast-
ersnámi í næringarfræði. Mamma
hefur verið hér með annan fótinn að
undanförnu og pabbi, Einar G. Ól-
afsson, hefur skroppið hingað af og
til. Bróðir okkar Éinar hefur líka
dvalið hér og langar að flytja hingað
úts“ segir Agústa og er þá búin að
telja alla fjölskyldumeðlimina upp.
„Ég veit ekki alveg hver ástæðan
fyrir því að við eram öll í Los Angel-
es er, nema að okkur líður öllum
mjög vel hér og að við systkinin er-
um mjög samrýnd. Það er ekkert úti-
lokað að við finnum okkur eitthvert
verkefni til að vinna saman að. Það
væri mjög gaman og í rauninni stefn-
um við að því.“
Hvað um leikstjórnina? Lifir sá
draumur enn í huga hennar?
„Klipping er góður grannur fyrir
leikstjóm og ég stefni að þvi að leik-
stýra. Ég er m.a. að koma til íslands
til þess að ræða við Snorra Þórisson
hjá PanArctica um leikstjórn á
nokkrum auglýsingum á Islandi. Ég
er mjög spennt fyrir því samstarfi."
Annars staðar frá hefur Bíóblaðið
hlerað að fólk sem hefur unnið með
Ágústu í Bandaríkjunum hafi áhuga
að fá hana til að leikstýra auglýsing-
um þar í landi. Ágústa sannar enn og
aftur hógværð sína með því að láta
ekkert uppi um þessar fyrirætlanir.
Hún lætur verkin tala sem er í
raun eini mælikvarðinn á stærð og
umfangi strandhögga og víkings í út-
landinu.
mer.
Elliot Richards (Brendan Fraser)
er drengur góður en heldur
héralegur í samskiptum við fólk
og getur t.d. alls ekki mannað
sig upp í að lýsa hrifningu sinni
á samstarfskonu sinni, Alison
Gardner (Frances O’Connor). í ör-
væntingu sinni gerir hann samning
við djöfulinn í líki einstaklega kyn-
þokkafullrar konu (Elizabeth Hur-
ley) með fremur ógeðfelldan húm-
or. Djöfullinn má eignast sál
Elliots en Elliot fær í staðinn sjö
óskir uppfylltar.
Hann óskar sér þess fyrst að
verða moldríkur og valdamikill og
búa með Alison. Þegar hann vakn-
ar næsta morgun hefur óskin ræst.
Hann er allt þetta og miklu meira,
nefnilega kólumbískur eiturlyfja-
barón. Ekki vandamálið, hugsar
hann með sér. Hann á eftir allt sex
óskir í viðbót.
Þannig hefst gamanmyndin
Bedazzled sem frumsýnd er í dag í
fjórum kvikmyndahúsum en með
aðalhlutverkin í henni fara Brend-
an Fraser, Elizabeth Hurley og
Frances O’Connor. Leikstjóri er
Harold Ramis en hann skrifaði
einnig handritið ásamt Larry Gelb-
art og Peter Tolan.
Hvað myndir þú gera ef þú gæt-
ir verið hver sá sem þér dettur í
hug? Hvað ef allar þínar óskir
yrðu að veruleika? Þetta eru
spurningarnar sem leikstjórinn
Ramis velti fyrir sér þegar hann
fór að hugsa út í að endurgera
gamanmyndina Bedazzled frá ár-
inu 1967. Með aðalhlutverkin í
henni fóru bresku grínararnir Pet-
er Cook og Dudley Moore en leik-
stjóri var Stanley Donen. Ramis
komst að því að það yrði að færa
söguna til nútímans ef ætti að end-
urgera myndina. „Það sem Stanley
og Peter og Dudley gerðu var frá-
bært en myndin var gerð fyrir
Bre-man Fraser: SS™**
-fyrstaudurogvöld
Bedazzled
Leikarar:
Brendan Fraser, Elizabeth
Hurley og Frances O’Connor.
Leikstjóri:
Harold Ramis (Caddyshack,
National Lampoon’s Vacation,
Club Paradise, Multyplicity,
Groundhog Day).
meira en þremm- áratugum og það
er talsvert margt sem breyst hefur
í menningu okkar síðan.“ En hvað
er það sem meðaljóninn í Ameríku
vildi helst óska sér ætti hann tæki-
færi á sjö óskum? Þessu veltu
framleiðendurnir fyrir sér ásamt
Ramis nokkra hríð og komust að
þvi að flestir myndu eflaust vilja
vera ríkir, valdamiklir, frægir,
stórgáfaðir og með stæltan líkama.
En fleira hékk á spýtunni. „Við er-
um allt okkar líf að þrá hluti sem
við höldum að muni gera okkur
hamingjusöm, vinsæl og skemmti-
leg,“ er haft eftir honum, „en þeir
gera það bara ekki. Með myndinni
vildi ég segja að þú öðlast enga
hamingju með því einu að óska
hennar.“ „Við þekkjum öll menn
eins og Elliot,“ segir leikarinn
Brendan Fraser. „Hann er vin-
gjarnlegur og alúðlegur en hefur
ekki hugmynd um hvernig hann á
að nálgast fólk og eiga við það
samskipti án þess að vera óþol-
andi. Þess vegna þykir honum erf-
itt að standast djöfulinn þegar
hann býður honum sjö óskir.“
Frumsýning Bandaríska gaman-
myndin Bedazzled er Evrópufrumsýnd í
Stjörnubíói, Kringlubíói, Nýja bíói Kefla-
víkog Borgarbíói Akureyri.
Kynþokkafullur Satan: Elizabeth Hurley ígamanmyndinni Bedazzled.
Maestro NTT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT