Morgunblaðið - 27.10.2000, Side 6

Morgunblaðið - 27.10.2000, Side 6
6 C FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BIOBLAÐIÐ Frumsýning /Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna endurgeröina Shaft meö Samuel L. Jackson í titilhlutverkinu. Shaft snyr aftur Þegar dekurdrengur og háskóla- nemi að nafni Walter Wade (Christian Bale) myrðir ungan svartan námsmann handtekur lög- reglumaðurinn John Shaft (Samuel 'L. Jackson) hann. Walter er sleppt lausum meðan á réttarhöldunum stendur og hann flýr úr landi. Þeg- ar hann snýr aftur tveimur árum síðar með leynd nær Shaft í skottið á honum og setur í fangageymslur. Ekki dugar það heldur því mold- ríkur faðir Wades borgar trygg- ingu fyrir hann og enn gengur hann laus og í þetta sinn er hann harðákveðinn í því að koma Shaft fyrir í líkpoka. Af öðrum sem eru á höttunum eftir Shaft má nefna spillta löggufélaga hans (Dan Hedaya og Ruben Santiago - Hud- sorí) að ógleymdum fíkniefnabarón frá Dóminíkanska lýðveldinu að nafni Peoples Hernandez (Jeffrey t Wright), sem vill hefna sín grimmi- lega á Shaft. Þannig er söguþráðurinn í bandarísku endurgerð spennu- myndarinnar Shaft frá árinu 1971. Hún er frumsýnd í tveimur kvik- myndahúsum í Reykjavík og á Ak- ureyri og er með Samuel L. Jack- son í titilhlutverkinu en með önnur hlutverk fara Christian Bale, Dan Hedaya, Ruben Santiago - Hud- son, Jeffrey Wright að ógleymdri Vanessu Williams auk þess sem Richard Roundtree, hinn uppruna- ' legi Shaft, fer með nokkurt hlut- verk í myndinni. Leikstjóri er John Singleton. Gordon Parks leikstýrði upp- Morðtólin munduð: Jackson sem Shaft. runalegu myndinni sem átti sinn þátt í því að hrinda af stað bylgju svertingjamynda áttunda áratugar- ins. „Hlutirnir voru öðruvísi í þá daga,“ er haft eftir leikstjóranum Singleton. „Fram að því áttum við svertingjar aðeins Sidney Poitier í kvikmyndunum. Þegar Richard Roundtree birtist svo á tjaldinu sem Shaft hafði það gríðarleg áhrif. Allir vildu herma eftir myndinni." Og áfram heldur hann: „Við eig- um aðeins fáeina leikara í dag sem geta leikið Shaft. Sam Jackson er algerlega einn af þeim og sá sem helst kom til greina. Shaft er sval- ur og á heima hvar sem er, hvort sem það er á meðal ríka fólksins eða heimilisleysingjanna. Þannig var persónan upprunalega og þann- ig er það sem Sam leikur hana.“ Samuel L. Jackson segist fyrst hafa séð Shaft þegar hann var við háskólanám í Atlanta og honum þótti hún stórkostleg upplifun. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá 1 einhvern á hvíta tjaldinu sem leit út eins og ég sjálfur, talaði eins og ég, klæddist eins og mig hafði allt- af dreymt um að klæðast og lék hetju. Hann var fyrsta hetjan okk- ar svertingjanna. Þetta snerist allt um svarta vitund. Hann var sterk- ur og gáfaður og óhræddur að fást við glæpalýðinn. Hann hafði innri kraft og sjálfsöryggi sem okkur öll langaði til þess að hafa.“ Shaft Leikarar: Samuel Jackson: Hinn ofursvali lög- reglumaður Shaft í endurgerð mynd- arfrá!971. Samuel L. Jackson, Vanessa Williams, Christian Bale, Dan Hedaya, Ruben Santiago - Hudson, Jeffrey Wright og Richard Roundtree. Leikstióri:__________________ John Singleton (Boyz ’N the Hood, Poetic Justice, Higher Learning, Rosewood). Frumsýning /Háskólabíófrumsýnir bresku gamanmyndina With Or Without You meö Chrístopher Eccleston í aöalhlutverki. Frakkinn sem fær unga eiginkonu til að hugsa sig um tvisvar: Yvan Attal í hlutverki sínu. With or Without You: Eccleston og Kirwan í hlutverkum sínum. Með eða án þín Rosie (Dervla Kirwan) og Vincent Boyd (Christopher Eccleston) vilja eignast bam saman. Þau hafa hent getnaðarvörnunum og gert bama- herbergi úr aukaherberginu en heilt ár líður áður en nokkuð gerist og þess fer að sjást merki í hjónabandinu. Um það bil sem mest reynir á sam- bandið birtist gamall pennavinur Rosie á dyrahellunni hjá þeim en hann er franskur tónlistarmaður og fyrrum starfsmaður við Póstinn. Rosie er ákaflega glöð að hitta loks- ins í eigin persónu manninn sem hún skrifaðist svo lengi á við en Vincent hefur áhyggjur af því að Frakkinn Frumsýning /Bíóhöllin, Bíóborgin og Kringlubíó frumsýna nýjustu mynd Clint Eastwoods, Space Cowboys. ■■ > Fjórir geimkúrekar ÁRIÐ 1958 vom fjórir flugmenn í Daedalus-hópnum, fæmstu tilrauna- flugmenn bandaríska flughersins, reiðubúnir að verða fyrstu Banda- ríkjamennimir til þess að fara út í geiminn. En þegar Geimferða- stofnun Bandaríkjanna var stofnuð um það leyti var Daedalus-hópunum ýtt til hliðar, api var sendur í geiminn í staðinn og mennimir fengu aldrei draum simi uppfylltan. Núna, meira en fjórum áratugum síðar, er rússneska gervitunglið , Ikon, gamalt mjög, að eyðileggjast á sporbraut um jörðu og mikilvægt er að laga það en þeir em fáir eftir á lífi sem kunna handtökin. Yfirmaður hjá Geimkúrekar Geimferðastofnunni, Bob Gerson (Ja- mes Cromwell), finnur lausnina þeg- ar hann minnist Daedalus-hópsins og kallar á leiðtoga hans, Frank Corvin (Clint Eastwood), til hjálpar. Frank er reiðubúinh að fara út í geiminn en hann vill hafa félaga sína með sér, Hawk Hawkins (TommyLee Jones), Jerry O'Neill (Donald Sut- herland) og Tank Sullivan (James Garner). Og það líður ekki á löngu áð- ur en þeir skrýðast geimbúningum. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku myndinni Space Cowboys sem framsýnd er í þremuj; kvikmynda- húsum í Reykjavík. Héiðursmenn- imir Eastwood, Jones, Sutherland Clint var ánægdur med leikhópinn: Eastwood, Jones, Garner og Sutherland. Leikarar: Clint Eastwood, Jones, Sutherl- and, James Gamer, James Cromwell, Marcia Gay Harden, William Devane og Courtney B. Vance. Leikstióri:____________________ Clint Eastwood (m.a. Play Misty for Me, High Plains Drifter, The Outlaw Josey Wales, The Gauntlet, Escape From Al- catraz, Tightrope, Pale Rider, Heartbreak Ridge, Unforgiven). Kominn út í geim: Cllnt Eastwood í Space Cowboys. og Garner fara með fjögur aðalhlut- verkin en leikstjóri er Clint Ea- stwood sjálfur. Aðrir leikarar em Ja- mes Cromwell, Marcia Gay Harden, William Devane og Courtney B. Van- ce. „Þetta er frábær leikhópur," er haft eftir Eastwood. „Ég hef lengi dáðst að því sem þessir leikarar hafa gert í bíó- myndum. Ég vann fyrir mörgum áram með Ja- mes Garner þegar við vorum báðir að bytja okkar leikferil í sjónvar- psþáttunum Maverick og ég hef þekkt hann ár- um saman. Við höfum hlustað á brandarana í Donald og kvartanimar í Jim daglega og við höfum skemmt okkur mikið við gerð þessarar myndar.“ „Clint hefur sérstak- lega gaman af því að búa til bíómyndir,“ segir Tommy Lee Jones, „og hann er harð- ákveðinn í því að njóta hverrar stundar svo það finnst öllum gaman að vera með í myndunum hans. Og kompaníið sem maður hefur við gerð þessarar myndar er auðvitað með eindæmum skemmtilegt.“ „Ég vildi að myndin yrði eins trú- verðug og hægt var,“ segir East- wood um framleiðsluna. „Til þess að svo mætti verða þurfti Geimvísind- astofnunin að koma okkur til aðstoð- ar og fólkið þar var okkur svo sann- arlega dýrmætt. Það var sjálfsagt talsverður hausverkur fyrir það að taka á móti stómm hópi kvikmynda- gerðarmanna en tökurnar tókust mjög vel og ég gæti ekki verið án- ægðari með árangurinn." Leikararnir þurftu að reyna á sig með ýmsum hætti og meðal annars upplifa þyngdarleysi sem kallað er fram með ákveðnum hætti er reynir mjög á meltingarkerfið. „Ég held að þetta hafi allt gengið að óskum,“ seg- ir Clint. ætli ekkert að láta sig hverfa á næst- unni. Þannig er upphafið á bresku gam- anmyndinni With Or Without You sem Háskólabíó fmmsýnir í dag en hún var áður sýnd í kvikmynda- klúbbnum Filmundi. Leikstjóri er Michael Winterbottom en með helstu hlutverk fara Dervla Klrwn og Christopher Eccleston. Handritið gerir John Forte. Winterbottom hreifst mjög af því. „Þetta var íyrsta handritið hans Johns,“ er haft eftir leikstjóranum, „en skrifin vom mjög slípuð og hann hafði strax áhrif á mann. Það var ákveðinn léttleiki í handritinu sem þú getur fundið í myndum Francois Truffauts.“ Og leikstjórinn heldur áfram: „Ég sé þessa mynd fyrir mér sem einfalda ástarsögu með hinum sígilda ástar- þríhymingi. En þar að auki er um um það hvemig konan upplifir sitt líf, líf- ið sem hana langar að lifa og lífið sem hún telur sig hafa misst af. Rosie og Vincent em við það að verða ævifé- lagar. Þau hafa verið gift í fimm ár og þau hafa ákveðið að eignast bam með allri þeirri ábyrgð sem því fylgir. En það gengur erfiðlega fyrir þau að eignast bam og í millitíðinni kemur þessi maður úr fortíð Rosie og hún verður að velja og hafna.“ Dervla Kirwan, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kann- ast við sem kráareiganda í þáttunum Ballykissangel, leikur Rosle þessa en bæði Wlnterbottom og framleiðand- inn Andrew Eaton höfðu hana í huga í hlutverkið frá fyrstu stundu. „Að vinna með Michael og Andrew er eins og að fá ósk sína uppfyllta," seg- ir leikkonan. „Þeir gáfu mér þetta tækifæri til þess að leika í bíómynö og hlutverk Rosie er að mínu viti sér- staklega bitastætt." Með hitt aðalhlutverkið fer einnig kunnur breskur sjónvarpsleikari, Christopher Eccleston, sem verið hefur að leika æ meira í bíómyndum hin síðari ár. Hann hefur áður unnið með Winterbottum við gerð mynd- anna Jude og Cracker. „Mér fannst það mjög áhugaverð tilhugsun að gera gamanmynd með Michael," segir leikarinn. „Það sem ég kann best við í fari hans er að hann er ekki haldinn neinni tilfinningavellu.“ Með eða án þín Leikarar:____________________ ChristopherEccleston, Dervla Kirwan. Leikstióri:__________________ Michael Winterbottom (Jude, Welcome to Sarajevo, I Want You).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.