Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 2

Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ lUMU Sigríöur Dögg Auöunsdóttir Stærsta hátíðin til þessa Ein stærsta kvikmyndahátíð heims, Kvikmyndahátíö Lund- úna, stendur nú yfír og sýndar verða um 200 kvikmyndir í fullri lengd frá öllum heimshornum auk 65 stuttmynda. Hátíöin mun standa yfir í tvær vikur, er hin fertugasta og fjóröa í rööinni og hin stærsta til þessa. Auk þess að bjóða upp á fjöldann allan af frumsýningum ogfor- sýningum verða einnig á dagskrá sérstakar uppákomur þar sem áhorfendum gefsttæki- færi á aö leggja fram spurningar fyrirvalda kvikmyndageröar- menn og leikara. Frumsýningarmynd hátíðar- innar er kvikmynd Cameron Crowe, Almost Famous, sem byggð er að hluta til á sjálfsævi- sögu hans og segirfrá ungum blaðamanni átónlistartímaritinu Rolling Stone sem fylgir banda- rískri rokkhljómsveit eftir á tón- leikaferöalagi. Meðal hinna 37 kvikmynda sem frumsýndar verða á há- tíöinni eru kvikmynd Ang Lee: Frá Reykja-{e'ks^ór' vík til London. ans heims' þekkta, Angs Lee, sem nefnist á ensku Crouching Tiger, Hidden Dragon, en hún varopnunarmynd Kvik- myndahátíðarí Reykjavík nýlega. Einnig verðurfrumsýnd ný Woody Allen mynd sem nefnist Small Time Crooks en breska leikkonan Tracy Ullman fer þar meö aöalhlutverkið. Meðal stórra frumsýninga eru einnig kvikmynd Kathryn Bigelow, The WeightofWater, sem framleidd er af Sigurjóni Sighvatssyni, og mynd Christopher McQuarrie, The Wayofthe Gun, en McQuar- rie hlaut Óskarsverölaun fyrir handrit sitt að The Usual Suspects. Ennfremur ergert ráð fyrir mik- illi aðsókn í bandarískar myndir á borð við spennumyndina The Contender, með JeffBridges í aðalhlutverki og The Man Who Cried þar sem Johnny Depp fer með eitt aöalhlutverkiö auk Christina Riccí. sem þekktust erfyrir leik sinn í myndunum um Addams-fjölskylduna. Leikarinn Steve Buscemi leik- stýrir kvikmyndinni Animal Factory sem sýnd veröur á hátíð- inni en hann leikstýrði áður myndinni Trees Lounge ogfékk lofsamlega dóma fyrir. Breskur kvikmyndaiðnaður er í blóma um þessar mundir og meðal þeirra bresku kvikmynda sem mest verða áberandi á há- tíðinni eru myndimar The Low Down, sem leikstýrö er af Jamie Thravers og mynd Stephens Frears, Liam, sem báöar hafa hlotið góðan oröstír. Einnig verð- ur sýnd athyglisverö heimilda- mynd um hryllingsmyndagerð sem nefnd hefur verið American Nightmare. Búist er við fjölda stórstjarna á hátíöina, þar á meöal James Caan, Kate Hudson, John Malk- ovich, Gwyneth Paltrow, Billy Crudup, Philip Seymour Hoff- man, Catherine McCormack, Michelle Yeoh, Tracy Ullman og Geoffrey Rush. Allen, sem leikur varaforsetaefni, ogJeff Bridges, sem leikur Banda- ríkjaforseta í The Contender. Hjátrúin í Hollywood Það eru fleiri stéttir en leikarar og trillukarlarsem haldnareru hjátrú og hindurvitnum. Framleiðendur í Holly- wood eru þessu marki brenndir. Þeir harðneita t.d. að frumsýna myndir af stjórnmálalegum toga þegar pólitísk umræða er ofarlega á baugi í þjóðfé- laginu. Líkt og núna er hinir litríku og skörunglegu George Bush yngri og Alhvað hann nú heitir, Gore, kljást um forsetaembættið. Engu að síður braut DreamWorks bannhelgarnar og hóf sýningar á dögunum á The Contender. Vei þeim! Myndin lyppað- ist samstundis niður í aðsóknarlegt skipbrot og hver skyldi hafa verið í aðalhlutverkinu annar en stórleikar- inn Jeff Bridges? Jafnheppinn í hlut- verkavali og endranær. Vei öllum flókahöttum! í DAG verður frumsýnd The Legend of Bagger Vance, önnur mynd með hrikalega hjátrú ífarteskinu. Holly- wood er sem sé á því að síöan á tím- um Guöfööurins og Chinatown þýði ekki að bjóða almenningi upp á myndir þar sem menn ganga með- flókahatta. Nánartiltekið búninga- myndir sem endurskapa tískuna á tímabilinu 1929-59. Reyndarfergott orð af þessari nýju mynd leikstjórans Roberts Redford og fróölegt að sjá hvernig hún plumar sig í samanburði við aösóknarskellina Mobsters, Bug- sy, Havana, Hoffa, Avalon, The Two Jakes, Mullholland Drive, Tucker (einnig með vini okkar, J. Bridges), af nógu er að taka. Matt Damon fer með eitt aöalhlutverkiö í The Legend ofBaggy Vance, hann ætti að varast hattamyndir og hugsa til Mr. Ripley... Lífs eða liðin? Fréttum ber ekki saman um hvort búið sé að slá af myndina Alieö a ekki. Hún átti að fjalla um litríkt lífshlaup hnefaleikakappans hameðs Ali. Þetta var orðið nokkuð áhugavert verkefni því til stóð að Will Smithfæri með hlutverk garpsins og Michael Mann (The Insidet)stjórnaði verkinu. Genginn gagnrýnandi EINN merkasti gagnrýnandi samtím- ans, Vincent Canby, féll frá í vikunni sem leið. Hann mótaði skoðanir mil- Ijóna manna í Vesturheimi og víðar á áratugalöngum ferli sem gagnrýn- andi hjá Variety. Enn frekar á síðari hluta starfsferilsins sem að- algagnrýnandi oggreinahöfundur hjá hinu virta dagblaði The New York Times. Margfróöur, markviss, meö kraftmikiö, þó þægilegtogglettið tungutak. Nefndi sjaldan sjálfan sig. Canby skrifaöi nánastfram á síð- asta dag og engin ellimörk á karli þótt hann væri kominn um áttrætt. Aler Napóleon Franski leikstjórinn ] Patrice Chereau, sem þekktastur er fyrirviöamikla mynd sína um Mar- \ gréti drottningu, hefst senn handa við nýtt mannkyns- sögulegt verkefni, þarsem ersaga af fangelsisdvöl Napóleons Bóna- parte á eyjunni St. Helenu og sam- bandi hans viö dóttur fangavaróar síns. Myndin á að heita Betsyog keisarinn - Betsy and the Emperor og er nú í undirbúningi hjá Storyopol- isdeild Warner Bros. Al Pacino hefur tekið aö sér að leika Napóleon. Al Pacino: Keisari í útlegð. Sjónarhorn j Konur j : og kvikmyndaleikur: Eftir Sæbjöm Valdimarsson , KONUR eru negrarheimsins, “ söng Lenn- on heitinn á sínum tíma. Og haföi margt til sfns máls. Oft hljóta þeir, sem fylgjast með kvikmyndaheiminum, aö I undra sig á skammlífum ferli ieikkvenna, fæö bitastæöra handrita þeim j I til handa, kaupi þeirra og kjörum. Skorti á myndum þar sem kona gnæfir I I yfir karlpersónuna. Vissulega er nokkuö til sem heitir „ kvennamynd. “ Sem erímargra huga einskonar fasismi á borö viö „kvennalisti". Konan á ekki aö þurfa aö eiga skjól í slíkum fyrirbrigöum. Þessi myndverk eiga rétt ásérsem myndir um manneskjur og skilgreiningin væri ekki til í sinni neikvæöu merkingu efallt væri meö felldu. „Neyöin kennir naktri konu aö spinnaþaö á ekki illa viö um kvikmyndaiönaöinn. j Ferill leikkvenna er með ólíkindum stuttur. Ef viö þrengjum hópinn niöur j I í leikkonurí aöalhlutverkum, veröurhann enn snubbóttari. Efviö lítum til i síöustu áratuga kemurglögglega í Ijós aö ekki er um auöugan garö aö I gresja efviö ætlum aö fmna farsælan feril leikkonu. Kíkjum aöeins á örfá dæmi. Jill Clayburgh (44), var í hópi ofurstjarna íkringum 1980. Haföi sannaö sig sem færleikkona í bæöi gaman- og dramatískum hiutverkum í mynd- um á borö viö Silver Streak, Semi Tough, An Unmarried Woman, þegar j kom aö skellinum Hanna K (83). Clayburgh hefur ekki fengið umtalsvert j I hlutverk síöan 93, er hún iék á móti Albert Finney í Rich in Love. I Fyrsta konan sem fékk sambærileg laun fyrir kvikmyndaleik, miðaö viö I karl-ofurstjörnur dagsins, var Demi Moore (62). Sló lítillega ígegn sem unglingastjarna í myndum einsog Blame it on Rio (84) og St. Elmós Fire (85), náöi almennum vinsældum t burðarmeiri verkum líkt og Ghost (90), I A Few Good Men (2) og Disclosure (94). Þegar hér var komiö sögu setti Moore fram þá sjáifsögöu kröfu aö fá laun ínámunda viö (þáverandi) | bónda sinn, Bruce Willis. Þaö gekk eftir en jafnharöan varö Moore æ I minna áberandi á tjaldinu. Hvort sem slæmu myndavali er um aö kenna i (The Scarlet Letter 95, Striptease 96, G.l. Jane 97), fjölgandi árum eöa hálaununum, þá erhin svellandi Moore svo gott sem horfin afyfírborðinu. Kathleen Turner (54), rauk upp stjörnuhimininn af hreinræktuöum sprengikrafti. Enda sannkölluö bomba, kynbomba. Turner er einnig af- bragösleikkona og maöur taldi víst aö hún yröi lífseigari á tjaldinu en raun ber vitni. Allt frá því hún sigraöi heiminn IBody Heat (81), til War ofthe j Roses (89). Allan níunda áratuginn var Turner hin ókrýnda drottning og I kyntröll Hollywood, með stórleik íhverri gæöa- oggangmyndinni á eftir i i annarri; Crimes ofPassion, Prizzís Honor, Romancing the Stone, Peggy I SueGot Married, svo nokkrar séu nefndar. ídag er hún týnd eöa tröllum gefín í leiöindum á borð við Baby Geniuses (98). ! Nýjasta dæmiö um falivalt gengi ieikkvenna er sjáifMeryl Streep (49). ! Hana þarfekki aö kynna fyrir lesendum. Streep hefur staöist tímans tönn beturen nokkur önnurjafnaidra hennarí kvikmyndaborginni. Kom sá og I sigraöi í The Deer Hunter (77), síöan hefur hvert stórvirkiö rekiö annaö í j I hartnærtvoáratugi. Síöan hún iék (undur vel), IThe Bridges of Madison j I County, fyrir fímm árum, hefurStreep ekki fengiö bitastætt hlutverk. I Orsakimareru sjálfsagt margar. Einhverjar líffræöilegar. Afeinhverjum • undariegum ástæöum ganga margir í kvikmyndaiönaðinum (og reyndar víöar) meö þá grillu í kollinum aö karlar haidi betur kynþokkanum en kon- ur, ergráu hárunum fjölgar. Aö mínu áliti skrifast ástandiö fyrst og síðast á reikning handritshöfunda. Þeir einblína á ungpíurnar, þær einar fá j bragömiklu rullurnar. Ekki ofoft hver, meö örfáum undantekningum. Nýj- j I asta dæmiö er Dancer in the Dark, þar sem okkar eigin Björk er þaö eina I I sem stendur uppúr niðurdrepandi leiöindunum. Glórulítið hlutverk frá hendi Lars von Trier, en matarmikiö, og söngkonan gerir þvígóö skil og hleypirháspennu á atriðin sem hún semur, leikur, syngurog dansarsjálf og stjómar. Annars er einsog myndin gangi fyrir vasaljósarafhlööum. Til eru konur sem halda sínum hlut. Stjömur á borö viö Börbru Streis- and, Goldie Hawn. Þær framleiöa myndimar sínar sjáifar - og ráöa í aöal- I hlutverkin. \ L.-----------------------------------------------------------1 Bubbi Morthens er áhugamaður um vissar tegundir kvikmynda og gefur ekki mikið fyrir megnið af því sem bíógestum hefur verið boðið upp á í seinni tíð. Chaplin magnaðasti lista- maður aldarinnar Kvikmyndin og ég Eftir Pál Kristin Pálsson Chariie Chaplin og Akira Kurosawa,“ segir Bubbi. „Myndir Kurosawa sá ég fyrst á mánudagssýningunum í Há- skólabíói í gamla daga og mér þykir hann bera af öðrum leikstjórum á seinni hluta tuttugustu aldar. Mynd- ir hans eins og Lífvörðurinn og Sjö samúræjar eru fyrirmyndir að doll- aramyndum Sergio Leone og þetta eru hasarmyndir sem slá allt út. Þær tengjast auðvitað Islendingasögun- um og Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson er náskyldur þessum myndum. Eg á flestar myndir Kuros- awa á bandi og horfi á þær reglulega. Svo safna ég líka gömlum hryllings- myndum, sérstaklega um Drakúla greifa. Ég er þannig mjög hrifinn af gömlum myndum Hammer-fyrir- tækisins með köppum eins og Christ- opher Lee og Peter Cushing. Þessar myndir, sem maður sá fyrst sem unglingur í Hafnarbíói, voi'u gerðar á fjórum til fimm dögum, en þær slá við flestum nútímamyndum sem eru bara umbúðir og ekkert innihald, mér finnst þær að minnsta kosti hafa voða lítið upp á að bjóða.“ En í fyrsta sæti hjá Bubba er Charlie Chaplin. „Ég horfi á hann aftur og aftur,“ segir hann. „Ég held mikið upp á Einræðisherrann, Gull- æðið og Nútímann. Krakkarnir mín- ir elska hann eins og ég og við horf- um mikið saman á Chaplin. Hann er að mínum dómi sennilega einn magnaðasti, ef ekki sá magnaðasti, listamaður síðustu aldar. Ef við lítum á að árið 2000 eru sex, sjö og átta ára Bubbi Morthens er44 ára. Hann hefurveriö einn mikilvirkasti og vinsælasti rokkari og trúbador landsins undanfarna tvo ára- tugi. Bubbi hefursent frá sér, ýmist einn eðaífélagi við aöra, nokkratugi hljóm- platnaoggeisla- diska og skrifað eina barnabók. í sumarkom út diskurmeð Bellman- söngvum og nýverið safnplatan Sögur 1990-2000. Um þessar mundir er hann aö æfa upp hljómsveit með gítarleikurun- um Guðmundi Péturssyni og Pétri Hallgrímssyni, bassaleik- aranum Jakobi Magnússyni og trymblinum Arnari Geirog stefnir að því að koma fram seinnaí mánuöinum. krakkar grenjandi af hlátri yfir myndum sem gerðar voru á árunum 1920 til 1930, þá segir það allt um hverskonar snillingur hann hefur verið. Bubbi hefur aðeins komið nálægt íslenskri kvikmyndagerð. Hann lék í fyrstu mynd kvikmyndafyrirtaakis- ins Umba, Skilaboðum til Söndru, og samdi lög fyrir Skytturnar og Bíó- daga eftir Friðrik Þór Frið- riksson. „Ég er mjög hrif- inn af myndum Friðriks Þórs,“ segir hann. „Prívat og persónulega er ég hrifn- astur af Bíódögum, en Djöflaeyjan og Englar a1- heimsins eru líka mjög góð- ar. Mér finnst mest varið í Djöflaeyjuna fyrir það hvað hún sýnir alkóhólismann í skemmtilegu, átakanlegu og sterku ljósi. Hvað varðar Engla alheirpsins snertir hún mig mjög djúpt. Ég þekkti Páima heitinn frekar vel, mér fannst bókin frábær og útfærslan á myndinni ekki síður vel heppnuð. Sérstaklega var leikur Ingvars E. Sigurðssonar ofsagóður, og ég var líka hrifinn af Birni Jörundi, sem kom mér verulega á óvart með frammistöðu sinni. Af öðrum íslensk- um myndum sem mér hefur líkað má nefna Fíaskó eftir Ragnar Bragason og sjónvarpsmyndina Blóðrautt sól- arlag eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem mér þykir ein besta mynd sem hefur verið gerð hér heima og toppurinn hjá HrafniJ'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.