Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 8
BÍÓBLAÐIÐ
8 C FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
„I
4
Abbott og Costello: Fjandvinir í Hold That Ghost (1941).
Roy og Trigger: Vinir í vestrinu.
MORGUNBLAÐIÐ
Martin og Lewis: Hér í My Friend irma Goes West.
Þeir sem eru teknir að
hærast, fyllast ljúf-
sárri fortíðarþrá er
hugurinn reikar aftur
til Austurbæjarbíós
bemskunnar, með
Roy og Dale, að
ógleymdum undrahestinum Trigg-
er. Hafnarbíó bauð Abbott og
Costello, Nýja bíó státaði af Gög
og Gokke - Laurel og Hardy. Við
Tjörnina glöddust menn yfir óför-
um Jerrys Lewis og Deans Martin.
Enn eimdi eftir af fyrirbrigðinu í
Tveir á toppnum - myndum Mels
Gibson og Dannys Glover; gott ef
þær hafa ekki runnið sitt skeið á
enda.
Roy og Dale
Kúrekastjarnan Roy Rogers og
kona hans, Dale Evans, risu hvað
hæst af tvíeykjunum hérlendis.
Rogers var gamalreyndur vestra-
leikari og sveitasöngvari, sem hlaut
viðurnefnið „Konungur kúrekanna"
um miðjan fimmta áratuginn. Þá
JV komst þessi vörpulegi náungi í
fremstu röð vinsælustu kvik-
myndaleikara Bandaríkjanna. Oft-
ast var gítarinn nærri, fötin jafnan
hrein og stífpressuð, hvert hár á
sínum stað, garpurinn allajafna
skegglausari en bóndinn á Berg-
þórshvoli. Vinsældirnar fóru dvín-
andi undir miðja öldina, en þá
kvæntist hann Dale Evans og
lukkuhjólið snerist aftur honum í
vil. Við upphaf sjötta áratugarins
voru þau gífurlega vinsæl um allan
heim og meðreiðarsveinninn
George „Gabby“ Hayes, og ekki
síður gæðingurinn Trigger („gáfað-
asti hestur kvikmyndasögunnar"),
urðu til að auka við þær.
^ Vinsældirnar einskorðuðust ekki
við þrjúbíó í Austurbæjarbíó. Að-
dáendaklúbbar hjónanna töldust á
annað þúsund þegar best lét, sá
stærsti, í London, vel að merkja,
og taldi yfir 50 þúsund einstakl-
inga. A sínum blómatíma lék Roy í
sex myndum að meðaltali á ári,
sem nutu aðsóknar 80 milljón
gesta; helftar bandarísku þjóðar-
innar. Galdurinn fólst í eilífum
átökum þar sem snyrtilegasti kú-
reki sögunnar hafði jafnan betur
við rustaralýðinn; snilli gæðingsins
Triggers, gamansamt innlegg
Gabbys, fegurð Dale, að ógleymdu
jóðli og vellulegum söng hetjanna.
Þær börðust drengilega, blótuðu
ekki. Nóg af átökum, þeysireiðum,
.stundum grípandi melódíum og yfir
vötnunum vakti allajafna andi
mannlegrar reisnar og heilinda.
Ekki slæm uppeldisáhrif það. Það
verður ekki af þeim tekið, Roy og
Dale voru tígulegt par og auka-
meðlimirnir fylltu skemmtilega útí
myndina. Þau voru „flott“.
Myndirnar voru undantekning-
arlaust frá B-mynda fyrirtækinu
Republic, þar sem Roy var jafnan
samningsbundinn. Nöfnin gefa
góða hugmynd um innihaldið:
Shine on Harvest Moon (’38), Jeep-
xers Creepers (’39), In Old Cheyen-
ne (’41), Sunset of the Desert (’42),
Man From Music Mountain (’43),
The Yellow Rose of Texas (’44),
Springtime in the Sierras (’47),
o.s.frv., o.s.frv. Báru gjaman með
sér vissan ævintýraljóma vesturs-
ins, loforð um létta skemmtun og
Roy og Dale og öll hin
. . . mTimi
tvieykjanna
Gullöld tvíeykjanna
íkvikmyndum virö-
ist yfirstaöin, íbili
a.m.k. Þau settu
marksitt á alla 20.
öldina, áttu feiki-
legum vinsældum
að fagna um allan
heim, ekki síst um
og eftir miöja
öldina og minnist
Sæbjörn Valdi-
marsson þeirra
helstu.
drengskap. Og dulitla einfeldni. Á
þessu varð engin sjáanleg breyting
þegar Dale bættist í hópinn, síðla á
fimmta áratugnum. The 4 Gay Ra-
nchero (’48), (héti örugglega allt
annað í dag!); Down Dakota Way
(’49), Trigger Jr. (’49), Heart Of
the Rockies (’51).
Un þetta leyti fóru hjónin að
viðra sig annars staðar. Pals of the
IVest (’51), var síðasta Republic-
myndin þeirra, enda dvergstúdíóið
komið að fótum fram. Leið Roys lá
til Paramount, þar sem hann gerði
Son of Paleface (’52), frábæra gam-
anmynd með Bob Hope, þar sem
Roy gerir góðlátlegt grín að sjálf-
um sér. Hjónin stjórnuðu um árabil
vinsælum sjónvarpsþætti þar sem
þau réðu ferðinni, ásamt Trigger
og Buttermilk, hestinum hennar
Dale. í Austurbæjarbíó var ný
kynslóð ungmenna tekin við og far-
in að baula undir sýningum; „Roy
rolla, Trigger dolla“. Öld sakleysis-
ins var greinilega lokið.
Gög og Gokke -
Laurel og Hardy
Stórkostlegir gleðigjafar og vafa-
lítið vinsælasta gaman-tvíeyki allr-
ar kvikmyndasögunnar. Stan Laur-
el, „Gög“, lítill, væskilslegur,
gjarnan vesöldin og vonleysið upp-
málað, á meðan félagi hans, Oliver
Hardy, „Gokke“, var algjör and-
stæða hans, stór og feitur og
manna borubrattastur. í þessari
ólíku samsetningu var galdurinn
fólginn. Kvikmyndahúsagestir velt-
ust jafnan um af hlátri er Ollie var
eilíflega að klúðra hlutunum og
hinn skáldlega vaxni félagi hans að
bjarga málunum með því að rústa
þeim gjörsamlega. Og öfugt.
Það var framleiðandinn Hal
Roach sem leiddi þessa mögnuðu
Laurel og Hardy: Fjandviniríútlendingahersveitinni (Beau Hunks, 1937).
gamanleikara saman um miðjan
þriðja áratuginn. Það tók um ár að
slípa þá saman og finna rétta tón-
inn, að því loknu hófst óslitinn
frægðarferill sem stóð í eina þrjá
áratugi og skilaði af sér á annað
hundrað myndum. 27 eru í fullri
lengd. Efnið er yfirleitt ekki marg-
flókið, galdurinn byggist á lát-
bragðsleik og samspili stjarnanna.
Myndirnar voru vissulega misjafn-
ar að gæðum. Sveifluðust frá húm-
orslausum smáskissum uppí sann-
kallaða gimsteina gamanmynd-
anna. Byggðu yfirleitt meira á
afkáralegum uppákomum og lát-
bragði en sögufléttum og samtöl-
um. Þeir voru vandræðagripir þar
sem stertimennið og þöngulhaus-
inn Hardy var jafnan seinheppnari
og iðnari við að koma öllu í bál og
brand. Það var jafnan svo að er tví-
menningarnir sáu fyrir endann á
vandanum, tókst þeim á hinn bóg-
inn að margfalda hann. Þeir voru
hreint út sagt yndislegir, ekki síst
þegar Stan grét og klóraði sér í
kollinum og Ollie var í sínum
svæsnasta oflátungsham. Hluti af
galdrinum var að yfirgengileg
heimska þeirra og flónsháttur fékk
áhorfendur til að finna sig ofjarla
þeirra. Slík áhrif eru jafnan eftir-
sóknarverð.
Um 1940 sögðu félagarnir sig úr
vistinni hjá Roach og hugðust nýta
frelsið til aukinna umsvifa og
frægðar. Það fór á annan veg því
kvikmyndaverin sem tóku þá uppá
arma sína, MGM og 20th Century
Fox, voru jafnvel enn meira með
fingurna í hlutunum en Roach. Þeir
gerðu hlé á kvikmyndaleik 1945,
ferðuðust um heiminn með sýning-
arflokk og luku ferlinum með Atoll
K (’50), nauðaómerkilegri, ítalskri
gamanmynd. Félagarnir hugðu á
endurkomu í litmyndum um miðjan
sjötta áratuginn, en þær áætlanir
urðu að engu er Ollie fékk slag
sem dró hann að lokum til dauða
árið 1957. Laurel féll frá 8 árum
síðar. Fyndnasta trúðapar sögunn-
ar var þagnað en nafn þeirra mun
haldast á lofti í fjölmörgum mynda
þeirra, og samsettu úrvalsefni sem
sýnt hefur verið í kvikmyndahús-
um eftir fráfall þeirra og ótrúlega
mikið af vel tilhöfðu efni er að fá á
myndböndum.
Abbott og Costello
Abbott og Costello byggðu vin-
sældir sínar á sömu uppskrift og
Laurel og Hardy, gerðu marga
góða hluti þó þeir nálguðust aldrei
fyrirmyndirnar að vinsældum né
hæfni. A og C byrjuðu að leika
saman árið 1931; Abbott var sá
granni og alvarlegi, Costello lítill
og þéttvaxinn. Félagsskapurinn
hófst í sýningarflokkum sem ferð-
uðust um Bandaríkin, þaðan lá
leiðin í útvarpið (’38), ári síðar
tróðu þeir upp í revíu á Broadway.
Þar vöktu þeir talsverða lukku og
léku í sinni fyrstu Hollywoodmynd,
One Night in the Tropics, árið
1940. Hún vakti enga athygli, en sú
næsta, Buck Privates (’41), sló
heldur betur í gegn og halaði inn
10 milljónir dala, sem var ógnar-
legt ríkidæmi á þessum tíma.
Næsta áratuginn voru þeir fasta-
gestir á vinsældalistunum og
myndir þeirra margar komust í
hóp þeiiTa mest sóttu.
Árið 1957 drógu félagarnir sig í
hlé og myndir þeirra, sem urðu
rösklega 30, þykja eldast heldur
illa. Það breytir engu um að hlátra-
sköll gestanna sem horfðu á mynd-
ir félaganna ætluðu að rífa þakið af
Hafnarbíósbragganum „í den“.
Jerry Lewis
og Dean Martin
Lewis og Martin voru lítilsmetn-
ir uppistandarar og söngvarar
m.m. er leiðir þeirra lágu saman
árið 1946. Þeir fóru að troða upp
saman og fyrr en varði höfðu þeir
náð miklum vinsældum og
skemmtu á helstu næturklúbbum
Bandaríkjanna fyrir fullu húsi.
Martin var í hlutverki þess alvar-
lega, söng og var afar glæstur á
meðan Lewis var trúðurinn, aulinn
sem aldrei lét félagann í friði. Þeir
létu ýmislegt fljúga, óhefluð skeyti
gengu á milli og glöddu gestina.
Um 1950 voru þeir einir vinsælustu
skemmtikraftar á sviði um Banda-
ríkin þver og endilöng, og í sjón-
varpi.
Stórframleiðandinn Hal Wallis
sá í þeim hagnaðarvon og léku
Lewis og Martin í 17 myndum á
sjötta áratugnum, áður en leiðir
skildu á nýjan leik. Fæstar eru
þær virkilega eftirminnilegar en
hlutu mikla aðsókn víða um lönd.
Þær minnisstæðustu eru The
Caddy (’53), Artists and Models
(’55) og Pardners, Hollywood or
Bust (’57), sem reyndist síðasta
mynd þessara ólíku grínara, sem
héldu sitt í hvora áttina síðla árs
’56. Langþreyttir hvor á öðrum,
segir sagan.