Morgunblaðið - 07.11.2000, Page 42

Morgunblaðið - 07.11.2000, Page 42
42 C ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ EIGNABORG ® 5641500 FASTEIGNASALA (f Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar .EINBYLI OG RAÐHUS Alfhólsvegur 177 fm raðhús á þremur hæðum, nýleg innrétting [ eldhúsi, suðurgaröur, 38 fm bllskúr. (806) Nýbýlavegur Parhús um 215 fm þar af er bílskúr um 50 fm Fjögur svefnherb., rúmgóð stofa, ALNO innrétting í eldhúsi, suðurgarður. (824) Fannafold Giæsiiegt einbýli um 157 fm. ( húsinu eru vandaðar innréttingar, stór- ar stofur, flísalagt baðherbergi, parket á svefnherbergjum. Stór vestursólpallur, suð- urgarður með vönduðum sólpöllum. Hiti ( stéttum fyrir framan hús og bílskúr sem er um 36 fm Mikið útsýni til vesturs og norð- urs. Einkasala. V. 24,8 m. (836) Réttarsel Parhús um 202 fm Á neðri hæð eru fjögur svefnh. og snyrting, á efri hæð er stofa með arni, sjónvarpshorn, hjónaherb. baðh. og eldhús. Tvennar svalir, mikið útsýni. Auk þess er ófrágenginn kjall- ari, um 100 fm, þar sem gert er ráð fyrir þriggja herb. Ibúð. (837) Hófgerði Einbýlishús, um 142 fm, fjög- ur svefnh. tvær stofur, bllskúrsréttur. Einka- sala. (841) fí Alfhólsvegur 151 fm endaraðhús, .fuíflur svefnherbergi, rúmgóð stofa með 'þárketi, að auki er um 60 fm kjallari þar sem m.a. er sjónvarpsherbergi og snyrting. Mik- ið útsýni, sjón er sögu ríkari. (839) Birkigrund Einbýlishús á tveimur hæðum, með tvöföldum innbyggðum bll- skúr alls um 286 fm Á neðri hæð er bllskúr og rúmgóð 3ja herbergja Ibúð með sérinn- gangi. Á efri hæð eru rúmgóð svefnh. eld- hús, arinn I stofu, tvennar svalir. Einkasala (823) 2JA-5 HERB. OG SERHÆÐIR Digranesvegur 60 fm 2ja - 3ja herb. með sérinngangi á jarðhæð, laus fljótlega. Krummahólar 79 fm 3ja herb. á 6. hæð, nýleg innrétting I eldhúsi, stórar suð- ursvalir, mikið útsýni. Stæði I lokuðu blla- húsi. (843) Furugrund 73 fm 3ja herb. á 3. hæð I lyftuhúsi, góðar innréttingar. V. 9,9 m. (844) Engihjalli 90 fm 3ja herb. á 3. hæð, tvö rúmgóð svefnherbergi með skápum, parket á stofu, suður- og austursvalir (844) Lautasmári 79 fm 3ja herb. á 7. hæð, parket á stofu, fllsar á baði, glæsileg eign, laus strax. (818) Nýbýlavegur 78 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð, tvö svefnh. með skápum og park- eti, rúmgóð stofa, suðursvalir, mjög góð sameign. 27 fm bllskúr. (833) Holtagerði 116 fm efri hæð með sérinngangi I tvíbýli, nýleg innrétting I eld- húsi, endurnýjaðar hitalagnir I Ibúð. Bílskúr um 22 fm (835) NYBYGGINGAR Reynihvammur Hús með tveimur (búðum I suðurhllð Kópavog. Á neðri hæð er um 60 fm 2ja herb. Ibúð með sérinn- gangi. (búð á efri hæð er alls um 160 fm, fjögur svefnh. tvennar suðursvalir. Bllskúr um 30 fm Húsið verður afhent tilbúið að utan til málningar og fokhelt að innan. Grófarsmári Um 225 fm parhús á tveimur hæðum, 25 fm bllskúr. Húsið verður afhent tilbúið að utan, en að innan nánast tilbúið undir tréverk. Mikið útsýni. (825) Ugluhólar Bflskúr um 24 fm, til af- hendingar strax. Fasteianasalan MroSArSA Hverfisgötu 105, nilglUnil 101 Reykjavík. Þuríður Halldórsdúttlr, hdl., lögg. fasteigna- og skipasali. MdHrtwwi lártisa*, þerther Itr, SqtjwBi, ssaá 39(3 3BV7. ^ Simar 551 7270 og 893 3985 - Fasteignavefun(g«w- biwfektts Heraðsdómslögmaóur og byggingameistari tryggja fagleg vinnubrögð I byggingu SÚIuhÖfðÍ 12 Glæsilegt vel hannað 184,5 fm einbýli á einni hæð. Húsið af- hendist fokhelt að innan eða tilbúið undir tréverk og málningu að innan og fullbúið að utan. Góð staðsetnig. Upplýsingar og teikningar á staðnum og á skrifstofu. 2ja herbergja ÁstÚn KÓpaVOgí Mjög góð íbúð í góðu húsi í Fossvogsdal. Vel skipulögð íbúð, með stórum svölum og gott ytra umhverfi. Verð 7,9 m.kr. Atvinnuhúsnæði Hamarshöfði Gotf 300 fm iðnaðar- húsnæði með mikilli lofthæð og stórum innkeyrsludyrum. Góðar loft- og raflagnir. Sér skrifstofubygging fylgir húsnæðinu. Óvenjugott húsnæði og góð frágengin útiaðstaða. Lyklar á skrifstofu. Höfum kaupendur á skrá. Vantar eignir vegna mikillar eftirspurnar. www.hreidrid.is Farsæl fasteignaviðskipti = þekking og reynsla Félag Fasteignasala Haust í sumarlandi FAGURT haust og blíðusumar get- ur verið lýsing veðurfars hér á landi á síðustu mánuðum. Það er eitt ör- uggasta dæmið um að við íslending- ar tökum að hrósa fegurð náttúr- unnar þegar vötn og tjarnir líkjast spegli með kymi yfirborði. Þá finnst mörgum náttúran feg- urst á landi okkar. Við erum vön golu og næðingi. Nýlega las ég í erlendu blaði að langflest innbrot í sumarbústaði væru framin í nóvembermánuði. Það var tryggingafélag sem hafði látið gera yfirlit yfir rán og innbrotatíðni í sumarhús. í þessari grein voru sumarhúsaeigendur eindregið hvatt- ir til þess að ganga sem tryggilegast frá húsum sínum undir veturinn. Helst skyldu eigendur slíkra húsa hafa hlera fyrir gluggum og útidyr- um og reyna að tryggja öryggi húss- ins sem best svo að erfitt væri að komast þar inn og að helst væri ekki hægt að gægjast inn til þess að sjá búnað sem inni væri. Varnir gegn músagangi Hinir óboðnu gestir geta verið fleiri en mannfólk. Það þarf einnig að líta vel eftir hvar mýs geta smog- ið inn í húsið. Þær þurfa svo litlar smugur til að komast inn og geta auk þess stækkað gat eða rifu svo að þær komist inn. Mýs eru nagdýr, eins og við vitum og þurfa ótrúlega litla rifu til þess að komast inn. Því er rétt að veita at- hygli ef einhvers staðar hefur orðið vart við að mús hafi nagað við hurð, þröskuld eða annars staðar þá þarf að loka fyrir frekari ásókn músa t.d. með músaneti að utanverðu. Kunnugt er að mýs sem koma að húsum hlaupa oft fast með hús- veggnum í kverkinni þar sem vegg- ur og jörð mætast. Þess vegna hafa margir tekið upp það ráð að sáldra músaeitri inn í plaströrsbúta sem lagðir eru með nokkru millibili á jörðina í þessa kverk þar sem mæt- ist jörð og veggur eða undirstöður hússins. Þetta mega vera svona 40 til 50 mm gild rör sem mýs geta hæglega hlaupið í gegnum á leið sinni með húsveggnum. Músanet þarf að vera fínriðið vírnet sem neglt er eða heft með heftibyssu á húsið neðanvert þar sem hætta þykir vera á að mýs geti leitað inn, en möskvar þess mega varla vera stærri en 2-3 mm. Það getur líka verið gott að klæða með slíku músneti yfir þröskulda útidyra og neðaná útihurðir hússins. Al- kunnugt er hve fast mýsnar sækja í húsin þegar veður fer að kólna og snjóa tekur. Það er frágangur á vatnsleiðslum, krönum, vatnslásum og hreinlætis- Smiðjan Margs þarf að gæta, þegar sumarhúsið er yfirgefíð að hausti og búið undir veturinn, segir Bjarni Qlafsson. Vanda þarf fráganginn sem best. tækjum sem er áríðandi að vandlega sé hugað að þegar sumarhúsið er yf- irgefið að haustinu. Ef vatn frýs í einhverjum tækjum þá getur það valdið tjóni á dýrum tækjum og kostað dýrar viðgerðir. Margir velja frostlög Margir hafa valið þann kost að kaupa frostlög og setja í salernis- skálina og aðra staði þar sem vatn situr að staðaldri. Þá þarf að vera til á staðnum brúsi með frostlegi svo að bæta megi í salemiskassann. Oft er það sem einhver þarf að pissa áður en lagt er af stað heim og þá þarf auðvitað að bæta aftur frostlegi í vatnskassann og salernisskálina. Það er áríðandi að þetta gleymist ekki. Sumarhús eru stundum höfð með vægum hita á ofnum allan veturinn þar sem hitað er upp með rafmagni og bjargar það auðvitað frá frost- skemmdum. Þá er að muna eftir sumarhúsinu ef illviðri gengur yfir svo að rafstraumur rofni. Þá má ekki gleyma hættunni af frostskemmdum og þarf þá annað- hvort að biðja góðan granna um að líta eftir hita í sumarhúsinu eða að fara þangað sjálfur. Þetta fer eftir vegalengd og aðstæðum hjá hverj- um og einum. Ef svo ber við, þar sem rafhitun er, að straumur fari af í langan tíma þá getur það bjargað frá frostskemmdum að kveikja á kertum inni. Vel þarf að búa um kertin, t.d. að láta þau standa á leir- eða glerfati og vera í öruggum stjök- um ef farið verður frá logandi kert- um. Það gæti orðið dýrkeypt ef eld- ur kviknar í húsinu af þeim sökum. Margir eru svo lánsamir að eiga sumarhús hitað upp með heitu vatni. Það sparar miklar áhyggjur. Þó að stundum verði einnig skaðar af vatnsleka eða gufu og raka, ef bilun verður. Stundum hendir það að vetri til að bleytubletta verður vart á gólfi. Það er auðvitað ávallt hætta á því í húsi sem stendur fleiri mánuði mann- laust, að vatn komist inn. Um getur verið að ræða þakleka eða skaf- renning sem kemst undir þakjárn og bráðnar síðan við ylinn inni. Einnig er hætt við að fíngerður skafsnjór komist inn með glugga eða hurð. Þakleki getur verið vandfundinn en er þó þess eðlis að það er bráð- nauðsynlegt að finna lekastaðinn. Þá er rétt að leita fyrst eftir því hvort nagli hefur lyfst upp úr þak- klæðningunni eða hvort þakplata hefur losnað að hluta til. Nú svo er líka algengt að t.d. járnplötur á þaki ryðgi í sundur þar sem tvær plötur skarast. Þá getur verið erfitt að sjá hvar lekastaðurinn er af því að efri platan liggur yfir ryðgati á undirplötunni. Til þess að sjá svona ryðgat í undir- plötu verður að losa efri plötuna. Þegar svona bilun hefur orðið þarf auðvitað að setja bót yfir gatið og þarf að hreinsa ryð sem undir kann að vera og bera menju, eða ryðverj- andi málningu, yfir áður en ný plata er sett yfir. Það tefur fyrir nýrri ryðmyndun. Ég nefndi gluggahlera hér í upp- hafi. Gluggahlerar eru hið besta þarfaþing á sumarhúsi. Þeir verja gluggana fyrir skemmdum í illviðr- um og varna á þeim skemmdum af regni og snjó. Þá vil ég einnig geta þess að sjaldnar er þörf á að mála eða bera á þá olíu, þar sem glugga- hlerar hlífa gluggunum. Enn er einn kostur ótalinn en það er að glugga- hlerar geta verið til prýði fyrir hús- ið. Viðhald húsveggja Einn er sá þáttur er skiptir miklu máli í hörðum vetrarveðrum en það er að vera iðinn við að mála og olíu- bera veggjaklæðningu hússins að utanverðu. Það er algengt að sumar- hús hér á landi séu með timbur- klæðningu sem regnkápu. Þau hús er áríðandi að bera á olíu eða máln- ingu á svo að klæðningin standist betur tímans tönn og úrkomusama veðráttu. Viðarklæðning verður fljótt grá- leit og gamalleg ef eigendur van- rækja að bera á hana olíu og finnst mér fallegast að blanda dálitlum lit í olíuna, það lífgar og prýðir húsið. Og ef fallega er leikið á litaspil með mál- un glugga og dyra getur sumarhúsið orðið fagurt á að líta, ef tónamir falla vel saman. Mér er ljóst að fyrir mörgum er sumarlandið skemmtilegasti vinnu- staður sem þeir sækja og þeir geta unað þar margar langar vinnustund- ir. Þess vegna eru mörg sumarlönd svo fögur og aðlaðandi. Gróðurreitir hlaðnir jurtum og fegurð er lýsir natni og umhyggju. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Fulltrúar umhverfisnefndar sem sáu um tilnefningu til umhverfisverðlauna ásamt verðlaunahöfum og sveitar- stjóra Hvolhrepps. Frá vinstri: Guðrún Birgisdóttir, Unnar Þór Böðvarsson, Guðjón Árnason, Guðbjörg Gunn- laugsdóttir, Svanhvít Hreinsdóttir og Ágúst Ingi Ólafsson. Umhverfisverðlaun Hvolhrepps árið 2000 Hvolsvelli - Hjónin Guðbjörg _ hrepps að þessu sinni. Hljóta þau Verðlaunin voru afhent að við- Gunnlaugsdóttir og Guðjón Árna- verðlaunin fyrir einkar fallegan staddri hreppsnefnd og umhverf- son í Króktúni 5 á Hvolsvelli og snyrtilegan garð við húseign isnefnd Hvolhrepps í Félags- hlutu umhverfisverðlaun Hvol- sina. heimilinu Hvoli 16. október sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.