Morgunblaðið - 07.11.2000, Side 46

Morgunblaðið - 07.11.2000, Side 46
46 C ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ X Hugsað að hausti Gróður og garðar Gott er að nota haust og vetur til að skipu- leggja framkvæmdir í garðinum. Brynja Tomer elti Björn Jóhannsson landslags- arkitekt í einn dag og komst að ýmsu snið- ugu í tengslum við skipulag garða. Morgunblaðið/Arni Sæberg Óræktarsvæðið bak við hús breytist í fallegt hugleiðsluhorn. Stígur tengir saman þetta svæði og trépall. I fjarska sést Björn benda á gamla steinhleðslu sem hann vill láta laga. HAUST og vetur eru án efa besti tími ársins til að undirbúa breytingar og framkvæmdir á lóð- inni. A haustin er sumarið enn i fersku minni og auðvelt að rifja upp hugmyndir um draumagarð sem auðveldlega getur orðið að veru- leika. Þessi árstími er líka bestur til að flnna landslagsarkitekt til að ráð- færa sig við og jafnvel biðja um að teikna upp hugmyndir að skipulagi * lóðarinnar. Þá er gott að finna verk- taka til garðavinnu að vetrarlagi, því að um leið og frost fer úr jörðu að vori eru þeir flestir orðnir hlaðn- ir verkefnum og ekki til umræðu um neinar framkvæmdir fyrr en ári síð- ar. Eins og Róm verður garður því ekki byggður á einum degi. Skemmtilegasti hluti dagsins í sumar sem leið elti ég Björn Jó- hannsson landslagsarkitekt í einn dag, til að kynnast störfum hans. wMorgunninn fór aðallega í símtöl við viðskiptavini, fundi og tölvuvinnu, en á skrifstofu hans er nútímalegur tölvubúnaður, sem gerir honum kleift að útbúa nákvæmar vinnu- teikningar af lóðum, hvort sem þær eru stórar eða litlar. Meðal annars hefur Björn með höndum skipulag lóða við byggingar í Kópavogi sem rísa munu á næsta ári og segir hann ekkert erfitt að teikna upp lóðir þótt húsin séu ekki enn komin. Þó þyki sér skemmti- legra að endurhanna lóðir við hús sem hægt er að heimsækja. Síðdeg- ís þennan dag fór hann í heimsókn til hjóna sem nokkrum mánuðum áður höfðu keypt sér gamalt hús í Kópavogi. Það var að mínu mati * skemmtilegasti hluti dagsins. Garðurinn var í órækt og hjónin vildu aðstoð við að útfæra hug- myndir og skipuleggja vinnu á lóð- inni. „Hugmyndir húseigenda skipta mestu máli og hlutverk landslagsarkitekts er að skipu- leggja lóðina með óskir eigenda í huga,“ segir Björn og bætir við að flestir eigi það sameiginlegt að vilja eyða sem stystum tíma í umhirðu, svo sem slátt og arfatínslu. „Mér finnst mjög gott að fólk punkti niður hjá sér það sem því finnst skipta máli, til dæmis hvort það vill heitan pott, leiksvæði fyrir börn, stórt dvalarsvæði, foss eða tjörn, og hafi minnispunkta við -A höndina þegar ég kem á staðinn. Einnig er mikilvægt að teikningar af lóðinni liggi fyrir, en þær er yfir- leitt hægt að fá hjá byggingafulltrú- um viðkomandi sveitarfélaga.“ í garði Þráins Vigfússonar og Svövu Edgarsdóttur í Kópavogi er talsverður halli, enda er lóðin í brekku. Þau sögðust vilja ráðgjöf landslagsarkitekts til að fá heildar- sýn yfir það sem hægt væri að gera á lóðinni og ekki síst til að átta sig á hvar væri heppilegast að byrja. Þau kváðust vilja hafa leiksvæði fyrir ^ synina þrjá, rúmgóðan trépall og ™ lítið viðhald. Auk þess höfðu þau efasemdir um nokkrar stórar aspir og birkitré, sem skyggðu meðal annars á fagurt útsýni til sjávar út um stofuglugga. Haldið í gamlar hefðir Þegar Björn gekk með þeim um garðinn sá hann strax að skynsam- legt væri að skipta lóðaframkvæmd- !jT -. % wetnu' L . d-mAiMEÓS tfjlUU’Z ZHtvZhJ'iItAn- ■IWU; 1 -rtér*uv HiriAtAYiAéWlK. UAVP&f OÚfttsriu- Efst sést hugleiðsluhorn Bjöms og til hægri teikning hans af stórum trépalli. -V aV'UUAnuZA V\</ rvccMiv& i mnvti/K pou á.RSA/1 1/ZAuVHtm OUFAtBÝKJiZ VJALLAH'BA-S IV&VtpKt O&AO&WflV JAW15ZUHH ig er úrval túlípana orðið mjög mik- ið, auk snemmblómstrandi lauka eins og vetrargosa og krókusa.“ Skjól skiptir öllu máli Góðir skjólveggir eru að mati Björns lykilatriði, sérstaklega í nýj- um görðum. „Þeir eru nauðsynlegir, í það minnsta meðan gi-óður er að vaxa upp. Vel gróið limgerði veitir betra skjól en skjólveggur, því hann er þykkari og hægir á vindi beggja vegna við sig. Þar til limgerði er fullvaxið er hins vegar nauðsynlegt að notast við skjólgirðingu úr timbri.“ Björn hefur verið iðinn við að halda fyrirlestra og námskeið og heldur meðal annars námskeið fyrir garðeigendur hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar. „Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl og mér finnst mjög gaman að sjá hversu duglegir húseigendur eru að nota haust og vetur til að huga að fram- kvæmdum í garðinum." Sjálfur segist hann nota haust og vetur til að teikna fyrir fólk, auk þess að halda námskeið og fyrir- lestra. „Það er auðvelt fyrir mig að sjá möguleika á nýtingu lóðar og teikna upp hugmyndir, þótt jörð sé snæviþakin. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að fólk fái garð í samræmi við væntingar sínar og að það geti notað lóðina eins og framlengingu á húsi sínu. Með vel útfærðum hug- myndum má segja að hægt sé að lengja sumarið um að minnsta kosti mánuð í hvora átt.“ í lok heimsóknar- innar settist Björn niður með þeim hjónum og teiknaði helming garðsins út frá hugmyndum sem upp höfðu komið. Húseigendur kváð- ust ánægðir og fullir tilhlökkunar að hefj- ast handa við endur- gerð lóðarinnar. Að njóta garðsins vor og haust Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þessi gróður og steintröppur munu víkja fyrir timburverönd með þrepum úr timbri. um í tvennt og taka helming lóðar- innar fyrir í einu. Hann rak augun í gamla hleðslu á lóðamörkunum, sem honum þótti eftirsóknarvert að halda, þótt nauðsynlegt væri að laga hana til. I bakgarði, sem húsráðend- ur höfðu ímyndað sér að yrði aldrei til prýði, sá Björn möguleika á að úbúa fallegt svæði, sem hann kýs að kalla hugleiðsluhorn. Nærliggjandi hús og gróður veita skjól á þessu svæði og þar er bæði unnt að njóta morgun- og kvöldsólar. Það kom á óvart hversu litlu raski hann vildi valda á gróðri og fannst til dæmis „flottur karakter“ í gömlu kræklóttu birkitré, sem hann mælti með að yrði látið standa og meira að segja lagði hann til að í pallinn yrði gert gat fyrir trjástofninn. Greni- tré, sem eru til lítillar prýði, vildi hann ekki láta fella, þvert á fyrri hugmyndir húsráðenda, þar sem hann sagði að þau veittu mikilvægt skjól fyrir norðanátt. Hann lagði hins vegar til að neðstu greinar þess yrðu sagaðar af, til að hressa upp á útlitið og til að hægt yrði að sitja undir trjánum eða rækta þar skugg- sælan gróður. Björn segir að sér þyki mjög gaman að fylgjast með nýjung- um sem _ tengjast görðum. „Ég er til dæmis mjög hrifinn af öllum hugmynd- um sem gefa okkur möguleika á að nýta garðinn fyrr á vorin og lengra fram á haust. Hitagjafar af ýmsu tagi skipta meginmáli og má þar til dæmis nefna svokallaða arinbelgi, sem njóta mikilla vinsælda, enda gefa þeir frá sér varma sem getur skipt sköpum. Einnig er ég mjög hrifínn af hitalömpum sem nýverið komu á markað og lystihúsum, sem eru með þaki en án veggja. Mér finnst sniðugt að setja niður mikið af haustlaukum svo að garð- urinn sé í litadýrð snemma á vorin. Til dæmis er snjallt að setja niður páskaliljur nálægt runnamuru, því hún blómstrar fremur seint og einn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.