Morgunblaðið - 08.11.2000, Page 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Byltingin étur
börnin sín
BYLTINGARBÖRN heitir skáld-
saga sem Björn Th. Björnsson hef-
ur nýlega sent frá sér. Björn sækir
sögusvið sitt og atburði alla í þá
miklu umbrotatíma sem urðu með
þjóðinni um miðbik sextándu aldar
á tímum siðbótar og siðaskipta. I
Skálholt hefur safnast hópur bráð-
efnilegra ungra manna sem eiga
það sameiginlegt að hafa komist í
kynni við hinn nýja sið á námsár-
um sínum á meginlandi Evrópu:
„Sögurammi þessarar bókar er
sá, að á áratugnum 1530 til 1540
safnaðist að í Skálholti, þó nokkur
hópur af ungum og menntuðum
mönnum sem allir höfðu verið ut-
anlands í háskólum og ánetjast
lútherskunni, siðskiptahugmynd-
inni,“ segir Björn Th. Björnsson
um yrkisefni sitt í Byltingarbörn-
um. „Þar voru fremstir í flokki
Oddur Gottskálksson sonur Gott-
skálks biskups á Hólum og Gissur
Einarsson sonarsonur Sigvalda
langalífs og þó nokkuð af öðrum
ungum mönnum. Gísli Jónsson sem
síðar varð biskup í Skálholti annar
á eftir Gissuri og Eggert Hannes-
son, ungur maður sem alinn var
upp í Hamborg og varð síðar hirð-
stjóri. Eftir að faðir hans dó á
Bessastöðum fluttust í Skálholt til
hans tvær systur hans, sem hétu
Katrín og Magdalena, og voru þar
í skjóli hans. Þær voru eiginlega
þýskar að segja, báðar uppaldar í
Hamborg og höfðu þar átt alla sína
skólagöngu. Nú, þessi hópur ungra
manna myndar svo eins konar
laumulegt samsæri um siðaskiptin,
það er að koma á lútherskum rétt-
trúnaði. Þá er biskup í Skálholti
Ögmundur Pálsson, kominn mjög
að fótum fram og orðinn blindur
en hefur samt mikið dálæti á sum-
um þessara ungu manna, einkum á
Oddi og Gissuri sem gegnu honum
til handa. I framhaldi af þessu
verður það svo úr að Oddur sest að
því mikla verki sem við öll þekkj-
um, að þýða Nýja Testamentið svo
að lútherskir prestar, sem áttu eft-
ir að koma og verða, hefðu sér til
halds og trausts Nýja Testamenti
Biblíunnar. Með Oddi Gottskálks-
syni er í Skálholti ung systir hans,
hún er nítján ára þegar hún kemur
í Skálholt, Guðrún Gottskálksdótt-
ir ákaflega eiginviljug að skapi,
snör og dálítið snúðug. Ætlun
Odds bróður hennar er sú að hún
verði eiginkona Gissurar vinar
hans enda rennir Gissur mjög aug-
um til hennar. Þessir ungu menn
halda sína Ieyndarfundi í annarri
skólastofunni í Skálholti, skóli er
ekki í gangi og mana þar hver ann-
an til dáða í þessari baráttu. Á bak
við Ögmund að sjálfsögðu. En nú
gerist það sem veldur miklum
sköpum í ævi Gissurar Einarssonar
að hann þarf að fara til Kaup-
mannahafnar til þess að fá stað-
festingu á yfírráðastöðu sinni í
Skáholtsbiskupsdæmi. Ekki þó
vígslu. Hann fer til Kaupmanna-
hafnar og á meðan hann er í burtu
setur hann til umráða þessari
stúlku Guðrúnu, sem hann hafði
áður heitbundist með löglegum
festum, setur til umráða yfir henni
og móður sinni sem er líka í Skál-
holti staðarráðsmanninn Eystein
sterka Þórðarson. Hann var mikill
maður að kröftum og vöxtum en
blendinn í trúnni því hann var
hálfkaþólskur og líka stúlkan.
Nema nú gerist það á þessum vetri
sem Gissur er í burtu og Eysteinn
á að sjá um stúlkuna, að hann
kemst yfir hana með undarlegum
hætti og þegar Gissur kemur heim
úr þessari Danmerkurferð með
prentað Nýja Testamenti Odds,
sem var prentað í Hróarskeldu, þá
Tvær bækur á
heppilegum tíma
VÍSNABÓK Guðbrands Þorláksson-
ar biskups og fyrsta bindi Ljóðmæla
Hallgríms Péturssonar, komu út nú
á dögunum. Þessi verk hafa lengi
verið í vinnslu, enda mikið verk sem
að baki þeim liggur. Kristján Eiríks-
son var viðriðinn útgáfu beggja
bóka og kvaðst reiðubúinn að segja
nokkuð af þeim. Vísnabókin er gef-
in út á vegum Bókmennta-
fræðistofnunar Háskóla Islands en
Ljóðmælin á vegum Stofnunar Áma
Magnússonar. Margrét Eggerts-
dóttir bar hitann og þungann af út-
gáfu Ljóðmælanna, en var ráðin
sendikennari við Hafnarháskóla áð-
ur en verkinu var lokið að fullu og
öllu. Þau Svanhildur Óskarsdóttir
og Kristján Eiríksson voru þá ráðin
til þess að halda verkinu áfram
meðan hún dveldi ytra eða eins og
Krislján orðaði það: „Við Svanhild-
ur Óskarsdóttir stöndum hvort í
sínu spori Margrétar.“ Jón Torfa-
son og Kristján Eiríksson sáu um út-
gáfu Vísnabókar og sömdu inngang
og skýringar ásamt Einari Sigur-
björnssyni.
Blaðamaður var ekki fyrr sestur í
sætið, sem Kristján bauð, en hann
forvitnaðist um það hvort útgáfan
tengdist á einhvern hátt 1.000 ára
afmæli kristnitökunnar. Kristján
kvað svo ekki vera en hins vegar
hefði báðum verkunum verið lokið á
afmælisárinu og hefði það vissulega
hist vel á.
Með Vísnabókinni 1612 hugðist
Guðbrandur Þorláksson styrkja
hinn nýja sið enn frekar í sessi og
beita til þess hinu bundna máli líkt
og tíðkaðist meðal annarra þjóða.
„Þá hugðist hann með henni vinna á
veraldlegum kveðskap með eigin
vopnurn," útskýrði Krislján, „og
skyldu skáldin nú til dæmis yrkja
kristileg kvæði undir háttum rímna
og danskvæða og yrkja á góðri ís-
lensku." Kristján benti á í framhaldi
af þessu að í Vísnabókinni væri að
finna fjölbreyttan skáldskap, þótt
kristilegur boðskapur væri í brenni-
depli. Margt mætti þar finna átak-
anlegt jafnt sem undur fallegt.
Þótt Guðbrandi hafí ekki tekist
það ætlunarverk sitt, að kveða nið-
ur ókristilegan og veraldlegan
kveðskap og láta menn í staðinn
yrkja undir fornum háttum það sem
væri Guði þóknanlegt telur Kristján
skáldskapinn í Vísnabókinni engu
að síður eftirtektarverðan. I Vísna-
bók sé að finna skáldskap eftir ýmsa
þálifandi höfunda sem kveða undir
ólíkum háttum, en allir hafi þeir þó
hugað nokkuð að þeim skilyrðum
sem Guðbrandur setti um rétta
kveðandi og góða íslensku.
Fyrst eftir siðbreytingu var lítið
um frumorta sálma á íslensku en
mest kapp lagt á þýðingar.
Kristján benti á að fyrstu sálmar í
anda hins nýja siðar hefðu oft verið
hálfgert hrámeti, enda fyrst og
fremst kappkostað að koma efninu
sem best til skila. „Það má kannski
segja að Vísnabók sé sýnisbók
kristilegs kveðskapar tveggja
alda,“ sagði Kristján og taldi víst að
þar kenndi ýmissa grasa fyrir
marga. Þar væri m.a. að finna tvö
helgikvæði eftir Jón Arason og þá-
lifandi skáld kvæðu þar um trúarleg
efni undir háttum sem ekki hefðu
verið notaðir til slíks brúks áður.
Kristján sagði að ekki tækist þar
mæta honum hin óg-
urlegu og sorglegu
tíðindi að Guðrún hafi
orðið barnshafandi
eftir þennan Eystein
og sé flúin í Bræðra-
tungu og hafi eignast
þar þríbura."
Svo Bræðratunga
kemur víða við sögu
þeirra Skálholts-
biskupa?
„Já, það hljómar
kannski dálitið skrýti-
lega að hún skuli flýja
i Bræðratungu rétt
eins og Ragnheiður
Brynjólfsdóttir tveim-
ur öldum síðar. En það er í raun-
inni ekkert skrýtið því Bræðra-
tunga var mesta stórbýli í nánd
Skálholts og þangað er kannski
helst að leita í riauðum."
En sögunni vindur fram?
„Gissur vill fyrirgefa henni þetta
og biður Odd bróður hennar að
gangast í því að kalla hana til
baka, en Oddur segir að það muni
valda þvílíku hneyksli að það geti
eyðilagt alveg þeirra málstað og
framgang þeirra baráttu. Þessi
þijú börn, sem Guðrún elur hálf-
gert á laun, deyja öll þrjú og þá yf-
irfellur hana svo mikil syndarvit-
und og yfirbótarþörf að hún fer
þaðan burtu og gerist förukona.
Bara með öðru fátæku fólki á Suð-
urlandi. Og þannig gengur hún um
sem fátæk förukona, biskups-
konuefnið og biskupsdóttirin frá
Hólum, liggur undir bátum við
Sandhólaferju og Kaldaðarnes.
Gissur hennar hefur spurnir af
henni og ann henni alla tíð en nær
aldrei sambandi við hana né neinn
annar. Þetta verður til þess að
Gissur Einarsson sem er þá enn
kornungur maður, hann er tuttugu
og sjö ára þegar þetta verður, að
það legst á hann óskaplegt hugar-
víl og baráttuþrek hans lamast
mjög. En samt hefur hann það í
gegn nokkru síðar að halda presta-
stefnu sunnlenskra klerka í Mið-
dalskirkju í Laugardal og fá obb-
ann af þessum prestum til þess að
undirskrifa siðbreytingar að fyrir-
skipun konungs. En heitir því og
stendur við að hér
skuli það ekki gerast
sem gerðist í Dan-
mörku, Noregi og
Suður-Svíþjóð, að
konungur leggi hald
sitt á klaustrin og
klaustureignirnar.
Heldur skuli þau ná
því fram sem þau líka
gera að klaustrin
verði gerð að lærðum
skólum, ungmenna-
skólum. Bæði Skriðu-
klaustur, Klaustur í
Þykkvabæ í Veri,
Helgafell og klaustrið
á Kirkjubæ á Síðu,
þar sem raunar stúlkur eiga líka
að læra að lesa. Því þeir hafa það
eftir Erasmusi frá Rotterdam sem
var þeirra lærifaðir meðal út-
Ienskra kennimanna, að það sé við
móðurkné sem börnin læri réttan
kristindóm frekar en undir harðri
föðurhendi. Þannig að það sé
veigamest að stúlkur læri að lesa.“
En nú gerast veður válynd í sög-
unni?
„Það verða hirðstjóraskipti á Is-
landi og inn í landið kemur nýr
hirðstjóri frá Saxlandi sem heitir
Þiðrikur frá Minden og hann vill
koma Ögmundi biskupi frá emb-
ætti og ræna Skálholt. Það spurð-
ist út að Ögmundur biskup væri
mjög auðugur af fé og lausafé og
Þiðrikur ríður með hópi þýskra
hermanna austur í sveitir, rænir
og ruplar á sinni leið. Fer um með
miklum yfirgangi og kemur í Skál-
holt með sína vopnuðu sveit 10.
ágúst 1539. Þá er það sem hinn
mikli atburður gerist að Eysteinn
ráðsmaður Þórðarson safnar kot-
ungum og nærliggjandi fólki að
sér með ákaflega frumstæðum
vopnum og þegar þessir þýsku dát-
ar og hirðstjórinn sjálfur, Þiðrekur
frá Mynden, höfðu gert aðsúg að
Ögmundi Pálssyni í biskupsstof-
unni og haft við hann allskonar illi-
leg orð og hótanir, þá ræðst Ey-
steinn með þessa kotunga sína inn
í biskupsstofuna. Þar verður harð-
ur bardagi sem endar á því að þeir
draga þá særða og hálfdauða út úr
stofunni og draga hirðstjórann
Björn Th. Björnsson
Guðbrandur Þorláksson (1541?-1627)
allt jafn vel. Til að mynda hentaði
rímnaformið illa sumum biblíurím-
um Vísnabókar enda sú tegund
skáldskapar betur sniðin aö æsileg-
um ævintýrasögum og myndríkum
bardagalýsingum.
Öðru máli sagði hann gegna um
kristileg kvæði ort undir vikivaka-
háttum en þar væri margt innilegt
og fallegt, eins og til dæmis Kvæðið
af stallinum Kristí (Nóttin var sú ág-
æt ein) eftir Einar í Eydölum.
Vísnabók er mikill gripur, um 490
tvídálka síður fyrir utan 50 síðna
formála. Letrið er sæmilega stórt
og ætti hún að vera flestum auð-
læsileg. Menn ættu því loks að geta
gengið að þessum forna skáldskap
án verulegrar fyrirhafnar taldi
Kristján.
Kristján sagði fara vel á því að
gefa þá Guðbrand og Hallgrím út á
sama tíma, þar sem Hallgrímur hafi
orðið fyrir miklum áhrifum af
umbótastefnu Guðbrands og þeim
skáldskaparáherslum sem hann
gerði sér far um að innleiða. Auð-
veldlega megi koma auga á álíkt
orðfæri og myndmál. „I raun lét
Hallgrímur þann draum Guðbrands
rætast að trúarlegur kveðskapur
yrði þjóðinni reglulega hjartfólg-
inn,“ bætti Kristján við.
„Passíusálmarnir hafa verið
gefnir út oftar en nokkur önnur ís-
lensk bók,“ fullyrti Kristján og því
ekki ncma von að menn furði sig á
að enn þurfi að gefa út verk Hall-
gríms. Kristján sagði hér vera því
til að svara að.ekki væri verið að
sjálfan að brunninum á vesturhlað-
inu og höggva hann þar! Síðan
taka þeir upp börur og flytja öll
líkin ýmist hauslaus eða í andar-
slitrunum austur í Söðulhólana
fyrir austan túnin og dysja þá alla
og alla hesta þeirra líka þar. Þá
verða þessir ungu Skálholtspiltar
hræddir allir, því þeir óttast að ef
þessar fregnir berist til Danmerk-
ur þá sé allur stuðningur danskra
kirkjuyfirvalda hruninn. Síðan fer
Gissur aftur til Hafnar og fær þá
formlega vígslu í Frúarkirkju og
kemur svo heim vígður biskup.“
En ástmærin og fyrrum heit-
kona hans, Guðrún, á enn og aftur
eftir að koma við sögu í lífi bisk-
ups?
„Gissur kvænist systur Eggerts
Hannessonar, Katrínu, og eignast
með henni barn, dreng sem deyr
svo ungur og Gissur ber til grafar.
Eftir það er maðurinn algjörlega
brotinn og verður ákaflega veikur.
Sögunni lýkur svo við andlát hans
1548, en hann andaðist farinn að
kröftum og mæddur mjög einungis
þrjátíu og sex ára gamall. Fátæk
förukona veitir honum síðustu náð-
armeðulin þegar hann er að
deyja."
Oftlega var það, að Gizur sat
við borð sitt með auða
pappírsörk fyrir framan
sig og fjöðurstafinn í
hendi; hafði ætlað sér að forma bréf,
Halldóri til eftirritunar, en leiddist
út í aðra þanka. Hann horfði langt
fram, lengra miklu en stofan náði,
til fagurra stunda og myi-kra élja.
Þá gerðist það stundum að hann dró
nistið upp úr hálsmálinu, smeygði
festinni yfn- höfuð og lagði þennan
gyllta dýrgripi á mitt blaðið. Oft
skoðaði hann smíðið lengi, en lauk
nistinu síðan upp að aftan og tók of-
ur varlega upp úr smárri hirzlunni
hárlokkinn af henni. Utan um lokk-
inn var bundinn rauður silkiþráður,
sem gerði dökkt hárið enn svartara
og með mildari slikju. Þá bar hann
lokkinn að vitum sér, nefi og munni,
og strauk honum varlega um varirn-
Úr Byltingarbörn
gefa út Passíusálmana sérstaklega
heldur heildarverk Hallgríms. Þótt
undarlegt megi virðast hafa verk
Hallgríms aldrei verið gefin út í
heild og taldi Kristján að útgáfa
Gríms Thomsens frá því fyrir síð-
ustu aldamót kæmist, einna næst því
að geta talist heildarútgáfa en í
hana vantaði þó allar rímur Hall-
gríms og sitthvað fleira. Hann benti
ennfremur á að hér væri fyrst og
fremst um að ræða rannsóknar-
útgáfu fyrir fræðimenn sem síðar
mætti svo byggja á aðrar útgáfur af
verkum skáldsins. Utgáfan er staf-
rétt og með ítarlegum skýringum
byggðum á viðamiklum samanburð-
arrannsóknum á þeim fjölmörgu
handritum sem ljóð Hallgríms er að
finna í.
Kristján sagði Ijóð eftir Hallgrím
vera að finna í um 600 handritum.
Hann benti ennfremur á að mörg
ljóð hefðu verið eignuð Hallgrími
sem vísast væru eftir önnur skáld
og væri í þessari útgáfu gerð tilraun
til að skilja þar á milli þótt sjálfsagt
kæmu þar aldrei öll kurl til grafar.
Kristján sagði heildarverkið
myndu skiptast í fjóra hluta eftir
skáldskapartegundum. Fyrsti hluti
nefnist Ljóðmæli og er þetta bindi
fyrst af fjórum íþeim flokki. Hinir
flokkarnir bera yfirskriftina:
Sálmaflokkar, Rímur og Laust mál.
Líklega munu koma út tíu bindi alls,
og standa vonir til þess að hægt
verði að gefa út eitt bindi á ári.
Méreríhugaðminnast,
mildi Jesú, píslar þín,
hvar munu helst fínnast
hentug orð til (jóða mín?
Engin tunga engla kann né manna
fyllilega fræða þjóð
hvað frelsarann stóð
þá feikna kvöl réð kanna.
Erindi eftir Séra Arngrím
Jónsson úr Vísnahók
Guðbrands