Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Varnar-
leysi o g þrá
BÆKUR
S m á s ö g ii r
í ALLRI SINNI NEKT
Höfundur: Rúnar Helgi Vignis-
son Útgefandi: Forlagið
SKYNDIKYNNI, gömul
kynni, fersk kynni, þreytt kynni
eru uppistaðan í smásagnasafn-
inu I allri sinni nekt. Þar eru
persónurnar sífellt að mætast
eins og af tilviljun. Það eru
sjaldnast rök fyiir því að hittast,
hvað þá kynnast. Þær geta kom-
ið sín úr hvoru landinu og verið
staddar á sama punkti af ein-
hverjum ástæðum, eða hafa
þekkst lengi og látið sig dreyma
hvor um aðra, hvor í sínu ófull-
nægjandi hjónabandinu en það
er ekkert endilega víst að hann
og hún nái saman eftir að þeim
hjónaböndum lýkur.
Þær níu sögur sem í bókinni
eru fela í sér skin og skúrir, líf
og dauða, en í þeim öllum er þrá
manneskjunnar eftir snertingu
við aðra manneskju. Sú þrá get-
ur birst í fallegum og ljótum
myndum. Hún getur birst í
manni sem fer á ströndina á
nektamýlendu og hittir þar óvart
konu sem veldur straumhvörfum
í lífi hans. Hún getur birst í
manninum sem tekur á móti
ungri stúlku frá erlendu landi og
..i eyðir allri sinni sögu í að tala í
einni bunu um sjálfan sig. Hún
getur birst í gagnkvæmri af-
brýðisemi, gagnkvæmum trúnað-
arbresti, falið í sér hættu á út-
skúfun úr vinahópi og svo
framvegis.
Það er ekkert fyrirsjáanlegt í
samskiptum karls og konu í
þessum bráðsmellnu smásögum
Rúnars Helga. Þar eru allir að
bögglast með tilfinningar sínar
og það skemmtilega er að þær
tiifinningar hafa ekki verið snyrt-
ar af höfundi til að líta betur út á
bók. Persónurnar hafa sína galla
sem koma í veg fyrir að sumar
þeirra nái að tjá tilfinningar sín-
ar eða finna samastað fyrir þær.
Þeir eyðileggja jafnvel sambönd
sem eiga annars góða möguleika
og stundum liggur við að lesa-
ndinn segi upphátt: Mikið á nú
annars manneskjan bágt.
Smásögurnar níu eru þó síður
en svo raunasögur. Rúnar Helgi
bregður upp myndum af aðstæð-
um þar sem hann best getur af-
hjúpað persónurnar og þær að-
stæður eru oft fyndnar, jafnvel
pínlegar. Við fyrstu sýn geta
sögumar virst fremur viðburða-
snauðar en fljótlega rennur upp
fyrir lesandanum að hér er ekki
að fjalla um neinar meiri háttar
framkvæmdir mannsandans,
heldur það ailra fínlegasta í
mannlegum samskiptum, smáatr-
iðin sem oft skipta sköpum fýrir
líðan einstaklingsins Þar af leið-
andi gera sögurnar nokkuð harða
kröfu til lesandans um að vera
vakandi fyrir því sem er næstum
ósýnilegt. Það er verið að fjalla
um nokkuð stórbrotin og linnu-
laus innri átök. Þau eru vel
meitluð inn í textann þótt hlut-
irnir líti ósköp vel út á yfir-
borðinu.
En persónurnar eiga ekki bara
samskipti hver eftir sínu höfði.
Það er samband á milli tilfinn-
inga, hugsunar og líkama hjá
þeim, þótt á því sambandi geti
verið nokkrar slaufur. Þær eru
af holdi og bióði og því hafa sög-
urnar erótískan blæ. Erótíkin
eru misjafnlega ágeng, allt frá
því að birtast aðeins sem þrá yfir
í að vera nokkuð berorðar lýsing-
ar en afhjúpa nær undantekning-
arlaust varnarleysi persónanna.
Rúnar Helgi hefur einkar gott
vald á smásagnaforminu, skapar
skýrar persónur og helsti kostur
hans, írónían, nýtur sín mjög vel
í þessum sögum.
Súsanna Svavarsdóttir
Stuttar sögur um
stóran sannleika
BÆKUR
Smásögur
GULA HÚSIÐ
Eftir Gyrði Elíasson. Útgefandi
Mál og menning, Vaka-Helgafell
2000. Prentvinnsla: Prentsmiðjan
Oddi hf. 125 bls.
SMÁSAGNASAFNIÐ „Gula hús-
ið“ er sjöunda smásagnasafn Gyrðis
Elíassonai’, en hann hefur einnig sent
frá sér ellefu ljóðabækur og tvær
skáldsögur, svo höfundarverk hans
er orðið mikið að vöxtum.
í skáldskap Gyrðis má víða sjá að
honum er hið smáa hugleikið, hann
dvelur við smáatriði, hversdagsleg
augnablik og einfalt myndmál. Það
smáa er þó einungis farvegur fyrir
hið stóra, því hann fjallar fremur öðru
um gnmdvallaratriði sammannlegs
lífs; lífið, dauðann, óttann og gleðina,
hið augljósa og það afstæða. I stuttu
máli; þær hliðar mannlegrar tilveru
sem við öll þekkjum innra með okkur.
Sumar þessar kenndir eru nátengdar
daglegu lífi, aðrar tilheyra draumum
okkar og enn óræðari tilverustigum
þar sem mörk tveggja heima skarast.
Allar sögur „Gula hússins" eru
stuttar og birtast lesandanum fyrst
og fremst sem einskonar myndir er
hverfast um einn atburð eða eina
hugmynd. Þær tengjast víða innbyrð-
is og margar þeirra eru eins og til-
brigði eða stef við sömu hugmyndina.
Við lestur sagnanna koma því smám
saman í ljós nokkrir þræðir sem
tvinna sögumar saman svo bókin
myndar heildstæðan hugmyndaheim.
Einn þessara þráða felst í sam-
skiptum barna og fullorðinna. Marg-
ar sagnanna tefla saman tveimur eða
fleiri kynslóðum, svo sem upphafs-
sagan „Brúni hesturinn" sem fjallar
um ósamræmið á milh drauma
bernskunnar og raunveruleika full-
orðinsáranna, „Maðurinn [...] hugsaði
sig lengra og lengra aftur í tímann, til
daganna meðan hann var enn lifandi'‘
(bls. 6) segir þai- um aðalsöguhetjuna
sem vitjað hefur bernskuslóðanna
með konu sinni og dóttur.
Aðrar sögur á borð við
„Undir íjallinu", „Enginn
er einn“ „Tuberculosis
1944, „Blinda“ og „Að
heiman“ fjalla um börn
sem aðstæðna sinna
vegna þurfa að takast á
við sinn innri mann til að
bregðast við umhverfinu
og/eða einmanaleikanum.
Drengurinn sem er „að
heiman“ og getur ekki
sofið fyrir einmanaleika
„reynir að ímynda sér að
tunglið sé glampandi hlý
sól sem skíni inn um
gluggann." (Bls. 115.)
Með einföldu myndmáli á borð við
þetta tekst Gyrði að koma miklu til
skila um andlegan veruleika sögu-
persóna og færa þær í þá nálægð við
lesandann að hann finnur vel fyrir
þeirri ógn og þeim ótta sem að þeim
steðjar.
Allar sögur bókarinnar eiga það
sammerkt að fjalla um innra líf sögu-
persóna við ákveðnar kringumstæður
sem oft hafa mjög beina skfrskotun í
táknmál sem allir þekkja. Áberandi
tákn í bókinni sem heild er fjallið;
drengur sem liggur berklaveikur fyr-
ir dauðanum horftr á fjallið í spegli úr
rúminu sínu um leið og hann horfist í
augu við dauðann nálgast. Undir lok
sögunnar þegar hann finnur blóð-
bragð sjúkdómsins í munninum birt-
ist honum fjalhð „logandi bjart, eins-
og fjall í draumi sem mig dreymdi
einhvern tíma“. Þannig sættfr hann
sig við hlutskipti sitt af æðruleysi og
hafnar tímabundinni undankomu
sem pabbi hans býður honum út í það
líf sem þeir lifa sem eiga framtíð fyrir
sér. I sögunni „Kofinn" birtist fjallið á
svipaðan hátt sem táknmynd fyrir
„Tímans tönn“ er að lokum vinnur á
okkur öllum, og í sögunni „Undir
fjallinu“ hleypur lítil, óþekk stúlka á
vit látins afa síns í fjallinu, þar sem
hún er komin í ógöngur eftir að hafa
strokið að heiman. Sagan „Fjalfræð-
an“ færir þessar sögur í kristið sam-
hengi en þar spinnur Gyrðir af kímni
út írá kristnu táknmáli og ræðu
frelsarans á fjalhnu.
Það „fjall“ sem sögu-
persónur þurfa að búa
við í þessari bók er þó
íslenskt því ræðumað-
rnfnn stendur á Álfa-
borginni sjálfri, tákn-
mynd íslenskrar þjóð-
sagnaarfleifðar.
Gyrðir sækir mynd-
mál sitt því ekki ein-
ungis í kristinn hug-
myndaheim heldur
færir íslenskan hvers-
dagsleika inn í kif stna
hugmyndafræði.
Hann vísai- einnig í
gríska goðafræði, í
sögunni „Hádegisflug", og íslenskar
þjóðsögur, í sögunum „Grásteinninn"
og „Sjór og land“. Þetta gerir hann án
þess að hverfa frá því sögusviði sem
íslenskum lesendum er svo kunnug-
legt, nema til að ljá sögunum þann
ókunnugleika er brýnir skilning okk-
ar á tengslum innri og ytri veruleika.
Sama hlutverki gegnir annað
myndmál í þessum sögum. Þar
bregður víða fyrir fiskum og ávallt í
táknrænum skilningi andlegrar auð-
legðar. Ljós og vitar loga til að vísa
fólki veginn að sínum inmf manni,
eyðingarmáttur eldsins getur bæði
falið í sér blessun og endalok. Rithöf-
undar skjóta nokkrum sinnum upp
kollinum í þessari bók og bækur eða
lestur kemur víða fyrir, meira að
segja rithöfundar á borð við William
Heinesen og Karen Blixen skjóta upp
kollinum í sögum þar sem ungæðis-
legri vanþekkingu er teflt á móti
seinni tíma þroska og skilningi.
Sú litla og yfirlætislausa bók sem
„Gula húsið“ er leynir því mikið á sér.
Sögumar eru, þrátt fyrir einfaldleika
á yfirborðinu, margslungnar og
þrungnar táknmáli sem gefa þeim
rneiri dýpt og táknrænt gildi í sam-
hengi hvenf við aðra. Gyrði Eh'assyni
tekst með látleysi og ákaflega öguð-
um vinnubrögðum að skila stuttum
sögum um stóran sannleika á eftfr-
minnilegan máta.
Fríða Björk Ingvarsdóttir
Gyrðir Eliasson
Nýjar bækur
Yandamál miðaldra kvenna
• ÚT er komið heildarsafn ljóða
ísaks Hai’ðarsonarsem hlotið hefur
nafnið Skýfyrirský.
í fréttatilkynn-
ingu segir: „Hér
er að finna allar
ljóðabækm-
skáldsins, alltfrá
verðlaunabókinni
Þriggja orða nafii,
sem kom út árið
1982,tilHvítsís-
bjamar frá árinu
1995. ísak hefúr
fyrirlönguunnið
sér sess sem eitt
besta ljóðskáld sinnar kynslóðar.
Hann kvaddi sér í upphafi hljóðs sem
gagnrýnið skáld sem brást við aug-
Ijósu stefnuleysi hins vestræna neyslu-
samfélags með háði, útúrsnúningi og
háværu ákalli um eitthvað annað en
daglegt brauð stórmarkaðarins. Æ
síðan hafa ljóð hans einkennst af knýj-
andi þörf til að greina kennileiti í nú-
tímanum, stefnu í öngþveitinu. Þau
geyma djúpa vissu um að handan alls
sé sannleikur og vissa sem hvorki möl-
ur né ryð fá grandað; óbijótandi him-
inn. En í þeim er ekki síður skopskyn,
leikgleði og innsæi sem vart er hægt
að kalla annað en spámannlegt.
Andri Snær Magnason ritar inn-
gang en á síðasta ári sendi hann frá
sér bókina Maður undir himni sem
fjallar um trú í ljóðum Isaks.“
Útgefandi er Forlagið. Kápu hann-
aði Katrín Sigurðardóttir og Egill
Baldursson hannaði ogbraut um
bókina. Bókin erprentuð íprent-
;.smiðjunni Odda. Hún er441 bls.
Leiðbeinandi verð er 4.490 krónur.
BÆKUR
Skáldsaga
INGA OGMÍRA
eftir Marianne Frederiksson. Sig-
rún Ástríður Eiríksdóttir íslensk-
aði. 254 bls. Vaka - Helgafell.
Prentun Oddi hf. Reykjavik, 2000.
AÐ VERA Svíi hlýtur að vera
huggulegt. Meiri og betri en aðrir.
Aðalpersóna sögu þessarar er sænsk
menntakona, tæplega fimmtug, vin-
kona flóttakonu frá Chile. »Hún var
hávaxin kona jafnvel af Svía að vera.«
Þar sem hún varð að vera dul og fom-
em hafði hún árum saman »æft sig í
að tala án þess að segja nokkurn
skapaðan hlut að hætti Svía. Halda
fólki í hæfilegri fjarlægð.« Hinir
framandi gestir máttu líka vita »að í
Svíþjóð hefði kvenfólkið sömu réttindi
og karlar. Þær ynnu fyrir sér sjálfar
og tækju eigin ákvarðanir.« Minnt er
á að »Svíar urðu fyrstir í heimi til að
setja lög um almenna skólaskyldu.
Frá 1842 hafa öll böm lært að lesa.«
Undir sögulok má útlendingurinn
reiða sig á að »sannarlega var hægt
að treysta Svíum.« Þar á móti er
Chilekonan að kikna undan ofríki
endurminninganna. Hún hafði orðið
að hverfa úr landi með fjölskyldu
sinni þegar Pinochet steypti Allende.
Maður Míru hafði goldið þess að hann
var í einhvers konar andspymuhópi
gegn harðstjóranum. Sjálfur stjóm-
aði hann heimili sínu af ekki minni
myndugleik en Pinochet vildi stjórna
ríkinu. »Hann talaði ekkert við mig,«
upplýsfr Míra, »en ég varð að vera til
taks á nætumar. Hann vildi fá heitt te
og nýbakað brauð þegar hann kom
heim.« Þegar til Svíþjóðar kom missti
hann völdin yfir fjölskyldunni og
brotnaði niður. Þaðan var hann svo
sendur til Argentínu á kostnað
sænska ríkisins!
í sögu þessari, sem hefst vorið 1988
- Míra er þá búin að dveljast í fimm-
tán ár í landinu - fylgja hremming-
amar í Suður-Ameríku flóttafólkinu
eins og dimmur skuggi. Svíar höfðu
þá fyrir löngu byggt upp velferðar-
kerfi sitt. Og meir en svo. Því þeir
vora jafnaðarmenn að hugsjón, afar
virkfr í heimspólitíkinni og studdu
róttækar vinstri hreyfingar um heim
allan. Það kom því af sjálfu sér að
flóttamenn frá Chile skyldu leita at-
hvarfs í landi þeirra. Þar settust þeir
að tugþúsundum saman. Svíar töldu
sér í sama máta skylt að taka vel á
móti þeim. Það er í þá vera sem
sænska konan, Inga Bertilsson, býð-
ur Edermira Narvaes og fjölskyldu
hennar stuðning sinn og vináttu.
Skarð hafði þó verið höggvið í hópinn
því einn sonur Míra hafði látið lífið í
Chile. Og dóttir hennar var horfin þar
í landi. Lengi vel veit hún ekki hvort
hún er lífs eða liðin. Hún verður að
fara til Skotlands til að komast að
hinu sanna - að stúlkan hafði látist í
fangabúðum þar í landi.
Konumar era ólíkar en eiga þó
margt sameiginlegt. Þær eru á sama
aldri, báðar fráskildar og báðar eiga
uppkomin böm. En lundarfar þeiira
er eins og suðrið og norðrið. »Inga var
í hópi hinna viðfelldnu Svía, eilíf vin-
semd þeirra stóð í vegi fyrir raun-
veralegri vináttu.« Míra er þar á móti
opinská og skapmikil. Fjölskyldumál-
in og minningamar frá æskuáram
auk slæmrar reynslu af misheppnuðu
hjónabandi halda drjúgum vöku fyrir
þeim. Báðar reyna að stilla í hóf dag-
fari sínu en láta þó fremur stjómast af
tilfinningingum. Stundum er hlegið
en mörgum táram er líka úthelt. Oft-
ar en ekki hættir konunum til að
dæma viðbrögð annarra út frá eigin
geðflækjum. Míra syrgir böm sín
sem létust voveiflega. Inga óttast að
eiginmaðurinn fyrrverandi, sem er
svoli og óþverramenni sem reyndi að
misnota dætur þeirra og stal pening-
um frá annarri konu, kunni að knýja
dyra hjá henni að nýju. Ennfremur er
hún smeyk um að dætur hennar tvær
muni ekki sýna nægilega gætni og
fyrirhyggju í samskiptum sínum við
karlkynið. Dapurleg reynsla hennar
sjálfrar ýfir einatt upp þann gran.
Höfundur tekur þann pól í hæðina
að lýsa fólki og atburðum opinskátt
fremur en gefa í skyn og fer þar að
dæmi skemmtisagnahöfunda. Þar
sem konunum er báðum óljúft að
ljóstra upp sínum innstu hjartans
málum verður höfundurinn að leiða
lesandann inn í hugarheim þeirra og
rekja í sundur tilfinningaflækjumar.
Hann kafar þó engan veginn djúpt í
sálarlíf söguhetja sinna. Atökin verða
að sama skapi yfirborðsleg. Ekkert er
gefið til kynna sem ekki verður tjáð
berum orðum. Þetta era vandamála-
bókmenntir að hætti Skandínava.
Þjóðfélagið er orðið svo fullkomið að
ekki er lengur hægt að skeyta skapi
sínu á því. Eftir standa einstakling-
ai’nir sem í ófullkomleik sínum takast
á við eigin vandamál, það er að segja
fjölskyldu- og tilfinningamálin. Og
þau verða seint auðleyst! Raunar er
þetta orðin svo margsögð saga að hún
mun varla koma framar á óvart. En sé
horft til fjölmiðlaumræðunnar nú um
stundir verður ekki annað sagt en bók
þessi sé rækilega í takt við tímann.
Inga og Míra mun teljast til kvenna-
bókmennta í þeim sldlningi, að þama
segir langmest frá konum. Og þær lifa
og hrærast í reynsluheimi kvenna eins
og sagt er. Karlar era einungis í auka-
hlutverkum. Þegar öllu er á botninn
hvolft er takmarkað rúm fyrir þá í sög-
unni. Inga nýtur velgengni í starfi sínu.
En vinnan kemur sama og ekkert inn í
myndina. Eiginmenn Ingu og Míra,
sem urðu þeim sannkallaðir örlaga-
valdar, era báðir horfnir til fjarlægra
landa og koma hvergi fram í dagsljós-
ið; birtast aðeins sem daufir skuggar í
endurminningu kvennanna. Sögunni
lýkur við ósvikinn íognuð þeirra og
annarra viðstaddra þegar Pinochet er
handtekinn í Bretlandi að kröfu
spænsks dómara.
Ætla má að bók þessi verði fyrst og
síðast metin eftir boðskap þeim sem
hún flytur. Ef litið er á hlut þýðanda
og útgefenda sérstaklega er ekkert
nema gott um þá hlið málsins að
segja.
Erlendur Jónsson
ísak
Harðarson