Morgunblaðið - 15.11.2000, Síða 3

Morgunblaðið - 15.11.2000, Síða 3
MORGUNB LAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 C 3 (• HOTTA / W STÓRLEIKUR Grótta-KR v. Haukar íþróttahús Seltjarnarness í kvöld, miðvikudaginn 15. nóv. kl. 20 Lyftir Alfreð sér upp? Er Einar Baldvin framsóknarmaður? Veistu hver Bubbi er? Verður Óli lár í nýja „dressinu“? Þessum spurningum verður svarað á Nesinu í kvöld — ekki missa af því. BIIASALA B0LUR RCyKJAVÍKUR Morgunblaðið/Kristinn Ámi Gautur á æfingu hjá Guðmundi Hreiðarssyni í gær í Varsjá. Ámi Gautur klár í slaginn ÁRNI Gautur Arason, markvörður Rósenborgar, verður væntanlega í marki íslands þegar flautað verður til leiks á Legia-vellinum klukkan 17 að íslenskum tíma í dag. Árni Gautur hefur að undanförnu fundið fyrir eymslum í hægri ökkla og rist en segir það ekki há sér neitt í markinu, það eina sem hann finni fyrir sé að taka markspyrnur. nokkrum sinnum frá samherjum sínum þannig að hann varð að sparka frá markinu og það hefði gengið vel. Um leikinn í dag sagði markvörð- urinn að hann legðist ágætlega í sig. „Eg veit nú afskaplega lítið um pólska liðið en veit þó að Pólverjar hafa verið á mikilli siglingu undan- farið ár, þeir byrjuðu vel í riðlinum sínum þó herslumuninn hafi vantað á að þeir kæmust áfram. Þetta verð- ur án efa erfiður leikur og fínt tæki- færi fyrir okkur til að slípa enn frek- ar saman liðið hjá okkur, reyna að leika þétta vöm og sækja þegar færi gefast. Völlurinn er ágætur sýnist mér, en hann er dálítið laus í teignum en maður hefur séð það miklu verra og markvörður Pólverja þarf líka að fást við lausan jarðveg þannig að það kemur jafnt niður á báðum liðum.“ Eg er orðinn alveg þokkalegur og verð örugglega orðinn góður um áramótin því við spilum í næstu viku á Spáni og síðan Skúli Unnar aft“r sJö™da des; Sveinsson ember. Eftu- það skrifar kemur hlé og ég kem frá Póllandi heim og er alveg viss um að þá næ ég mér góðum,“ sagði Ami Gautur eftir æfingu í gær. Kappinn þótti standa sig mjög vel í leik Rosenborgar og Bayern Munchen í síðustu viku, varði hvað eftir annað meistaralega og var sagður maðurinn á bak við að Ros- enborg komst í UEFA-bikarkeppn- ina. Hann er samt með báða fætur á jörðinni yfir velgengni sinni: „Það gekk mjög vel og var virkilega gam- an að ná svona góðum leik þegar á þurfti að halda,“ segir hann. Árni Gautur tók ekki útspörkin í leiknum, en sagðist hafa fengið boltann ■ " r r *%»*&»* ‘Á m, > MARKVERÐIR í fslenska hópnum í Póllandi eru þrír, Ámi Gautur Ara- son og Birkir Kristinsson eru mark- verðir landsliðsins og Guðmundur Hreiðarsson sér um þjálfun þeirra. Birkir og Ami Gautur hafa báðir verið lítilsháttar aumir í hægri ökkla og hafði Guðmundur á orði á mánudaginn að þetta virtist smit- andi hjá þeim. í fyrrinótt vildi síðan ekki betur til en svo hjá Guðmundi en að hann meiddi sig á hægri fæti. Hann vaknaði um nóttina og þurfti að bregða sér á snyrtinguna og vildi ekki kveikja ljósið. Þegar hann hugðist ganga til rekkju á ný vildi ekki betur til cn svo að hann rak hægri fótinn í rúmkantinn þannig að skinnið fiagnaði talsvert af hægri ristinni og ökklanum. Smitandi hægri fótur? 58. land- iðhjá Sigurjóni LÆKNLR knattspyrnu- landsliðsins, Signrjón Sig- urðsson, hélt upp á kom- unatil Póllands enda er þetta 58. landjð sem hann heimsækir. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég á að telja þetta núna eftir að löndin í Austur-Evrópu skiptust, en ef ég tel þau bara upp á gamla mátann þá er ég með 57 lönd. Annars held ég að það megi telja Vatíkanið með, það er ríki og þá er Pól- land 58. landið sem ég heimsæki," sagði læknir- inn. Félagar hans setja mikinn þrýsting á að hann korni með liðinu til Indlands í janúar, en þá hafði læknirinn hugsað sér að vera á skíðum á ftalíu með eiginkonu sinni. „Ég ákvað að fara í jan- úar á skíði því það er sá mánuður þar sem minnst- ar líkur eru á að við séum að leika landsleik í fót- bolta,“ sagði Siguijón og virtist ákveðinn í að fara á skíði þó svo félagar hans í ferðinni séu ekki eins vissir. Morgunblaðið/Kristinn Eyjólfur Sverrisson með heimasíðu sína á tölvuskjánum. Eyjólfur með frum- lega heimasíðu jjgYJÓLFUR Sverrisson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leik- maður með Herthu Berlín, gerir fleira en að leika knattspyrnu, hann er meirihlutaeigandi í hugbúnaðar- fyrirtæki í Berlín og fylgist vel með því sem þar fer fram. Fyrirtækið blómstrar og flytur meðal annars í nýtt húsnæði í næsta mánuði. Heimasíða Eyjólfs, www.sverris- son.de er einnig skemmtileg en þar flytur hann fréttir af gangi mála hjá félaginu í fólboltanum auk þess sem hann er með spurningar sem hann leggur fyrir lesendur og er dregið úr réttum lausnum og í verðlaun þessa mánaðar er til dæmis lands- liðspeysa Eyjólfs árituð af honum. Á síðunni geta Þjóðverjar einnig lært pínulítið í íslensku og þar er að finna matreiðsluhorn þar sem Eyjólfur læðir inn íslenskum réttum þegar vel liggur á honum. „Við byrjuðum með fyrirtækið, sem heitir apliQ í apríl og nú vinna þar sextán manns og hafa meira en nóg að gera. Við sjáum meðal ann- ars um að setja upp heimasíður og þjónusta þær og svo erum við með hönnun og ýmislegt er í gangi meðal annars nokkurs konar háskóli á Netinu. Við erum að hefja mikla vinnu með banka í Þýskalandi og þar er margt að gerast í þessum málum. I sumar var mikill leikur í Þýskalandi þar sem maður átti að fela sig, en þurfti jafnframt að vinna ákveðin verkefni. Ef einhver fann hann þá fékk viðkomandi 10.000 dollara en ef honum tókst að vera í felum í ákveðinn tíma fékk hann sömu upphæð. Menn þurftu að fara inn á heimasíðuna og fylgjast með því hann varð að fara reglulega inn á síðuna og vera þannig stöðugt í sam- bandi. Við vorum með skanna sem sýndi á hvaða svæði hann var,“ segir Eyjólfur. Spurður um hvort hann sé mikill tölvukall segist hann nota tölvu mik- ið. „Ég hef mikinn áhuga á tölvum og nota slík tæki mikið til dæmis til að fylgjast með því sem er að gerast heima, hlusta á fréttir að heiman og horfa á sjónvarpið og lesa blöðin," sagði Eyjólfur. Margir Tómasar í ÁTJÁN manna Ieikmannahópi Pólveija eru tíu leikmenn sem koma frá liðum utan Póllands og átta heimamenn ef svo má að orði komast. Einn nýliði er í hópnum, varnarmaðurinn Tomasz Kos, sem leikur með Niirnberg í Þýskalandi. Annars vekur athygli að í þessui átján manna htípi eru sjö sem bera fornafnið Ttímas, eða Tomasz eins og það er skrifað á þeirra tungu- máli. Fjórir þeirra eru varnar- menn, tveir miðjumenn og einn sóknarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.