Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 BÍÓBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Franskar gyðjur FRÓNSK kvikmyndagerð stendur íblóma eftir iægð níunda áratugarins og því hafa franskar ieikkonur verið mjög áberandi, enda hafa þær úr miklu að moða um þessar mundir. Það vekur athygli að konurá öllum aldurs- skeiöum fá að njóta sín í spennandi hlut- verkum - hin óhemjulega æskudýrkun norðurlandanna hefur aldrei verið ríkjandi í París nema í vissum klúbbum á Saint-Denisgötu. Enda hafa Frakkargjarnan á orði að feg- urst sé konan um fertugt. Þetta á vel við leikkon- una Nath- alie Baye (reyndarer hún vel yfir fertugt en Baye: Feneyja- ber það verðlaun. ekki með sér), sem hefur verið í sviðs- Ijósinu undanfarið, en ásamt Catherine Deneuvevat hún ein af fremstu leikkonum nýbylgjumanna og vann m.a. með Godard, Blier, Pialat og Truffaut. Sá síðastnefndi veitti Nathalie fyrsta alvöru- hlutverkið í kvikmyndinni La Nuit amérícaine (Ameríska nóttirí) þegar Nathalie var ný- útskrífuö úr leiklistarskóla ár- ið 1973. „Nathalie var ósköp sæt þegar hún varyngri," seg- ir í nýjasta hefti kvikmynda- blaðsins Studio, „en eftirfer- tugt varö hún gullfalleg og nýtur sín núna til fullnustu. Hún er í senn einföld og dul- úðug, sem er spennandi blanda." Nathalieíékk mikið lof fyrir nýjustu kvikmynd hinn- ar upprennandi kvikmynda- gerðarkonu Jeanne Labrune, Qa ira mieux demain (Á morg- un gengur betui) en þar leikur hún skemmtilega tauga- trekkta konu sem finnur sér lítið til dundurs og drekkir sér því í hversdagsleikanum. Nathalie er ákaflega opin leikkona sem vílar ekki fyrir sér að taka að sér djörf hlut- verk og ganga fram af áhorf- endum. í Selon Matthieu (Samkvæmt Matthíasi) eftir Xavier Beauvois. sem veröur frumsýnd bráölega, leikur hún eldri konu sem verður ást- fangin af ungum manni. Nath- aiievakti mesta athygli fyrir hlutverk sitt í Une Liaison pornographique (Klámfengið samband) eftir Fréderic Font- eyne, sem tekur á djörfum kynórum. Sjálf segir Nathalie að myndin hafi verið stærsta gjöfin á leikaraferli hennar þar sem hún þurfti að takast á við mjög ögrandi kvenhlutverk. Fyrir það hlaut hún verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki f Feneyjum í fyrra. Aórar leikkonur sem hafa veriö í sviðsljósinu undanfarió eru Isabelle Adjani sem leikur Kamelíufrúna í endurgerð Al- fredoArias, sem frumsýnd er á næstunni og Isabelle Hupp- ert\ Merci pour ie chocolat (Takk fyrirsúkkulaðið), nýj- ustu mynd Chabrol. Myndin fékk frekar dræmar móttökur en efni hennar er dæmigeröur Chabrolmeó myrkum slæð- um: Ung stúlka uppgötvar aö faöir hennar er í raun frægur píanóleikari og dregst inn í óhugnanlegan fortíöarvef. Banderas og Griffith lukkuleg: En hvað segir Julia? Juliu Roberts- mynd án Juliu Roberts Ekki er öll vitleysan eins, sem betur fer. Nú stendur fyrir dyrum gerö myndar með Juliu Roberts án þess að Julia Roberts sé með í myndinni. Hér verður þó hvorki um tölvutæknibrellur né klónun að ræöa: Julia Roberts veröur ekki með í myndinni nema sem pers- óna. The Limo Man heitir fyrirbær- ið og segir sanna sögu af því þeg- ar títtnefnd Julia Roberts dvaldist á írlandi hjá fjölskyldu einka- bílstjóra síns eftir að hún skildi við kærastann sinn, Kiefer Suther- land, áriö 1991. Þetta verkefni strandaði fyrr á árinu, ekki vegna þess að mönnum fannst það of fáránlegt til framkvæmda heldur vegna þess aö framleiðendur skorti fjármagn. Núna hefur bjarg- vættur hlaupið undir bagga þar sem er sjálfur Antonio Banderas. Hann hefur útvegað fjármagn svo myndin getur farið í tökur í mars á næsta ári; hann mun sjálfur ekki leika í myndinni en það mun eigin- kona hans gera. Melanie Griffith mun sem sagt leika Juliu Roberts. Er Antonio Banderas oröinn band- vitlaus? Hoblit með stríðsdrama Sá reyndi sjónvarpsleikstjóri og handritshöfundur Gregory Hoblit (New York-löggur, LA Law) átti vel- heppnaöa innkomu í bíómyndirnar með Primal Fear. Næsta verkefni hans er Harfs War, spennudrama úr seinni heimsstyrjöldinni, sem fjallar um nýútskrifaðan lögfræðing sem tekinn er til fanga í stríöinu og sendur í fangabúðir þar sem hann þarf að verja einn fanganna þegar sá er ásakaður um morð. í aðalhlutverkum verða Bruce Will- is, Colin Farrell og Terrence Howard og tökur hefjast í Prag eft- ir áramót. Myndin byggir á bók eft- ir John Katzenbach. Newell og skáldgyðjan Breski leikstjórinn Mike Newell og framleiðslufyrirtækið Working Title áttu farsælt samstarf um gerö þeirrar prýðilegu og vinsælu gamanmyndar Fjögur brúðkaup og jarðarför og einnig nýlega um High Fidelity með John Cusack sem hér var sýnd og Newell framleiddi og landi hans Stephen Frears leik- stýrði. Nú eru sömu aðilar að und- irbúa nýtt leikstjórnarverkefni fyrir Newell. Myndin á að heita The Poetess og er eftir handriti Wills Davies. Davies byggir þar á reynslu sinni í Cambridge-háskóla þegar einn prófessoranna upp- götvaöi óvænta skáldgáfu hjá nemanda. Bier filmar bók Gaarders Norski rithöfundurinn Jostein Gaarder sló í gegn með heim- spekilegri sögu sinni um veröld Soffíu. Nú er ver- ið að undirbúa bíómynd eftir annarri sögu hans, I et speil, i en gáte (/ spegli, í ráðgátu) og mun danski leikstjór- inn Suzanne Bier stjórna myndinni en smellur hennar, Hinn eini sanni, verður frumsýndur á íslandi í dag. Myndin er samframleiðsla Fine Line Pictures í Banda- ríkjunum, Zentropa í Danmörku og norska ríkisútvarpsins. Jostein Gaard- er: Kominn í kvikmyndirnar. Sjónarhorn Látum verkiri tala Eftir Ama Þórarinsson „FRÆGÐIN hefurþann kost helstan að finnist _________ einhverjum frægur maöur vera leiðinlegur heldur sá að það sé sér að kenna, “ sagði Henry Kissinger og gat trútt um talað. Er furða þótt frægðin þyki eftirsóknarverð? Fáir vilja að vísu viðurkenna að þeir sækist eftir frægð og frama; þeir segjast frekar hafa heilbrigðan metnað, vilja vera dæmdir eða metnir af verkum sínum. Frægð tengist einatt áhrifum eða völdum á einhverju sviði, hvort heldur það er í listum eða stjórnmálum. Menn í stjórnmálum gangast reyndar sjaldan við því að þeir sækist eftir völd- um; þeir segjast frekar vilja láta gott afsér leiða. Þeir sem viður- kenna hreinskilnislega að þeir sækist eftir frægð og frama eru yfir- leitt popparar og tískusýningafólk. Og stundum fólk í kvikmyndum. Viöurkenningar og verðlaun eru ein leið til að öðlast frægð; önnur leið er vinsældir og eftirspurn á markaði. Fyrri leiðin þykir fínni; sú seinni þýðir þykkara peningaveski. Og allt gott um það að segja, eins og ég hefáður sagt á þessum stað. Um þessar mundir er loft óvenju rafmagnað í íslenskum kvik- myndaheimi og liggur við að það sé lævi blandið. Spennan helgast annars vegar af Edduverðlaununum sem afhent verða á sunnudag- skvöldið, niðurstöðu kjörs um framlag íslands til Óskarsverölaun- anna sem tilkynnt verður við sama tækifæri og hins vegar af þátttöku ístenskra listamanna og kvikmynda í Evrópsku kvikmyndaverölaunun- um, sem er óvenju mikil og sterk að þessu sinni, en úrslitin í þeim slag verða tilkynnt í París 2. desember. Titringurinn hefur verið þvílík- ur á köflum að minnt hefur á ofurlitla borgarastyrjöld, ofviörí í tebolla. Ég er ekki frá því að áróöursstríðið, sem aöstandendur sumra kvik- myndaverkanna hafa lagt út í, bæði með smölun bak við tjöldin og fjölmiðlafári fyrir framan tjöldin, hafi gengið of langt. Það er til dæmis orðið vandræöalegt hvernig verðlaun og viðurkenningar á erlendum kvikmyndahátíðum, jafnvel bara þátttaka í þeim, eru notuö í barátt- unni. Þar hefur allt verið lagt að jöfnu; ekkert verður að einhverju og eitthvað verður að öllu. Þetta eru skammsýn vinnubrögð. Áður en langt um líður verður almenningur orðinn svo ruglaður af öllu verð- launa- og hátíðafárinu, að þegar eitthvað raunverulega stórt fellur ís- lenskri kvikmynd í skaut verður það orðið álíka lítið og allt hitt. Og hér berum við á fjölmiðlunum talsverða ábyrgð líka. Heilbrigður metnaður fyrir hönd eigin verka er auðvitað af hinu góða, keppnisskap líka. En því miður ber írafárið þess vitni að menn vantreysti verkum sínum; það er greinilega ekki nóg að láta þau tala. Lengi er von á vaxtarverkjum.Og enn þurfa aðstandendur Eddu- verðlaunanna trúlega að huga að breyttu og bættu fyrirkomulagi eftir aðra umferð. Aðalatriðið er að sátt ríki um vinnureglur, trúnaður sé virtur, traust skapist inn á við og út á við. í íslenskum kvikmyndaheimi þarf úlfúð að víkja fyrir þroska, öfund fyrir sanngirni. Þótt frægðin, viðurkenningin og framinn þyki eftir- sóknarverð mættu menn hafa í huga orð Bette Midlers: „Það versta við velgengnina er hversu erfitt er að finna einhvern sem samgleðst. “ Á sunnudagskvöldið verður Eddan, uppskeruhátíð kvikmynda- og sjónvarpsgeirans, haldin öðru sinni. Páll Kristinn Pálsson spjallaði við Björn Brynjúlf Björnsson, stjórn- arformann íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍK SA). Sfíppnanme biom „Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaður- inn á Islandi er orðinn ansi um- fangsmikill og fer stöðugt vaxandi. Því var löngu tímabært að efna til árlegrar uppskeruhátíðar," segir Björn Brynjúlfur um tilkomu Eddunnar. „Við höfum náð góðum árangri í gerð auglýsinga, heimildamynda og bíómynda sem hafa farið víða um heiminn. Erfitt er að gefa upp nákvæma tölu yfir fjölda þeirra sem starfa í faginu, sem annars vegar samanstendur af fyrirtækj- um sem eru með fast starfsfólk og hins vegar hópi lausafólks sem vinnur eftir aðstæðum við hinar ýmsu tegundir mynda. í akademí- unni eru um 600 manns en það er fagfólk sem skráð hefur verið fyrir skapandi framlagi til kvikmynda- gerðar. Það gefur okkur ákveðna vísbendingu um stærð stéttarinnar en þeir sem tengjast þessu að ein- hverju leyti eru þó margfalt fleiri.“ Eddan er hugsuð sem árlegur viðburður og segir Björn Brynjúlf- ur að megintilgangurinn sé að gefa fólki tækifæri til að staldra við og skoða það sem gert var á undangengnum mis- serum. „Verðlauna- kosningarnar eru síð- an hafðar til að skapa spennandi og skemmtilegt andrúms- loft í kringum þetta árlega uppgjör. Og með því að halda sér- staka hátíð og senda beint út frá henni í sjónvarpi er almenn- ingi boðið að taka þátt í þessu með okkur. Almenningi gefst jafnframt kostur á að taka þátt í faglegu kosningunni en vægi þeirra atkvæða er 30% á móti 70% atkvæða meðlima akademíunnar. I einum flokki, sjónvarpsmaður ársins, sem er nýjung frá í fyrra, ráðast úrslitin þó alfarið af kosningu al- mennings sem fram fer á Netinu á slóðinni mbl.is. Fyrirkomulagið við val í verð- launaflokkana er þannig að fyrir- tækin og sjónvarpsstöðvarnar senda inn verk í keppnina og síðan velur sjö manna nefnd þrjú verk Björn Brynjúlfur: Úrslitin ekki gefin. eða þrjár persónur í flokkana og kosið er á milli þeirra.“ Björn segist ekki hafa orðið var við mikla gagnrýni á fyrir- komulag Edduverð- launanna. „Auðvitað sýnist fólki alltaf sitt um val í einstaka flokka en það er óhjá- kvæmilegt að einhverj- ar óánægjuraddir heyrist í því sambandi, það gerist líka varð- andi Oskarsverðlaunin. Sumir hafa staldrað við tilnefningar í flokknum leikkona ár- sins, þ.e. Victoríu Abr- il og Björk Guðmundsdóttur. En reglurnar eru mjög skýrar um það. Til að mynd geti talist ís- lensk verður hún að vera að stærstum hluta framleidd af Is- lendingi og þá koma öll leikhlut- verk eða faglegt framlag til henn- ar til greina í kosningunni. Þannig getur Victorín Abril verið tilnefnd sem leikkona ársins þótt hún sé spænskur ríkisborgari, af því að 101 Reyjavík er óumdeil- anlega íslensk kvikmynd. Islenskir ríkisborgarar sem vinna í útlensk- um myndum koma einnig til greina og þess vegna er Björk til- nefnd fyrir leik sinn í Dancer in the Dark. Þetta er alveg á tæru og ég heyri ekki annað en að fólk sé ab mennt mjög ánægt með Edduna. I ár er líka talsvert meiri spenna í kringum kosningarnar en í fyrra. Það eru fleiri bíómyndir í keppn- inni og titringurinn er greinilega mestur varðandi flokkana kvik- mynd ársins, leikstjóri ársins og svo hvaða mynd verður framlag Islands til Oskarsverðlaunanna. En þessi spenna er ekki síst það sem gerir hátíðina að skemmtilegu sjónvarpsefni, úrslitin eru alls ekki gefin fyrir fram frekar en í fótboltanum. Þar að auki verða rifjuð upp brot af öllu því sem best telst frá liðnu ári, þarna verða margar stjörnur samankomnar á sviðinu og góð skemmtiatriði." 1 fyrra var Eddunni sjónvarpað á Stöð 2 beint af sviði Borgar- leikhússins en í ár sendir RÚV af sviði Þjóðleikhússins. „Leikhúsin taka beinan og óbeinan þátt í þessu þar sem leik- ararnir eru flestir starfandi innan þeirra; Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag íslands hafa þannig fellt niður allar sýn- ingar þetta kvöld til að gefa leik- urum færi á að mæta og taka þátt í skemmtilegum og spennandi við- burði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.