Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR17. NÓVEMBER 2000 BÍÓBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Frumsýning Laugarásbíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna spennutryllinn The Art ofWarmeð Wesley Snipes í aðalhlutverki. HÓPUR af kínverskum flóttamönn- ”* um fínnst myrtur í ruslagámi við höfnina í New York en fundurinn setur af stað dularfulla keðjuverkun sem endar með morðinu á kín- verska sendiherranum við Samein- uðu þjóðirnar. Neil Shaw (Wesley Snlpes) er bandarískur njósnari sem kennt er um morðið og hann verður að fara í felur til þess að rannsaka út á hvað málið gengur og bjarga mannorði sínu. Hann getur engum treyst nema túlk við Sam- einuðu þjóðirnar (Marle Matikó), sem vel getur verið að sé lykillinn að alþjóðlegu samsæri er beinist að því að veikja Sameinuðu þjóðirnar. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku spennumyndinni The Art of * War sem frumsýnd er í Laugar- ásbíói, Regnboganum og Borgar- bíói Akureyri. Með aðalhlutverkin fara Wesley Snlpes, Marle Matlko, Ann Archer, Maury Chaykin, Mlcha- el Biehn og Donald Sutherland. Leikstjóri er Chrlstian Duguay. Heiti myndarinnar er dregið af aldagamalli handbók eftir Sun Tsu, mikilsvirtan hershöfðingja frá Asíu, sem hafði þá trú að hægt væri að sigra í stríði án þess að berjast. Munu margir vestrænir hershöfð- ingjar, þar á meðal Napóleon, hafa y kynnt sér kenningar hans. „Þetta snýst allt um herkænsku, stjórn á atburðum og launráð," er haft eftir leikstjóranum Duguay. „Við tókum mikið af myndinni í gegnum spegla svo áhorfendur sæju öfuga mynd af því sem gerðist því þetta er fyrst og fremst mynd um blekkingar og þá hugmynd að hlutirnir séu ekki eins og þeir líta út fyrir að vera.“ Snipes er einn af helstu hasar- myndaleikurunum í Hollywood. „Hann er ekki bara náungi sem kemur af götunni og hann er heldur ekki maður sem þekkir til bak- tjaldamakksins í Washington," er haft eftir leikaranum þegar hann er > spurður út í hlutverkið. „Þetta er samsetning sem er óvenjuleg í bíó- myndum dagsins. Hann tekur ekki endilega afstöðu til mála. Hann er líka búddisti, sem hefur talsverða þýðingu í hans lífi, hvernig viðhorf hans eru til lífsins." Kanadíski Wesley Snipes: Leikur njósnara sem kemst í hann krappann þegar reynt er að klína á hann morðl. Hasarmyndin Art Of War: Wesley Snipes íkröppum dansi. Art of War Leikarar: _______ Wesíey Snipes, Marie Matiko, Ann Archer, Maury Chaykin, Michaei Biehn og Donald Sut- herland. Lejkstjórh_____________________ Christian Duguay (The Assignment) leikarinn Donald Sutherland leikur nú í hverri myndinni á fætur ann- arri en nýlega sáum við hann í Space Cowboys. Hann leikur kana- dískan diplómat. „Maðurinn sem ég leik,“ segir Sutherland, „er aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna og það er enn meiri ánægja fyrir mig að hann er kanadískur. Hlutverkið veitir mér tækifæri til þess að skoða það sem er ólíkt með Kanadamönnum og Bandaríkjamönnum.“ „Þá fer hasarleikarinn Michael Biehn með hlutverk félaga Snipes í myndinni en Biehn hefur leikið tals- vert fyrir James Cameron m.a. í Al- iens. Hann segir að hlutverk félag- ans sé talsvert meira á léttu nótunum en hlutverk Snipes. „Hann lítur á þetta allt saman eins og leik, talsvert þýðingarmikinn leik reyndar." Frumsýning Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýja bíó Keflavík frumsýnir bandarísku gamanmyndina Nurse Betty meö Renée Zellweger og Morgan Freeman. HIN vinsæla sápuópera sjónvarps- ins, A Reason to Love, er í sérstöku uppáhaldi hjá Betty (Renée Zellweger). Hún er góð kona í slæmu hjónabandi. Eiginmaðurinn, bílasal- inn Del (Aaron Eckhart), fer með hana eins og hvert annað húsdýr og gleymir t.d. afmælisdeginum henn- ar. Betty heldur ein upp á daginn og minnist þess hve mikið hana hefur alltaf langað til þess að verða hjúkr- unarfræðingur. Eitt kvöldið situr hún heima og horfir á sápuna sína þegar eiginmað- urinn kemur heim með tvo menn með sér. Betty reynir að láta heim- sóknina ekki trufla sig en það er erfitt. Eitt- hvað er mönnunum, Charlie (Morgan Freemarí) og Wesley (Christ Rock), upp- sigað við eiginmann hennar og það endar með því að þeir ganga af honum dauðum. Það hefur slík áhrif á Betty að hún hverf- ur inn í ímyndaðan heim sápu- óperunnar og gerist staðráðin i í því að heilsa upp á elskuna sína, lækninn David Ravell (Greg Kinnear). Þannig er söguþráðurinn bandarísku gamanmyndinni Nurse Betty, sem frumsýnd er í þremur kvik- myndahúsum í dag. Með aðalhlut- verkin fara Renée Zellweger, Aaron Eckhart, Morgan Freeman, Chris Rock og Greg Leikarar: Renée Zellweger, Aaron Eckhart, Morgan Freeman, Chris Rock og Greg Kinnear. Leikstjórh_____________________ Neil LaBute (In the Company of Men, Your Friends & Neighbors). Kinnearen leikstjóri er Neil LaBute. „Tvennt var það sem sló mig um leið og ég las handritið að Nurse Betty,“ er haft eftir leikstjóranum. „í fyrsta lagi var það sérstaklega fyndið og snjallt og í öðru lagi mundi enginn búast við því að ég færi að leikstýra mynd eftir því. Svo ég stökk á það tækifæri." Handritið eftir þá John C. Richards og James Flamberg komst í hendur framleiðandans Steve Gol- ins hjá Propaganda Films, fyrrum samstarfsmanns Sigurjóns Sighvats- sonar, og hann sá í því möguleika á góðri mynd. „Það minnti mig á myndir sem ég hef mikið dálæti á eins og Being There og To Die For. Mér fannst að það gæti verið gaman að gera eitthvað sem slær öðruvísi tón en við eigum að venjast." „Ég elskaði Betty frá byrjun,“ segir leikkonan Zellweger, „og ég hef aldrei leikið neina í líkingu við hana. Hversu oft fær maður tæki- færi til þess að leika einhvem sem breytist svona ger- samlega?“ Golin stakk upp á Freeman og Rock í hlutverk leigumorð- ingjanna tveggja sem á vegi Betty verða. „Það breyttist allt með þeim tveimur," segir leikstjórinn. Gamanleikarinn Rock hikaði ekki andartak þegar hann fékk tæki- færi til að leika á móti skapgerðar- leikaranum Morgan Free- man, sem hann hefur mikið dá- læti á, og LaBute var í sjöunda himni. „Leikur þeirra Morgans og Chris gera bæði húmorinn og dramatíkina trúverðugri," segir hann. Frumsýning Háskólabíó frumsýnir dönsku gamanmyndina Den eneste ene eða Hinn eina rétta eftir Susanne Bier. NILLER (Nils Olsen) og Lizzie (Sös Egellnd) búa saman og allt er nákvæmlega eins og Lizzie vill að það sé svo allt er í fínu lagi nema Lizzie vill eignast barn og systir hennar vill eignast Niller. Niller myndi líka vilja bam alveg eins og Lizzie en sæðið hans er ekki nógu líflegt svo þau ákveða að ætt- *!eiða barn. Ættleiðing er hið alvar- legasta mál. Lizzie og Niller verða að haga sér hið besta svo ættleið- ingarstofan viðurkenni þau sem prýðilega foreldra. Umsókn þeirra er samþykkt að lokum og allt virðist ætla að falla í ljúfa löð, eða næstum því. Sus (Sidse Babett Knudsen) 'vinnur á hárgreiðslustofu ásamt Stellu (Paprika Steen) sem getur Hinn eini rétti Lelkarar:________________________ Nlls Olsen, Sös Egeíind, Sidse Babett Knudsen, Rafel Edholm, Sofie Gráböl, Paprika Steen, Lars Kaalund og Hella Joof. Lelkstjóri:______________________ Susanne Bier (Freud flytur að heiman). ekki fundið rétta mannsefnið handa sér. Sue hins vegar er ákaflega hamingjusöm með Sonny (Rafael Edholm) sem er fallegur ítali. Það er ekkert að sæðinu hans og hann vill eignast fullt af börnum. Sus er ekkert yfir sig hrifin af börnum en Hinn eini rétti: Danskar konur þjálfa sig fyrir karlaleit. verður að gefa eftir, sérstaklega þar sem tengdamamma hennar er sífellt hringjandi til þess að spyrja hvem- ig gangi. En svo kemur babb í bát- inn og Sus hyggur á fóstureyðingu. Einhvern veginn blandast þetta svo saman í dönsku gamanmyndinni Den eneste ene eða Hinum eina rétta sem fmmsýnd er í dag í Há- skólabíói. Með aðalhlutverkin fara Nlls Olsen, Sös Egellnd, Sidse Bab- ett Knudsen, Rafel Edholm, Sofle Gráböl, Paprika Steen, Lars Kaa- lund og Hella Joof. Leikstjóri er Susanne Bler en handritið er eftir Kim Fupz Aakeson, byggt á hug- mynd Bier. Myndin var framsýnd í apríl á síðasta ári í Danmörku og mun hafa notið talsverðra vinsælda. Bler er einn af helstu kvenleik- stjóram Danmerkur og leikararnir í myndinni er þekktir í sínu heima- landi og kunnugir mörgum þeim sem þekkja til í danskri kvikmynda- gerð. Nils Olsen stundaði tónlistar- fræði áður en hann lagði leiklistina fyrir sig og hefur leikið bæði í sjón- varpi og kvikmyndum, m.a. í Den store Flip og Hjælp, min datter vil giftes. Sös Egellnd á nokkrar myndir að baki eins og Karlsvognen en er kunnust í heimalandi sínu fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Flemm- ing & Berit. Sldse Babett Knudsen er einnig þekkt sjónvarpsleikkona auk þess sem hún hefur leikið tals- vert á sviði og Paprika Steen mun- um við eftir úr dogma-myndinni Veislunni eða Festen en að auki lék hún í Den störste Helte. Þekktasta mynd Susanne Bier er líklega Freud flytur að heiman sem vakti mikla athygli á leikstjóranum á sínum tíma og var sýnd hér á landi. u < í I ) i í i; (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.