Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 C 3 BÍÓBLAÐIÐ SPA: Bíómynd ársins og leikstjóri ársins. - Friðrik Þór Friðriksson fyrir Engla alheimsins. SPA: Leikari ársins íaðalhlutverki. - Ingvar E. Sigurðsson fyrir Engla alheimsins. EDDAN er semsagt ung og ósnortin, eftir að hafa komið fyrst fram á sjönarsviðið í fyrra. Eigi hún að standa und- ir nafni, verða hvati til góðra verka, eftirsóttur og virtur kjörgripur sem mark er á takandi, skiptir öUu máU að ímynd hennar verði frá upphafi traustvekjandi, að fagleg og listrœn vinnubrögð ráði kjöri akademíunnar öðru fremur. Vitaskuld verða hér kosningasmalanir í einhveijum mæli, þær tíðkast hvarvetna þar sem hUð- stæðir atburðir eiga sér stað. Hvim- leiður en óhjákvæmUegur fylgifiskur kosningakerfísins. Þá er hlutdeild ai- mennings, sem hafði tækifæri á að láta skoðun sína í ljós á mbl.is, um- talsverð, eða 30%, á móti 70 prósenta vægi hinna 530 meðlima akadem- iunnar. Sem eru, líkt og áður hefur komið fram, nánast allir þeir einstakl- ingar sem vinna að kvikmynda- og sjónvarpsefnisgerð á landinu. Hitt gerist vonandi í sem minnstum mæli að stiUt sé upp keppendum i flokkum - tíl þess eins að fylla kvót- ann. Þá er hætt við að trúverðugleik- inn fjúki út í veður og vind þjá kepp- endum og almenningi. Á þessu er nokkur hætta i fámenninu og satt að segja fór verðlaunaafhendingin ekki of vel af stað í fyrra, með fuUri virð- ingu fyrir keppendum. Enda hópur- inn knappur og nauðsynlegri breidd og samkeppni ábótavant. Hinsvegar var umgjörðin sjálf í besta lagi og benti flest tU að þessi kvöldstund gæti orðið ein af þeim sem landsmenn bíða eftir með hvað mestri eftirvæntingu. Ber vissulega talsverðan keim af stóra bróður í Bandaríkjunum, enda Óskarsverðlaunaafhendingin, og allt sem að henni snýr, háþróuð, og hefur jafnan verið sú vinsælasta og eftir- sóttasta um öll lönd og álfur. Að þessu sinni eru tilnefningamar í flokkunum sem heyra undir aðrar en sjónvarpshliðar eingöngu allar vel viðunandi. Yfirstandandi Eddu-ár (kvikmyndaárið stendur frá 1. nóv.-31. okt., sjónvarpsárið frá 1. okt.-30. sept.) hlýtur líka að teljast í góðu meðaUagi. Nokkrar gæðamyndir og tílþrif að finna í öllum fiokkum sem koma til verðlauna. Alls em þeir 10 og vinna því fulltrúar flestra þeirra hópa sem standa að baki kvikmynd eða sjón- varpsefni til verðlauna. Aðrir mikilvægir flokkar, likt og handritsgerð, kvikmynda- taka, tónlist, klipping, bún- ingar, leiktjöld o.fl., sameinast undir þrennum fagverðlaun- um. Þau verða ákveðin af sjömenningunum, valnefnd IKSA, og tilkynnt hveijir verða hlutskarpastir ásamt öðmm sigur- vegumm á hátíðinni. Auk þessara verðlauna verður einnig tilkynnt hvaða kvikmynd hefur orðið hlutskörpust í vali meðlima ÍKSA á framlagi íslands tU Óskars verðlaunanna fyrir timabilið 1.11. ’99 - 31.10. '00. Þá ákveður stjóm IKSA hveiju sinni hvort veitt verði heiðursverðlaun til einstaklings af hálfu akademíunnar. Þá verður einnig tilkynnt hvem almenningur kaus á mbl.is sem sjónvarpsmann ársins. Þegar tUnefningarnar em skoðaðar liggur ijóst fyrir að keppnin verður tvísýn - þó svo að tilnefndir séu aðeins þrír f hveijum flokki. Hér á eftir skýt ég til gamans á hugsanlega sigurvegara við aðra afhendingu Eddunnar. Sigur í augsýn - en hverra? Afhending Eddunnar, verðlauna íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, fer fram í annað skipti hinn 19. nóvember nk. Þessi viðburður á að vera árlegur hápunktur í okkar þrönga kvikmyndaheimi og ríður á að vel sé að öllu staðið. Sæbjörn Valdimarsson spáir í hvaða myndir og hverjir það verða sem augu þjóðarinnar beinast að á sunnudagskvöldið. BÍÓMYND ÁRSINS Valið er augljóst, þar sem ég gaf Englum al- heimsins íjórar stjömur, fyrstri allra íslenskra kvikmynda. Slíka yfirburði sá ég í óaðfinnanlegri kvikmyndagerð Friðriks Þórs og handbragði allra sem að henni stóðu. Hvergi veilu að finna, leikstjómin, handritið og leikurinn eins og best verður á kosið, sömuleiðis klipping, taka, tónlist og sviðsmynd. Ofar öllu er þó athyglisvert efnið sem snertir alla. Geðsýki hefur löngum verið rædd í hálfum hljóðum, aðstandendur fyrirorðið sig, geðsjúklingar verið óhreinu börnin hennar Evu. Þessi miðaldahugsunarháttur er að breytast með skynsamlegri, opinni og raunsæm umfjöllun sem endur- speglast í Englum alheimsins. Inn- tak 101 Iieykjavík er einnig alþjóð- legt, þótt þær séu jafnólíkar og svart og hvítt. Astarþríhyrningurinn; sonurinn, mamman og ástkona þeirra beggja, er sann- arlega stórskemmtilegur og myndin vel gerð og leikin. íslenski draumurinn er sterkt og persónulegt byijandaverk, ágæt af- þreying en á tæpast möguleika í hinar tvær. Ég raða þeim því þannig upp, sú sigurstranglegasta efst: Englar alheimsins 101 Reykjavík Islenski draumurinn LEIKSTJÓRIÁRSINS Af ástæðunum sem að ofan greinir veðja ég á Friðrik Þór. Hann fæst við erfitt, há- dramatískt efni þar sem meðferðin, leikur- inn og andrúmsloftið verður að ná sérstök- um blæ, talsvert á skjön við raunveruleikann. Allt í senn; harmrænt, ógnandi, kaldhæðnislegt og bijóstumkenn- anlegt. Þessa ólíku þætti veíúr Friðrik sam- an, nánast óaðfinnanlega, svo úr verður ein- stök heildarmynd. 101 Reykjavík er dável leikstýrt, en myndina skortir efnislegt vægi og þau sterku, dramatísku áhrif sem Englamir ná að laða fram. Gallar sjónvarpsmyndarinnar Úr öskunni í eldinn voru síst leikstjórnarlegir; þó tel ég að Óskar hafi minnsta möguleika þremenninganna að þessu sinni. Friðrík Þór Fríðriksson (Englar alheimsins) Baltasar Kormákur (101 Reykjavík) Óskar Jónasson (Úr öskunni í eldinn) LEIKARIÁRSINS í AÐALHLUTVERKI Hér verður spennan í algleymingi. Ingvar stendur best að vígi, fer með veigamesta og til- finningalega breiðasta hlutverk þremenning- anna. Þar af leiðandi það sem býður uppá sterkust leikræn tilþrif - sem hann nýtir sérstaklega vel. Hilmir Snær er kómískur og umkomulítill mömmudrengur í 101, aukinheldur eru þeir félag- ar í hópi vinsælustu leikara landsins. Það verður mjótt á mununum. Þá er hlutar Þórhalls Sverris- sonar ógetið í íslenska draumnum. Maður hefur á tilfinningunni að hann hefði ekki ræst án þátttöku þessa fjallbratta náunga, sem skýst inn í raðir leikara landsins, utan bandalagsins, ef svo mætti segja. Hann á vissan möguleika. IngvarE. Sigurðsson (Englar alheimsins) Hilmir Snær Guðnason (101 Reykjavík) Þórhallur Sverrisson (íslenski draumurinn) LEIKKONA ÁRSINS í AÐALHLUTVERKI Meira af óvissunni. Björk Guðmundsdóttir stendur upp úr í Dancer in the Dark, vin í eyði- mörk skrumskælingar mannlegra tilfinninga. Hún er bæði feiknasterkur persónuleiki með drottnandi útgeislun og túlkar vel tilfinningar verksmiðjustúlkunnar, einkum undir lokin. Það gustar einnig hressilega af Victoriu Abril í hlut- verki hinnar tvíkynhneigðu hjásvæfu mæðgin- anna í 101. Gefur myndinni alþjóðlegan klassa með tilþrifum sínum og nærveru. Ollu minni möguleika sýnist mér Hanna María eiga í stöð- unni. Björk (Dancerin the Dark) Victoria Abril (101 Reykjavík) Hanna María Karlsdóttir (101 Reykjavík) LEIKARIÁRSINS í AUKAHLUTVERKI Enn þyngist róðurinn. Þeir félagar Hilmir Snær, Björn Jörundur og Baltasar Kormákur áttu allir góðan dag í Englunum. Jón Gnarr er lít- ið síðri í íslenska draumnum, og er vinsæll skemmtikraftur meðal landsmanna. Hilmir Snær er fjarri góðu gamni í þessum flokki. í mínum huga stendur slagurinn á milli Baltasai-s og Björns Jörundar; hlutverk þeirra eru mun meira krefjandi og báðir fantagóðir. Hlutverk Bjöms er ekki jafnsjónrænt og Baltasar kom manni í opna skjöldu, sýndi á sér nýja hlið í Englunum, var sterkur á lágu nótunum. Baltasar Kormákur (Englar alheimsins) Bjöm Jörundur (Englar alheimsins) Jón Gnarr (íslenski draumurinn) LEIKKONAÁRSINS í AUKAHLUTVERKI Kristbjörg Kjeld var áberandi meðal leikar- anna í Fiaskó og lyfti henni upp á annað svið þá hennar naut við. Að mínu mati ber Kristbjörg höfuð og herðar nokkuð hátt yfir hinar leikkon- urnar sem njóta þess heiðurs að vera tilnefndai' í þessum flokki. Ég vil þó ekki afskrifa góðan leik Margrétar Helgu, minnugur þess að oftar en ekki, við afhendingu Óskai's, hefur ein mynd til- hneigingu til að sópa til sín verðlaunum. Hvers- vegna ekki hér? Krístbjörg Kjeld (Fíaskó) Margrét Helga Jóhannsd. (Englar alheimsins) Laufey Brá Jónsdóttir (íslenski draumurinn) SPÁ: Leikari ársins í auka- hlutverki. - Baltasar Kormákur fyrir Engla alheimsins. SPÁ: Leikið sjón- varpsverk ársins. - Úr öskunni í eldinn. SPÁ: Leikkona ársins í aukahlutverki. - Krist- björg Kjeld fyrir Fíaskó. SPÁ: Leikkona ársins í aðalhlutverki. - Björk fyrir Dancer In the Dark. SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS Nú vandast málið. Satt best að segja er erfitt að sjá hver ætti að vinna, öðmm fremur. Eins og áður hefúr komið fram nýtist sjónvarpsmiðillinn takmarkað í ágætum spjallþætti Egils Helgason- ar, „Silfri Egils“. Það hlýtur að skipta máli. „Pét- ur og Páll“ þeirra Sindra Páls Kjartanssonar og Áma Sveinssonar er frumlegur og að mörgu leyti vel heppnaður, en naut, að ég best veit, takmark- aðs áhorfs. Þetta gerir „ísland í bítið“ einna sig- urstranglegast í flokki þar sem mér finnst enginn skera sig afgerandi úr hópnum. Stjómendumir standa sig yfirleitt vel í sínu erfiða starfi, og ekki má gleyma íþróttafréttaritaranum Þorsteini Vestmannaeyingi. Hann er frískur og upprifinn, eins og flestir af þessum ágæta þjóðflokki. Góður með morgunkaffinu. ísland í bítið (Stöð 2) Silfur Egils (Skjár einn) Pétur og Páll (Skjár einn) LEIKIÐ SJÓNVARPSVERK ÁRSINS Lítill vafi, frá mínum bæjardymm séð, hver hreppfr Edduna í þessum flokki. Þó svo að Úr öskunni í eldinn gefi eftir í seinni hlutanum sýndi hún þó og sannaði að hægt er að gera góða hluti í sjónvarpi. Fóstbrædurvora alltof sveiflukenndir, á köflum með því skemmtilegasta á dagskránni, en hlunkuðust til botns þess á milli. Ormstunga - ástarsaga er athyglisvert verk, bráðfyndið og sér- staklega vel leikið. Allt þetta breytir engu um að hér er um kvikmyndað leikrit að ræða, með þeim annmörkum sem því fylgir, og minnka því sigur- horfurnai- nokkuð. Úr öskunni í eldinn (Sjónvarpið) Ormstunga - ástarsaga (Plútó) Fóstbræður (Stöð 2) HEIMILDARMYND ÁRSINS Þrjár einkar vel unnai' og ásjálegar myndir skipa þennan flokk, sem hefur þá sérstöðu að allir geta unnið. Ef eitthvað er sýnist mér sem Síðasti valsinn, hin yfíu'gripsmikla mynd Magnúsai- Við- ars Sigurðssonar og Margrétai- Jónasdóttur, hafi örlítið vinninginn yfir hinar tvær, einkum hvað heimildaöflunina snerti. Það er semsagt allt opið hér. Síðasti valsinn (Stöð 2) Staðarákvörðun óþekkt (Saga Film) Erró - norður, suður, austur, vestur (íslenska kvikmyndasamsteypan) Látum þetta nægja að sinni því að ómögulegt er að segja til um hver hefur verið fjallkóngur í smöluninni um óskarsverðlaunasætið. Þrenn verðlaun fyrir aragrúa góðra verka í fjölmörgum flokkum, sjónvarpsmaður ársins..., allt kemur þetta í Ijós á sunnudagskvöldið. Góða skemmtun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.