Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmBmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmBSKaMmmmammmmmmmmmmaamsam ^TrwiwHffiwi'r i TfíiiwiwBBwwwBMBBHHBBaBBaHwwaBBBBi * Frumsýning /Bíóborgin frumsýnir bresku myndina Human Trafficeftir Justin Kerrigan meö John Simm \ aðalhlutverki. Helgar- Ijor Fimm ungir Bretar taka þátt í ^»villtum partíum yfir eina fjörlega helgi í bresku myndinni Human Traffic frá árinu 1999 þar sem koma við sögu eiturlyf, dans, kyn- líf, poppmenningarlegar samræður, ástarsambönd og margt, margt fleira. Jip (John Simm) er sögumaður myndarinnar, sem á í nokkrum vandræðum með kynlífið. Koop (Shaun Parkes) er plötusnúður sem á við of lítið sjálfsöryggi að glíma en hann óttast það helst að kærastan hans, Nina (Nicola Reyn- olds), sofi hjá öðrum mönnum. Nina þolir ekki starfið sitt og bíður óþreyjufull eftir helgunum þegar hún á frí. Lulu (Lorraine Pilking- ton) er besti vinur Jips og dauð- þreytt á kærastanum sínum, sem heldur sífellt framhjá henni. Og Moff (Danny Dyer) virðist ekki geta flúið það svarthol sem líf hans er. Human Traffic fylg- ir þessum fimm ein- staklingum eftir yfir eina helgi og ■* við sjáum hvernig hver og einn kynnist m.a. ástinni, vináttu og sjálfsfullnægingu en í bakgrunni eru hin villtustu partí. Þannig er söguþráðurinn í bresku gamanmyndinni Human Traffic sem hefur undirtitilinn The Weekend has Landed eða Helgin er komin! Myndin er frumsýnd í dag í Borgarbíói en með aðalhlut- verkin fara John Simm, Shaun Parkes, Nicoia Reynolds, Lorraine Pilkington og Danny Dyer. Leik- Human Traffic: Lorralne Pilkington íhlutverkisínu. Á galeiðunni: Myndln segir frá nokkrum vinum sem skemmta sér eina helgi. Human Traffic Leikarar: John Simm, Shaun Parkes, Nicola Reynolds, Lorraine Pilk- ington og Danny Dyer. Leikstióri: Justin Kerrigan. stjóri er Justin Kerrigan en hann skrifar einnig handrit myndarinn- ar. Human Traffíc var líkt við skosku framleiðsluna Trainspott- ing þegar hún var frumsýnd í Bret- landi í fyrra. Myndin skoðar „eitt helsta menningarafl sem komið hefur fram í Bretlandi og er stærra en rokkararnir og hipparnir", eftir því sem höfundur myndarinnar, Kerrigan, segir. Hann er að tala um „reifið". Kerrigan segist hafa gert myndina vegna þess að hann ólst sjálfur upp við þetta „menn- ingarafl" og fannst hann þekkja það nógu vel til þess að fjalia um það af kunnáttusemi. Hann segist byggja myndina á eigin reynslu. Hann segist ekki reyna að skýra það út hvers vegna ungdóm- ur dagsins neytir eiturlyfja eða búa til neikvæða ímynd af unglingum. Miklu fremur, segir hann, er hann að reyna að búa til mynd í ætt við verk Woody Allens, fulla af innsæi í heim unga fólksins, kynslóðarinn- ar sem notar eiturlyf en afneitar ofbeldi. Eiturlyf eru aðeins hluti af helgarfjöri þessa fólks. Bónus fyrir korthafa Nú getur þú greitt með EUROCARD og MasterCard greiðslukortum í Bónus! Human Traffíc er þannig mjög persónuleg mynd Justln Kerrigans sem fjallar um sína eigin kynslóð og blandar í frásögnina gamansemi og alvöru. Flestir leikararnir í myndinni eru óþekktir. Þekktastur er h'klega John Slmm sem leikið hefur nokkuð í sjónvarpi og kvik- myndum; var m.a. í Wonderland. Lorraine Pllkington er í myndinni Breathtaking, sem gerð er á þessu ári, og Shaun Parkes var m.a. í Rage og sjónvarpsþáttunum Lock, Stock and Two Smoking Barrels." Frumsýning /Regnboginn frumsýnir nýja heimildamynd um fótboltafélagiö Manchester United þar sem rætt er m.a. viö SirAlex Ferguson. Skorað: Andy Cole náði öðru markl liðs síns gegn Newcastle nýlega. Rauðu djöflarnir Kvikmyndahúsið Regnboginn frum- sýnir í dag nýja heimildarmynd um breska knattspyrnufélagið Man- chester United en til undantekninga heyrir að heimildamyndir séu teknar til almennra sýninga í kvikmynda- húsum hér á landi. Framleiðandi er lcon Entertain- ment, kvikmyndafyrirtæki í eigu súperstjörnunnar Mel Gibsons, en myndin heitir á frummálinu Man- chester United Beyond the Promis- ed Land. Manchester United er sagt ríkasta knattspymufélag í heimi og segir myndin frá starfsemi þess og hetjum liðsins og ferðalögum en hún byrjar á sögufrægum sigri United á Bayern Múnchen. Fylgst er með stjómarfundum, farið inn í búnings- klefana, ferðast til Tokyo þar sem trylltir aðdáendur taka á móti hetjum sínum og þar fram eftir göt- unum. A meðal þeirra sem fram koma í myndinni má nefna Slr Bobby Charl- ton, Martin Edwards, Tom Jones, Paul McCarthy, Slr Alex Ferguson og leikmenn liðsins frá Beckham til Jaap Stam og Fabian Bartez. Leikstjóri myndarinnar er Bob Potter. „Ég hafði sérstakt yndi af því að setjast niður með Slr Alex og spjalla við hann,“ er haft eftir leik- stjóranum. „Hann er ákaflega jarð- Skorað: Teddy Sheringham fagnar fyrsta markl í leik gegn Leicester City í vikunni, ásamt félaga sínum Mikael Silvestre. bundinn maður sem hefur mikla ánægju af fótboltanum en lætur hann þó ekki skyggja á annað í lífinu. Hann er mjög hændur að fjölskyldu sinni, eiginkonu og börnum. Ég held að lýsingin á honum sem villtum knattspyrnueinvaldi sé talsvert ýkt. Ég hef hitt margar íþróttahetjur um ævina og hann er alveg sérstakur.“ Bob Potter sérhæfir sig í gerð mynda úr heimi íþróttanna. Hann hefur gert myndir um kappa eins og Shaqullle O’Neal, Pete Sampras og André Agassi. Potter hefur einnig fengist við gerð leikinna bíómynda og má þar nefna King of the Jungle með John Leguizamo, Raosie Perez, Anna- bella Sciorra og Marisa Tomey, Spark með Nlcole Ari Parker og A Brother’s Kiss með Rosie Perez, Marisa Tomei og Michael Rapaport. Enn um Larsog dansarann ÞAÐ þarfekki aö fara mörg- um orðum um þaú, að Lars von Trier skiptir áhorfendum í tvo hópa, þá sem elska hann og hina, sem geta ælt, þegar þeir heyra á hann minnst. Nú hefur sænska blaðið Expressen komist að því, að þetta er ekki bara andleg ákvörðun, heldurgeta legið líkamlegar ástæður að baki. Samsuöan af órólegri myndavélahreyfingu, sterkum sjónáhrifum og miklu tilfinninga- legu áreiti, sem áhorfendur veröa fyrir í Dancer in the Dark, getur nefnilega orsakað bílveiki. Blaðið vitnar í kvik- myndafræðinginn Cecilia Mörner, sem segir að þetta sé ástæðan fyrir því aö margir hafa orðiö að yfirgefa kvik- myndasalinn meðan á sýn- ingu myndarinnar stóð í Stokkhólmi. Það er þó hægt að sleppa fram hjá þessu, segir í blaðinu, - með því að taka eina sjóveikipillu áöuren maðursest. En Triererekki einn um að geta kallað fram bílveiki, The Blair Witch Proj- ect mun einnighafa valdið mörgum áhorfendum ógleöi. Er það ekki dálítið kald- hæönislegt, að Trier, sem er haldinn ferðaofnæmi, - hann fer helst aldrei neitt -, skuli geta kallaðfram bílveiki hjá áhorfendum? Enn um dogma ítilefni af frumsýningu O Brother Where Art Thou?\ Danmörku varviötal við þá Coen-bræður. Og að sjálf- sögöu barst talið að dogma. Þeir bræður höfðu ekki séð Myrkradansarann en þekktu samt vel til dogma. „Það vek- ur ekki sérstaklega áhuga okkar. Þetta er hálf klikkaö. Jafnvel þeir, sem gera þessar myndir geta ekki varist því aö brosa, þegarþeirtala um þetta opinberlega. Það erí sjálfu sér áhugavert, þetta með að skera burt allan óþarfa og snúa til baka til ein- faldleikans, en þetta hugtak dogma er mjög undarlegt. Það er ekki þar með sagt að dogma-myndirnar séu undar- legar. T.d. er Festen mjög góö, en allt þetta tal um dogma er mjög skrítiö. Það er einna helst hægt að líta á þetta allt saman sem brand- ara frá Trlers hendi,“ segja þeir Coen-bræður. Það er ekki að ástæðu- lausu að undirritaöur hefur verið einlægur aðdáandi bræöranna allt frá því að þeir sendu frá sér sína fyrstu mynd, Blood Simple. En það ernúönnursaga. Brandari eða bilun, þá lifir dogma fyrirbrigðið góöu lífi í dönskum fjölmiðlum. Nú er verið að taka upp mynd nr. 7 f þessum flokki, og heitir hún því frumlega nafni Ástarsaga. Leikstjóri er Ole Christian Madsen, sem áður hefur leik- stýrt Pizza King og sjónvarps- þáttaseríunni Edderkoppen, sem nú ertil sýninga á ís- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.