Alþýðublaðið - 17.01.1921, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1921, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 finnmlsilar og hælar beztir og iðýrastir hji ^vannbergsbræðrun. Kosningaskrifstofa D-ligtans (Pórðanna) er í Bárunni. Opin alla daga frá 101/* f. h. til 9 e. h. Kjörskrá liggur frammi. Verkamannafélap „Hlíf' 1 Hafnarfirði heldur aðalfund miðvikudaginn 19. þ. m. í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði kl. 8 síðd. Um daginn 09 vegiso. Hvaða flokbar? Bjarni frá Vogi upplýsti á Alþýðuflokksfundinum, að .flokkurinn" sem D(odda)lista- mennirnir tilheyrðu, væri Sjálf- stæðisflokkurmn, en ekki Tíma- flokkurinn. Hvað segir ritstjóri Tímans um það? Á sama fundi sagði Magnús (sem er efstur á íslandsbankalist- anum) að það stæði Jlohkur á bak við sig. Hann var spurður að því hvaða flokkur það væri, og svar- aði því að lokum, eftir að spurn ingin hafði verið margendurtekin, að það væri ekki búið að gefa flokknum nafn. Það virðist nú ekki ástæða til þess að þeir séu í vandræðum með nafnið. Flestum mun flnnast, að sjálfvalið nafn á þennan flokk sem þeir eru að reyna að stofna sé: íslandsbankaflokkurinn. Fyrirbrigði. 3. síðan afMorg- unblaðinu í gær er kölluð ,aug- lýsing" frá D listanum, en er auð- vitað hreinasta kosningagrein. „Konur og menn sem fylgja list- anum, fylgja hónum vegna þeirra manna sem í boði eru." Þessi makalausa játning stendur í „aug- lýsingunni". Vegna mannanna, ekki vegna málejnanna, er listinn studdur af „fleiri fylgismönnum en margir ætla"ll Finst mönnum þá ekki ennþá nóg kómið af þeim skrípaleik, sem leikinn hefír verið hér á landi um langt skeið, að líta aðeins á mennina, en ekki á máleínin. i. Hæztaréttardömar er fallinn í Leómálinu, og var dómur Elíasar hækkaður um hálft ár, dómur Geirs lækkaður um hálft ár og dómur Hallgríms stóð óhaggaður. Bak tíö tjöldin. Það er sagt um óþæg börn, að þau feli sig í pilsum móður sinnar, þegar þau skammast sín, eða vita upp á sig einhverja skömm. Peningalistinn (A listinn) hélt í gær annan fund sinn fyrir luktum dyrum, og var ( þetta sina boðið ýmsum konum hér í bæ. Kirlmannleg getur hún varla talist, þessi aðferð peninga- listans, og eigi ólfklegt, að ástæða sé til að fara í felur með „skoð- aniruar". Það mun ekki svo hreint mjölið í pokahorni þeirra, að það þoli gagnrýningu andstæðinganna. Ekki heflr heyrst hvern árangur bíósýningin hefir haft, en senni- Iega hafa margar konurnar skemt sér sæmilega, en meira gaman hefði þó verið að ærlegri Chap- linmynd. K. Nesnám. Þórður Sveinsson af Kleppi hafði í gær haldið eins. konar þingmálafund suður á Grims- staðaholti. Kom hann þangað suð ureftir og safnaði fólki saman í Hólabrekku. Allmargir komu, en ekki hefir heyrst um árangur þessa nýtízku „spekúlantstúrs" D. I. (sbr. U. 2). Frásögn frá Alþýðuflokksfund- inum f fyrrakvöld verður að bfða næsta blaðs. Af tTeimur gagnstæðnm á- stæðnm. Bjarni frá Vogi segist fylgja Þórði af Kleppi vegna þess, að hann hafl fallist á innilokunar- stefnu sína, en skrifstofustjóri sama Þórðar af Kleppi er að sögn fylgj- andi honum vegna þess, að hann er opingáttarmaður! Hvorum á að trúa? €rlenð simskeyil Khöfn, 15. jan. Verklýðssamband nppleyst. Sfmað er frá Parfs, að yfir- rétturinn hafi leyst upp franska verklýðssambandið. [Syndicat Gen- érai du Travailj. Of miklar kolabirgðir. Sfmað er frá Londou, að kola- framleiðslan sé altof mikil, og útflutningssamkepni gefin frjáls. Menn búast við verðfalli. Konstantin viðurkendnr. Rómafregn hermir, að Ítalíu- konungur hafi veitt móttöku sendiherra Grikklands, og með því viðurkent Konstantin konung. Ný fréttastofa í Berlín. Berlinske Tidende hefir ásamt norskum, sænskum og finskum blöðum, stofnað nýja fréttastofu við Unter den Linden í Berlin, sem verður samkomustaður Skan- dinavfa. Stór stofa (innlagt gas og vatn) með sér- inngangi, er til Ieigu nú þegar handa tveimur reglusömum piltum. Uppl. f síma -(22.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.