Morgunblaðið - 20.12.2000, Side 6
6 E MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Skáldskaparheimur
Nínu Bjarkar
BÆKUR
Ljóðasafn
BLÓMIÐ SEM ÞÚ
GAFST MÉR
Nína Björk Arnadóttir,
JPV-forlag 2000,195 bls
NÍU LJÓÐABÆKUR, tvær
skáldsögur og fjölda leikrita hafði
Nína Björk Arnadóttir sent frá sér
þegar hún lést í apríl síðastliðnum.
Ljóðasafnið sem hér er til umfjöll-
unar hefur að geyma úrval úr ljóða-
bókum hennar, auk nokkurra áður
óbirtra ljóða og tveggja stuttra
texta í frásagnarformi. Það er Jón
Proppé sem hefur umsjón með út-
gáfunni, velur ljóðin og skrifar
stuttan eftirmála.
Skáldskaparferill Nínu Bjarkar
spannar 35 ár. A þeim tíma festi hún
sig í sessi sem eitt athyglisverðasta
skáld sinnar kynslóðar. I ljóðum
hennar hljómar sterk, persónuleg
rödd og yrkisefnin eru oft á tíðum
afar tilfinningaleg og huglæg og
endurtekin stef hljóma í ljóðunum
og koma glögglega fram í því úrvali
sem hér um ræðir. Jón Proppé hef-
ur leitast við „að velja ljóðin með
það í huga að sýna fjölbreytnina í
skáldskap Nínu en leggja jafnframt
áherslu á þau meginþemu sem skýt-
ur upp aftur og aftur í verkum henn-
ar“ (bls. 195). Mér virðist valið hafa
tekist vel í flesta staði, safnið gefur
góða heildannynd af Ijóðlist Nínu
Bjarkar og hlýtur að vera ljóðaunn-
endum kærkomið - ekki síst þeim
sem ekki þekkja skáldskap hennar
að ráði nú þegar.
Ef reyna ætti að gera grein fyrir
þeim þemum eða endurteknu stefj-
um sem hljóma í ljóðum Nínu
Bjarkar koma íyrst upp í hugann ei-
lífðaryrkisefnin ástin, trúin og
dauðinn. Ástaljóð Nínu eru mörg og
tilfínningaþrungin og ófá þeirra
hafa erótískara ívaf en sjá má í Ijóð-
um flestra samtímaskálda hennar.
Nína Björk var kaþólsk og trúin
skipar veglegan sess í ljóðagerð
hennar. Ein ljóðabóka hennar Fyrir
börn og fullorðna (1975) er reyndar
í formi trúarlegs ljóðabálks, en rit-
stjóri hefur valið að sleppa þeim
bálki í þessu safni. Hér
er þó að finna nokkur
ljóð trúarlegs eðlis, til
að mynda „Bæn“ sem
ort er til Maríu guðs-
móður. Trúarljóðin
tengast mörg hver
dauðaþemanu og einn-
ig því þema sem
kannski er einna fyrir-
ferðarmest í ljóðum
Nínu Bjarkar þegar á
heildina er litið, en það
er óttinn sem oft teng-
ist sálarlegri vanlíðan
og örvæntingu. Nína
Björk yrkir í fyrstu
persónu og í orðastað
annarra um óttann
sem klýfur vitundina
og herjar á líkamann í formi fugls
sem „tekur manneskjuna í klærnar /
og flýgur með hana langt / svo langt
/ frá gleðinni / en hann er líka lítill /
þá flýgur hann inn í brjóstin / og
veinar / og veinar þar“ (bls. 95). I
ljóðabókinni Svartur hestur í
myrkrinu (1982) yrkir Nína Björk
um konur sem dvelja á sjúkrahúsum
og berjast við hina innri ógn og ótt-
ann í brjóstinu og Jón Proppé segir í
eftirmála sínum: „Engu íslensku
skáldi hefur tekist jafn vel og Nínu
að túlka þennan veruleika, hispurs-
laust og án fordóma, en ljóðin eru
erfið lesning, spegill sem flestir
veigra sér við að líta í“ (bls. 195).
Mikið er til í þessari fullyrðingu
Jóns, en kannski má benda á Engla
alheimsins eftir Einar Má Guð-
mundsson sem dæmi um skáldverk
sem nær ekki síður að túlka þennan
veruleika.
Af öðru tagi eru ljóð Nínu Bjark-
ar sem sækja efnivið til æskuslóða
hennar í Húnavatnssýslu. Hér er
ort af mikilli hlýju og söknuði um
saklausa æsku og verndandi um-
hverfi sveitarinnar sem oft er stillt
upp sem andstæðu við líf hinna full-
orðnu og þá sérstaklega í borginni.
Þótt hér sé um að ræða alþekkt
minni úr íslenskum bókmenntum er
það ferskt í meðförum
Nínu Bjarkar og verð-
ur hvergi klisjukennt.
Nína Björk yrkir
einnig mörg ljóð til
nafngreindra vina
sinna. Hér er oft um að
ræða skemmtilegar
persónulýsingar í
knöppu formi, en
stundum eru ljóðin háð
því að lesandi þekki
þann sem ort er um til
þess að þau njóti sín til
fidls.
í síðasta hluta bók-
arinnar sem nefnist
„Söngurinn í Núpnum“
er að finna áður óbirt
ljóð og tvo texta í frá-
sagnarformi. í þessum Ijóðum
hljóma stef sem eru kunnugleg úr
eldri bókum Nínu Bjarkar í bland
við nýja reynslu, ný sár og nýjar
sögur. Af frásagnartextunum
tveimur ber sá síðari af. Þetta er
stutt og þankvís frásögn sem ber
titilinn „Ég og Kristín Bjarnadótt-
ir“ og er lýsingin á skáldkonunum
tveimur, sem eru utanvið sig og
villugjarnar alveg kostuleg í ein-
faldleika sínum og húmor. Hin sag-
an, „Alda“ er frekar rýr í roðinu og
hefði að mínu mati mátt sleppa
henni.
Það er fengur að þessu ljóðasafni
Nínu Bjarkar, ekki síst vegna þess
að fyrri ljóðabækur hennar eru illfá-
anlegar. Safnið gefur góða heildar-
mynd af skáldskaparheimi Nínu og
er henni verðugur minnisvarði.
Kápa bókarinnar er haganlega
hönnuð með fallegri mynd Alfreðs
Flóka af skáldkonunni á forsíðu og
afar góðri ljósmynd af henni á bak-
síðu.
Soffía Auður Birgisdóttir
Nína Björk
Árnadóttir
Islandsferð
1809
BÆKUR
F e r ð a b ó k
FERÐ UM ÍSLAND 1809
eftir William Jackson Hooker.+
Arngrímur Thorlacius íslenskaði
og annaðist útgáfuna. +Fóst-
urmold, Reykjavík 2000.
lv +260 bls., myndir.
MIÐVIKUDAGINN 21. júní
1809 bar skip að landi í Reykjavík
og reyndist vera enskt kaupskip,
Margaret and Anne. Skipskoma
þessi hefur orðið fræg í sögunni
vegna þess að með skipinu kom sá
frægi maður Jörgen Jörgensen,
öðru nafni Jörundur hundadaga-
kóngur, sem gerði byltingu á Is-
landi þá um sumarið, og lýsti því yf-
ir að allur danskur myndugleiki
væri upphafinn í landinu. Er af
þeim atburðum öllum mikil saga,
sem ekki verður tíunduð hér.
Meðal farþega á Margaret and
Anne var ungur enskur vísindamað-
ur, William Jackson Hooker, sem
síðar átti eftir að verða einn þekkt-
asti grasafræðingur í Bretlandi, og
reyndar viðar. Hann notaði tímann
sem skipið dvaldi hér við land til
þess að ferðast um landið og fór um
mikinn hluta Suðvesturlands, um
Reykjanes, upp í Borgarfjörð og
austur í sveitii-.
Á ferðum sínum hér lagði Hooker
sig einkum eftir því að kynna sér
náttúru landsins, einkum gróður-
far, og safnaði um það miklum upp-
lýsingum. Svo óheppilega vildi hins
vegar til, að er skip hans var komið
skammt suður fyrir Reykjanes á
heimleið varð eldur laus um borð og
fórust þar dagbækur Hookers og
flest önnur gögn.
Við ritun ferðabókarinnar, sem
nú er loks komin út á íslensku, varð
hann því fyrst og fremst að styðjast
við minni sitt auk gagna, sem hann
fékk lánuð, m.a. dagbækur Sir Jos-
eph Banks, sem hér var á ferð rúm-
lega hálfum fjórða áratug á undan
Hooker.
Ýmsir þeirra erlendu gesta sem
sóttu ísland heim á ofanverðri 18.
öld og fyrri hluta 19. aldar rituðu
ferðabækur eftir íslandsförina og
lýsa þar landi og þjóð, eins og hún
kom þeim fyrir sjónir. Margar þess-
ara bóka - líkast til flestar - hafa
verið þýddar á íslensku og gefnar út
á síðustu áratugum. Allar hafa þær
að geyma margvíslegan fróðleik og
þar er þessi bók Hookers engin
undantekning. Höfundur hennar
var greinilega býsna glöggskyggn,
en eins og vænta mátti hafði hann
mestan áhuga á náttúru- og gróð-
urfari og í þeim efnum hygg ég að
mestur fengur sé að lýsingum hans.
Frásagnir hans af fólkinu sem hann
hitti og kynntist hér á landi eru
keimlíkar því sem gefur að lesa í
öðrum ferðabókum og kemur hér
fátt nýtt fram í þeim efnum. Allt um
það er bókin fróðleg aflestrar og
áhugamönnum um grasafræði mun
væntanlega þykja hún forvitnileg.
Aldrei hef ég augum litið enska
útgáfu þessarar bókar og kann því
ekki að dæma um þýðingu Arn-
gríms Thorlacius sem slíka. Hann
virðist leggja áherslu á að halda í
andblæ frumtextans og fyrir þá sök
verður íslenski textinn eilítið stirð-
legur á köflum. Að öðru leyti er fátt
út á texta bókarinnar að setja, þótt
nokkrir hnökrar séu að vísu á mál-
fari á stöku stað. Sú regla þýðanda
að viðhalda afbökuðum rithætti
Hookers á íslenskum heitum þykir
mér hins vegar sérkennileg, að ekki
sé meira sagt.
Dr. Sturla Friðriksson ritar fróð-
legan inngang að bókinni og í bók-
arlok er viðauki sem ber yfirskrift-
ina „Skýrsla um íslensku bylt-
inguna 1809“ og segir þar frá
valdaráni Jörundar og endalokum
þess. Er sú lesning býsna skemmti-
leg, enda samtímalýsing og gott var
alla tíð með þeim Jörundi og Hook-
er.
Jón Þ. Þór
Ákvörðunar-
staður
myrkrið
BÆKUB
Skáldsaga
BLÝNÓTT
eftir Hans Henny Jahnn. Geir Sig-
urðsson og Björn Þorsteinsson
þýddu. Forlagið árið 2000 - 137
blaðsíður með eftirmála.
SKÁLDSAGAN Blýnótt eftir
Hans Henny Jahnn á sér afar eft-
irtektarvert upphaf, því án nokk-
urs fyrirvara er aðalpersónan
Matthieu ávörpuð með eftirfarandi
orðum: „Ég yfirgef þig núna. Þú
verður að halda áfram einn þíns
liðs. Þessa borg, sem þú þekkir
ekki, átt þú að kanna.“ Hin yf-
irskipaða rödd skilur við persónu
sína í myrku borgarlandslagi og
um leið er lesandanum svipt inn í
sérkennilega atburðarás. Það er
svört nótt og Matthieu er staddur
á krossgötum við mikið breið-
stræti. Þráðbeinir og gljáandi
sporvagnsteinar koma langt að og
hverfa út í buskann. Gulleitt Ijós
frá hangandi luktum lýsir upp
myndina sem við blasir. Hann
gengur hægt af stað og furðar sig
á því að mæta engri manneskju,
engu ökutæki og heyra ekkert
hljóð. Húsin þegja og loftið er
kyrrt. Svo sér hann ljós í glugga.
Hann finnur fyrir heimilislegri og
notalegri tilfinningu og það vaknar
hjá honum þrá, löngun í félags-
skap. Eftir smá hik tekur hann um
hurðarhúninn til að komast inn. Á
sama andartaki myrkvast glugginn
og ljósið á luktunum slokknar.
Hans Henny Jahnn (1894-1959)
er talinn til sérstæðari persónu-
leika sem fram hafa komið í þýsk-
um bókmenntum á 20. öld. Hann
var afar trúaður í æsku og bar á
sér guðsorð hvert sem hann fór en
upp úr 1920 magnaðist andúð hans
á kenningum kirkjunnar. Hann
stofnaði dulhyggjusöfnuð, með
rætur í austrænum hefðum sem
stefndi að endurreisn vestrænnar
menningar og frelsun tilfinning-
anna. Jahnn var afkastamikið
skáld en naut aldrei skilnings né
samúðar samtíðar sinnar. Kyn-
hneigðir hans voru aðrar en
„normið“ sagði til um, ýmsar
hneykslissögur um ævi hans kom-
ust á kreik og á þeim grundvelli
hafa verk hans að mestu verið skil-
in og metin. Verðlaunaleikriti
hans, Pastor Ephraim Magnus, frá
árinu 1920, sem Bertolt Brecht tók
þátt í að sviðsetja, var svo illa tek-
ið að fljótlega var hætt að sýna
það og leikhúsinu lokað af yfir-
völdum. Gagnrýnendur fullyrtu að
um væri að ræða „sadó-masókist-
ískt verk hugsuðar sem héldi sig
vera snilling" og að í því byggi
„villtur, ógurlegur kraftur vitfirr-
ings“.
Blýnótt kom fyrst út á þýsku ár-
ið 1956. Atburðarás sögunnar er
fyrst og fremst knúin áfram af
stefnulausri leit sundraðrar per-
sónu að óljósu og ómeðvituðu tak-
marki sínu. Matthieu er sendur
þeirra erinda að kanna hina myrku
borg sem hann ekki þekkir og
hann fetar sig áfram skref fyrir
skref uns það rennur upp fyrir
honum ljós. Jafnframt því má líta
svo á að leið hans liggi inn á bann-
svæði mannlegra tilfinninga þar
sem kynlífshvötin og dauðahvötin
persónugerast í hórunni Elvíru og
unglingnum holsærða Anders.
Matthieu er leiksoppur örlaga
sinna því þrátt fyrir að hann finni
til er honum aldrei ljóst að hverju
hann leitar fyrr en um seinan. I
einu af samtölum hans við Elvíru
er að finna þetta meginstef sög-
unnar: „í þessari borg finnið þér
tæplega þann veruleika sem yður
er svo tamur; - kannski í mynd
kynlegrar, illa útleikinnar undan-
tekningar - eða alls ekki. Þér
verðið blekktir um hríð; síðan
verður yður greitt höggið sem
lamar yður. Það er þetta andar-
tak.“
I fróðlegum eftirmála íslensku
útgáfunnar segir annar þýðandi
sögunnar, Geir Sigurðsson, að Blý-
nótt sé langstysta skáldsaga
Jahnns en ekki endilega sú að-
gengilegasta. Aðalástæðan fyrir
því fullyrðir hann að liggi í stíl
sögunnar „sem almennt einkennist
af knöppum og oft illskiljanlegum
setningum, gerir lesandanum ekki
auðvelt fyrir og í Blýnótt nær
hann hugsanlega hámarki - eða
háþróun.“ Geir telur hins vegar að
sagan sé vel til þess fallin að
kynna verk höfundarins fyrir ís-
lenskum lesendum. Undir það get-
ur gagnrýnandi tekið af heilum
hug því auk þess að vera stutt og
hnitmiðuð frásögn vekur sagan
með lesandanum sterk viðbrögð
undrunar og hrifningar, kveikir
með honum vægan hroll og leiðir
hann inn í framandlegan heim dul-
inna afla, hvata og þrár. Margar
leiðir liggja að túlkun þessarar
sögu og þótt athyglinni sé hér
einkum beint að hvatalífí mannsins
er ekki þar með sagt að aðrar leið-
ir séu síðri. Áhrif expressjónisma
og táknsæis eru ríkjandi í per-
sónusköpun og umhverfi sögunnar
og í eftirmála sínum bendir Geir
meðal annars á þá túlkun sem
snýr að tilvistarkenndri sýn á
manneskjuna í guðlausum og
merkingarlausum heimi.
Þegar á heildina er litið er þýð-
ing verksins vönduð. Gagnrýnandi
veltir þó vöngum yfir útfærslu
orðalags og nákvæmni á nokkrum
stöðum í textanum sem þó kann að
eiga sér skýringar í flóknum stíl
höfundar. íslensk útgáfa þessarar
bókar á sérstakt hrós skilið. Fyrir
utan það að hér er um alvöru bók-
menntaverk að ræða er umbrot
verksins afar smekklegt og hönn-
un kápunnar listilega af hendi
leyst.
Jón Özur Snorrason
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Flateyjar-
dalsheiði. Höfundur handrits er
Páll G. Jónsson bóndi og land-
póstur frá Garði í Fnjóskadal.
Handritið skrifaði Páll 1944, en
hann lést 1948.
Eins og nafn bókarinnar gefur
til kynna fjallar efni hennar um
Flateyjardalsheiði sem liggur í
framhaldi af Fnjóskadal og norður
til sjávar gegnt Flatey á Skjálf-
anda.
í bókinni eru mannlífslýsingar
og frásagnir af fólki er síðast bjó
á Heiðinni og lýsing á landgæðum
og landslagi. Þá eru nákvæmar
frásagnir af göngum og réttum og
mat á beitarþoli þessa grósku-
mikla afréttarlands.
Loks er í bókinni örnefnaskrá af
svæðinu auk örnefnaskráa nokk-
urra bæja er liggja að Heiðinni.
Aftast er mannanafnaskrá.
I umsögn dr. Valgarðs Egils-
sonar um höfundinn segir m.a.
„Það fór vel á svo fagurri heiði að
þar færi um hinn næmi náttúru-
lýriker sem Páll í Garði var. Öll er
frásögn Páls með þeim einkennum
sem honum voru eðlileg, næmi
gagnvart landi, sögu, dýrum, virð-
ing fyrir fólki, kurteisi hins
menntaða Möðruvellings. Rit þetta
má verða kennsluefni komandi
áratugi í því hve vel má tala um
samferðamenn. í ritinu birtist lífs-
viðhorf á fagurfræðilegan streng."
í bókinni sem er 180 bls. eru á
milli 80 og 90 litmyndir og yíir 20
svarthvítar myndir. Utgefandi er
Páll G. Björnsson, Hellu, Rangár-
völlum. Ljósmynd á bókarkápu:
Ai-nar Þór Guðmundsson. Prent-
un: Svartlist ehf. á Hellu.