Tíminn - 25.11.1965, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 1965
TÍMINN
LENGiNGU LOFTLEÍÐAVELANNA
VERÐUR LOKIO I FEBRÚAR '67
GE—Reykjavík, miffvikudag.
Eins og komið hefur fram í frétt
Erindi í Lögfræð-
ingafélagi íslands:
MB—Reykjayík, miðvikudag.
Annað kvöld, fimmtudagskvöld,
flytur Gaukur Jörundsson, full-
trúi yfirborgardómara, erindi um
Eignamám og takmarkanir á eign
arréttindum á almennum félags-
fundi Lögfræðingafélags íslands,
sem haldinn verður kl. 20.30 í
veitingahúsinu Tjarnarbúð, niðri.:
Að erindinu loknu verða kaffiveit;
ingar og almennar umræður, og \
skorar stjóm félagsins á lögfræð!
inga að fjölmenna.
um er nú lokið lengingu Loftleiða j
vélarinnar Þorvalds Eiríkssonar, I
áætlað er einnig að lengja hinar j
þrjár Rolls Royce vélar Loftleiða
og samkvæmt heimildum, sem
blaðinu bárust í dag, verður því
lokið 1. febrúar 1967.
Vélin Þorvaldur Eiríksson er
sem stendur í reynsluflugi, en
hún mun verða tekin í fulla notk-
un 1. marz 1966. Nú er verið að
lengja flugvélina Leif Eiríksson,
á því var byrjað 21. þ.m. og verð
ur því lokið 1. marz næsta ár.
Lenging flugvélaiinniar Vilhjálms
Framhald á bls. 14
Fargjaldalækkun Pan Am
Helgarráðstefna um framtíðar-
samstarf Atlantshafsríkjanna
FB-Reykjavík, miðvikudag.
í dag birtist frétt um Pan
American flugfélagið, því mið-
ur féllu niður línur, og brengl-
aðist fréttin við það illa. Hér
birtist hún í heilu lagi, og er
feitletrað það, sem vantaði i
hana áður. Biðjum við velvirð-
ingar á þessum mistökum.
„FB-Reykjavík, þriðjudag.
Pan Am-flugfélagið tekur
upp ný fargjöld 1. desember
n. k., og eru þau einkum ætluð
námsfólki og öðrum íslending-
um, sem dveljast erlendis, en
viija halda jóla- og nýárshátíð-
ina heima á íslandi. Fargjöldin
eru 30% lægri en venjuleg far
gjöld og gilda til íslands og
frá. Þá gengu í gildi hjá félag
inu 1. nóvember s. 1. fjölskyldu
fargjöld milli íslands og Norð-
urlandanna. Eru þau þannig, að
fjölskyldufaðir greiðir fullt
gjald, en aðrir í fjölskyldunni
aðeins hálft fargjald. Áætlun
Pan American er nú þannig
háttað, að flogið er einu sinni
í viku til Glasgow, Kaupmanna-
hafnar og New York, og eru
eingöngu þotur í þessu áætlun-
arflugi. Flugtími til Kaup-
mannahafnar er 3Vz klst. og til
New York aðeins 5 klst.
Um næstu helgi efna Samtök
um vestræna samvinnu til ráð-
stefnu um Framtíðarsamstarf At-
lantshafsríkjanna, — og verða þar
kynnt og rædd þau viðhorf. sem
nú ríkja um það efni,
Helgarráðstefnan verður sett
í Tjarnarbúð kl. 14..00 á laugar-
dag og gerir það formaður sam-
taifeanma, Knútur Hallsson, deildar
stjóri, en við það tækifær, mun
utanríkisráðherra Emil Jónsson,
flytjta áyarp.
Framhald a bls. 14.
RÁÐSTEFNUNNI UM FJAR-
MÁL SVEITARFÉLAGA L0KIÐ
HZ—Reykjavík, miðvikudag.
arfélaganna lauk í dag. Þegar ráð ekki allt um garð gengið, því fé-
Ráðstefminni um fjármál sveit stefnunni var slitið kl. 16«
Ion Voicu með Stradivariusfiðlu sína.
Hann heitir Jón og leikur á
Stradivariusarfiðlu í kvöld
GB-Reykjavík, miðvikudag.
Á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands annað kvöld i
Háskólabíói stjórnar Bohdan
Wodiczko flutningi þriggja
verka, sem verða Paganiniana
eftir Casella, Petrúsjka eftir
Stravinský og fiðlukonsert í
D-dúr eftir Tsjaíkovskí, en ein-
leikari verður Ion Voiru frá
Rúmeniu, sem kemur hingað í
annað sinn með Stradivarius-
fiðlu sína.
Þessi frægi fiðlari, sem að
skírnarnafni heitir Ion og mun
vera hið sama og Jón á okkar
máli, hefur farið marga sigur-
för með Stradivariusfiðluna
sína um öll lönd Evrópu og víð
ar um heim síðan hann fyrst
varð frægur fyrir að leika kon-
sertinn í D-dúr eftir Paganini
17 ára gamall og er oft síðan
kallaður Paganini Rúmeníu.
Hann lærði iistina hjá landa
sínum tónskáldinu Georges En-
esco og síðan hjá fiðlusnillingn
um rússneska David Oistrak, og
hefur hlotið æðstu tónlistar-
mannaverðlaun í heimalandi
sínu. Erlendis hefur hann ver-
ið hlaðinn miklu lofi fyrir list *
sína. Eftir eina tónleika í Lund- •
únum var skrifað í blaðið |
Daily Mail: „Ion Voicu hefur |
töfra i fingrum og fiðluboga.
Hann býr yfir innsæi skáldsins
og handsnilli, sem minnir á
særingarmann. Og heitfengur
er hraði hans. En þrátt fyrir
það er hver tónn gæddur fullu
lífi“.
Hann hélt tónleika hér a veg
um Tónlistarfélagsins í Reykja-
vík 1958, flutti þá m. a. býsna
skemmtilegt lag eftir sjálfan
sig, og margur áheyrandi stóð
á öndinni á meðan hann flutti
sólósónötuna eftir Ysaye. En
verkefni velur hann sér eftir
tónskáld frá ýmsum öldum.
klassíska meistara og nútíma-
tónskáid og allt þar á milli,
jafnt eftir Johan Sebastian
Bach sem Alban Berg.
vat lagsmálaráðherra Eggert G. Þor-
steinsson hafði móttöku fyrir
þátttakendur í Ráðherrabústaðn-
um frá kl. 17—19.
í morgun þegar fundahöld byrj
uðu flutti Guðlaugur Þorvaldsson,
deildarstjóri í Hagstofu íslands,
framsöguerindi , «ny ,,Á.rírieikbinga
sveitarfélaga. Því næst var heim-
sókn í Skýrsluvélar ríkisins og
skoðuð var sýning á bókhaldsvél
um að Hótel Sögu. Þessum heím-
sóknum var lokið um hádegið.
Eftir hádegið var viðræðufundur
þar sem Þátttakendur ræddu við
stjóm Sambands ísl. sveitarfélaga
um efni og árangur ráðstefnunnar.
Menn voru sammála um gagn og
gildi ráðstefnunnar og sögðust
hafa lært margt nýtt og nytsam-
legt.
í gær fluttu framsöguerindi
Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytís
stjóri í félagsmálaráðuneytinu og
Eggert G. Þorsteinsson félags-
málaráðherra. Fjármálaráðherra
talaði um samstarf ríkis og sveit
arfélaga um húsnæðismál. Taldi
hann nauðsynlegt að sett yrðu ný
lög um leiguhúsnæði og reynt að
lækka byggingarkostnaðinn á íbúð
um almennt, þar sem húsnæðís
málin væru stærsti útgjaldaliður
almennings og allt og hár miðað
við aðrar þjóðir. Ráðherra gat
um tvær breytingar, sem nýlega
voru gerðar á lögum Húsnæðis
málastjómar og snerta sérstaklega
bæjar- og sveitarfélög, en þær
eru hin fyrírhugaða fjöldafram
leiðsla íbúða og heimildin til að
Framhald á bls. 14
Aðalfundur
/ r
LIU hefst
í dag
26. aðalfundu-r Landssambands
ísl. útvegsmann-a hefst í Tjarnar-
búð (Oddfellowhúsinu) í Reykja-
vík í d-ag kl. 2 síðdegis.
Varaformaður sambandsins,
Loftur Bjamason, Hafnarfirði, set
ur fundinn vegna veikinda for-
mannsins. Sverris Júlíussonar
Gengst formaður fyrir kosningu
fundárstjóra og fundarritara Þá
verða kosnar hinar reglulegu
j nefndir aðalfundar og flutt skýrsla
félagsstjórnar og erindi einstakra
sambandsfélaga. sem em 14 að
tölu.
Að kvöldi fyrsta fundardagsins
og morgni föstudagsin-s munu
nefndir starfa, og fundarstörfum
-síðan haldið áfram, en kl. 17.00 á
föstudag mun sjávarútvegsmála-
ráðherra, Eggert G. Þorsteinsson,
áyarpa fundinn.
Áætlað er að ljúka fundinum á
laugardaginn.
HGH-SÖFNUNIN
Fjársöfnun Herferðar gegn
hungri hefur nýlega farið fram
á eftirtöldum stöðum söfnunarfé
talig í þúsundum:
Grundarfjörður kr. 31.000 Reyð
arfjörður kr. 83.000, Patreksfjörð
ur kr. 37..000, Blönduós kr. 6.000
Ólaf-sfjörður kr. 30.000. Sauðár-
krókur kr. 85.000, Sandgerði kr.
35.000, Borgames og nærsveitir
kr. 71.000.
Fjársöfnun á þessum stöðum
er yfirleit ekki að fullu lokið.
Herferð gegn hungri.
FUNDUR Á BLÖNDUÓSI
Ólafur
Næst komandi
sunnudag, 28.
nóvember,
halda stjórnmála
félögin í Austur-
Húnavantssýslu
fund í félags-
heimilinu á
Blönduósi og
hefst hann kl. 8
um kvöldið. All
ir alþingismenn
Jóhannesson, Skúli Guðmundsson
og Bjöm Pálsson mæta á fund-
iniun. Héraðsmenn eru eindregið
hvattir til að mæta á Þessum fundi.
Framsóknarflokksins i Norður-
landskjördæmi vestra þeir Ólafur Skúli
Eysteinn
Björn
Kjördæmisþing á
Hvolsvelli
Kjördæmisþing
Framsóknar-
manna í Suður-
landskjördæmi
verður haldið að
Hvolsvelli dag-
ana 27. og 28.
nóvember n- k.
og hefst kl. 14.
Dagskráin verður
með venjulegum
hætti. Á þinginu mætír formaður
Framsóknarflokksins Eysteinn
Jónsson og þingmenn flokksins í
kjördæminu. Þeir sem óska að
gista eru beðnir að láta formann
kjördæmissambandsins Sigurfinn
Sigurðsson á Selfossi vita, sem
allra fyrst. Allt Framsóknarfólk er
velkomið á Kjördæmisþingið.
Aðalfundur FÍJF
í Kópavogi
Aðalfundur Félags ungra Fram
sóknarmanna í Kópavogi verður
haldinn sunnudaginn 28. nóvem
ber í Framsóknarhúsinu Neðstu
tröð 4, og hefst klukkan 15. Dag
skrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál. Fjölmennið á fundinn.
— Stjómin.
Framsóknarvist á
Akureyri
Framsóknarfélögin á Akureyrl
halda kjörvist og dans að Hótel
KEA næst komandi föstudag kl.
8.30. Niu glæsileg verðlaun. Trygg
ið ykkur aðgöngumiða á skrif-
stofu Framsóknarflokksins, Hafn
arstræti 95, sími 1-14-43, fimmtu-
dag og föstudag kl. 2—6 síððegis.
Öllum heimill aðgangur. Síðasta
framsóknarvistin fyrir jól.
ENGUM
ÓVIÐK0MANDI
í kvöld verður haldinn fræðslu
fundur á vegum Félags ungra
Framsóknarmanna í Hafnarfirði.
Fundurinn verður í Góðtemplara
húsinu og hefst kl. hálf níu. Sýnd
verður kvikmyndín „Þrjú af börn
um okkar“. Kynnir sú mynd hið
mikilvæga starf, sem Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna leysir af
hendi, einkum meðal þjóða, er
standa á lægra menningarstigí
eða eiga við skort og sjúkdóma
að stríða. Eins og við vitum, hafa
tveir þriðju hltar alls mannkyns
ekki til hnífs og skeiðar, og því
er ekki óviðeigandi, að við sem
ung erum, kynnum okkur sem
bezt, hverníg hinum þjáðu bræðr
Framhald á bls. 14