Tíminn - 25.11.1965, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 1965
5
TÍMINN
Utgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kiistján Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson .Jón Helaason og tndrið)
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj : Steingrlmui Gíslason Ritstj.skrifstofui i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af-
greiðslusimi 12323 Auglýsingasiml 19523 Aðrax skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán tnnanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA b.f
Fólitísk veiting
dómaraembætta
Alger málefnaleg uppgjöf stjórnarliðsins í Hafnar-
fjarðarmálinu var opinberuð til fullnustu, þegar Bjarni
Benediktsson talaði við 1. umr. um frv. Jóns Skafta-
sonar í neðri deild í fyrradag. Bjarni Benediktsson var
allan tímann, sem hann stóð í ræðustólnum, á flótta
frá helzta umtalsefninu, og þegar hann minntist á það,
sló hann úr og í. Jafnvel sá, sem forhertastur er og
mestu ábyrgðina ber, gafst þannig upp við að verja
þessa einstæðu embættisveitingu.
Ekki bætti það hlut Bjarna, þegar hann fór að ráðast
á embættisveitingar Hermanns Jónassonar sem dóms-
málaráðherra. Bjarna var sýnt fram á það í umræðunum,
að það yrði meira en hagstæður samanburður fyrir Her-
mann Jónasson, ef bornar jrðu saman embættisveiting-
ar þeirra .Hermanns og Bjarna. Aðeins eitt dæmi
var nefnt sem sýnishorn, skipun hæstaréttardómara.
Hermann Jónasson skipaði þá Gizur Bergsteinsson og
Þórð Eyjólfsson hæstaréttardómara og hafa ekki aðrir
menn gefíð sér betra orð þar. Bjarni Benediktsson skip
aði Lárus Jóhannesson, sem lengi hafði verið ötull flokks
bróðir hans. Framhald þeirrar sögu þarf ekki að rekja,
enda munaði minnstu, að forsætisráðherrann sleppti sér,
þegar farið var að gera þennan samanburð
Þessi samanburður rifjaði það jafnframt upp, að
Bjarni Benediktsson hefur sem dómsmálaráðherra skap-
að alveg nýja reglu við veitingu sýslumanns- og bæjar-
fógetaembætta. Þessi regla er sú, að til þess að verða
skipaður í slíkt embætti, þurfi menn ekki aðeins að hafa
tilskilin próf og að vera flokksmenn dómsmálaráðherra,
heldur þurfi þeir einnig að fullnægja skilyrðum til að
verða pólitískir forustumenn flokks dómsmálaráðherra
í viðkomandi kjördæmum. .Fyrsta og helzta skilvrðið er
að þessir menn séu færir um að þjóna flokknum vel. Jón
Skaftason taldi upp í umræðunum ekki færri en 12
sýslumenn og bæjarfógeta, sem hefðu fljótlega orðið
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í viðkomandi kjör-
dæmum, enda beinlínis valdir með það fyrir augum. Þó
kom í ljós, að hér hafði verið vantalið. Meiri misnotkun
í embættisveitingum er ekki hægt að hugsa sér en að
sýslumenn og bæjarfógetar, sem helzt þurfa vegna
dómarastarfa sinna að vera hafnir yfir flo'kkadeilur,
skuli fyrst og fremst valdir með það fyrir augum að
verða pólitískir forustumenn.
Engum manni ferst því verr en Bjarna Benediktssyni
að ætla að deila á embættisveitingar annarra. Hann fer
alltaf halloka í slíkum samanburði. Þessvegna gerði
hann hlut sinn enn verri en hann var með ræðu sinni í
neðri deild á þriðjudaginn. En þótt þannig megi benda
á margar hneykslanlegar embættisveitingar áður fyrr,
sker veiting bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði sig
úr Aldrei hefur sjálfsagðasti umsækjandinn verið eins
augljóslega sniðgenginn, og sá valinn, sem sízt kom til
greina. Aldrei hefur það verið augljósara, að valinu réði
tengdir og pólitísk sjónarmið.
Þessvegna hafa viðbrögð almennings orðið á eina leið.
Alf'rei hefur embættisveiting verið meira fordæmd.
M nnum er ljóst. að komið er í algerar ógöngur með
þvi að gera veitingar dómaraembætta hápólitískar. Sú
me’nsemd verður ekki upprætt, nema með nýrri og rétt-
sýnn, skipan veitingavaldsins.
Halldór Kristjánsson:
„Fagurt skal mæla”
Hugleiðingar um höft og viSreisnarfreísi
Blöð Sjálfstæðisflokksins
þreytast ekki á að lofa hið
mikla frelsi i vipskiptum hvers
konar, sem þeir segja að Við-
reisnarstjórnin hafi komið á.
Verður þeim þá oft tíðrætt um
hin miklu höft og hömlur, sem
þeir segja að þjóðin hafi búið
við áður á árum, „þegar Ey-
steinn Jónsson stjórnaði þessu
landi.“ Þá þurfti leyfi til að
lifa og duglegir menn voru of-
sóttir og sektaðir fyrir að
hyggja sér íbúð.
Þannig segja ritstjórar Vís-
is og Mbl. þann kafla íslend-
ingasögunnar.
Á rústum Nýsköpunarinnar.
Haftatími sá, sem hér er átt
við, mun vera árin fyrir 1950.
Nýsköpunarstjórnin vann mik-
inn sigur í alþingiskosningun-
um 1946, enda héldu talsmenn
hennar því óspart fram, að
fjárhagur þjóðarinnar væri
traustur og gjaldeyrisbúskapur
ágætur Strax á næsta hausti
rofnaði þó stjórnarsamstarfið,
raunar út af ágreiningi um
Keflavíkurflugvöll og rétt
Bandaríkjamanna þar.
Nokkru eftir áramót 1947
myndaði svo Stefán Jóhann
Stefánsson ríkisstjórn. Ráð-
herrar hans voru Bjarni Ás-
geirssön, Bjarni Benediktsson,
Emil Jónsson, Eysteinn Jóns-
son og Jóhann Þ. Jósefsson.
Emil Jónsson var viðskipta-
málaráðherra, Eysteinn Jóns-
son fór með menntamál, kirkju
mál og flugmál.
Þessi rikisstjórn var ein-
huga um það, að ekki væri
nokkur leið að komast frá rúst-
um Nýsköpunarstjórnarinnar
öðru vísi en að taka upp
skömmtun margskonar nauð-
synja. Sú stofnun, sem fór
með framkvæmd skömmtunar-
mála hét Fjárhagsráð og stóð
vitanlega undir skömmtunar-
málaráðherranum, Emil Jóns-
syni. Formaður Fjárhagsráðs
var Magnús Jónsson prófessor
í guðfræði, lengi einn af að-
sópsmestu þingskörungum
sjáifstæðismanna.
Morgunblaðsmenn studdu höft
in.
Reyndar man ég ekki eftir
því, að Magnús Jónsson léti
sekta neinn fyrir að byggja
íbúðarhúsnæði yfir sig. Hinu
man ég eftir, að maður var
kærður fyrir að hafa leyfis-
laust látið steypa vegg um lóð
sína.
Nú eru það að vísu harðir
kostir að vera ekki frjáls að
því að girða lóð sína eins og
manni sýnist. En hér stóð
þannig á, að stjórnarflokkarn-
ir sáu enga leið til að full-
nægja eftirspurn eftir bygging
arefni meðan þjóðin væri ögn
að rétta sig við eftir Nýsköp-
unarstjórnina. Ábyrgur rit-
stjóri Mbl. — Sigurður Bjarna
son — var þá alþingismaður
og greiddi atkvæði með allri
þessari haftalöggjöf. Ritstjóri
Vísis veit kannski minna um
þetta sakir bernsku. En biðja
vil ég þessa menn að svara
'l því vafningalaust, hvort þeim
finnist það góð stjóm að nota
síðustu sementspokana í vegg
Halldór Kristjánsson
kringum lóð og neita þar með
húsvilltum manni um að fá þá
í vegg undir hús? Milli þessa
varð að velja þá að áliti stjórn
arflokkanna. Og segi Sigurður
Bjarnason til hafi hann gert
einhvern ágreining um þessar
stjórnarframkvæmdir þá.
Það væri líka gaman að fá
að sjá ef einhverjar heimildir
væru til um það, að þáverandi
utanríkis- og dómsmálaráð-
herra en núverandi forsætis-
ráðherra, — heiðursdoktorinn,
Bjarni Benediktsson, — hefði
mótmælt.
Lítil eru geð guma.
Það er ekki stórmannlegt að
flýja frá fortíð sinni og ábyrgð
unninna verka. Hitt er þó lúa-
legra að leggjast í nafni flokks
síns á látinn flokksbróður og
vitna í embættisverk hans sem
óhæfuverk pólitískra óhappa-
manna. Magnús heitinn Jóns-
son tók að sér óvinsælt og
vandasamt verk, að skammta
þegar ekki var nóg til að
skammta. Hann mun hafa gert
það í þeirri góðu trú, að með
því móti væri unnt að tryggja
skynsamlegri ráðstöfun þess,
sem til félli, að meira af því
gengi til gagnlegra hluta, færri
yrðu algjörlega afskiptir. Slíkt
verk var fyllilega samboðið
vígðum þjóni kristinnar kirkju.
Vel má vera, að Magnús Jóns-
son hafi eitthvað verið mislagð
ar hendur í skömmtunarstarf-
inu en þó man ég býsna lítið
eftir rökstuddum ádeilum á
ákvarðanir Fjárhagsráðs.
En ef Magnús Jónsson veit
til sín og er ekk: kominn á
hærra stig en svo að hann fylg-
ist með því, sem skrifað er í
Morgunblaðið um þessa hluti.
þá finnst mér, að hann mætti
vel, er hann les málflutning
gamalla félaga sinna úr þing-
inu á þessum haftatímum taka
sér í munn hin fornfrægu orð
úr kristnum fræðum um hræsn
arana.
En vildi nokkur vera í sporum
þeirra Sigurðar Bjarnasonar og
Bjarna Benediktssonar ef þeir
skyldu eiga eftir að koma þar
á ódauðleikans strönd, sem
Magnús Jónsson tæki á móti
þeim og byði þá velkomna eft-
ir allt það. sem þeir hafa um
þetta sagt.
í nafni frelsisins.
Þá þurfti leyfi til að lifa.
segja þeir. En var nokkrum
neitað um leyfi til að lifa?
Getur ekki verið, að frelsi
Viðreisnarinnar gamgi eins
nærri lífi og afkomu einhverra
og höftin hans Magnúsar gerðu
á sinni tíð?
Það er engu síður hægt að
framkvæma ranga skipta-
gjörð í nafni frelsis en hafta.
„Frelsið“ getur orðið til að
treysta forréttindi hinna ríku
c-n höftin til að takmarka þau.
Veldur hver á heldur. Bresti
ekki heiðarleika í framkvæmd
tryggja höftin skynsamlegri og
þjóðhollari nýtingu þess, sem
aflast, en frelsi Viðreisnarinn-
ar hefur auðnast að gera.
Morgunblaðsrök .
Nú segja sjálfstæðisblöðin,
að ekki þurfi Framsóknar-
menn að segja að of mikið
hafi verið byggt af húsum fyr-
ir verzlun og skrifstofur því
að Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga hafi átt hlut að
slikum byggingum. Slík eru
Morgunblaðsrökin.
Þá kemur mér það í hug,
að einu sinni deildi ég á það,
að lögreglustjórinn i Reykja-
vík hefði ólöglega veitt leyfi
til vínveitinga á samkomum í
stórum stíl. Þessu svaraði Mbl.
því helzt, að Framsóknarmenn
hefðu fengið sinn hluí af þess-
um ólöglegu leyfum. Því ætti
ég að þegja.
Þannig voru rökin þar á bæ
og enn er sama siðferðið.
Það er ekki fyrst og fremst
spurt hvort stjórnað sé rétt,
heiðarlega og viturlega, —
heldur hver hagnist á stjórn-
arframkvæmdum.
Leiðin til jafnaðar.
Enginn mun vera fortaks-
laust á móti öllum höftum og
skömmtun. Flestir viðurkenna
rétt slíkra aðgerða innan vissra
marka enda munu allar siðað-
ar þjóðir taka upp skömmtun
á neyðartímum til að tryggja
meiri jöfnuð en ella. Þannig
stóð á skömmtuninni á vand-
ræðatímunum eftir gálausa
fjármálastjórn nýsköpunar-
áranna.
En það er með ýmsu móti
hægt að vinna að jöfnuði án
hafta og skömmtunar. Svo er
líka hægt að beita höftum til
að auka ójöfnuð. Um þau efni
væri ástæða til að ræða við
stjórnarblöðin.
Ríkisstjórnin hrósar sér
mjög af auknum framlögum til
byggingarlána á vegum hús-
næðismálastjórnar. Vel má
hún það, þó að það geri senni-
lega ekki hefur en mæta auk-
inni dýrtíð og stéttarfélögin
hafi knúið þessa hækkun fram
til mótvægis verðbólgunni með
samningum. Ríkisstjórnin við-
urkennir, að lánin eru hækkuð
vegna meiri byggingarkostnað-
að, eða hvaða rök væru til þess
annars, að lána þeim meira,
sem seinna byggir? Auðvitað
er hækkunin einungis til að
mæta auknum kostnaði, en
engin verðlaun fyrir að hafa
farið seint til.
En hvað hefur þessi ríkis-
stjórn gert til að halda bygg-
ingarkostnaði í einhverju hófi?
Framhald á bls. 12-