Tíminn - 25.11.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.11.1965, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. nóvember 1965 TÍMINN KJORDÆMISÞING FRAMSOKNAR- MANNA I AUSTURLANDSKJOROÆMI Dagana 20. og 31. október síð- astliðinn var haldið kjördæmis- þing Framsóknarmanna í Austur- landskjördæmi, að Iðavöllum á Völlum. Til þingsins voru mættir full- trúar víðsvegar að af sambands- svæðinu, ásamt stjórn kjördæma- sambandsins og þingmönnum Framsóknarflokksins í Austur- landskjördæmi. Formaður sambandsins, Vil- hjálmur Hjálmarsson setti þingið og bauð fulitrúa og aðra gesti vel- komna. Lagði Vilhjálmur m. a. fram inntökubeiðni frá nýstofn- uðu Framsóknarfélagi á Seyðis- firði og var aðild þess að kjör- dæmasambandimi samþykkt sam- hljóða. Að lokinni ræðu formanns, flutti Eysteinn Jónsson formaður Fram- sóknarfiokksins yfirlitsræðu um stjómmálaviðhorfið. Er Eysteinn Jónsson hafði lok- ið máli sínu voru kjömir starfs- menn þingsins. Forsetar vom kjömir, Hrólfur Ingólfsson, Seyð- isfirði og Snæþór Sigurbjömsson, GiJsárteigi. Ritarar vom kjömir, Magnús Guðmundsson, Reyðar- firði, Ásgrímur Ingi Jónsson, Borgarfirði og Jón Kristjánsson Egilsstöðum. Vilhjálmur Hjálmarsson flutti skýrslu stjómar. Hann rakti starf semina á undangengnu ári sem var mjög öflug. Meðal annars gekkst kjördæmasambandið fyrir ráðstefnu á Seyðisfirði um sveita- stjóraarmál og fundi á Reyðar- firði með fulltrúum allra stjóm- málaflokka um síldarflutninga af af Austurlandsmiðum. Vilhjálmur ræddi einnig flokksmálin og hvatti til að efla flokksstarfið í þeim átökum sem framundan eru. f umræðum um skýrslu stjómar kom fram mikill einhugur þing- fulltrúa í því að efla flokksstarfið að miklum mun og gera veg Fram sóknarflokksins sem mestan á kom andi tímum. Að loknum umræðum um skýrslu stjómar tók Kristján Ing- ólfsson skólastjóri á Eskifirði til máls og ræddi um Austurlands- ráðstefnu sem fyrirhuguð er að frumkvæði Alþýðubandalagsins, með þátttöku allra stjómmála- flokka. Kristján kvað nauðsyn bera til að undirbúa slíka ráð- stefnu vel með tölfræðilegum rök- um. Þingið samþykkti ályktun um ráðstefnu þessa sem birtist í heild hér á eftir. Vilhjálmur Hjálmarsson hafði framsögu um jafnvægismál. Lagði hann fram eftirfarandi tillögu: „Með tilliti til hinnar geigvæn- legu byggðaröskunar, er á sér stað í landinu og sívaxandi búsetu þjóðarinnar í einum landshluta beinir VI. kjördæmlsþing Fram- sóknarmanna á Austurlandi þeim eindregnu tilmælum til þingflokks Vilhjálmur Hjálmarsson og framkvæmdastjórnar Framsókn arflokksins að þau hlutist til um, að nú þegar verði hafin víðtæk rannsókn á því hvað megi verða til að stöðva þessa þróun. Tillögunni fylgdi ítarleg grein- argerð sem fer í heild hér á eftir. Að loknum framsöguræðum voru tekin fyrir nefndarstörf og var þing sett á ný eftir hádegi á sUnnudag og nefndir skiluðu álitum. Þórólfur Friðgeirsson, Fáskrúðs firði, hafði framsögu um skipu lagsmál, Ólafur Ólafsson Seyðis- firði um fjármál, Magnús Einars- son, Egilsstöðum, Garðar Guðna- son, Fáskrúðsfirði, Snæþór Sigur- bjömsson Gilsárteigi, Björn Kristj ánsson Stöðvarfirði og Kristján Ingólfsson Eskifirði um fjórðungs mál og Guðmundur Björnsson Stöðvarfirði mælti fyrir áliti alls- herjarnefndar. Miklar og almenn- ar umræður urðu um nefndar- álitin. Að lokum var gengið til kosn- inga og voru eftirtaldir menn kjörnir í hin ýmsu trúnaðarstörf innan sambandsins. Stjórn: Vilhjálmur Hjálmars- son, Brekku, formaður, Vilhjálm- ur Sigurbjörnsson, Egilsstöðum, varaform. Kristján Ingólfsson Eski firði Marínó Sigurbjörnsson, Reyð arfirði, Magnús Einarsson, Egils- stöðum, Sveinn Guðmundsson, Hrafnabjörgum, Hrafn Sveinbjarn arson, Hallormsstað, Ólafur Olafs son, Seyðisfirði, Björn Steindórs- son, Neskaupstað. Varamenn: Aðalsteinn Aðal- steinsson Höfn, Homafirði Sigur- jón Friðriksson, Magnús Guð- mundsson, Reyðarfirði, Hilmar Thorarinssen, Eskifirði, Gunnar Guttormsson, Litla-Bakka, Björn Eysteinsson, Reyðarfirði, Jón Kristjánsson, Egilsstöðum, Sigmar Hjelm, Eskifirði. Trúnaðarráð: Aðalmenn: Örn Ingólfsson Höfn, Hornarfirði Sig- urður Eiríksson, Hermann Guð- mundsson, Guðmundur Bjömsson, Stöðvarfirði Snæþór Sigurbjöms- son, Gilsárteigi, Hörður Hjartar- son, Haukur Ólafsson, Ásgrímur Ingi Jónsson, Borgarfirði, Kristján Wiium, Vopnafirði. Varamenn: Freysteinn Þórðar- son, Sighvatur Davíðsson, Þor- steinn Sveinsson, Djúpavogi Frið- rik Jónsson, Þorvaldsstöðum, Elís Þórarinsson, Sveinn Þórarinsson, Neskaupstað, Guðmundur Þórðar- son, Halldór K. Halldórsson, Vopnafirði Hrafnkell Björgvinsson Víðivöllum. Ritnefnd Austra: Pálmar Magn- ússon, Neskaupstað, Bjöm Stein- dórsson, Neskaupstað Guðmundur Björnsson, Stöðvarfirði Kristján Ingólfsson, Eskifirði, Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku. Miðstjórn: Aðalmenn: Þor- steinn Sigfússon, Sandbrekku, Jón Þorsteinsson, Kristján Ingólfsson, Eskifirði Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku, Óskar Helgason, Víglund- ur Pálsson, Vopnafirði, Björn Kristjánsson, Stöðvarfirði. Varamenn: Hrafn Sveinbjarnar son, Hallormsstað, Skarphéðinn Pétursson, Höfn, Guðröður Jóns- son, Neskaupstað, Tómas Emils- son, Seyðisfirði, Magnús Einars- son, Egilsstöðum, Sigurjón Frið- riksson, Þórólfur Friðgeirsson, Stöðvarfirði. Endursk: Magnús Guðmundsson, Reyðarfirði, Hermann Ágústsson, Reyðarfirði, Hemiann Eiríksson, Bót. Greinargerð með tillögu um jafnvægismál. Vart mun þurfa mörg orð til að undirstrika þá staðreynd, að hér á landi hefur átt sér stað geysileg röskun byggða síðustu áratugi. Ef skoðaðar em hlutfalls tölur búsetu síðastliðna tvær og hálfa öld er myndin þessi: Framhald á bls. 12. MINNING Sigfínnur Vilhjálmsson Sjólyst, Djúpavogi Iívenær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí, þar læt ég nótt, sem nemur neitt skal ei kvíða því. Þegar hringt var til mín sunnu- dagsmorguninn 17. okt. s.l., og mér tilkynnt, að meðhjálparinn minn gæti ekki mætt við guðs- þjónustuna þann dag, vegna las- leika, datt mér ekki í hug að þar með væri lokið góðu og ánægju- legu samstarfi okkar Sigfinns Vil- hjálmsson í 16 ár. En áður en vikan var liðin, hafði sorgar- fréttin borizt um byggðarlagið. Sig finnur var dáinn. Oss setti öll hljóð, og dranga- ský þessara síðustu haustdaga lögðust með þunga saknaðarins yfir hið litla þorp, sem nú hafði misst góðan og göfugan dreng fyr ir aldur fram. Kall dauðans, sem enginn get- ur undan komizt, hafði á óvæg- inn hátt, hrifið burt vandað val- menni, svo að eftir stóð opið og óbætt skarð. Fyrir nokkrum dögum stóð Sigfinnur glaður og reifur í hópi vina og vinnufélaga, og hið litla gistihús þeirra hjóna stóð opið þreyttum og þurfandi, er að garði bar. Nú drúpir sorg yfir Sjólyst, og hurðir eru klemmdar að stöf- um, því gestgjafinn hefur lokið sinni þjónustu hér á jörðu. Sigfinnur Vilhjálmasson var fæddur 2. nóvember 1912 að Nesi í Norðfirði. Foreldrar hans voru þau hjónin Vilhjálmur Stefánsson I þessar mundir í Kaupmannahöfn útvegsbóndi í Hátúni og Kristín við nám og störf. Ámadóttir. Faðir Vilhjálms var Fyrstu ár sín á Djúpavogi stund Stefán bóndi Oddsson á Hofi aði Sigfínnur ýmis störf, bæði á og í Skálateigi í Norð-jsjó og landi, en síðustu 12 árin firði, en Kristín var dóttir Ámajráku þau hjónin gistihús á heim- bónda í Grænanesi Davíðssonar. j ili sínu, og helgaði hann því starfi Sigfinnur stundaði nám við Hvít) krafta sína að mestu, upp frá því. árbakkaskólann síðasta starfsár? Með starfrækslu þessa litla gisti þess skóla, veturinn 1930—1931, j húss voru úr sögunni margháttuð og við héraðsskólann í Reykholti | vandræði og erfiðleikar þeirra fyrsta starfsár hans, veturinn 1931 j ferðamanna, sem hér áttu leið —1932. Hann var góðum náms-jum, en með bættu vegasambandi hæfileikum gæddur, athugull ogjmilli Fljótsdalshéraðs og Homa- minnugur, og mun það vega-jfjarðar hafði ferðum manna fjölg nesti, sem hann fór með frá þess-,' að mjög. um skólum, hafa reynzt honum far í Sjólyst var tekið á móti öll- sælt og giftudrjúgt. Gleymdi hann ekki þeim fræðxun, sem hann hafði numið, eins og þó hendir svo marga, heldur jók með sjálfsnámi þekkingu sína, t.d. í þýzku, og kom það honum síðar að góðu gagni við rekstur gisti- hússins. Minntist hann ávallt skóla göngu sinnar með gleði og þakk- læti, og þeirra kennara og skóla- félaga er hann batt þá vináttu- tengsl við. Næstu árin stundaði Sigfinnur sjómennsku og útgerð í Neskaup- stað. Árið 1938, 4. febr. kvæntist Sig- finnur eftirlifandi konu sinni, Olgu Lúðvíksdóttur hafsögumanns og skipstjóra á Djúpavogi. Settust þau að í Sjólyst á Djúpa vogi og bjuggu þar upp frá því. j um af innileik og hlýhug, og gerðu hjónin sitt bezta, til þess að gera gesti sína ánægða. Var það og mál margra, sem þama dvöldu, að þeim hafi fund- izt þeir frekar vera á vinarheim- ili en gistihúsi, og margir munu þeir vera, sem minnast skemmti- legra og fræðandi samverustunda með gestgjafanum, um hin marg- víslegum mál þjóðlífsins. Fór þar vart fram hjá neinum að Sigfinnur var ræðinn og léttur í máli. fróður vel. hógsamur og réttsýnn í dómum Þegar ég kom hingað til Djúpa vogs fyrir 16 árum. var Sigfinnur einn af þeim fyrstu. sem bauð mig velkominn til starfsins. Handtak ið var þétt og röddin traustverkj- andi. Hann var þá formaður sókn Þau eignuðust 2 dætur, Estej og arnefndar Djúpavogssóknar með- Kristínu, sem báðar dveljast um'hjálpari við kirkjuna og safnaðar- fulltrúi. Þau störf hafði hann á hendi, þar til hann lézt. Strax varð samvinna okkar hin ágætasta, enda gott með Sig finni að vinna, og ávallt mætti ég hjá honum góðum skilningi og vel vilja, er úr málefnum kirkjunnar þurfti að leysa. Hann hafði yndi af söng og tón list, og hafði sjálfur góða bassa- rödd. Naut hann þess jafnan, að dvelja í hópi vina sinna, hvort, sem það var á sönglofti kirkjunnar. eða öðrum mannamótum, þar sem sungið var. Með djúpri virðingu minnist ég starfs hans fyrir Djúpa vogskirkju og söfnuðinn Ýmsum öðrum trúnaðarstörf- ! um segndi Sigfinnui fyrir byggð- arlag sitt. Hann átti lengi sæti í stjórn Kaupfélags Berufjarðar og reyndist þar góður liðsmaður I skólanefnd Búlandshrepps var hann mörg ár. Fréttaritari útvarps ins var hann einnig, og umboðs maður happdrættis Háskóla ís lands, og er þó ekki allt upp tal- ið. Þetta sýnir meðal annars, að hann naut trausts sveitunga sinna, og það að verðleikum. Trú mennska hans, skyldurækni og sanngirni, skipuðu honum þann sess í huga samferðamannanna, sem fáir aðrir áttu. Þeim málum, j sem til heilla og hagsbóta horfðu, j lagði hannn lið, og studdi þau skynsamlegum rökum. Varfærinn var hann í eðli sínu og ráðdeild og fyrirhyggju mat hann mikils, en oflátungsháttur og ábyrgðar- leysi var eitur í hans beinum. Oft var honum tíðrætt um vanda mál nútímans, og hafði áhyggjur af. Virtust honum hinar fornu dyggðir, sem hann hafði svo að segja dmkkið í sig með móður mjólkinni, vera allltof víða út- hýst úr lífi einstaklinga ,og þjóð- ar. Á þann hátt, sem honum ein- um var lagið, dró hann upp mynd- ir af ástandinu. sem bæði voru átakanlegar og broslegar, því honum lét vel að draga fram bæði hinar alvarlegu og gamansömu hliðar á hverju máli. Gamansemi hans var græskulaus og oft blönd uð góðlátlegri kímni, en undir niðri var hann alvörumaðurinn, sem hugleiddi dýpstu rök tilver- unnar og braut heilann um þær ráðgátur. sem gerði lífið svo marg slungið. Ef til vill hafa einhverjar lausn ir ráðgátunnai miklu þegar lok- izt upp fyrir honum. og hin dýpstu rök birzt anda hans, og víst er. að, að því mun koma. að upp mun ljúkast sviðið. sem hann þráði að kynnast. Sigfinnur andaðist á Landspit- alanum i Reykjavík 23. okt. eftir sólarhrings legu þar. Útför hans var gerð frá Fossvogskirkju 2. nóvember. á fæðingardegi hans. Með Sigfinni Vilhjálmssyni er Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.