Alþýðublaðið - 14.03.1959, Qupperneq 3
sfjérafélaptts
VERKSTJÓRAFÉLAG Reykja-
víkur hélt aðalfund sinn þann
3. marz s. 1. í skýrslu stjórnar-
innar segir að um tuttugu verk-
stjórar hafi gengið í félagið á
árinu, og að ýmsum félagsmál-
um hafi verið komið í betra horf
Skrifstofa félagsins hefur verið
höfð opin fyrir félagsmenn á
hverju mánudagskvöldi og verð
ur ])að framvegis.
Aðalfundurinn var með sér-
stökum hátíðarbrag í tilefni þess
að félagið varð fjörutíu ára gam
alt þennan dag, en þess hafði
verið minnst með hófi á Hótel
Borg, laugardaginn 28. febrúar.
í stjórn Verkstjórafélagsins
fyrir næsta ár voru kosnir Svein
björn Hannesson, form., Adolf
Petersen, ritari. Guðlaugur Stef
ánsson, gjaldk., Guðjón V. Þor-
steinsson, varaform., og Gunnar
Sigurjónssono, varagjaldkeri.
Macmillan og Adenauer lysa yfir ,algjörri
samstöðu" um afstöðu til Berlínar- og
Þýzkalandsmála
Ósamkomulag um takmörkun fierja
Bonn, 13. marz. (Reuter).
MACMILLAN, forsætisráð-
herar Breta, lauk heimsókn
sinni til Bonn í dag í „algjörri
samstöðu“ með Adenauer, kanzl
ara, um afstöðu vesturveldanna
til Berlínarmálsins og samein-
ingar Þýzkalands. Macmillan
flaug heim til London eftir að
gefin hafði verið út tilkynning
um, að við umræðurnar hefði
ekki komið fram „neinn skoð-
anamunur" milli landanna við-
víkjandi væntanlegum samninga
viðræðum við Sovétríkin.
Þrátt fyrir tilkynninguna, —
sögðu diplómatar, er vel fylgjast
með, að ósamkomulag virtist
vera undir niðri að því er varð-
ar hugmynd Breta um að tak-
marka heri og vopn í Evrópu,
eins og hún kom fram í tilkynn-
laráttan stendur á
Eisenfvower f orseti leggur f ram f rum-
varp sitt um efnahagsaöstoö
(NTB-Reuter).
EFNAHAGSAÐSTOÐ Banda-
ríkjanna við útlönd heufr feng-
ið ómetanlega þýðingu fyrir ut-
ríkjanna við útlönd hefur feng-
sagði Eisenhower, forseti, er
hann í dag lagði fyrir þingið
frumvarp að aðstoð fyrir 1959—
1960, er gerir ráð fyrir fjórum
milljörðum dollara í útgjöld. —
Lagði forsetinn áherzlu á, að
hinn frjálsi heimur stæði
frammi fyrir voldugum, komm-
únistiskum her og væri barizt
um einn milljarð manna í lítt
þróuðu löndunum. „Ef komm-
únistar vinna þessa baráttu, mun
frelsið og lýðræðið tapast, án
þess að nokkru skoti sé hleypt
af“, sagði Eisenhower.
Af þessum tæplega fjórum
milljörðum dollara hefur for-
setinn stungið upp á, að 8,25
milljarðar fari til að styrkja út-
gjöld til hermála í and-kommún
istískum löndum, er ekki hafa
efni til að standa ein undir nauð
synlegum útgjöldum til þeirra.
En þar fyrir utan á aðstoðin við
útlönd að fara til uppbygging-
ar á atvinnulífinu og til skóla-
og heil’brigðismála í hinum
ýmsu löndum.
Málfundur FUJ
MÁLFUNDUR Félags
ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík verður n. k.
mánudagskvöld kl. 8,30 e.
h. í Ingólfskaffi, uppi, inn-
gangur frá Ingólfsstræti.
Fundarefni: VARNAR-
MÁLIN. Framsögumáður:
Karl Þorkelsson.
FUJ-félagar eru hvattir
til að fjölmenna stundvís-
lega.
ingunni um viðræður Macmill-
ans í Moskvu.
F.yrr í þessari viku bentu
fréttir frá París til þess, að hug-
myndir Macmillans um takmörk
un hefðu ekki hlotið stuðning
franskra ráðamanna við viðræð
urnar þar fyrr í vikunni.
Vegna þessara undirtekta í
París og Bonn fá viðræður Mac-
millans í Washington í næstu
viku á sig enn meira mikilvægi.
FÚSIR TIL VIÐRÆÐNA
EF . . .
Von Eckhart, talsmaður vest-
urnþýzku stjórnarinnar, sagði í
dag, að Vestur-Þjóðverjar væru
fúsir til viðræðna um takmörk-
un, ef ekki væri um neina mis-
munun að ræða. Gerði hann það
ljóst, að þeir mundu vilja, að
slíkt svæði næði einnig til a. m.
k. hluta af Rússlandi og mundu
ekki fallast á, að það væri að-
eins tákmarkað við Mið-Evrópu
— en það þýddi, að það næði
aðallega til þýzks lands. Þá
hefðu Vestur-Þjóðverjar aðal-
lega í huga svæði, þar sem hald
ið væri uppi eftirliti með herj-
um, fremur en svæði, þar sem
væri takmarkað herlið, svipað
þeim tillögum, er vesturveldin
báru fram við afvopnunarum-
ræðurnar í London 1957.
ÖNNUR MÁL RÆDD.
Auk takmörkunarinnar ræddu
ráðherrarnir um mörg önnur
mál, svo sem utanríkisráðherra-
fund, fund æðstu manna og sam
einingu Þýzkalands.
Grivas falinn fara m helgina
Nicosia, 13. marz (Reuter).
VOPN, grafin upp úr hundr-
um felustaða lirúguðust upp und
ir sólheitum himni hér í dag, er
Kýpurbúar bjuggust til að ljúka
við síðasta kaflann í sögu fjög-
urra, blóðugra ára. Undir vernd
ákvæðanna um sakarupgjöf —
komu meðlimir EOKA-hreyfing
,Köld eru kvenna-
réð’ sýnl á Akranesi
UMF Afturelding í Mosfells-
sveit hefur að undanförnu sýnt
gamanleikinn „Köld eru kvenna
ráð“ í Mosfellssveit og nágrenni
Leikurinn verður sýndur á Akra
nesi í kvöld kl. 9 og á sunnu-
dag í Borgarnesi kl. 4 og kl. 9.
Leikstjóri er Klemenz Jóns-
son en Jóhann Pálsson leikari
úr Reykjavík fer með aðalhlut-
verkið.
Fylgislap hjá
kommúnistum
í Hreyfli
STJÓRNARKJÖRI er lokið í
sj álfseignarmannadeild bifreiða
stjórafélagsins Hreyfils. Atkv.
hafa verið talin og úrslit voru
þau, að A-Iistinn, sem var listi
andistæðinga kommúnista fékk
228 atkvæði. B-listi kommún-
ista fékk 120 atkvæði.
Munurinn á atkvæðafjölda nú
var 108 atkvæði, en í fyrra mun
aði 90 atkvæðum á lista lýðræð-
isisnna og kommúnista.
Sýnir þessi kosning eins og
margar nú að undanförnu, að
kommúnistar eru hvarvetna á
undanhaldi í verkalýðsfélögun-
um.
arinnar til söfnunarstöðva Breta
og afhentu byssur, sprengjur og
skotfæri. Verða vopn þessi
vopnabúr lýðveldisins á Kýpur,
er það verður stofnað innan árs.
Meðlimir neðanjarðarhreyfing-
arinnar voru þögulir og í sum-
um tilfellum tortryggnir, er þeir
afehntu vopn sín Bretum, sem
þeir hafa barizt gegn.
Stöðugur straumur vörubif-
reiða var til söfnunarstöðvanna
frá felustöðvum EOKA, sem
brezkir hermenn leituðu sem á-
kafast eftir fyrir nokkrum mán-
uðum. Segja yfirvöldin, að það
hefði sennilega tekið Breta
mörg ár að safna sarnan þeim
vopnum, sem EOKA-menn
hafa af fúsum vilja afhent á
minna en einum degi.
Uppruni vopnanna var eins
margvíslegur og gerðir þeirra. í
ljós kom, að amerísk byssa, sem
afhent var í dag, var úr send-
ingu, sem Bandaríkjamenn seldu
Filipseyingum árið 1917.
15 ÁRA TELPA.
Umsjón með einni sending-
unni, er afhent var í Kykko-
klaustrinu hjá Nicosia, hafði
bráðung stúlka, er virtist ekki
eldri en 15 ára. Hún svaraði
ekki spurningum um nafn sitt
og bar vandlega saman hin af-
hentu vopn við lista sinn. Síðan
tók hún við kvittun frá lögregl-
unni. — Breitt var yfir númer
sumra bílanna, er fluttu vopnin
til stöðvanna.
Búizt er við, að sprengiefni,
er EOKA hefur afhent eða vísað
á, verði sprengt á morgun.
Grískir aðilar segja, að Griv
as, ofursti, sem boðið hefur ver-
ið sakarupgjöf gegn því, að hann
fari til Grikklands, muni fresta
brottför sinni, þar til öll vopn
liafa verið afhent.
irak á að verða kognmúniiíísk árásarmiS-
sföð
Damaskus, 13. marz (Reuter).
ABDEL GAMAL NASSER
sakaði hinn alþjóðlega kommún-
isma í dag um að hafa í hyggju
að gera írak að aðalstöð fyrir
ídeólógíska herferð gegn Araba
ustu ræðu sinni á þrem dögum
sagði forseti Arabíska sambands
lýðveldisins 500.000 fagnandi á-
heyrendum, að kommúnistar
væru til að svikja land sitt. —
Hann sagði, að egypzki komm-
MYNDIN var tekin á Kýp
urráðstefnunni í London
fyrir nokkru, er fullt sam-
komulag náðist í Kýpur-
deilunni.
unum frá kommúnistaflokki Ir-
aks, og íranskur kommúnisti
færi eftir skipunum erlendis frá.
Nasser, sem götulýður í Bag-
dad kallaði eiturlyfjaneytanda f
dag, sagðist hafa beðið fjórum
sinnum um fund með Kassem,
forsætisráðherra íraks, en slík-
um fundi hefði verið neitað.
Ræðu sína hélt Nasser við
jarðárför íransks liðsforingja,
er dó í Damaskus í gær af sár-
um, er hann hlaut í uppreisn-
inni í Mosul gegn Kassem.
3 MALDIVEYJAR
LÝSA YFIR
SJÁLFSTÆÐI
Colombo, 13. marz (NTB-
Reuter). — ÍBÚAR þriggja
cyja á brezka verndarsvæðinu
Maldiveyjum, þar sem Bretar
eru að byggja flugbækistöð,
hafa gert uppreisn gegn hinni
repúblíkönsku stjórn eyríkis-
ins og stofnað eigin ríki, að því
er ráðið verður af fréítum, sem
borizt hafa til Colombo. Marg-
ar byggingar á eyjunum Bodu,
Ruvadu og Fua Mulaku hafa
verið brenndar af uppreisnar-
mönnum.
Alþýðublaðið — 14. marz 1959 3