Alþýðublaðið - 14.03.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.03.1959, Blaðsíða 5
ÍÐ'AN núverandi flokka- skipting komst á laggirnar, hefur Alþýðuflokkurinn fylgt þeirri grundvallarstefnu að hafa samstarf við aðra flokka um framgang stefnumála sinna eftir því sem málunum hefur verið fyrir beztu hverju : sinni. Segja má, að slíkt sam- starf hafi byrjað 1927, þegar minnihlutastjórn Framsókn- árflokksins undir forustu 1 ’Tryggva Þórhallssonar tók við 1 völdum, en Alþýðuflokkurinn - veitti þeirri stjórn stuðning, þótt hann ætti ekki ráðherra x henni. Þar með hófst hið : fyrsta af þrem samvinnutíma c bilum þessara flokka. Fyrsta samstarfstímabilið rofnaði árið 1931 og hið síðasta í árs- lok 1958. Er það athyglisverð pólitísk staðreynd, að í bæði þessi skipti rofnaði samstarf- ið á einu og sama máli: kjör- dæmaskiptingu landsins. Þegar rætt er um samstarf og samstarfsslit flokkanna á tímabilinu 1956—58, er nauð- synlegt að hafa þetta höfuð- atriði í huga. Þótt þessir tveir flokkar eigi margt sameigin- legt í grundvallaratriðum, þar sem eru jafnaðarstefnan og samvinnustefnan, þá hefur leiðir oft skilið í dægurmál- um, en grundvallarskoðana- munur ríkir milli flokkanna í kjördæmamálinu. Þetta staf- ar af þeirri auðskildu ástæðu, að fylgi Framsóknarflokksins er í dreifbýli, en fylgi Alþýðu flokksins í vaxandi þéttbýli. Framsóknarflokkurinn hefur barizt fyrir að viðhalda ítök- um hins fækkandi íbúafjölda dreifbýlisins, en Alþýðuflokk urinn hefur stefnu sinnar og kaupstaðafvlgis vegna hlotið að berjast fvrir jafnrétti borg aranna við kjörborðið. „HRÆ'BSLUBANÐA- LAGIГ. Kosningarnar 1953 sne.r- ust í raun réttri um eitt mál öðru fremur. Siálfstæðis- flokkurinn kvaðst aðeins þurfa 3—400 atkvæða aukn- ingu til að fá hreinán meiri- hluta á hingi. hótt hann hefði aðeins um 40% kjörfylsis í landinu. Þessi staðreynd Iilaut að leiða tíl hess, að andstæðingar Siálfstæðis- manna drægiu sig saman til að hindra að beir fengju hreinan meirihluta. Árang- urinn varð ..hræðsluhanda- Iagið“ svonefnda, þar sem Alþýðutlokkuvinn og Fram- sóknarflokkurinn tóku hönd um saman í heirri sömu von að geta, í fullu samræmi við kosniugaskínnn landsins, lilotið meirihlnta á þi«sri. ' Þetta bandalag Albýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins var því kosninga- handalag, gert í þeim tilgangi að skana þingmeirihluta' fýrir ríkisstjórn án bátttöku íhalds eða - kommúnista, er stjórna skyldi eftir ítarlegri stefnu- skrá, sem fram var lögð. • .... . Þetta kosningahandalág náði ekki tilsrangi'sínum. Það hlaut að vísu 25 bingmenn, en þurfti minnst 27 til þess ,að- geta myndað stjórn. Þar með- var „hræðslubandalaginu“ —r kosningasamvinnu í þeim .til-: gangi að fá meirihluta á þiugi — í raun og veru lokið. Þegar tilgangi bandalagsins varð ekki náð, áttu banda- lagsf lökkarnir, Alþýðuf lokk- urinn og Framsóknarflokkur- inn, hvor í sínu lagi eða sam- eiginlega, um tvo kosti að velja. Annar var sá að neita þátttöku í ríkisstjórn, en láta íhaldi og kommúnistum eftir stjórnartaumana. Hinn kost- urinn var að gera bandalag við annan hvorn þessara and- stöðuflokka um ríkisstjórn, þar sem úrslit kosninganna voru óumdeilanlega á þá lund, að stjórn yrði ekki mynduð nema með öðrum hvorum. MYNDUN VINSTRI- STJÓRNARINNAR. Alþýðuflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn ákváðu að velja síðari kostinn og reyna stjórnarmyndun með Alþýðu- bandalaginu. Ein höfuðorsök þeirrar ákvörðunar var sú, að hluti Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimarsson og fylgismenn hans, höfðu lýst yfir, að þeir stefndu að því að eyða áhrifum kommúnisma úr samtökum sínum. Var því tal- in nokkur von um, að þessi stjórnarmyndun gæti leitt til einangrunar hinna eiginlegu kommúnista, en eftir yrði ný vinstriblokk án þeirra. Sér- stakar vonir voru tengdar við fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson, í þessum efnum. Var þess vænzt, að hann kæmi þessari miklu breytingu áleiðis með sam- starfi við Hannibal og Finn- boga Rút Valdimarssyni og þá félaga. Þar sem bæði Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn voru aðilar að þessari stjórn, var lítið rætt mundi koma fram sameigin- Iega. Þeir vissu, að Fram- sóknarf lokkurinn mundi með stjórnarforustu skapa sér miðlunarstöðu milíi Alþýðu- flokksins og kommúnista, enda varð sú reynclin. AI- þýðuflokksmenn ráku sig snemma á þá höfuðstað- reynd, að þcir gátu ekki TVÖ flokksþing .eru haldin í Reykjavík um þessar mundir og sækir þau á annað þúsund manns, víðsvegar af landinu. Á þessum þingum er mikið rætt um þróun stjórnmálanna á undanförnum árum. Vill Alþýðublað- ið ekki láta þetta tilefni frá sér fara án þess að minnast einnig á þróun síðustu ára í flokkspólitík og stjórn lands ins. Skorar blaðið sérstaklega á fulltrúa flobksþinganna að lesa þessa grein og kynna sér þannig fleiri hliðar málanna en þeirra eigin flokksforingjar birta. eða hugsað sérstaklega um bandalag þeirra um þetta leyti. Það kann að hafa far- ið framhjá mönnum, að í raun réttri var „hræðslu- bandalaginu“ ekki haldið á- fram í vinstristjórninni. Kommúnistar hefðu aldrei gengið í þá stjórn, e£ þeir hefðu litið á hina flokkana tvo sem eitt bandalag, sem trevst á stuðning Framsókn- arflokksins, þegar þeir áttu í ágreiningi við kommúmsta, þrátt fyrir „hræðslubanda- lagið“ f kosningunum. Fraiii- sókn reyndi sem þriðji aðili að ganga á milli til að halda stjórninni saman, og hlaut því oft að taka afstöðu með kommúnistum gegn Alþýðu- flokknum. í ýmsum málum var uáaa og góð samstaða milli Alþýðii flokksins o.g Framsóknar i þessari stjórnartíð. Á það sér- staklega við um efnahagsaaál- in og 'ýms önnur mál. Hms vegar voru líka deilumál, íþaap sem Framsókn sJóð við kommúnista, og hafði éirifc þeirra mjög afdrifaríkai þýð- ingu fyrir sambúð flokksnr a, Það var afstaða Framsóknar- mar.na til kosninga í verkn- iýSsfélögum til Alþýðusam- bandsþings? Þar skipaðj Frara sóknarflokkurinn sér við tol.ifj kommunista og starfaðj langmestu leyti með þeim íl kosningunum og á Alþýðu- sambandsþir.gi í fullkorainníi andstöðu við Alþýðuflokkinn,, Þarna fannst Alþýðuflokks- mönnum Framsókn beiniín'» kasta stríðshanzkanum. TáC þessi átök hefðu verið innrai kaupfélaganna og Framsólnv- hefðí staðið í harðri barátfci* við kommunista um ■yfirrá^' SÍS, en Alþýðuflokksmena hefðu gengið í lið með kom- múnistum, þá er hætt við a9“" hrópað hefði verið: Svik! Þá hefði Framsóknarmönnurn- Framhald á 10. síðu. 111111111111111111111111111111111111111111111111111111 i 11111 f 11111 i 1111111111 i f 111II11 r» 1111 ■ II111111111111111 (11111 f 11111111111111 r 11111111111111111111 n 111111111111111 {I m 111111111111111 u t m 111( II ri L M11M f Í( II t r 11111 i 11! 1111111111111 f 11111Í11 (r r; 1111 c: m: y :r,* 1 ÞIÐ HAFIÐ vafalaust all- | ar rekið vkkur á þá .stað- | reynd, að ilmvatn, sem ilm- | ar svo .unaðslegá á ljósærðu | vinkonunni, virðist breyta | ' um ilm í ýkkár eigin svarta | 'eða' rauða hári. Sá dlmur, | sem ykkur fannst áður svo I' unaðslpgur, íinnst' ykkur f- þungur og veldur yltkur | . höfuðverk. -ef þið æflið að | nþta' hann sjálfár. Skýring- | : in er' afar einföld. Ilmvátnið |á ekki vi,ðlykkáf eigin ,per- ! sónugerð. Hver einatakuf 1 . peráónuléiki áýaðíkjósa- sér | ilmvötn af sérstakri gerð, ! seni hæfir honum. Þétta ger | ir ekki þá kröfu, að alltaf | sé notað sarna ilmvatnið, því ! fjölbreytniri er gífurleg inn- | an hvers „ilTriflökks“. Hér .................................................................................. Blómailrmir eru myndir af sjö ólíkum persónum. Ólíkum er ef til vill ekki rétt að segja, þær hafa svo að ségja eins and- litsdrætti, en það er eitt- hvað við þær, sem gerir þær ólíkar; það er mismunandi persónuleiki. Þarna mun Seiðandi, suðrænn ihnur hver kona geta séð, hvers konar persónuleiki hún er og hvernig ilmvötn hún á að nota. Tlmur endist sjaldan leng- ur en í mesta lagi f jóra tíma, þótt um mjög vandað ilm- vatn sé að ræða. Þess vegna ber að ýða því. oftar. en gæta þess yel að setja ekki , of mikið. limvatnið er hlhti ‘ af ’persþriujéika ykkaf. Það á ekki að vera þung.t og kæi- andi, svo sessunáut ykkar verði ómótt, heldur daufur iimur í hugum vina ykkar. ' Alþýðublaðið 14; marz 1959 % i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.