Alþýðublaðið - 14.03.1959, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.03.1959, Qupperneq 4
Úigefandi: AlþýfSuflokkurinn. Eitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- tþórsson og Helgi Sæmundsson (áb)- Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarg- £on. Fréttastjóri: Björgvin Guötaundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- £on. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslu- ®imi: 14900. A'ösetur: Alþýðúhúsið. Prentsmiðja.Alþýðubl. Hverf'sg. 8—10. Nauðsynleg rannsókn UNDANFARIÐ hef'ur öðru hvoru gosið upp sá orðrómur, að eituriyf gangi kaupum og sölum í Reykjavík, og hafa ispunnizt um þetta blaðaskrif. í tilefni þessa hefur stjórn Læknafélags Reykja- víkur skrifað dómsmálaráðuneytinu og óskað eftir, að rannsókn verði látin fram fara nú þegar á máli þcssu. ' .... Vissulega er vél farið, að gengið verði úr skugga um, hvort sögusagnirnar um eiturlyfja- sölu hafa við rök að styðjast eða ekki. Hér er um að ræða vandamál, sem mjög er á dagskrá með öðr- um þjóðum. Eiturlyfjasmygl er orðið miklu aigeng ara nú en í gamla daga með bættum samgöngum l og auknu samskiptum þjóðanna. Óprúttnir menn gera sér þetta að atvirmu og þéfúfu. Og. neyzla eít- -■urlyfja fer sívaxandi einkum miðal æskufó'lks. Þess vegna er síður en svo óhugsandi, að eiturlyfjasala eigi sér stað í Reykjavík, þó að hér skuli ekkert iim það fullyrt að órannsökuðu máii. ísland er kom ið í þjóðbraut, samgöngur miklar og góðar og til sögunnar komið jmiislegt, sem enginn þekkti fvr- ir nokkrum árum. En auðvitað er mörgum Reyk- víkingum það áhyggjuefni, ef kviksögurnar um eiturlyfjasölu kynnu og vera sannar; Þess vegna ber að gefa þessu má'li gaum, og framtak Lækua- félags. Reykjavíkur er stórþakkarvert. Nú gefst hlutaðeigandi yfirvöldum kostur þess að fjalla um xnálið og leiða það tii lykta. Sumum finnst skrifin um eiturlyfjamálið æsi- leg og líkust erlendri fréttamennsku, sem íslend- ingar hafa lítið komizt í kynni við til þessa nema af illri afspurn. Vissúlega er ámælisvert að efna 1 til ótta við eiturlyfjasölu og eiturlyfjáneyzlu, ef íítill eða enginn fótur reynist fyrir slíkum staðhæf- ingum. En hinu má ekki gleyma, að blaðaskrifin liafa mikla þýðingu, ef rétt er til getið. Þess vegna setti fólk ekki að hneyk.slast í þessu efni fyrr en rannsókn 'leiðir í Ijés, hvað um er að vera. Hún 'virðist satt að segja nauðsynleg, svo að enginn þurfi að vera í vafa. Si Frá USA. Heimsþekkt firma Stærð 8,4 kubikfet Hagkvæmt verð og greiðsiuskilmálar. Innflutningsverzlun !s yaldimarssonar Templarasundi 3 (2 hæð). Sími 16012. ÍIÐUSTU vikur.hafa augu umheimsins beinzt að „hinni dökku Afríku“. Víða um það mikla. og frumstæða megin- land hafa gpsið upp óeirðir, og dálkahöfundar dagblaðanna um heim allan hafa verið ó- sparir á að geta þess, að dökka álfan sé að vakná. Eitt þeirra landa, sem, nu hafa komið við frét'tir er fjallalandið Basuto- land í Suður-Afríku. Það hef- ur nú eftir aMangar viðræður í Liondon fengið- sj.álÆstjórn en var eitt af þremur verndar- ríkjura Breía þar syðra. Hin eru Swasiland og Betsjúana- land. B, r r IKKUÐ gegnir öðru máli um Basutoland en hin ríkin, sem um hefur verið rætt í fréttum. Þar er ekld um að ræða neina uppreisn. Þeir þar í landi hræðast ekki Breta, verndara sína, og hafa ekki risið gegn þeim. En Basuto- menn hræðast mjög hinn stóra og. volduga nágfánna sinn, samveldislandið Suður-Af- ríku. Land þeirra ér mikið fjallasvæði, umkringt héruð- um Suður-Afríku.. Basuto- menn eru þeldökkir, en Suð- ur-Afríkumenn eru eins og allir vita fjandsamlegir jafn- rétti þeldökkra og hvítra manna. Basutomenn hafa rök- studdan grun. um, að Suður- Afríkumönnum þyki eðlilegt, að Basutoland komist undir þeirra stjórn. Fyrir því þótti B&sutomönnum hyggilegast að' semja við Breta um sjálf- sijórn. áður en. hættán yrði •meira yfirvofandi. 'ASUTOLAND hefur ver- ið kallað „Sviss Suður-Af- ríku“, þótt hvergi séu þar mjög há fjöll. Hæsta fjallið er 3360 metra hátt. Austurhluti landsins er háslétta, en vestar lækkar það í skarpt afmörk- uðum hjöllum. Ekki er þarna skógur. Hann hefur verið ruddur til eldiviðar, og nú er tað notað fyrir eldivið. Kalt er oft þarna uppi, snjóar stund um og fólk verður úti. Basuto menn rækta sauðfé og, geitur, sem ganga nærri gróðrinum, svo að allmikil svæði eru komin í örtröð. annes h HEIMSINS MESTA RÆÐA, . Hvenær og af hverju ' f var hún flutt? Um ofanritað efni talar O. J. Olsen í Aðventkeikj unni annað kvöld (sunn.ii daginn 15. marz 3 959)' kl. 20:30. Kómsöngur og einsöngur. Allir velkomnir. 'k Stúdent stal í Englandi ★ Á sá, sem stolið er írá aðalsökina? ★ Þjófnaðirnir í valbúð- um. ★ Stelur fólk af skortí? HA.NNES JÓNSSON skrifar mér á þessa. leið: „Fyrtr nær 40 árum gekk stúdent framhjá brauðbúð í Englandi. Hann var félaus, og hafði soltið í tvo sól- arhringa. Lyktin af brauðinu æsti hungrið, en enginn var í búðinni. Stúdentinn sneri við, tók eitt brauöið og sneri brott. Þá kom bakarinn og kallaði: „Stöðvið þjófinn.“ Stúdentinn baðst afsökunar og bauð að skila brauðinu. En bakarinn kallaði á lögregluþjón. FYRIR BÉTTINUM sagði stúdentinn sögu sína. Dómarinn sneri sér þá að bakaranum og spurði, hvort hann gerði sig ekki ánægðan með að fá brauðið til baka. Bakarinn neitaði og heimtaði að stúdentinum yrði refsað. Dómarinn kvað strax upp dóminn. Stúdentinn átti að vera sýkn, vegna þess að freist- ingin hefði verið honum ofviða, vegna hungurs. En bakarinn, sem ekki gætti eigna sinna og freistaði annarra, átti- að sæta 14 daga varðhaldi. — Þetta var réttur dómur, enda rómaður. MÉR DATT ÞETTA í HUG, er ég las frásögnina um konuna í valbúðinni á sunnudaginn. orninu Konan stal EKKI. Það var freis.t ingin, sem ginnti hana. Þessar búðir eru auglýsingabrella til að fá menn til að kaupa meira. Ég kem þar aldrei. Það er minnkun fyrir verzlunarstjórann að segja frá svona atviki, sem hann hefur gert upp við aðila. Það á að vera gleymt trúnaðarmál. Það var alltaf svo hjá.okkur hér áð- ur fyrr, er mistök urðu. „Vei þeim, sem freistingum veldur," stendur í biblíunni. Það er í fullu gi'ldi enn í dag. Ginning og athugaleysi’ er alvörumál, sem ver að varast." ÞAKKA ÞÉR FYRIR BRÉF- IÐ, nafni minn. En ég er þér ekki sammála. Ég trúi því ekki að sallafínar pelsklæddar frúr steli af hungri í valbúðum í Reykjavík. — Ég hef aldr.ei litið á þetta verzlunarfyrirkomulag ’ ASUTOMENN eru í raun inni ung þjóð. Það var eftir Zúlústríðið árið 1824, að höfð inginn Moshesh safnaði um sig leifum af ættbálkum, sem tvístrazt höfðu í stríðinu og myndaði úr þeim þjóð þá, er nú kallast þessu nafni. Árið 1868 varð landið brezkt vernd arsvæði. íbúarnir munu nú vera um 600 þúsund alls, en ekki hefur hvítum mönnum verið leyft að hefja þar land- nám að neinu.ráði. Munu ekki vera fleiri Evrppumenn þar I landi, en um 200 þúsund. Höf- uðborgin er Maseru. Náttúru- fegurð er v.íða næsta mikil, og frægir eru Maletsunyane- fossarnir, sem eru um 200 m háir. IIN NÝJ.A stjórnskipan Basutolands byggist á al- mennum kosningarrétti. Þjóð- in kýs sér löggjafarþing, sem aðeins Basutomenn mega sit.ia. Landið verður áfram að forminu til brezkt verndar- svæði, en þingið hefur þó i rauninni æðsta vald um mál- efni landsins. Réttur höfðingj ans er tryggður í stj.órnar- skránni. Enginn, sem ekki er Básutomaður, má eiga land og engir aðrir mega. gerast rík- isborgarar. B, ‘RETAR munu gera ráð- stafanir til að kanna efnahags lega möguleika landsins og finna ráð til að bæta afkom- una. Er þar um að ræða merki legt mál, því að meirihluti þjóðarinnar virðist vera van- nærður, svo að úrkynjun vof- ir yfir. S.H. sem auglýsingabrellu fyrir fólk til þess að • plata það til þess að kaupa meira. Ég hef alltaf litið á það seni íilraun til að auðvelda verzlunarhætti, koma á betri ver.zlunarmenningu, æfa fólkið til sjálfsafgr.eiðslu. ÞAÐ GETUK VEL VF.RIÐ, að fólk kaupi eitthvað meira þegar það gengur sjálft meðal var- anna. En kaupir það méira af óþarfá? Mér finnst að það sé ekki hægt að ásaka þann, sem á þá muni, sem frammi liggja og fólk hnuplar. Miklu fremur ber að þakka honum það traust, :sem hann sýnir viðskiptavininum. Ég þykist ekki. vera mannúðar- snauðari en annað fólk, en ég afsaka ekki þjófinn. ÉG MÓTMÆLI ÞVÍ að verið sé að tala um það, að fólk stelí af sulti í kjörbúðunum. Það ev til fó.lk í Reykjavík, sem varla hefur til hnífs og skeiðar. Það eru fyrst og fremst einstæðings gamalmenni. Þetta fólk stelut aldrei úr valbúðum. Það gera jafnvel íembættismenn, skrif- stofustjórar, pelsklæddar frúr og tildurrófur — og fullir sjómenn, sem stela aðallega sardínudós- um. er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið gagn- fræðaprófi eða hafa hliðstæða- menntun, vera 20—27 ára og hafa góða sjón og beyrn. Laun samkvæmt X. flokki launalaga, að námstíma loknum. Umsóknir, ágamt heilbrigðisvottorði og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skal senda Veðurstofu íslands, pósthólf 788, Reykjavík, eða pósthölf 25, Kefiavíkurflugvelli fyrir 1. apríl næstkomandi 14. marz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.