Alþýðublaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 3
Bandaríkjaþing samþykkt; síðastliðinn fimmtudag | | að gera Hawaii að ríki í Bandaríkjunum. Verður það | | 50. ríki Bandaríkjanna. Var þetta samþykkt með 323 | | atkvæðum gegn 89 og er búizt við að Eisenhower muni § | innan fárra daga staðfesta lög þar að lútandi. Öldunga- | | deildiu samþykkti lögin um hið nýja ríki með 70 at- | | kvæðum gegn 15. — Eisenliower kvaðst vera mjög ánægö | | ur yfir því hversu lögin um Hawai; gengu fljótt í gegn- | | um þingið og er nú í athugun livort mögulegt verður, | | að ganga svo frá, að Hawaii verð; formlega lýst ríki | | hinn 4. júlí næstk. um leið og Alaska verður tskið í = = ríkjasambandið. Fyrst þarf þó að fara fram þjóðarat- | | kvæðagreiðsla á eyjunum, en talið er fullvíst, að sam- | | þykkt verði að ganga í Bandaríkin. — Myndin: Blaða- | | sölustrákur í Honolulu veifar blaði með gleðitíðindin | | yfir þvera forsíðu. | ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiií PAKÍS, 16. marz (REUTER). Seinni umferð bæjarstjórnar- kosninganna í Frakklandi fól’ fram í gær og var þá kosið í þeim bæjum þar sem enginn flofckur fékk hreinan meiri- hluta fyrra sunnudag. í g.ær var kosið í 17 670 bæj- arfélögum. Erfitt er að gera sér fulla grein fyrir stöðu flokk- anna eftir kosningarnar, þar eð í flestum tilfellum var um kosningabandalög fleiri flökka að ræða í gær. Þó er ljóst að feomímiúnistar og andstæðingar de Gaulle hafa unnið talsvert aftur af því fylgi, sem þeir töp- uðu í þingbosningunum á síð- astliðnu hausti. Þrátt fyrir það sagði talsmaður Nýja lýðveldis » Dúnléreft, . bleikt og ljósblátt og allt til sængm-fata. Lítið í gluggana’. Verzlunin S n ót ? Vesturgötu 17. Kven inniskór og töflur, margar gerðir. flokksins, sem stofnaður var fyrir þingkosningarnar í haust, að flokkur hans væri enn stærsti flökkur landsins. Sums staðar gengu jafnaðarmenn til samstarfs við kommúnista í kosningunum þrátt fyrir bann flokksstjórnarinnar í París. Þessi „alþýðufylking“ vann talsvert fylgi frá ihaldsflokk- unum. Guy Mollet, foringi jafnaðar- manna í Frakklandi, var endur- kjörinn í Arras eftir að hafa, gert bandalag við þjóðlega lýð- veldissinna. Gerðu jafnaðar- menn víða slíkt bandalag. í út- borgum Parísar unnu kommún- istar á, en þar er fylgi þeirra mest og tryggast. Fylgisaukning andstæðinga de Gaullestjórnarinnar stafar einkum af cánægju með efna- hagsiláðstafanir de Gaulle og það hversu seint hinum gengur að l'eysa Alsírvandamálið. Nýr bátur til Seyð- isfjarðar. Fregn til Alþýðublaðsins. SEYÐISFIRÐI í gær. NÝR BÁTUR kom hingað fyrir skömmu. Er það Gullver, eign Ólafs Ólafssonar. Er þetta 70 lesta bátur. Þá kom einnig í fyrradag nýr bátur til Nes- kaupsstaðar, Dalröst og muii hann ætla að leggja upp hér. — G.B. — Klogumálin ganga á Nassers og Kassem KAIRO, 16. marz (REUTER). Kairoútvarpið skýrir frá því, að hálf milljón manna hafi í dag farið í kröfugöngur um götur borgarinnar til þess að minnast þeirra, sem féllu í hinni mis- heppnuðu uppreisnartilraun í írak í síðustu viku. Margir þátt takenda báru rottur hengdar upp í smágálga og hrópuðu: „Við hengjum feommúnistíska LONDON, 16. marz (REUTER). í dag var í Moskvu undirritað- ur samningur um tæknilega og efnahagslega aðstoð Sovétríkj- anna við frak. Samningurinn var undirritaður af sendinefnd fró frak, sem nú er ó ferðalagi í Sovétríkjunum. Samkvæmt honum lána Rússar fraksmönn um 550 milljón rúbblur. Við þetta tækifæri flutti Krústjov forsætisráðherra Sov- étríkjanna ræðu og réðst harka lega á Nasser forseta Arabiska Ófriðlegl í Nyasa- landi. SALISBURY, 16. marz (REU- TER). Ástandið í Nyasalandi og Ródesíu er stöðugt versnandi. Innfæddir menn báru eld að fjórum byggingum í þorpi skammt frá Blantyre Welensky forsætisráðherra Ródesíu hélt ræðu í Norður- Ródesíu í dag og réðst harka- lega á afstöðu brezka Verka- mannaflokksins til atburðanna í Nyasalandi og sakaði þing- menn flokksins um að hafa ranglega talið sig hafa hvatt Armitage landsstjóra Nyasa- lands til þess að lýsa yfir neyð- arástandi í landinu. Austur og Vestur sameinuð gegn Áröbum. KAIRO, 16. marz (REUTER). Kamal Refaat ráðherra í stjórn Arabiska sambandslýðveldisins sagði í dag, að Austur og Vest- ur hefðu sameinazt í að berja niður þjóðernisstefnu Araba. Hann kvað Austurblokkina og Vesturveldin álíta þjóðernis- stefnu Araba einu hættuna, sem ógnaði sérréttindum þeirra í veröldinni. Er þetta í fyrsta skipti að eg- ypzkur ráðherra lýsir því ýfir, að Sovétríkin séu andvíg Ar- öbum. Refaat sagði enn fremur að Kassem forsætisráðherra íraks hefði nýlega lagt til að Mið- Austuiiöndum' yrði skipt á milli Kairo og Bagdad. Ættu íraks- rnenn að ráða yfir svæðinu aust an Súezskurðar, en Egyptar að fara með öll völd vestan Súez. Kvað Refaat þessar tillögur með öllu óaðgengilegar. svikara og Kassem.“ Yfirhershöfðingí Arabíska Sambandslýðveldisins hélt ræðu í dag og sagði meðal ann- ars, að kommúnistar í írak omundu hljóta sömu örlög og heimsvaldasinnar og nýlendu- kúgarar. Hann kvað þá komm- únistanjósnara, sem reyndu að sundra einingu Araharíkjanna, vera velkomna í írak. sambandslýðveldisins. Hann kvað Sovétstjórnina ekki skipta sér af innanríkismálumi annarra þjóða, en ekki gæti hjá því far- ið, að Rússar fylgdust með því, sem fram færi í löndum, sem nálæg eru Sovétríkjunum. Krústjov sagði, að Nasser væri farinn að tala eins og heims- valdasinni, en honum mundi mistakast að kljúfa fólkið í Arabalöndunum í tvær and- stæðar fylkingar. — Krústjov sagðist harma að unnið væri að því að skerða frelsi og lýð- ræði í Arabalöndunum. Þau yrðu að sameinast í baráttunni gegn heimsvaldasinnum. Spennan milli íraks og Ara- biska Samhandslýðveld'isins vex stöðugj* íraksstjórn hefur sakað Nasser um að hafa hlut- azt til um það, að sýrlenzkar hersveitir færu inn fyrir landa mæri íraks og aðstoðað upp- reisnarmenn, og Sýrlendingar segja að írakskar flugvélar hafi gert loftárásir á sýrlenzk þorp. í fyrrnefndum kröfugöngum voru bornar margar myndi af Kassem og letrað á þær: „Slátr- ari Bagdad — morðingi kvenna og barna.“ Grivas (er enn huldu höfði. NIKOSIA, 16. marz (REUT- ER). Grivas ofursti, foringi EOKA leynifélagsins á Kýpur, fer til Grikklands í þessari viku eftir því sem Makarios erkibisk up sagði í dag. ~ Makarios sagði, að Grivas, sem efeki hefur komið fram op inherlega síðan samið var um framtíð Kýpur fyrir hálfum mánuði, væri við góða heilsu en hann vildi ekki hafa tal af blaðamönnum1. Grivas mun dvelja í Nikosia um þessar mundir og ganga frá málum manna sinna, sem sumir hverjir eru eftirlýstir af brezku. landsstjórninni. SJAVARUTVEGSMAL INNANLANDS: YFIRLIT vikuna 8.—15. — Veðurfar til veiða á báta- flotanum var umhleypinga samt ennþá og úrtökur 2— 3 daga. Á sunnudag voru allir bátar á sjó, en á mánu dag og þriðjudag var víð- asthvar landlega vegna hvassviðris. Síðar voru 3 sæmilegir veiðidagar, en síðla á föstudaginn gerði storm og hélzt hann fram á laugardag og voru þá flestir bátar í landi, en net voru skilin eftir. Afli er yfirleitt rýr í net, en þó fá einstaka bátar góð ar umvitjanir. Aftur á móti er ágætur og jafn afli á línu og er engum vafa und- irorpið, að sumir bátar hafa skipt um veiðarfæri sér til mikils skaða. Ástæðan fyr- ir að skipta um veiðarfæri ætti að vekja frammámenn verkalýðsins og útvegsins til íhugunar um hversu nú- verandi fyrirkomulag um rúðningu mannaflans er ó- raunhæft. Nokkrir bátar hafa misst net og orðið fyrir tjóni, er nemur jafnvel tugum þús- unda. REYKJAVÍK. Allir bátar eru nú með net. Þeir gátu farið út meiripart vikunn- ar. Aflj er mjög misjafn. Sumir hafa sáralítinn afla eftir vikuna, en aðrir hafa náð góðum lögnum og allt að 20 tonnum í umvitjan. Afli útilegubáta er einnig tregur. KEFLAVIK. Róið var flest- um bátum fjórum sinnum í vikunni. Afli í netin var afar misjafn og heldur tregur. Einn daginn voru þokkalegar umvitjanir og voru margir þá með 10—15 tonn, en 4 bátar fengu yfir 20 tonn. Hjá þeim bátum, sem eftir eru á línuveiðum, er afli ágætur og allt að 20 tonnum. Beitt er að mestu loðna. SANDGERÐI. Landlega var á mánudag og þriðjudag og svo á laugardag hjá línu- bátunum. Aflj línubáta er jafn og ágætur, allt að 16 —20 tonn. Aðeins 8 bátar eru eftir með línu. Mjög misjafnt hefur verið hjá netjabátum og yfirleitt sáratregt. Aflahæstir bát- anna eru: Víðir II GK, með um 365 tonn slægt með haus í 37 róðrum og Helga TH, með um 340 tonn sl. m. haus í 36 róðrum. AKUREYRI. Frá 25/2 hafa Akureyrar togararnir land- að þannig: Kaldbakur 1 ferð 162 tonn. Er nú í slipp. Svalbakur 2 ferðir 477 tonn. Harðbakur 1 ferð 267 tonn og landar senni- lega í dag. Sléttbakur hef- ur verið í slipp. Sigurður Bjarnason hefur fengið samtals um 200 tonn frg því að hann hóf veiðar í febrúar. Súlan hefur verið á trolli í um viku og Snæ- fell nokkru lengur. Afli hefur verið sæmilegur. Alþýðublaðið — 17. marz 1959 J ?,ú'i'! \ • i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.