Alþýðublaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 4
 <jtge£andi: Alþýðuflokkuritm. Eitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- tórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórúar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjörft Björgvin Gu3mundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Pdtstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- eimi: 14900. ASsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja' Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Áróðurinn allt hitt TVEIR stærstu flokkar landsins hafa setið á þingi hér í Reykjavík tíndanfarna daga. Foringj- aniir hafa við það tækifæri haldið langar ræður og‘ verið harla orðglaðir. Málflutningur Ólafs Thórs og Hermanns Jónassonar er í meginatrið- .ium hinn sami. Hvor um sig gefur íslenzku þjóð- inni það ráð að efla og styrkja flokk sinn til áhrifa og landsstjórnar. Boðskapur þeirra er þessi: Is- ttendingar, kjósið mig og minn flokk, og þá mhn allt liitt veitast yður að auki. Þetta er svo sem ekkert nýtt á öld áróðursins. Hins vegar mun ástæða til að ætla, að margir ís- lendingar hugsi sig um tvisvar áður en þeir fálla fram ög tilbiðja Ólaf eða Hermann. Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn mega sín ísvo mikils í íslenzku þjóðlífi, að þeir ættu að geta iátið verkin tala. Én föfingjarnir eru ekki ailtaf t þeim vanda vaxnir að safína yfirburði sjá'lfra sín ' og flokka sifflna á örlagstu'ndum í sögu þjóðarinn- ar og ættu því að gaéta hófs á málþingum. Til i elæmis gat hvorki Óiafur Thors né Hermann Jón- ~ 'asso'n myndað stjórn í íok síðasta árs. Alþýðu- : flokkurinn, sem þó er fámennari ifírian þings. og <utan en fylkingar ðiafs og Hermanns, varð að rækja þessa skyldu við land og þjóð til að forða -uþpíaúsn og stjómleysi. Og s'líkt er meiri styrk- íléikavöttur en tala hátt og lofa miklu uppi á leik- . sviði. Orðin gera ekki stjórnmálaflokka stóra lielduf verkin. Loforðin um gull og græna skóga ’ henía og íslendingum illa eins og málum er lcom- , iið. Við þurfum að sameiiiast í því átaki að treysta . atvinnulíf okkar og afkomugrundvöll,- sigrast á ' verðbólgunni og dýrtíðmhi og’ leiðrétta þjóðfélags- legt ranglæti. Stjórnmáíaforingjarnir þurfa þess vegna að tala af framsýni og þekkingu í stað þess , að láta stjórnast >af viðleitni áróðursins og lýð- .. skrumsins. Og liðsmenn flokkanna- ættu fremur að krefjast slíks af leiðtogum sínum en klappa fyrir blek-kingunum. Stórurn flokkum ber ríkust skvlda ' til að samræma orðin og verkin. Ella eiga- þeir að mifufka og víkja fyrir öðrum, sem vilja vinna landi og þjóð af ábyrgðartilfinningu og ráunsæi. 24s5(3W„, N ý k o m i ð : Einangrunarkork í“—fV2“—2“ Plast-einangrun Brennikrossviðui- Birkikrossviður Eikarkrossviður Veggspónn VVISA — Plastplötur Þakpappi Innilegar jiakkir til allra lii nna miörgu fj'aer og nær, sem ..Sd.i.rJu xiiér skeyti, blóm og faérðu mér gjafir á’ afmælisdaginn 2. marz. Sömuleiðas þakka ég innilega Kvenfélagi 'Oínááa safaaÖarins fýrir samsæti, er það ihélt mjér föstudaginn 13. marz. —- Hjartans þakkir til ykkar allra. Ingibjörg fsaksdóttir, Vesturvallagötu 6. Hannes á horninu ★ Ðeilur um listastefnur ★ Stríð gegn höfundi íil- verimnar. ★ Ekki leitað samræmis heldur leitazt við að sundra. ★ Útvarpsleikrit — Pass íusálmar M'EN'N tala mjög um listir og listastefnur. Menn skiptast í tvær andstæðar fýlkingar með og móti svokölluðum atomkveð- skap og „abstrakt-list“ í mál- verkum og höggmyndum. Þettá er endalaust deilumál. — Upp á -siðkastið liafa fáar raddir heyrzt úr hópi andstæðánga hinná nýju listastefna. — Þess vegna þyltir mér rétt að leyfa eimim’ úr þeim hópi að segja hér sitt álit. Hann kemur að vísu víðar við. Hér er bréfið: VEOI ARANDI skrifar: „Það hefur verið furðú hijótt upp á síðkastið urn þá óhugnanlegu „list“, sem nú hefur heltekið hina yrigri svónefndá listamenn. Einstaka hróp úr eýðimörkinni heyrast stundum, t. d. þegár Jónas frá Hriflu lýsir tveim vel- nefndum klessumálverkum. Sá, sem þétta ritar, sá nýlega sýn- ingu eins þessara manna. Ekki gat ég-séð raikið-af. mýndum, ,sem mig langaði til að eiga, svo fjarri voru þær flestar véruleik- anum. -— En nú þýkjast þeir mestir listamenn, sem fara út fyrir veruleikann og skapa eitt- hvað, sem enginn veit hvað er, og er langt frá því að minna á nokkuð, sem mannlegt auga hef ur litið eða mun líta. ÞESSIR MENN eru því búnir að segja höfundi lífsins stríð á hendur. Þeir sem að rífa niður sundra, en ekkr, sameina, siíta út úr samhengi í stað þess að samræma. — Ég hef alla tíð •haldið,- að samræming í samsetn- ingu. lita, sem.byggði svo upp í samræmi við höfund lífsins, -— væri list,. en.andstætt þessu.höf- uðlögmáli væri ekki list. Sama gildir um tónsmiðinn. Eftir því sem hanh samræmir betur tóna í tónsmíðinni, þess fallegra lag semur hahn. Falskir tóhar inn á milli rjúfa yndisleik tónsmíð- arinnar úr samtengi. Þeir tón- ar sundra og vinn’a á móti sköp- uninni. Alveg sama gildir með litina á léreftinu. sem lisfama.ð- urinn notar til að rífa út úr sam ræmi. MÉR ÞÓTTI alveg nóg um þegar ég las í dag dóma um ,,list‘‘-sýhingu þessa’ litsamánns í Mðrgunblaðkui eftir aðallist- fræðing blaðsins og svo einnig lof og dýrð í Alþýðublaðinu sama dag. Vilja nú þessi blöð virkilega gera sér að leik, að uppræta hinn sanna listasmekk þjóðarinnar, eins og hann hefur birst hénni á undanförnum ára- tugum f verkum: Kjarvals, Ás- gríms, Jóns Stefánssonar o. fl. ó. fl? — Ég held að blöðin séu mjög sterkt afl með að móta al- menningsálitið, og því meiri á- byrgðarhluti hjá þeim að af- vegaleiða listasmekk þjóðarinn- ar. Og þar á Vaítýr PétursSon fyllilega sinn. hlut og ekki gó.ð- an. Því miður hefur Alþýðu- blaðið tekið of oft í sama streng- inn. ÞÁ ERU það útvarpsleikritin, sem mér blöskrar að heyra. — Seinast í gærkvöldi, eitt af þess um þokkalegu framleiðslugrein- um. Þau eiga öll sannmerkt með þennan feykilega hávaða, hugaræsing og óvenjulegt mál- far í samtölum hjá persónum lei'kritanna. Að mínum dómi eru þessi leikrit flest siðspillandi, þau framkalia ósiðlegar kenndir sumpart, þau eru mörgum til leiðinda, vekja hroll og viðbjóð rhargra. Þau eru til þess best fallin, að leiða ungmenni á glæpstigu og spilla siðferði í landinu. Og hvers vegna þessi hávaði hjá leikendum í samtöl- um? T. d. Þorsteini Ö., Haraldi Björnssyni o. fl. o. fl. Vilja þess ir ágætu leikarar ekki spara ofurlítið raustina næst? Það væri þó til bóta. Sum þessi leik- rit eru sögð eftir þekkta erlenda höfunda, t. d. ameríska. Ég fyrir mitt leyti tel það hvorki með- mæli eða mótmæli. Hitt vitum við, að margar bíómyn’dir úr vöstrinu eru mjög siðspillandi og betur aldrei sýndar hér heima. VIÐ GETUM endrum og eins boðið okk-ur upp á að sjá ýms- ar íeiðinlegar og uppæsandi hlið ar mannlegs lífs, 'í leikritsfor.mi eða á léreftiríu, en að bjóða þetta oftast fraih, það er hinn léleg- asti smekkur sem tii er, og hann hættulegur, enda menningarleg- ur árangu.r þar eftir. — Má ég sp’yrja og vona að þú, Hannes minn, útvegir mér svör við: —- Hver velur leikr.itin í útvarpið? Les útvarpsráð eða stjóri þau yfir áður en flutt eru? ENN Á NÝ eru passíusálm- arnir lesnir í Ríkisútvarpinu og skyldi enginn við því amast og síst sá, er þetta ritar. En ég vil taka undir með fyrrverandi sendiherra, Gísla Sveinssyhi, að betra væri að sálmarnir væru sungnir, og get ég éfcfci sfcilið, að mikill kostnaðarauki væri að því að til dæmis fjórar persón- ur syngju alla sálmana inn á band. Og ég er nú mjög undr- andi, að þessi, ein ágætasta perla íslenzkra bókmennta skull ekki fá viðunandí meðferð hjá útvarpinu. Lestur þeirra í ár er ekki eins og vera ber, að mér finnst, og er ég þar ekki einn um þá skoðun. Annars get ég ekki skilið, að hafa þurfi grát- klökkan hljóm við lestur þeirra allra. Þeir eiga helst að syngj- ast, en ef þeir eru lesnir, þá á sá sem les, að lesa þá blátt á- fram. Grátklökki hljómurinn á. ekki við. Hann tilheyrir fortíð- inni og á áð hverfa.“ Hannes á horninu. Sigurboginn á Stjörnutorgi í París. Þar er eldi haldið logandi daga og nætur og hermaður stendur þar alltaf vörð. HOFUÐBORG LISTANNA Þ, RATT fyrir de Gaulle, Soustelle, Alsírstríðið og hin miklu átök í stjórnmálunum, er Frakkland í hugum flestra’ fýrsf og fremst land menning- ar og lisía, — í hugum flestra er Frakkland fýrst og fremst París. Og því verður vart á móti mælt, að París er lista- höfuðborg heimsins. Það er fróðlegt að athuga opinberar skýrslur þar að lútandi. í Frakklandi eru um það bil 2500 málarar og búa þeir langflestir í París. Þar eru sömuleiðis 450 myndhöggvar- ar, 2000 teiknarar og 300 menn, sem stunda fínan list- iðnað. Eru þá ótaldar þær þús- undir erlendra listamanna, sem dvelja styttri og skemmri tíma í landinu. Á.rið 195.7 voru seld lista- verk í París fyrir rúmlega 6 milljarða franka á opinberum uppboðum. Auk þess eru ár- lega seld listaverk fyrir mill- jarða franka marina á milli. Síðastliðið ár voru frönsk listaverk seld úr landi fyrir tæplega 4 milljarða franka. Af leikhúsum, kvikmvnda- húsum óg tónlistarlífi er svip aða sögu að segja. Enda þótt kvikmyjndahúsin hafa valdið því, að loka hefur orðið 500 frönskum leikhúsum frá styrj ald-arlokum, hefur enginn sam dráttur orðið’ í leikhúslífi Parísar. Leikhús eru þar 60 og hefur fjölgað um 13 frá því fyrir stríð. Auk þess eru þar 8 sönghallir og 7 ljóðasöng- hús. Síðastliðið ár sóttu hálf önnur milljón manna fimm helztu leikhúsin í París. 25000 manns starfa við leikhús borg arinnar utan leikara og leik- stjóra. Þetta eru aðeins þurrar tölur og ótalið hvern þátt París á í listsköpun og and- legum straumum nútímans. OTURskór UTI O G INNI jf, 17. marz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.