Alþýðublaðið - 20.03.1959, Page 4

Alþýðublaðið - 20.03.1959, Page 4
thgefandi: Alþýðuflokkurirœ. Hitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- Jiórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- json. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- «on. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14S02. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslu- eími: 14900. ASsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. Betri götur! Þetta er um kaupstaði utan höfuðstaðarins. En hvenær ætlar Reykjavík sjálf að gera stórá- tak í þessum efnum? Eiga Reykvíkingar að híða 20—30 ár frá byggingu liúsa sinna eftir sórna- samlegum götum? Fer ékki að koma að því, að þessi mál verði aígreidd með stórhug og dugn- aði? - ..... LANDIÐ okkar er tiálfbyggt. í bæjum o sveitum hefur verið ráðizt í framkvæmdir, sem oft eru stórar í sniðum. Víða er aðeins lokið áfanga, isem er á slíku gelgjuskeiði, eru bæir og þorp okk- -ar yfirleitt ljót. Umhverfið er fagurt, náttúran á feezta árstíma stórbrotin. En húsin okkar mynda ó- 'V'iða heild, eins og fjöll, dalir og haf. Nýr stein- isteypukassi stendur við hlið gamals bárujárnshúss. Einstök atriði gleðja oft augað, heildarsvipurinn ejaldan. Eitt það, sem gerir ytra umhverfi okkar Is- lendinga ljótast ©g hvimleiðast, eru göturnar í borg og bæjum landsins. Fögur bygging nýtur sín illa, ef umhverfið er aur og drasl, gatan sam- felld pollaröð, Hér eru íslendingar langt á eftir öðrum. Þjóðin heíur lagt syo mikla áherzlu á húsin sjálf, innréttingu, húsgögn, teppi og heimilistæki, að umhverfi og götur hafa mátt bíða. ......... En hversu löng á sú bið að verða? Vilja lands- menn liálda áfram að byggja glæsileg hús, með full komnustu heimilisprýði, kaupa bíla og barnavagna og hvers konar góss, en ganga og aka um moldar- og malarflög, sem kallast götur? Hér er svo mikið misræmi, að lengur verður ekki við unað. Það verð ur að reyna að tryggja þjóðinni á einhvern hátt göt or og vegi, sem eru í -samræmi við önnur lífskjör hennar. Þetta kostar fé, eins og annað, og það fé verður að taka frá öðru frekar en að biðin eftir götum, sem menningarþjóðfélag getur sætt sig við, verði lengri. Af þessum sökuhi ber að fagna samtökum nokkurra bæjarfélaga um stofnun félags til kaupa á malbikunartækjum. Þetta er hugmynd, sem hreyft var í síðurn Alþýðublaðsins fyrir mörgum ár um, og ýmsir aðrir hafa fylgt fram. Það er gleði- efni, ef hún verður að veruieika. öskast. — Dagvinna, ! AlfsfSuptetiiiiiiiSjan hi. Vitaslíg. i, & Smith h.f. Brautarholti 4 —- Sími 24-244. MIÐAUSTURLÖND hafa um langan aidur verið ein- hver órólegasti staður jarðar- innar, Uppreisnir og átök innbyrðis og út á við eru dag- legt brauð, en hinn opinberi fjandskapur, sem nú er ris- inn upp milli Nassers og Kas- sems kom mönnum þó nokk- uð á óvart. Nasser lét á sínum tíma í ljós ánægju sína með byltinguna í írak á síðastliðnu sumri og tjáði Kassem virð- ingu sína og Arabiska sam- bandslýðveldisins. Byltingin í írak virtist benda til þess að arabiska þjóðernisstefnan hefði unnið endanlegan sigur í Miðausturlöndum. Höfuð- andstæðingarnir voru Vestur veldin og síðasta fótfesta Vesturveldanna í þessum lönd um var írak. Sérfræðingar í málefnum Austurlanda gátu þó bent á að togstreitan milli Egyptalands og íraks ætti sér djúpar rætur. Efnahagslegar ástæður ollu því einnig, að ekki var reiknað með að írak mundi sætta sig' við að ganga í Arabasambandið. En búizt var við nánu samstarfi Nas- sers og Kassem í utanríkis- málum þar sem þeir voru ein- huga í andstöðunni gegn vest- rænum áhrifum.' En smám saman kom í Ijós, að samvinna þessara ríkja var ekki svo góð, sem búizt var við. Ástæðan var hin miklu á- hrif kommúnista í írak. Þeir álitu með réttu að Nasser væri erfiðasti andstæðingur kommúnista í Arabalöndun- um og töldu að hið nána sam- band Egyptalands og Sýr- lands væri hættulegt fyrir út- breiðslu kommúnismans í um árangri að ýta stuðnings- mönnum Nassers í írak til hliðar, Þar með var togstreitan milli Egyptalands og íraks Austurlöndum. Þar af leið- andi voru þeir andvígir sam- vinnu við Arabiska 'sambands lýðveldið og reyndu með góð- hafin á ný. Meðan Nuri es Said var við völd í írak var hann af Egyptum sakaður um þjónkun við hagsmuni vest- rænna ríkja í landinu, en nú er . íraksstjórn sökuð um þjónkun við Moskvu. í báðum tilfellum kemur Nasser fram sem talsmaður arabiskrar þjóðernisstefnu, sem er jafn- andvíg vesturveldunum og kommúnistum. Þessi barátta Nassers hófst í smáúm stíl skömmu . fyrir áramótin er hanri gagnrýndi s.tarfsemi kommúnista í Sýr- landi. Hann herti stöðugt á gagnrýninni og hlaut í stað- inn ákúrur frá Krústjov á tuttugasta flokksþinginu. En síðar lýsti Krústjov þó vfir að innanríkismál Egypta kæmu sér ekki við. Hin roisheppnaða uppreisn í Norður-írak á dögunum leiddi til harðnandi . átaka milli kommúnista og' þjóð- ernissinna í Mið-Austurlönd- um. Nasser ræðst nú ekki ein- landi, heldur einnig í öðrum Arabalöndum. Hann segir að þeir séu þjónar erlendra að- ila og það fer ekki á milii mála, að hann álítur þá hættu legustu andstæðinga sína. Það er nú ljóst orðið, að sjálf- stæði Arabaríkjanna stendur ekki lengur hætta af Bret- landi eða Bandaríkjunum heldur Sovétríkjunum. Þessi átök koma á óheppi- legum tíma fyrir Sovétráða- ■mennina. Þeir hafa hingað til notað hina ar.abisku þjóðern- isstefnu í eigin hagsmuna- skvni,- en nú er svo komið, að beir verða a.ð gera upp við sig hvaða raunhæfu stefnu þeir eiga að taka í málefnum þess- ara landa. Þeir geta varla svikið kommúnista í írak en þeim er um og ó að hætta að styðia Nasser. Nasser á einnig við ýmsa örðugleika að etia. Hann er miög háður viðskintunum við Sovétríkin oíí fylgiríki þeirra og á hann varla annars staðar markað fyrir baðmullina, sem er helzta útflutningsvara Egvota. Hann hefur einnig saifiið við Sovétríkin um að- .stoð við smíði Asvanstíflunn- ar og ef sú aðstoð bregzt get- ur hann tæpast snúið sér til Vesturveldanna um hjálp. Vesturveldin verða að bíða bess sem gerist. Framkoma þeirra á liðnum árum veldur því að bau eisa erfitt með að ná aftur áhrifum í Araba- löndunum. En ljóst er orðið að Sovétríkin eru að tapa Ar- abaríkjunum og áhrifum á þau. Sisurvegararnir eru Ar- abar sjálfir. göngu á kommúnista í sínu H a n n es 8 h o rninu ★ Fátæklegar revíur ★ Delerium Bubonis skemmtileg . tilbreyt- ing. ★ Skólarnir, börnin og samskotin. ★ Ofskipulagning til tjóns og skaða. SÍÐAN Emil Thoroddsen og' Morten Ottesen er varla hægt að sej?ja, að hér hafi verið sýnd góð íslensík revía. Það er und- arlegt. Að vísu voru þeir báðir, og fleiri, sem störfuðu með þeim, kuunáttusamir humöristar, en annað hvort er, að íslénding-ar eru sárafátækir af slíkum kost- um, eða þeir hafa kafliað á síð- ustu árum. Þær revíur, sem síð- an liafa verið sýndar, hafa ver-. ið hálfgert hafurtask, ósamstæð- ar — og alls ekki hitt í mark. SEGJA MÁ, að Delerium Bu- bonis, révía þeirra' bræðranna' Jónasar og Jóns Múla, nálgist' helst hinar góðu gömlu revíur, — Og það má segja urn hana, að hún hittir í lijartastað eina ógeðfelldustu sýndarmennskuna' — sem flaggar meðal okkar: — gróðrafýknina, jólabraskið og hégómaskapinn. Þessi revía á líka miklum vinsældum að fagna. Hún er sú langbezta, — sem ég hef séð í fjölda mörg ár. Að vísu eru tveir íyrstu þætt-- irnir heldur daufir, en sá síðasti afbragð. Ef til vill höfum við nú loksins eignast góða revíu- höfunda. FYRIR NOKKRU birti ég bréf frá ,,Móður“ og kvartaði hún undan því, að skólar væru að taka þátt í fjársöfnunum og hvetja börnin til þess. Jafnvel sendu bréf heim til foreldranna. Taldi hún þetta ekki rétt, þar sem heimilin tækjú yfirleitt þátt í slíkri hjálparstarfsemi og það gæti valdið óánægju barnanna, sem ekki gætu verið með. Nú héf ég fengið bréf frá ,,Kennara“ Þár sem hann gerir þetta að umtalsefni og ér á annarri skoð- un. Bréf hans fer hér á eftir: „VEGNA bréfs „Móður“ hjá þér í dag 7. marz vil ég leyfa mér að gera grein fyrir minni skoðun á þessu máli. Ég álít, að það sé sjálfsagt að leyfa börn- unum.að taka þátt í söfnuninni. Það er hægt að láta hana fara fram þannig, að engin hætta sé á metnaði um að gefa sem stærstar upphæðir. Ég lít svo á, að þétta sé blátt áfram uppeldis- legt atriði að leyfa börnunum að sýna lítilshéttar samlijálp og bróðurkærleik. VIÐ GERUM allt of lítið af því, íslendingar, að sýna hvert öðru hlýhug og kærleika til ná- ungans. Það er vitanlega ekki hægt að skylda neinn til slíkra verka, en ég held, að hvert barn, ekki síður en fullorðnir, geti og megi finna til ánægju yfir að hafa gert .einhverjum gott. B'ÖRNIN þurfa að læra það, að umgangast samborgara sína á þann hátt að þau finni til sam- ábyrgðar gagnvart þeim. Við megum vara okkur á að hugsa of mikið um okkur sjálf. Við vit- um aldrei hvenær við getum sjálf orðið hjálpar þurfi. Leyfið börnunum að fórna andvirði einnar bíóferðar í mannúðar- •skyni. Það er ekki aðalatriðið að upphæðin sé há, heldur hitt að börnin finni að þaua geti og megi veita aðstoð.“ „SKIPULAGNING mun oft- ast vera góð“, segir Bjarni í bréfí til mín, „en ofskipulagning er ætíð til bölvunar, því að hún leggur fjötra á menn algerlegá að óþörfu. Skipulagning eggja- sölunnar er ofskipulagning og sætir beinlínis furðu. Hér í bæn um hafa fjölda margir stundað hænsnarækt í smáum stíl og selt egg til kunningja sinna. Þetta er smávegis heimilislegur at- vinnuvegur, sem var góður og qllum að gagni, sem komu ná- lægt honum, þeim sem stund- uðu hann, og ekki síður þeim, sem nutu hans á annan hátt. NÚ IIEFUR HANN verið gripinn í greipina og kyrktur. Til hagsmuna fyrir hvern? Ekki fyrir neytendur, þótt það sé lát- ið í veðri vaka, ekki flyrir smá- framleiðendurna, sem hafa haft hann fyrir tómstundastarf, og oft áð aldrað fólk hefur dundað við hann við heimili sín, ekki er það heldur til hagsmuna fyrir kaupmenn. Hér hlýtur að vera um að ræða einkahagsmuni fárra stórra atvinnurekenda. Önnur skýring fæst ekki á þessu máli.“ Hannes á horninu. 4 20. marz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.